Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
Minning:
Þóroddur Guðmunds
son, skáld frá Sandi
Fæddur 18. ágúst 1904
Dáinn 13. mars 1983
í dag verður gerð frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði útför Þórodds
Guðmundssonar skálds frá Sandi,
sem lést í Borgarspítalanum hinn
13. þessa mánaðar.
Eins og alþjóð er kunnugt var
Þóroddur sonur Guðmundar Frið-
jónssonar skálds á Sandi í Aðaldal
í Suður-Þingeyjarsýslu og konu
hans Guðrúnar Lilju Oddsdóttur.
Alls voru Sandssystkinin tólf og
var Þóroddur þriðji í röðinni talið
eftir aldri.
Hér verður ekki fjallað um
bernsku- og æskuár Þórodds í for-
eldrahúsum, það munu aðrir
kunnugri gera. Mig langar aðeins
til að minnast góðvinar míns með
nokkrum fátæklegum orðum að
leiðarlokum.
Menntunarþrá var Þóroddi í
blóð borin. Á fyrstu ártugum þess-
arar aldar var ekkert lánakerfi
eða félagsleg fyrirgreiðsla sem
gerði fátækum æskumönnum
kleift að stunda langskólanám, svo
að um það var ekki að ræða. Að
loknu námi í barnaskóla verður
Þóroddur sér úti um frekari
fræðslu í unglingaskólanum að
Breiðumýri og Laugum. Síðan
liggur leiðin til Noregs og þar lýk-
ur hann búfræðiprófi frá Östfold
höire landbrugsskole í Kalnes árið
1929. Enn leggur Þóroddur land
undir fót og nú til Danmerkur, og
stundar nám í Statens Lærerhöj-
skole 1931—32. Kennaraprófi hér
heima lýkur svo Þóroddur árið
1935. Rúmum áratug síðar fer
hann til námsdvalar á Bretlands-
eyjum, lengst við Trinity College í
Dylfinni á írlandi, en þar kynnti
hann sér enskar bókmenntir.
Þótt hinni eiginlegu skólagöngu
væri lokið hélt Þóroddur stöðugt
áfram þekkingarleit sinni. Hann
fylgdist vel með nýjungum í upp-
eldis- og kennslumálum, en þó
voru það einkum bókmenntirnar
sem hugur hans stóð til. Hann las
mikið og var vel heima í bók-
menntun grannþjóðanna og ís-
lenskum bókmenntum að fornu og
nýju. Sjálfur var Þóroddur mikil-
virkur og þekktur rithöfundur og
skáld og ágætur ljóðaþýðandi.
Ritstörfin stundaði Þóroddur þó
aðeins í hjáverkum eins og títt er
um listamenn í okkar fámenna
landi. Kennslan varð aðalstarfið
til að geta séð sér og sínum far-
borða.
Þóroddur var kennari við Al-
þýðuskólann á Laugum 1929—31,
við Alþýðuskólann á Eiðum
1935—44, og skólastjóri Héraðs-
skólans á Reykjanesi í Norður-
fsafjarðarsýslu 1944—48. Síðan
kennari við gagnfræðaskólann í
Flensborg í Hafnarfirði 1948 og
þar til hann lét af störfum íyrir
aldurs sakir.
Kennslustörf eru lýjandi sem
kunnugt er, en Þóroddur lét það
ekki aftra sér frá að setjast við
skrifborðið þegar heim kom og
tóm gafst til.
Eftir Þórodd liggja margar
ljóðabækur, og má nefna: Villi-
flug, Anganþeyr, Sólmánuður, og
Leikið á langspil. Þá skrifaði hann
smásögur, ferðasögur og ótal
greinar í blöð og tímarit um marg-
víslegustu efni. Síðast en ekki síst
vil ég geta þess að Þóroddur skrif-
aði tvær bækur um foreldra sína,
sem mikill fengur er að; Guð-
mundur Friðjónsson, ævi og störf,
1950 og Húsfreyjan á Sandi, Guð-
rún Oddsdóttir, 1976.
Enn eru ótaldar ljóðaþýðingar
Þórodds, sem út af fyrir sig eru
afrek. Vil ég nefna Söngvar sak-
leysisins og Ljóð lífsreynslunnar
eftir William Blake, Þýdd ljóð frá
12 löndum og Ljóðaþýðingar frá
Norðurlöndum.
Þá má geta þess að Þóroddur
var um skeið ritstjóri bókmennta-
tímaritsins Eimreiðin og sá um
útgáfur ýmissa bóka og nægir þar
að nefna Ritsafn föður hans.
