Morgunblaðið - 23.03.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
41
í dag kveðjum við Valtý Bjarna-
son fyrrverandi yfirlækni, en
hann andaðist að morgni 10. marz
sl. í Hafnarbúðum, en þar hefur
hann verið vistmaður undanfarin
ár.
Valtýr fæddist 6. marz 1920 að
Meiritungu í Holtum í Rangár-
vallasýslu. Foreldrar hans voru
Bjarni Jónsson, bóndi og vega-
verkstjóri í Meiritungu og kona
hans Þórdís Þórðardóttir frá Hala
í Holtum. Að Valtý stóðu því
gagnmerkar ættir úr Rangárvalla-
þingi. Foreldrar Valtýs eignuðust
4 börn og var hann yngstur systk-
ina sinna. Elstur var Þórður,
bóndi í Meiritungu, sem nú er lát-
inn, en systurnar tvær, Jóna og
Kristín, búa enn í Meiritungu.
Strax í uppvexti sínum vandist
Valtýr því að til foreldra hans í
Meiritungu leituðu menn með alls-
konar vandamál, því öllum vildu
þau hjálpa og alltaf var tími til
slíks og má segja að þetta vega-
nesti úr foreldrahúsum hafi auð-
kennt Valtý, allt hans líf og öll
hans störf. Hugur hans stóð fljótt
til þess að geta hjálpað og hann
vildi snemma verða að liði. Hann
vildi verða læknir og læknir varð
hann með þeim orðstír sem seint
gleymist.
Valtýr varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1941 og
þrátt fyrir mikil veikindi lauk
hann embættisprófi í læknisfræði
frá Háskóla fslands 1952 og sér-
fræðinámi í svæfingum og deyf-
ingum frá Mayo Clin. í Minnesota
í Bandaríkjunum 1957. Að sér-
fræðinámi loknu hóf Valtýr störf
við handlækningadeild Landspít-
alans og var jafnframt forstöðu-
maður Blóðbankans. Svæfingayf-
irlæknir við handlækningadeild-
ina var hann skipaður 1964 og dós-
ent í svæfingum og deyfingum við
læknadeild Háskóla lslands var
hann frá 1962.
Valtýr var fyrsti formaður Fé-
lags svæfingalækna á íslandi og
hann sat í stjórn Félags norrænna
svæfingalækna um árabil.
Árið 1956, þann 12. desember,
kvæntist Valtýr eftirlifandi konu
sinni, Sigríði Jóhannsdóttur
hjúkrunarfræðingi, en hún er
dóttir Jóhanns Steinssonar tré-
smiðs á Akureyri og konu hans
Sigríðar Jóhannsdóttur, en þau
eru nú bæði látin. Athöfnin fór
fram í Minneapolis í Minnesota í
Bandaríkjunum, þegar þau Sigríð-
ur og Valtýr voru þar bæði við
framhaldsnám og var athöfnin
meiriháttar viðburður meðal ís-
lendinga á þeim slóðum í þann
tíma. Valdimar Björnsson fyrr-
verandi ræðismaður var svara-
maður brúðarinnar og hefur ávallt
síðan verið mikill vinskapur og
samband milli þeirra Valdimars
og konu hans og Sigríðar og Val-
týs.
Heimili þeirra, Sigríðar og Val-
týs frá því að þau komu heim frá
námi, hefur ávallt verið hér i
Reykjavík og lengst af að Stiga-
hlíð 85 og ber það þeim glæsilegt
vitni um • myndarskap og smekk-
vísi, bæði innandyra og utan.
Börn þeirra eru fjögur, elstur er
Bjarni læknanemi, kvæntur Dóru
Gerði Stefánsdóttur hjúkrunar-
nema frá Neskaupstað, Jóhann
læknanemi, Valtýr sem les ís-
lenzku við Háskóla íslands,
kvæntur Sigrúnu Benediktsdóttur
úr Reykjavík, en hún les kennslu-
og uppeldisfræði við háskólann og
eiga þau einn son, Valtý Bjarka.
Sigríður Þórdís er yngst, en hún er
nemandi í Menntaskólanum við'
Hamrahlíð.
Þegar litið er til baka yfir far-
inn veg, þann veg sem við Valtýr
fórum saman, fyrst sem svilar og
síðar einnig sem vinir, er margs að
minnast. Eg held að á engan sé
hallað þegar ég fullyrði að engum
hefi ég kynnst sem fljótari var til
og fúsari til að gera öðrum greiða
og alltaf var hann reiðubúinn. Það
var sama hvað það var, smátt eða
stórt, hann hafði alltaf tíma og
áhuga. Það var því löngum anna-
samt í kringum Valtý Bjarnason.
