Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 45 Þrjár nýjar skákbækur Ólympíuskákmótið í Luzern 1982 Bezti leikurinn eftir Hort og Jansa Skákdæmi og tafllok eftir sovézka höfunda. Skákbækur hafa ekki átt upp á pallborðið hjá stóru bókafor- lögunum enda skilar útgáfa þeirra ekki fljótteknum arði eða jafnvel engum. Skákbókmenntir Islendinga væru þvi ærið fátæk- legar ef ekki hefði komið til framtak Tímaritsins Skák og Skákprents, sem hafa frá 1967, auk þess að halda úti myndar- legu tímariti, sent frá sér á ann- an tug skákbóka. Langflestar þessara bóka hafa verið þýddar og hefur val þeirra yfirleitt tek- ist mjög vel og áherzla lögð á að þær væru fyrst og fremst hent- ugar til lærdóms, en einnig til afþreyingar. Tímaritið Skák hefur jafnan komið út í aukaútgáfu þegar stórir skákviðburðir hafa átt sér stað hér á landi. Síðan hafa blöð þessi verið bundin inn og gefin út í bók og hefur þetta vakið at- hygli ekki síður utan lands en innan vegna vandaðs efnis og frágangs. Er þar skemmst að minnast aukaútgáfunnar vegna heimsmeistaraeinvígis þeirra Fischers og Spasskys 1972, en þá kom blaðið út á þremur tungu- málum. Nú síðastliðið haust fékk Jó- hann Þórir Jónsson ritstjóri síð- an það verkefni að sjá um móts- blaðið á Ólympíumótinu í skák sem háð var í Luzern í Sviss. Jóhann fór utan með 20 manna starfslið sem skilaði frá sér glæsilegu 700 blaðsíðna riti með- an á mótinu stóð. Þetta tókst þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem mættu Jóhanni og liði hans í Sviss. Fyrirtæki það sem hélt mótið reyndi að halda kostnað- inum í algjöru lágmarki svo að jaðraði við hreinan nánasarhátt. Þetta bitnaði bæði á keppendum, sem bjuggu margir hverjir við ótrúlega lélegar aðstæður miðað við það að mótið fór fram í mesta ferðamannalandi heims, svo og sjálfstæðum aðilum sem áttu hagsmuna að gæta, þ.á m. skáktímaritinu íslenska. Ritstjórnarskrifstofan var þannig í yfirgefnum sturtuklefa og mikill hluti blaðsins skrifaður í kofa sem vart hélt vatni né vindum. En starfsfólkið, bæði ís- lenskt og erlent, lét þetta ekkert á sig fá og blaðið kom reglulega út allt mótið. Það hefur fyrst og fremst að geyma allar skákirnar frá mótinu sem voru á fjórða þúsund talsins, þær beztu með skýringum, viðtöl, mikinn fjölda mynda, og greinar um allt milli himins og jarðar viðkomandi skák. Blaðið er því aðstandendum sínum til sóma og algjört ein- sdæmi í sögu Ólympíumótanna. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt og að sjálfsögðu standa skákirnar fyrir sínu, en í mótinu tóku þátt nærri því allir sterkustu skákmenn heims. Eft- ir að ég kom heim frá ólympíu- mótinu í lok nóvember var ég fram að jólum að fara yfir mark- verðustu skákirnar og sat þó við marga tíma flesta dagana. Væntanlega hefur svo farið fyrir fleiri skákmönnum, því að Ólympíumótið er auðvitað mesti skákviðburður hvers árs. Blaðið hefur ekki verið fáan- legt innbundið fyrr en nú vegna þess að 3.000 eintök sem áttu að fara í band eyðilögðust í flutn- ingi. Vegna stærðarinnar er það fremur dýrt og prentvillur eru nokkrar í fyrstu blöðunum, en það lagast eftir því sem líður á. Blaðið er á ensku, en skákirnar eru ritaðar með alþjóðlegu letri, þannig að þær getur hver sem er hagnýtt sér. „Bezti leikurinn“ fslendingar standa nú vel að vígi að því leyti að við eigum margar þýddar kennslubækur um skák, flestar úr rússnesku, en Sovétmenn hafa einmitt náð langbeztum tökum á skák- kennslu og þjálfun, enda eiga þeir gífurlegan fjölda efnilegra skákmanna. Bókin „Bezti leikurinn" eftir tékknesku stórmeistarana Hort og Jansa er nýtt innlegg i þenn- an flokk. Hún er með nokkuð nýstárlegu sniði. Lesandanum er fengin ákveðin staða til að rann- saka og á síðan að gizka á bezta framhaldið fyrir þann sem á leik. Á næstu blaðsíðu er síðan lausnin og eru mörg hundruð slík dæmi i bókinni. Með þessari æfingaraðferð má læra mjög mikið, því að allar stöðurnar eru lærdómsríkar og reyna á skiln- ing lesandans. Ef hann hittir ekki á réttu lausnina getur hann þá a.m.k. lært af mistökum sín- um. Þarna er því á ferðinni bók sem flestir ættu að geta hagnýtt sér til að ná framförum. Skákdæmi og tafllok Þessum þætti skákarinnar hefur lítill gaumur verið gefinn hér á landi, þó margir hafi haft ánægju af því að glíma við skák- þrautir af ýmsu tagi. Erlendis er samning dæmanna hins vegar orðin að heilli fræðigrein, þar sem frumleikinn er metinn ofar öðru. I bókinni eru fjölmörg skemmtileg dæmi, en einnig er saga skákdæmanna rakin og frægustu höfundar kynntir. Bók- inni er skipt í kafla eftir tegund- um dæma og er hver kafli eftir sérfræðing á viðkomandi sviði, en höfundarnir eru allir sovézk- ir. Þetta er því skemmtileg bók fyrir skákmenn, sérstaklega þá sem hafa yndi af heilabrotum. íslandskynning í Bandaríkjunum Þrándheimur: Ræðismaður: Oda E. Hövik Kobbesgate 18 7000 Trondheim Sími: (075) 2-28-61 1.—10. apríl kl. 10-15. Singapore Singapore: Aðalræðismaður: Ingvar Nielsson 52 Block 3 JTC Pandan Terrace, Pandan Loop Singapore 0512 Sími: 77-77-022 4.-8. apríl kl. 9—17. Sovétríkin Moskva: Sendiráð íslands Khlebnyi Pereulok 28 Moskva Símar: 2904742 og 2915856 26. mars—23. apríl kl. 9—17 mánud. til föstud. Spánn Barcelona: Aðalræðismaður: Jose Daurella Vararæðismaður: Luis Balaguer de Palleja Modolell 9 Barcelona 21 Sími: 201-50-08 5.-8. apríl kl. 12—14. Madrid: Aðalræðismaður: José Maria Figueras-Dotti Bustamante de Monsterio Eurobuilding, Oficina 15 Juan Ramón Jlménez 8 Madrid 16 Sími: 457-89-84 5.-8. apríl kl. 10-12 og kl. 15-17. Malaga: Ræðismaður: Marin Guðrún Briand de Crevec- oeur Paseo Maritimo 25 Malaga Sími: 221739 5.-8. apríl kl. 10—12 og 15—17. Svíþjóð Stokkhólmur: Sendiráð íslands Kommendörsgatan 35 114 58 Stockholm Símar: 62-40-16 og 67-27-53 26. mars-23. apríl kl. 9:30—16 mánud. til föstud. Gautaborg: Aðalræðismaður: Björn Steen- strup Ræðismaður: Gösta Christian Lundholm Östra Hamngatan 19A 411 14 Göteborg Sími: (031) 11-68-68 5.-8. apríl kl. 10-12 og 13-15. 9. apríl kl. 10—14. Jönköping: Ræðismaður: Björn Leifland Högalundsgatan 19 56400 Bankeryd Sími: (036) 77130 7.—10. apríl kl. 17—20. Malmö: Aðalræðismaður: Erik Philip Sör- ensen Stortorget 3, Box 112 201 21 Malmö Sími: (040) 11-22-45 9. apríl kl. 10—14. 11. apríl kl. 10—12 og 17—19. 12. apríl kl. 10-12. Sundsvall: Vararæðismaður: Lennart En- ström Fack, 851 88 Sundsvall Sími: (060) 19-32-11 og 19-32-12 5.-7. apríl kl. 10-12. Sambandslýðveldið Þýskaland Bonn: Sendiráð íslands Kronprinzenstrasse 6 5300 Bonn 2 Símar: 364021 og 364022 26. mars—23. apríl kl. 9—16 mánud. til föstud. eða skv. sam- komulagi. Hamborg: Ræðismaður: Oswald Dreyer- Eimbcke Raboisen 5 1. Eimbcke-Haus 2 Hamburg 1 Símar: (040) 33351 og 336696 30.—31. mars 5—13. apríl kl. 9—12 og 14—17. Hannover: Ræðismaður: Gisela Maurer Birkenweg 4 3000 Hannover Sími. (0511) 650507 7. -12. apríl kl. 16-20. Liibeck: Ræðismaður: Franz Siemsen 24 Lubeck 1 Körnerstrasse 18, P.O. Box 1938 Sími: (0451) 54075 28.—30. mars og 5.