Þótt kennsla og ritstörf væru
aðalævistarf Þórodds, er ekki
hægt að láta undir höfuð leggjast
að geta um þriðja þáttinn í starfi
hans, það er að segja félagsmálin.
Þóroddur var mjög félagslyndur
maður, mannblendinn og ljúfur í
umgengni. Hann var jákvæður í
eðli sínu og lagði sig fram að finna
jafnan farsælar lausnir á hverju
máli. Hugsunin var skýr og hann
átti létt með að átta sig á hlutun-
um og greina kjarnann frá hism-
inu. Málflutningur hans var rök-
fastur og hann þurfti ekki að
halda maraþonræður til að koma
skoðunum sínum til skila.
Eins og að líkindum lætur hlóð-
ust margvísleg félags- og trúnað-
arstörf á hendur Þóroddi er hann
gegndi kennslu og skólastjórn úti
á landsbyggðinni. Má þar nefna að
hann var formaður Sambands
þingeyskra ungmennafélaga,
formaður Nemendasambands
Laugaskóla, ritari ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands,
formaður Eiðasambandsins, sókn-
arnefndarformaður Eiðaskóknar,
trúnaðarmaður Búnaðarsambands
Austurlands, hreppsnefndarmað-
ur í Reykjarfjarðarhreppi í N-ísa-
fjarðarsýslu o.fl.
Eftir að Þóroddur flyst hingað
suður og sest að í Hafnarfirði, þar
sem hann átti síðan heimili til
æviloka, voru honum að sjálfsögðu
falin ný og veigamikil verkefni í
félagsmálum.
Hér skulu aðeins nefnd Nor-
ræna félagið og Rithöfundasam-
tökin, en fyrir bæði þessi félög
vann Þóroddur mikið og óeigin-
gjarnt starf.
Hann var formaður Norræna
félagsins í Hafnafirði frá stofnun
þess 1958 til 1981. Þá var Þór-
oddur lengi í stjórn og fram-
kvæmdaráði sambands Norrænu
félaganna í Reykjavík og sótti ráð-
stefnur erlendis á þess vegum.
Það var í samtökum rithöfunda
fyrir meira en þrjátíu árum, sem
leiðir okkar Þórodds lágu saman.
Fyrstu kynnin voru ánægjuleg og
síðar áttum við eftir að vinna
lengi saman í stjórn Félags ís-
lenskra rithöfunda. Hann tók sæti
í stjórninni 1953, og varð formað-
ur 1954. En alls mun hann hafa
verið í tíu ár formaður félagsins
eða lengur en nokkur annar fé-
lagsmaður í Félagi íslenskra rit-
höfunda. Það sýnir best hvers
álits og trausts hann naut. Árið
1974 var hann gerður að heiðurs-
félaga Félags ísl. rithöfunda í
þakklætis og virðingarskyni fyrir
vel unnin störf. Hann var einnig
heiðursfélagi Norræna félagsins.
Þá sótti Þóroddur ráðstefnur og
þing norrænna rithöfunda, var til
að mynda fulltrúi Félags ísl. rit-
höfunda á fundum Norræna rit-
höfundaráðsins I Stokkhólmi og
Helsingfors. Þá átti hann um
skeið sæti í stjórn Bandalags ís-
lenskra listamanna. Hann var
einn af stofnendum Rithöfunda-
sambands fslands.
Það var ánægjulegt og uppörv-
andi að vinna með Þóroddi að
hagsmunamálum rithöfunda.
Hann var víðsýnn og frjálslyndur
og fordómar voru honum fjarri
skapi. íslenskar bókmenntir voru
honum hjartans mál og hann lét
einskis ófreistað til að auka veg
þeirra og virðingu.
Eftir því sem ég þekkti Þórodd
lengur mat ég hann meira, bæði
sem skáld og hreinskiptinn
drengskaparmann. Slíka menn er
gott að eiga að vini og samherja.
Auk ljóðlistarinnar eignaðist
Þóroddur aðra heilladís er stóð við
hlið han í blíðu og stríðu 1 gegn
um lífstíðina. Þar á ég við hans
góðu eiginkonu, Hólmfríði Jóns-
dóttur frá Brekku í Presthóla-
hreppi í Norður-Þingeyjarsýslu,
sem hann kvæntist hinn 12. sept-
ember 1936.