Hann var sístarfandi, einu frí-
stundirnar sem ég man að hann
tæki sér notaði hann til að mála.
Hann hafði gaman af fallegum
málverkum og málaði gjarnan
sjálfur og lék það í höndum hans
eins og allt annað er hann tók sér
fyrir hendur.
Valtýr var læknir af lífi og sál.
Hann var síleitandi í starfi sínu og
sótti margar ráðstefnur og fundi
til að geta fylgst sem allra best
með og hann bryddaði sjálfur
uppá mörgum nýjungum í starfi
sínu sem síðar urðu viðurkenndar,
enda hlaut hann ekki síður viður-
kenningu hjá félögum sínum en
sjúklingum. Þá sat nærgætni og
umhyggja fyrir sjúklingunum
ávallt í fyrirrúmi hjá honum.
Valtýr var dyggilega studdur af
eiginkonu sinni í þessum efnum
sem öðrum, en þau voru ávallt
mjög samhent.
Það var því eigi lítið áfall er
Valtýr veiktist svo fyrir tæpum 10
árum að hann hefur verið óvinnu-
fær síðan. Það misstu margir mik-
ið, en þó fjölskylda hans mest,
konan hans og börnin, það yngsta
aðeins 6 ára gamalt. En með fá-
dæma dugnaði Sigríðar og dygg-
um stuðningi systkina Valtýs og
samheldni barnanna hefur þetta
allt gengið og mikil var gleði Val-
týs á síðasta afmælisdegi hans, 6.
marz sl., þegar hann stóð upp í
Hallgrímskirkju með Bjarna syni
sínum, sem giftingarvottur hans.
Ég og fjölskylda mín, eigum
Valtý Bjarnasyni mikið að þakka,
bæði sem vini og lækni og biðjum
við Guð að blessa minningu hans
og sendum Sirrý, börnum og
tengdabörnum og barnabarni
innilegar samúðarkveðjur.
Við geymum í huga okkar minn-
ingar um kæran vin, mikinn lækni
og góðan mann.
Yaldimar Ólafsson
I dag kveðjum við Valtý Bjarna-
son, yfirlækni, brautryðjanda ís-
lenskrar svæfingalæknisfræði.
Hann andaðist í Reykjavík, 10.
marz, eftir nær áratugs veikindi.
Valtýr var fæddur í Meiri-
Tungu í Holtum, Rangárvalla-
sýslu. Foreldrar hans voru Bjarni
Jónsson, bóndi og vegaverkstjóri
þar, og kona hans Þórdís Þórðar-
dóttir, hreppstjóra og alþing-
ismanns í Hala í Holtum, Guð-
mundssonar. Valtýr varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1941 og cand. med. et chir frá Há-
skóla íslands 1952. Eftir kandi-
datsár og héraðslæknisstörf hér
heima, fór hann utan til sérnáms
til Mayo Foundation/Mayó Clinic
í Rochester í Minnesota, Banda-
ríkjunum 1955, þar sem hann afl-
aði sér mjög góðrar sérmenntun-
ar, en hvarf aftur heim til starfa
1957. Að loknu sérnámi biðu hans
ótakmörkuð störf og má með
sanni segja að hann hafi unnið
margra manna verk sem eini
svæfingalæknir Landspítalans,
auk starfs forstöðumanns Blóð-
bankans og við kennslu í lækna-
deild. Til hans var einnig leitað
frá öllum sjúkrahúsum Reykjavik-
ur og reyndar alls staðar að af
landinu, þegar vandamál bar að í
hans sérgrein.
Fyrst kynntist ég Valtý sumarið
1952, en þá var hann aðstoðar-
læknir á Vífilsstaðapítala. Hann
var kvikur í spori og léttur í lund
og stutt í heillandi hlátur. Með
okkur tókst vinátta, sem hefur
haldist æ síðan. Sumarið 1957 hóf
Valtýr störf sem eini svæfinga-
læknir Landspftalans, á stöðugum
vöktum og alltaf tilkallaður við
hverja skurðaðgerð og reyndar
hvers konar vandamál önnur.