-8. apríl kl. 15.30-17. Miinchen: Ræðismaður: Dr. Hermann Schwarz Muhldorfstrasse 15 8 Múnchen 80 Sími: (089) 4129-2214 8. -13. apríl kl. 9-13. Stuttgart: Ræðismaður: Dr. jur. Otto A. Hartmann Westbahnhof 79/81 7 Stuttgart-W Símar: (0711) 652031 og 652032 6.-12. april kl. 10-12 og 15-17. V-Berlín: Ræðismaður: Andreas Howaldt 1000 Berlin 15 (Charlottenburg) Kurfústendamm 57 Símar: (030) 625031 og 323061 12,—13. apríl kl. 8:30-16. Pakistan Karachi: Ræðismaður: Naveed A. Khan Bldg. 1-B (lst floor) State Life Square off 1.1. Chundrigar Road, P.O. Box 10062 Karachi. Símar: 239372 og 228658/9 26. mars—23. apríl eftir sam- komulagi. Athygli kjósenda er vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á ann- an hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á íslandi. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 16. mars 1983. Herra ritstjóri. ísland hefir verið óvenjumikið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum undanfarið. Má það fyrst og fremst þakka þátttöku okkar í sameiginlega norræna kynningar- átakinu sem „Scandinavia Today" nefnist. Koma forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Bandaríkjanna og glæsileg fram- koma hennar var ein og í sjálfu sér einstök kynning á tilveru okkar lands og menningu þjóðar- innar. Við sem reyndum, oft af veikum mætti, að halda nafni íslands á lofti, höfum notið til þess stuðn- ings íslenskra fyrirtækja og ein- staklinga sem sjaldan er þakkað sem skyldi. Ég á hér við fyrirtæki einsog Flugleiðir, sem hér vestra ganga undir nafninu „Icelandair" „Hildu", þeirra Holton-hjóna, sem hefir vakið sérstaka athygli í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi á þessu ári, súkkulaðiverksmiðjuna „Lindu“ á Akureyri og sælgætis- gerðina „Opal“ í Reykjavík, að ógleymdri „Rammagerðinni" í Reykjavík. Þessi fyrirtæki og þeir er þeim stjórna, hafa ávallt verið reiðubúnir til að rétta okkur hönd til hjálpar með rausnarlegum gjöfum af framleiðslu sinni. Landau-bræður í Princeton eru og í þessum hópi velgjörðarmanna íslands. Þegar minnst er á landkynn- ingar og þjóðarkynningarstarf í New York og umhverfi á undan- förnum áratug má ekki gleyma starfsemi aðalræðismanns okkar, ívars Gumundssonar. Við stöll- urnar Edith Warner og ég, sem um nokkurra ára skeið höfum starfað í félagsmálanefnd Ameri- can Scandinavian Foundation í New York, höfum sem fleiri notið ómetanlegs stuðnings ræð- ismannsins, sem ávallt er boðinn og búinn með ráðum og dáð til eflingar sóma íslands. Með aðstoð ræðismanns, Flug- leiða og fleiri hefir tekist að efna til menningarsamkoma, m.a. list- sýninga árlega. Samkomur þessar og sýningar eru fyrst og fremst ætlaðar útlendingum. Þær hafa fengið það orð á sig að þær beri af öðrum slkum, sem ASF gengst fyrir til Norðurlandakynningar í New York. Nú þegar líður að lokum kynn- ingarstarfseminnar „Norðurlönd í dag“ hér vestra tel ég mér ljúft og skylt að þakka þann stuðning, sem okkur hefir verið veittur sem reynum að gera okkar til að halda á lofti heiðri íslenskrar menning- ar hér vestra. Montclair, New Jersey, Edda Magnússon. STefnír VANDAÐ TIMARIT UM STJÓRNMÁL Meðal efnis að þessu sinni: Sjálfsþurftarbúskapur — eða samstarf við útlendinga (viöhorfin í orku- og iðnaðarmálum — Kenningar Milton Friedmans — Ástand og horfur í efnahagsmálum — Þrígreiningarkenning Monterquieus — Dulbúin barátta KGB. Gerist áskrifendur að Stefni — það borgar sig. Tímaritið Stefnir Sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Rvk. Áskriftarsími 82900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.