Hólmfríður er mikil myndar-
kona, greind, glaðvær og vel verki
farin. Hún var manni sínum
einkar samhend og tók þátt í
áhugamálum hans og listsköpun,
hvatti hann ef á móti blés og
gladdist með honum á góðum
stundum. Þá bjó hún manni og
börnum fallegt og notalegt heim-
ili, þar sem gott var að vinna og
hvílast. Dætur þeirra hjóna eru
tvær, Þorbjörg og Guðrún. Og
barnabörnin eru fimm.
Það var skemmtilegt að koma á
heimili þeirra Þórodds og Hólm-
fríðar, þar sem gestrisni, glaðværð
og góðvild réði ríkjum, en öndveg-
ið skipuðu samræður um bækur og
íslenska menningu, ýmist í alvar-
legum eða gamansömum tón. Við
hjónin minnumst margra ánægju-
legra samverustunda á heimili
þeirra hjóna á ölduslóð 2 eða hér
heima í Brautarlandinu. Að leið-
arlokum þökkum við samfylgd og
vináttu.
Þóroddur hefur skilað miklu og
gifturíku ævistarfi. Hann hefur
reist sér óbrotgjarnan bautastein,
hið besta í ljóðum hans mun lifa
um ófyrirsjáanlega framtíð.
Nú við vistaskiptin þegar skáld-
inu birtist nýtt dýrðarhvel, kemur
mér í hug erindi úr ljóðum hans:
„Hels um djúp sem dýrðarhvel
Drottinn sjálfur veg minn greidir:
Rið mitt allt þér fús ég fel.
Finn ég, að þín hönd mig leidir.“
Við hjónin sendum eiginkonu,
dætrum, barnabörnum, systkinum
og venslafólki okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þórodds
Guðmundssonar skálds frá Sandi.
Ármann Kr. Einarsson.
Kveðja frá Félagi
íslenskra rithöfunda:
Við fráfall Þórodds Guðmunds-
sonar skálds vill stjórn Félags ís-
lenskra rithöfunda gjalda honum
þökk fyrir góð störf unnin I þágu
félagsins og fyrir þann skerf er
hann hefur lagt til íslenskra
bókmennta.
Þóroddur Guðmundsson var
fæddur að Sandi í Aðaldal 18. ág.
1904, sonur hins þjóðkunna skálds
Guðmundar Friðjónssonar. Eftir
fjölbreytt skólanám gerðist hann
kennari og var það hans aðalstarf
yfir þrjátíu ára skeið, en samhliða
atvinnu sinni stundaði hann rit-
störf.
Eftir Þórodd hafa komið út átta
ljóðabækur með frumsömdum
ljóðum og ljóðaþýðingum, ein bók
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
NJÁLL GUOMUNDSSON,
fyrrv. skólastjóri,
Klapparási 2,
lést 18. mars. Jaröarförin fer fram fimmtudaginn 24. marz kl. 10.30
frá Bústaöakirkju.
Anna Njálsdóttir Möller, William Thomas Möller,
Baldur Víðarr Njálsson, Tove Víðarr Njálsson,
t
Maðurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi,
ÞÓRÐURGUNNARJÓNSSON,
Samtúni 22,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, flmmtudaginn 24. marz kl.
15.00.
Elísabet Björnsdóttir,
Erla Þórðardóttir, Sigfrið Ólafsson,
Guörún Þórðardóttir, Höróur Sigmundsson
og barnabörn.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON,
prentari,
Hagamel 18,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 25.
mars, kl. 13.30 eftir hádegi. Þeim, sem vilja minnast hans, er
vinsamlega bent á líknarsjóö Oddfellow-reglunnar.
Elín Guðbjörnsdóttir, Magnús Guðbjörnsson,
Björn Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför mannsins míns,
BJÖRGVINS JÓNSSONAR,
Blönduhlíð 29.
Þórunn Björnsdóttir.
t
Alúöarþakklr fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og
útfarar,
ÁRNA MAGNÚSSONAR,
verkstjóra.
Sérstaklega þökkum viö hestamannafélaglnu Létti og Slippstöö-
inni hf.
Aldia Björnsdóttir,
Birgir Árnason, Rebekka Árnadóttir,
Helga Árnadóttir, Magnús Árnason,
Björn Þorsteinsson, Kolbeinn Árnason,
Ragnar Árnason
og barnabörn.
smásagna og ferðabók. Þá reit
hann bækur um foreldra sína;
Guðmundur Friðjónsson, ævi og
störf, 1950 og Húsfreyjan á Sandi,
Guðrún Oddsdóttir, 1976. Einnig
stóð hann að útgáfu ýmissa bóka,
svo sem ritverka föður síns.
