Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 35 Arnarvatnsheiði, auk þess báðar Fjallabaksleiðir og Gæsavatna- leið, þ.e.a.s. fram og til baka um Herðubreiðarfriðland. Á öllum framangreindum leið- um er farið um viðkvæmustu gróðurlendi á íslandi, gróðurlendi, sem tæki áratugi að græða upp aftur, ef gróðurspjöll verða þar meiri en þegar eru. Vafasamt má telja að vegaslóðir á leiðunum, sem að framan eru taldar, muni þola það álag, sem leiðir af akstri á þriðja hundrað ökutækja, sem gera má ráð fyrir að taki þátt í og fylgi keppninni. Stjórn Vestfirzkra náttúruvernd- arsamtaka varar mjög eindregið við ófyrirséðum afleiðingum fyrirhug- aðrar rallkeppni og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita ekki leyfi til keppninnar." Kvennaf rambodið Vegna umræðna um „rall- keppni" næsta sumar, samþykkti Kvennaframboðið í Reykjavík eft- irfarandi ályktun: „Félagsfundur Kvennafram- boðsins i Reykjavík, haldinn að Hótel Vík 5. mars 1983, ályktar eftirfarandi: Kvennaframboðið í Reykjavík leggst eindregið gegn hugmyndum erlendra aðila um alþjóðlega rallkepppni hér á landi næsta sumar. Slík keppni er stórhættu- leg náttúru landsins og við vitum öll að spjöll á gróðurlendi hálend- isins eru óbætanleg. Við tökum undir rök landvarða og leiðsögu- manna sem komið hafa fram í fjölmiðlum. Kvennaframboðið krefst þess að íslensk stjórnvöld komi í veg fyrir keppni þessa, en snúi sér þess í stað að mótun heil- steyptrar íslenskrar ferðamála- stefnu. Til frekari áréttingar má benda á að gervigras á Arnarvatnsheiði yrði drjúgum dýrara en á Laug- ardalsvöll." Náttúruverndarsamtök Suðurlands Náttúruverndarsamtök Suður- lands beina því til yðar, hr. dómsmálaráðherra, að veita ekki leyfi fyrir „rallkeppni" erlendra ökumanna um hálendi íslands á sumri komanda. Samtökin telja að vegirnir sem víða eru lagðir um viðkvæmt gróð- urlendi séu of veikbyggðir fyrir hraðakstur „rallökumanna". öku- keppnin, sem sótt er um leyfi fyrir er viðbót við annan akstur um vegina, þar meðtalinn innlendur „rallakstur", sem einnig ætti að banna á þessum leiðum. Samtökin vilja sérstaklega vara við ógætilegum akstri á vegum að Fjallabaki, sem geta orðið erfiðir yfirferðar í vætutíð. Þar má víða sjá gróðurskemmdir eftir bíla, sem ekið hefur verið utan vega. í alþjóðlegri ökukeppni fylgir fjölmennt þjónustulið keppendum, einnig fjöldi blaðamanna og ljósmyndara, sem velja góðan sjónarhól til að fylgjast með kepp- endum. Þessir hópar geta einnig valdið gróðurskemmdum. Náttúruvernðarsamtök Suður- lands taka undir þær ábendingar sem fram hafa komið um aukið eftirlit á leiðum um hálendi Is- lands og að settar séu reglur um ferðalög fólks um óbyggðirnar. Sauðárkrókur: Pálmi Péturs- son tvöfaldur Norðurlands- meistari í skák Sauóárkróki, 21. marz. NORÐURLANDSMÓTI í skák lauk hér á Sauðárkróki í gær, en það hófst síðastliðinn fimmtudag. Þátt- takandur voru 58 víðs vegar að af Norðurlandi. Teflt var í opnum flokki og ungiinga flokki. Þátttak- endur í opna flokknum voru 34 en í unglinga flokki 24. Norðurlandsmeistari í skák 1983 varð Pálmi Pétursson, Akurevri með 6,5 vinninga. Annar varð Ás- kell Örn Kárason, Akureyri með 5,5 v., 3. Gylfi Þórhallsson, Akureyri með 5 v., 4. Bragi