Hann var slvinnandi jafnt nætur
sem daga á Landspítalanum og
Blóðbankanum, enda takmarkaðri
hjálp til að dreifa. Flestum, sem
til þekktu var ljóst, að hér var um
margra manna starf að ræða, en
Valtýr einn hafði þá sérþekkingu,
sem til þurfti. Okkur, sem fylgd-
ust með störfum hans á þessum
árum var Ijóst, að svæfingadeild
Landspítalans og Valtýr Bjarna-
son var eitt og hið sama. Margir
spurðu sig hversu lengi heilsa
hans myndi þola þetta álag, enda
kom það síðar í ljós, að öllu eru
takmörk sett. Við, sem nú störfum
við svæfinga- og gjörgæsludeild
Landspítalans, lítum á Valtý
Bjarnason sem upphafsmann bæði
svæfinga- og gjörgæsludeildar og
reyndar brautryðjanda í svæf-
ingalæknisfræði á landinu. Hann
var fyrsti kennari í svæfingalækn-
isfræði við Háskóla íslands og
dósent í þeirri grein frá 1962.
Forstöðumaður Blóðbankans
var hann frá 1957 til 1970, en þar
vann hann einnig mikið braut-
ryðjandastarf, sem aðrir en undir-
ritaður eru hæfari um að fjalla.
Auk alls þessa vann Valtýr mikið
að frumskipulagi Almannavarna
og tók virkan þátt í sjúkraflutn-
ingum bæði innanlands og milli
landa.
Valtýr Bjarnason beitti sér
fyrir stofnun gjörgæsludeildar við
Landspítalann, hann sá um skipu-
lag og uppbyggingu deildarinnar
og má heita að deildin hafi verið
nær fullbúin, er Valtýr varð að
hverfa frá störfum á miðjum
starfsaldri vegna heilsubrests.
Þeim, sem til þekktu var ljóst, að
Valtýr var alvarlega veikur, en
hann hélt áfram að starfa meðan
kraftar entust, með hjálp sinna
ágætu samstarfsmanna og eru
mér þar efstir í huga læknarnir
Valdemar Hansen og Guðjón Sig-
urbjörnsson, sem störfuðu með
honum við svæfinga- og gjör-
gæsludeild Landspítalans síðustu
starfsár hans.
Valtýr var snillingur í höndun-
um og listrænn maður. Það má
glöggt sjá á þeim málverkum, sem
hann fékkst við að gera í frístund-
um sínum, að þær hafa án efa ver-
ið að skornum skammti.
Valtýr Bjarnason tók virkan
þátt í félagsmálum lækna. Hann
var formaður Félags svæfinga-
lækna á íslandi frá stofnun þess
1960 og sömuleiðis meðstjórnandi
í Félagi norrænna svæfingalækna
um árabil frá 1960.
I einkalífi sínu var Valtýr ham-
ingjusamur maður. Hann kvænt-
ist árið 1956 eftirlifandi konu
sinni Sigríði Jóhannsdóttur,
hjúkrunarfræðingi, sem alla tíð
reyndist honum styrk stoð í starfi,
en ekki síst í langvarandi veikind-
um hans. Börn þeirra eru fjögur,
Bjarni f. 1957, sem er í þann veg-
inn að ljúka læknanámi, Jóhann f.
1959, nú á fjórða ári læknanáms,
Valtýr f. 1960, sem nú stundar
nám í islenskum fræðum og Sig-
ríður Þórdís f. 1966, við mennta-
skólanám.
Nú þegar við kveðjum Valtý
Bjarnason er efst í huga þakklæti
fyrir langvarandi góða vináttu og
hans ótrúlega frumherjastarf í
sérgrein okkar, svæfingum og
gjörgæslu, en síðast en ekki síst,
mikið og óeigingjarnt starf hans
að skipulagi og uppbyggingu svæf-
Fædd 27. júlí 1920
Dáin 16. mars 1983
I dag kveðjum við vinkonu,
skóla- og fermingarystur okkar,
Guðríði Halldórsdóttur, frá Grund
í Súðavík. Guðríður var fædd 27.
júlí 1920, dóttir hjónanna Maríu
Helgadóttur og Halldórs Guð-
mundssonar skipstjóra. Gauja,
eins og hún var ávallt kölluð, var
yngst af þremur systkinum og var
alin upp í ástúð og hlýju af sínum
góðu foreldrum. Sigurður, einka-
bróðir hennar, drukknaði með báti
frá Súðavík ungur að árum og var
þá þungur harmur kveðinn að öllu
hans fólki. En eina systur á Gauja,
Guðmundu, sem er búsett hér í
Reykjavík, og var alltaf mjög kært
með þeim systrum.