Þóroddur var einn af stofnend-
um Félags íslenskra rithöfunda og
æ síðan traustur og athafnasamur
félagi. Hann var ritari félagsins í
þrjú ár og þvívegis tók hann að sér
stjórn félagsins, árin 1954—58,
1965—69 og 1972—74. Hann var
einn af ritstjórum Eimreiðarinnar
á þeim tíma sem félagið átti ritið
og gaf það út. Þá var hann fulltrúi
FÍR á fundum Norræna rithöf-
undaráðsins í Svíþjóð og Finn-
landi 1957. Þóroddur var kjörinn
heiðursfélagi Félags íslenskra rit-
höfunda 1974.
Þóroddur kvæntist 1936, Hólm-
fríði Jónsdóttur bónda á brekku í
Núpasveit Ingimundarsonar,
hinni mestu mætiskonu. Dætur
þeirra eru tvær, Þorbjörg og Guð-
rún, báðar giftar.
Félag íslenskra rithöfunda fær-
ir Hólmfríði, dætrum þeirra og
vandamönnum innilegar samúð-
arkveðjur um leið og það þakkar
Þóroddi Guðmundssyni störf hans
í þágu íslenskra fagurbókmennta
og félagslegan stuðning að óháðri
listsköpun.
Stjórn Félags íslenskra rithöfunda
Kveðja frá Norræna félaginu
Þóroddur Guðmundsson, skáld
og rithöfundur, hefur staðið í for-
ystusveit Norræna félagsins í ára-
tugi. Að forgöngu hans var Nor-
ræna félagið í Hafnarfirði stofnað
2. maí 1958 eða fyrir um aldar-
fjórðungi. Var hann formaður
þess í fulla tvo áratugi. Með
óblandinni gleði minnist ég félags-
funda í Hafnarfirði á þessum ár-
um, er ætíð voru með þeim
menningarbrag sem þessum
mennta- og mannvini var að skapi.
Það er oft á tíðum töluverð
vinna að veita forystu félagsstarfi
eigi það að rísa undir nafni.
Norræna félagið í Hafnarfirði
er ein starfsamasta deild Norræna
félagsins. Þóroddur lagði metnað
sinn í það eins og annað sem hann
tók sér fyrir hendur.
Hann átti sæti í sambands-
stjórn Norræna félagsins frá 1963
og var jafnan ritari hennar. Það
er raunar ánægjan ein að minnast
þess ásamt öðru hve fallega rit-
hönd Þóroddur hafði.
Eftir skipulagsbreytingu Nor-
ræna félagsins á árinu 1971 var
hann sjálfsagður í framkvæmda-
ráð þess og sat þar í rúm sjö ár,
tillögugóður og hollráður og sinnti
því starfi af sömu kostgæfni og
alúð og öðrum þeim störfum er
hann vann að.
Þóroddur var eldsál og ærlegur
maður, sem heiður var að fá að
kynnast og starfa með. Málstaður-
inn var honum allt. Heit lund
hans og einlæg þoldi þar engan
undanslátt.
Hann fór um landið í^erindum
Norræna félagsins og flutti mál
sitt logandi af áhuga á hugsjónum
norrænna, friðelskandi manna.
Hann átti sinn þátt í stofnun
Norræna félagsins á Egilsstöðum,
sem starfar af miklum þrótti.
Þóroddur lét sér mjög annt um
að klæða hugsanir norrænna
skálda i íslenskan búning og má
þá minnast veglegs safns nor-
rænna ljóða sem hann þýddi og
gefin voru út fyrir nokkrum árum.
Var að þeim fengur fyrir ljóða-
unnendur.
Þegar Þóroddur lét af störfum
heiðraði Norræna félagið hann
með því að gera hann að heiðurs-
félaga og sæma hann gullmerki
félagsins. Enginn var betur að
þeim sóma kominn en hann. Nor-
ræna félagið á íslandi þakkar
Þóroddi af alhug mikil og óeigin-
gjörn störf í þágu þess.
Alla tíð naut hann ástríks
stuðnings eiginkonu sinnar,
Hólmfríðar Jónsdóttur. Ánægju-
legt er að minnast heimsókna til
þeirra hjóna á hlýtt og menning-
arlegt heimili, þar sem skilningur
og virðing fyrir manngildinu sátu
í fyrirrúmi.
Við gamlir félagar Þórodds