Halldórsson, Sauðárkróki 5 v. og 5. Þór Valtýs- son, Akureyri, með 5 V. Norður- landsmeistari kvenna varð Svein- fríður Halldórsdóttir úr Eyjafirði. Hún tefldi í opna flokknum og hlaut 2,5 v. í unglingaflokki varð efstur Páll A. Jónsson, Siglufirði með 8,5 vinninga, Næstur varð Árni Hauksson, Akureyri með 7 v og þriðji Erlingur Jensson, Sauð- árkróki með 6,5 vinninga. Mótinu lauk með hraðskákmóti í opnum flokki og unglingaflokki. Efstur í opna flokknum varð Pálmi Pétursson með 15,5 vinninga af 18, næstur varð Bragi Halldórsson með 15 v og þriðji Þór Valtýsson með 13. I unglingaflokki sigraði Arnar Þorsteins, Akureyri með 14 vinninga, annar varð Einar Héð- insson, Akureyri með 13 og í þriðja sæti Páll A. Jónsson, Siglufirði með 12,5. Hraðskákmeistari kvenna varð Sveinfríður Hall- dórsdóttir úr Eyjafirði. Formannafundur skákfélaga á Norðurlandi var haldinn meðan á mótinu stóð. Þar kom fram gagn- rýni og óánægja með skáksamband íslands og samskipti þess við landsbyggðina. Húnvetningar munu væntanlega sjá um næsta Norðurlandsmót, sem verður það 50. í röðinni. Kári fer fram, innsk. blm.) og er sett ef ákveðnir aðalvegir eru lokaðir af einhverjum ástæðum, enda er skýrt kveðið á um bann við utan- vegaakstri á öðrum stað síðar í reglunum. Einnig hljóta menn að sjá í hendi sér, að þeir keppendur og aðrir sem koma erlendis frá með keppnisbíl, þjónustubíl og jafnvel fjölskyldur sínar, leggja mikinn kostnað á sig og fyrirhöfn. Því í ósköpunum skyldu þeir taka upp á því að aka utan vega, ein- ungis til þess að láta vísa sér úr keppni? Þess má geta að eftirlit með keppninni verður mjög strangt á vegum keppnisstjórnar sem skipuð verður mönnum með mikla reynslu að baki í rallakstri, eru þeir bæði innlendir og erlend- ir. Keppnisstjórn mun hafa um tuttugu ökutæki og þyrlu til um- ráða, til eftirlits og annarra starfa við keppnina. Aðeins er ekin ein sérleið á dag og gefur það keppnis- stjórn mun meira svigrúm til þess að fylgjast með keppendum og að þeir fari eftir settum reglum. Það er ekki fyrr en fyrirhugaðar akst- ursleiðir opnast í sumar, að hægt verður að gera sér grein fyrir því hve mikla gæslu þarf á hverri leið fyrir sig svo hún verði sem best. Einnig þarf að fara yfir leiðina með tilliti til áhorfenda, en fyrir- hugað er að auglýsa ákveðna staði, sem verða undir eftirliti og ákveðnir í samráði við hlutaðeig- andi aðila, þ.e. lögreglustjóra, sýslumenn og landeigendur. „Ökutæki í Rallye d’Islande“ Ökutækjum sem taka þátt í keppninni er skipt í þrjá flokka. Bifhjól, bíla með drif á einum öxli og bíla með drif á tveimur öxlum. Þungir margöxla bílar (trukkar) taka ekki þátt í keppninni. Inni á sérleiðum verða aðeins keppendur, eftirlitsmenn og fréttamenn. Mik- ið hefur verið talað um Arnar- vatnsheiði og skemmdir sem þar gætu orðið. Benda má á, að ein- ungis bílar með drif á tveimur öxl- um (jeppar) og bifhjól fara þá leið og því ekki hætta á að ekið verði utan vegar. Okkar áætlun er að um 15—20 fjórhjóladrifsbílar verði í keppninni, svo ekki er um hersingu ökutækja að ræða, eins og náttúruverndarmenn orða það. Rætt hefur verið um slæma landkynningu samfara rallinu. Erlendis er rallakstur mikið notaður til landkynningar, sem og aðrar uppákomur og