Þegar við hugsum til baka, þá
koma upp í huga okkar bernskuár-
in í þorpinu okkar kæra, hvað við
vorum ánægðar í skólanum, úti-
leikjum, sleða- og skautaferðum,
göngu- og berjaferðum. Svo liðu
árin og þá var farið að heiman til
að vinna fyrir sér eins og þá var
títt, en alltaf hélst sama vináttan.
Ung að árum giftist hún eftirlif-
andi manni sínum, Gísla Sigur-
björnssyni, góðum atorkumanni.
Byrjuðu þau sinn búskap á Grund,
hjá foreldrum hennar, sem enduðu
inga- og gjörgæsludeildar Land-
spítalans, en minning hans mun
lifa í áframhaldandi starfi þeirrar
deildar.
Blessuð sé minning Valtýs
Bjarnasonar, yfirlæknis.
Þórarinn Ólafsson
Valtýr Bjarnason, fyrrverandi
yfirlæknir svæfingadeildar
Landspítalans, lést þann 10. marz
sl. 63 ára að aldri. Hann var fædd-
ur að Meiri-Tungu í Holtum. For-
eldrar hans voru Bjarni Jónsson,
bóndi og vegaverkstjóri, og kona
hans Þórdís Þórðardóttir. Hann
var yngstur fjögurra systkina og
átti eina fóstursystur. Valtýr tók
stúdentspróf frá Menntaskólanum
í Reykjavík vorið 1941 og um
haustið innritaðist hann í lækna-
deild Háskóla íslands. Á háskóla-
árum sínum varð hann fyrir því
óláni að veikjast af berklum og
varð því að hætta námi um tíma,
en tók svo upp þráðinn að nýju og
lauk kandidatsprófi í læknisfræði
vorið 1952. Hann var síðan náms-
kandidat við Landspítalann i eitt
ár og eftir það aðstoðarlæknir
héraðslæknisins í Stórólfshvols-
héraði í rúmt ár, eða þar til hann
hélt til Ameríku í apríl 1955, þar
sem hann lagði stund á sérnám í
svæfingalæknisfræði við Mayo-
foundation/Mayo-klinikk í rúm 2
ár. Þegar heim kom var hann ráð-
inn svæfingalæknir við handlækn-
isdeild Landspítalans og jafn-
framt forstöðumaður Blóðbank-
ans í Reykjavík og starfaði þar æ
síðan meðan honum entist heilsa.
1962 var hann skipaður dósent í
svæfingum og deyfingum við
læknadeild Háskóla Islands. Hann
var sérfræðilegur ráðunautur við
ameríska sjúkrahúsið á Keflavík-
urflugvelli frá 1961. Félag svæf-
ingalækna á íslandi var stofnað
19. nóv. 1960 og var hann formað-
ur þess til 1970, og 13. nóv. 1974
var hann gerður að heiðursfélaga í
sama félagi. Hann var meðstjórn-
andi í félagi norrænna svæfinga-
lækna um 10 ára tímabil frá 1960.
Eftirlifandi kona hans er Sig-
ríður Jóhanna Jóhannsdóttir,
hjúkrunarkennari, og eru börn
þeirra 4, Bjarni, Jóhann, Valtýr og
Sigríður Þórdís.
Fyrstu kynni mín af Valtý voru
í Menntaskólanum í Reykjavík,
þegar við þreyttum stúdentspróf
vorið 1941, en hann tók stúd-
entspróf utanskóla og las 2 bekki i
einu, 5. og 6. bekk. Þetta var á
hernámsárunum og mikill tvístr-
ingur á nemendum skólans vegna
húsnæðisskorts, því herinn hafði
svo sín ævikvöld hjá dóttur sinni
og tengdasyni á Grund.
Gauja og Gísli eignuðust sex
börn, þrjár stúlkur og þrjá drengi,
sem öll eru myndarbörn. Þau
menntuðu þau eftir sinni bestu
getu og hafa þau öll komið sér vel
áfram í iífinu eins og þau eiga kyn
til. Eflaust hefur verið erfitt að
ala upp sex börn, en þau hjónin
voru svo samhent í því sem öðru.
Gauja var mörgum góðum kost-
um búin, hafði létta lund og mikla
tekið af okkur Menntaskólahúsið.
