Morgunblaðið - 23.03.1983, Side 36

Morgunblaðið - 23.03.1983, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Frá ráðstefnu Heimdallar um húsnæðismál ungs fólks. Morffunblaðið/Emilla „Möguleikar ungs fólks á íbúða- kaupum í Reykjavík hafa á síðasta áratug farið mjög dvínandi“ Rætt við Arna Sigfússon, formann Heimdallar um ráðstefnu sem Heimdallur stóð fyrir um möguleika ungs fólks á að kaupa eigið húsnæði Mesta fjárfesting sem flest fólk ræðst í á ævinni, fjárfesting sem flestir verða að ráðast í hvort sem þeir vilja eða vilja ekki, er kaup á húsnæði. Mikilvægi þessa málaflokks verður því trauðla vanmetið fyrir almenna velferð fólks. Nýlega gekkst Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fyrir ráðstefnu um húsnæðismál ungs fólks. Morgunblaðið hafði hug á að kynna sér helstu niðurstöðu ráðstefnunnar og af því tilefni var haft tal af Árna Sigfússyni, formanni Heimdallar, og hann fyrst spurður um hvað hefði verið orsökin þessa ráðstefnuhalds. Margt ungt fólk íhugar að setjast að annars staðar „Þessi ráðstefna Heimdallar var fyrst og fremst haldin til þess að ■veita ungu fólki raunhæfar upp- lýsingar um möguleika þess á að eignast húsnæði miðað við núver- andi ástand, en jafnframt voru kynntar hugmyndir um úrbætur í þessum málum,“ sagði Árni. „Ég hef orðið áþreifanlega var við það að margt ungt fólk hugleiðir í al- vöru að setjast að annars staðar en hér á landi. Þarna koma fyrst og fremst til atvinnuástæður og svo húsnæðisaðstæður. Þegar menn sjá ekki fram á að geta eign- ast húsnæði, nema með mikilli fyrirhöfn, og atvinna í boði hentar ekki margra ára námi, sem menn hafa lokið, þá er varla við því að búast að fólk víli fyrir sér að leita til annarra landa, miðað við þá alþjóðlegu menntun sem menn afla sér í dag og tiltölulega litlu fyrirhöfn að færa sig um set á milli landa." — Hverjir eru raunhæfir möguleikar ungs fólks í Reykjavík í dag, sem er að festa sér íbúð í fyrsta skipti? „Möguleikar ungs fólks á íbúða- kaupum í Reykjavík hafa á síðasta áratug farið mjög dvínandi. Nokkrum árum eftir að Húsnæð- isstofnun ríkisins var sett á stofn, 1955, námu lán stofnunarinnar 28% af byggingarkostnaði, og árið 1971 var þetta hlutfall orðið 42%. Ef áfram hefði verið haldið á sömu braut ættu lánin í dag að vera mjög nærri 60—80% af bygg- ingarkostnaði, eins og Sjálfstæðis- flokkurinn stefnir að og hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um. Annars ættu þessi mál ekki að vera flokkspólitísk — og nánast einkennilegt, að framkvæmdir í húsnæðismálum séu svo mismun- andi sem raun ber vitni eftir því hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. Ég tel rétt að þessar hlutfalls- tölur komi fram vegna þess að þær sýna glöggt í hvert óefni er komið, þar sem lán Húsnæðis- stofnunar í dag til þeirra sem eignast húsnæði í fyrsta sinn, nema réttum 7—12% af bygg- ingarkostnaði, eins og greiðslum þessara lána er háttað í dag. Ástandið er því orðið þannig, að ef ungt fólk vill byggja, þarf þáð að taka lán með miklum vöxtum, sem greiðast upp á skömmum tíma — og varla er fyrirséð að sé ungu fólki mögulegt þegar fram í sækir því við erum að ræða íbúðarverð sem er frá 800.000 þús.—1 millj- ón.“ Verkamannabústaðirnir hagstæðastir — Hver varð meginniðurstaða ráðstefnunnar? „Sú spurning var sett fram á ráðstefnunni, hvernig ungt fólk geti eignast húsnæði í Reykjavík og má segja að meginniðurstaðan hafi verið þessi. Verkamannabústaðakerfið veit- ir langhagstæðustu möguleika á íbúðakaupum ef frá eru taldar þær kvaðir sem bústöðunum fylRja — og nálgast það að þýða að í raun getur „eigandinn" ekki ráðstafað „eign“ sinni að vild. En 90% byggingarkostnaðar eru lán- uð til 42ja ára. Á ráðstefnunni kom fram að t.d. 3ja herbergja 86 fm íbúð í verkamannabústöðum kostar í dag um 1 milljón króna — Árni Sigfússon, formaður Heimdall- ar. sem er mun hærra verð en fæst fyrir sambærilega íbúð hjá Bygg- ung, sem þó er að byggja á svipuð- um stað og verkamannabústaðirn- ir rísa. Hvað er þá orðið um hag- kvæmnina sem fylgja á byggingu verkamannabústaða? Það virðist sem sagt vera ljóst að betra væri fyrir ríki og borg að kaupa íbúðir af hinum frjálsa markaði — í stað þess að halda uppi miklu bákni sem aðeins eykur skattbyrði. En engin lausn fyrir ungt fólk Annars er víst til lítils að ræða um verkamannabústaðina því samkvæmt könnun sem gerð var á möguleikum ungs fólks á íbúðum í verkamannabústöðum árið 1976, kemur í ljós að af 416 umsækjend- um undir 25 ára aldri, fengu rétt um 16% úthlutað í verkamanna- bústöðum eða 67 manns. Þessir 416 umsækjendur voru tæpur helmingur umsækjenda en fengu aðeins fimmta hluta af þeim íbúð- •um sem í boði voru þá. Þetta hlutfall mun vera svipað nú og, þegar jafn lítið framboð er á ný- byggingum í verkamannabústaða- kerfinu, þá er það engin lausn fyrir ungt fólk, jafnvel fyrir það unga fólk sem sættir sig við þær kvaðir sem fylgja. Auðveldast hjá Byggung eða sambærilegum félögum Einna auðveldast fyrir ungt fólk er að kaupa íbúðir hjá Byggung, byggingasamvinnufélagi ungs fólks, sem ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík stofnuðu árið 1974, eða sambærilegu fyrirtæki að stærð. Menn voru ásáttir um það á ráð- stefnunni, að hér væri fyrst og Frá byggingarframkvæmdum Byggung, en á ráðstefnunni kom í Ijós, að þetta byggingarsamvinnufélag, sem ungir sjálfstæðismenn stofnuðu, byggir einna ódýrast. Morgunblaðið/ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.