séreinkenni þjóða. Nægir þar að nefna að Svisslendingar hafa snjó, Spán- verjar sól, Brasilía kjötkveðjuhá- tíðina. Sumar þjóðir hafa hins vegar betri rallvegi en aðrar. Það fer alfarið eftir stefnu og aðferð- um í landkynningarmálum hvern- ig landkynning nýtist. Ef sífellt er hamrað á banni og viðurlögum við utanvegaakstri og gróðurskemmd- um í umfjöllun um Island jafnt í rallkeppni sem öðru, þá hlýtur boðskapurinn að komast til skila. Þessi keppni er því kjörið tæki- færi til þess að koma þessum skilaboðum ókeypis til annarra þjóða, því 6—7 sjónvarpsstöðvar ásamt blöðum, útvarpi og tímarit- um, sem ná til milljóna manna í Evrópu, koma til með að fjalla um rallið sem og önnur íslensk mál- efni. Við eyðum meiri gjaldeyri en við öflum. Hver mótmælir því? Sé viðunandi þátttaka í þessari keppni, má gera ráð fyrir að gjald- eyristekjurnar verði um 8—10 milljónir ísl. króna. Sambærileg tala fyrir meðalársafla minni skuttogara er um 30 milljónir. Einnig má geta þess, að meðal refabú gefur af sér um átta hundr- uð þúsund krónur á ári í erlendum gjaldeyri. Á hálfum mánuði gæti þessi keppni því gefið af sér Vá - V4 af ársafla togarans og jafngilt af- komu 10—12 refabúa, með mun minni tilkostnaði. Hver getur slegið hendinni á móti slíku tæki- færi, þegar efnahagsástand þjóð- arinnar er eins og raun ber vitni. Að sögn þeirra er best þekkja til íslenskra ferðamála, er þessi keppni best skipulagða hópferð, sem fyrirhuguð hefur verið um hálendi íslands. Það skýtur því skökku við að ætla að banna slíkt framtak okkar til ferðamála á þeim forsendum að allt annað skipulag og eftirlit í ferðamálum sé í upplausn. Er þessi keppni ekki skref í þá átt að koma ferðum um hálendið undir innlent eftirlit og stjórn? Við Islendingar verðum að gæta þess að fordæma ekki allar nýjungar að óreyndu, svo ísland verði ekki land hinna glötuðu tæki- færa. Sem dæmi má nefna, að ein fyrsta mótmælaganga á tslandi var farin til að mótmæla innleið- ingu símans í sveitir landsins! I dag viðurkenna allir að það var spor til betra mannlífs. Við akstursíþróttamenn erum innilega sammála náttúruvernd- armönnum, landvörðum og öðrum velunnurum íslenskrar náttúru að betra skipulag þurfi að komast á ferðir erlendra og ekki síður inn- lendra ferðamanna um Island. Til þess að það megi verða, þurfa allir að taka höndum saman. Þessi keppni er innlegg okkar í þá átt, vel skipulögð, sem þýðir um leið góða landkynningu. Á sama hátt og við Islendingar fáum að njóta þeirra gæða, sem aðrar þjóðir hafa upp á að bjóða, en við ekki, þá skulum við bjóða velkomna er- lenda ferðamenn og aðra sem okkur vilja sækja heim. LÍA/G.R. Lítið en arðbært fyrirtæki Til sölu er þægilegt einsmanns fyrirtæki. Engin sérstök þekking nauðsynleg. Áætlað söluverð 2 milljónir. Uppl. í síma 32307. Óbreytt útsöluverð þessa viku. Karlmannaföt frá kr. 1.175,00 til kr. 1.995,00. Terylinebuxur frá 200,00 til kr. 398,00. Gallabuxur frá kr. 245,00. Flanelbuxur frá 265,00. Trimmgallar kr. 310,00. O.m.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22A, sími 18250. Til sölu Húsgagnavinnustofan Nýmörk, Skólastræti 1B, (vélar og efni). Upplýsingar á staönum og í síma 14423.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.