Um haustið hófum við bæði nám í
læknadeild Háskóla íslands, en
strax í fyrsta hluta veiktist Valtýr
og hvarf frá námi um hríð. 1953
var hann kandidat á handlæknis-
deild Landspítalans, en það ár
starfaði ég þar einnig, í forföllum
Elíasar Eyvindssonar, svæfinga-
læknis. Ég fékk þá tækifæri til að
kenna Valtý að svæfa. Hann fékk
strax mikinn áhuga fyrir starfinu
og reyndist sérstaklega duglegur
nemandi. Þetta mun hafa leitt til
þess að prófessor Snorri Hall-
grímsson og fleiri hvöttu hann til
að leggja fyrir sig svæfingar og
deyfingar, enda mikill skortur á
sérfræðingum í þeirri grein hér á
landi á þeim árum. Valtýr hélt síð-
an til Ameríku og stundaði nám
sitt við eina virtustu læknisfræði-
stofnun Bandaríkjanna.
Valtýr var mjög fær í sinni
grein og lagði sig allan fram við að
hjálpa sjúklingum sínum, enda
einstaklega ljúfur maður og fórn-
fús. Hann var handlaginn svo af
bar og allt lék í höndum hans.
Hann var mjög laginn við allar
vélar, og gerði sjálfur við öll sín
tæki, enda ekki í mörg hús að
venda á þeim árum. Oft rétti hann
mér hjálparhönd þegar eitthvað
var að mínum svæfingatækjum og
taldi aldrei eftir sér, þó hann væri
hlaðinn störfum. Hann var einnig
mjög listrænn, hafði yndi af mús-
ík og söng og var mjög hæfur
listmálari. Fyrstu sérfræðingar í
svæfingum og deyfingum fóru að
starfa hér á landi upp úr 1952, en
allar götur fram til 1970 voru þeir
ennþá mjög fáir og þar af leiðandi
varð vinnuálagið óhemjumikið,
þurfti oft að vinna sólarhringum
saman með litlum hvíldum, ef svo
bar undir. Ég hygg að hið geysi-
mikla vinnuálag og spenna, sem
því fylgdi, hafi átt drjúgan þátt í
þeim sjúkleika, sem fór að herja á
Valtý á miðjum aldri, svo ekkert
varð við ráðið og leiddi síðan til
þess að hann fékk heilablóðfall þ.
1. maí 1973. Eftir það náði hann
sér aldrei nógu vel til þess að kom-
ast út i lífið og starfið að nýju. Það
voru þung og grimm örlög fyrir
hann og fjölskyldu hans að þurfa
að þola slíka raun. Hin góða og
mikilhæfa eiginkona hans hefur
verið stoð hans og stytta þessi erf-
iðu ár, en jafnframt unnið fyrir
heimili og börnum af sínum al-
kunna dugnaði.
Valtýr var einlægur vinur vina
sinna og mikill mannkosta maður.
Ég minnist míns góða vinar með
hlýhug og söknuði.
Þorbjörg Magnúsdóttir
kímnigáfu, þrautseig var hún
einnig, enda sýndi hún það best í
veikindum sínum. Fyrir nokkrum
árum kenndi hún sér þess sjúk-
dóms sem nú hefur lagt hana að
velli. Átti hún margar ferðirnar
hingað suður á Landspítalann svo
og á ísafjarðarspitala áður en yfir
lauk. Alltaf var hún jafn róleg og
kjarkmikil. Þegar hún var spurð
hvernig hún hefði það var svarið
„bara gott“ og fór að tala um
eitthvað annað. Á milli sjúkra-
húslega gat hún verið heima við
sæmilega heilsu, hugsað um sitt
heimili umvafin ástúð eiginmanns
síns, barna, tengdabarna og
ömmubarna sem öll elskuðu hana
og virtu, enda vildi hún allt fyrir
þau gera svo þeim liði sem best
þegar komið var vestur og kunna
þau að meta það öll.
Gauja vinkona okkar lést 16.
þessa mánaðar á Ísafjarðarspít-
ala. Það er svo margt sem við ekki
skiljum en það er bara einn sem
ákveður. Þegar horft er til baka
finnst okkur þetta stuttur tími, en
endurminningarnar geymum við
um góða vinkonu. Við þökkum
henni samfylgdina og kveðjum
hana með söknuði um leið og við
biðjum góðan guð að leiða hana á
nýjum vegum.
Við sendum Gísla eiginmanni
hennar, börnum þeirra, barna-
börnum, tengdabörnum og Guð-
mundu systur hennar okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Far þú í friði, friður guðs þig
b'iessi. Hafðu þökk fvrir allt og
ailt.
Dóra, Gauja og Solla
Guðríður Halldórs-
dóttir — Minning