Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 48
.Anglýsinga-
síminn er 2 24 80
^^^skriftar-
síminn er 830 33
MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
Hjónin Ingibjörg Daðadóttir og Sigurður Magnússon. Myndin birtist á 100 ára afmæli Sigurðar, sem hann hélt
upp á 20. apríl 1980. Síðan hefur komið í Ijós, að Sigurður er fæddur 4. apríl. Mortrunbiaðið/RAX.
Fyrsta afmælið í 103 ár
á réttum fæðingardegi
Héldu upp á 75 ára brúðkaupsafmæli í desember
Ríkis-
stjórnin
kannar
10% nið-
urfærslu
„Að undanrórnu hefur farið fram
rækileg athugun á því hvaða leiðir
væru helztar í sambandi við efna-
hagsmálin og verðbólguna og meðal
annars hefur verið athuguð rækilega
niðurfærsluleið, það er aö segja að
færa niður verðlag og laun jafnmikið
og samtímis og ýmislegt annað þá í
þjóðfélaginu. I’art hefur meðal ann-
ars verið kannað hvernig það kæmi
út, að lækka verðlag og laun og fjöl-
margar aðrar efnahagsstærðir um
10%. Ég skýrði frá þessum athugun-
um á ríkisstjórnarfundi í morgun og
þær voru ræddar þar og ákveðið að
halda áfram rannsókn og könnunum
í þesKum málum,“ sagði forsætisráð-
herra, Gunnar Thoroddsen, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Er von einhverra aðgerða á
næstunni í þessa átt?.
„Það get ég ekkert sagt um á
þessu stigi, málið er bara í ræki-
legri könnun."
Hefur ríkisstjórnin samþykkt út-
gáfu bráðabirgðalaga í sambandi
við vandamál fiskiðnaðarins?
„Já, það er rétt. Það verður
væntanlega seinna í þessari viku,
sem endanlega verður gengið frá
tilhögun þess máls. Það þarf að
hafa samband við fjármálaráð-
herra, þegar hann kemur heim.
Þetta er aðallega til þess að greiða
fyrir fyrirtækjum til hagræðingar
og til endurnýjunar, kaupa á vélum
og öðru slíku, sem bætir stöðu
þeirra. Hér um að ræða upphæð
upp á rúmlega 100 milljónir
króna,“ sagði forsætisráðherra.
Siykki.shólmi, 22. marz.
SIGURÐUR Magnússon, fyrrver-
andi hreppstjóri hér í Hólminum,
verður 103 ára hinn 4. apríl nk.
Það er auðvitað merkilegt þegar
menn ná svo háum aldri, en það er
ennþá raerkilegra að í fyrsta skipti
á ævinni heldur Sigurður upp á af-
mælið á réttum fæðingardegi,
hingað til hefur hann haldið upp á
afmælið 20. aprfl.
Móðir Sigurðar dó þegar hann
var ungur og alltaf hefur verið á
reiki hvenær hann var fæddur.
Þegar Sigurður var fermdur kom
fram á fæðingarvottorði, að
hann væri fæddur 20. apríl og
hefur hann haldið sig við þann
dag síðan. En nú hefur það gerst,
að fundizt hafa gögn frá ísafirði,
þar sem Sigurður fæddist, sem
sýna það ótvírætt að hann er
fæddur 4. apríl 1880. Sagði Sig-
urður að þessi dagur, 4. apríl,
muni blíva hjá sér sem afmæl-
isdagur hér eftir.
Sigurður dvelur nú á sjúkra-
húsinu og er við all góða heilsu.
Kona hans, Ingibjörg Daðadótt-
ir, er einnig á lífi o'g við góða
heilsu. Frú Ingibjörg verður 99
ára gömul hinn 19. maí nk., en
hún er fædd 1884. Móðir hennar,
María Andrésdóttir í Stykkis-
hólmi, náði 106 ára aldri.
Þau Sigurður og Ingibjörg
voru gefin saman af sr. Jóhanni
Þorkelssyni, dómkirkjupresti í
Reykjavík, í desember 1907 og
hafa því verið gift í 75 ár. Áður
voru þau í festum í þrjú ár. 1
þessu langa hjónabandi hafa þau
aldrei rifist, það kom fram í
samtali er Mbl. átti við þau á 100
ára afmæii Sigurðar 1980.
FrétUriUri.
Kosningayfirlýsing Sjálfstæðisflokksins:
„íslenska þjóðin verð-
ur að taka nýja stefiiu
stefnu ábyrgðar í stað upplausnar“
„í ALÞINGISKOSNUNGUNUM standa íslendingar frammi fyrir tveim kost-
um. Þeir geta kosið breytingu með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn eða
óbreytt ástand með stuðningi við vinstri flokkana.“ A þessum orðum hefst
kosningayfirlýsing Sjálfstæðisflokksins sem kynnt var af Geir Hallgríms-
syni, formanni flokksins, á blaðamannafundi í gær.
í inngangi yfirlýsingarinnar
segir, að nauðsynlegt sé er að
hefja endurreisn efnahags- og at-
vinnulífs og „stemma stigu við því
upplausnarástandi sem nú ríkir.
— íslenska þjóðin verður að taka
nýja stefnu. — Stefnu ábyrgðar í
stað upplausnar."
Kosningayfirlýsingin ber yfir-
skriftina: Frá upplausn til ábyrgð-
ar og skiptist í sjö kafla. Til hins
fyrsta, Tveir kostir, hefur verið
vitnað en þar er lýst því sem skil-
ur á milli Sjálfstæðisflokksins og
vinstri flokkanna og er Bandalag
jafnaðarmanna talið í þeirra hópi.
• í öðrum kafla, Leið Sjálfstæðis-
flokksins, er því lýst í 10 liðum
hvernig verðbólgunni skuli náð
niður með samstilltu átaki. Þar
segir m.a. um nýtingu orkulinda:
„Eignaraðild að stóriðjufyrirtækj-
um ráðist hverju sinni af því sem
hagkvæmast er og áhættuminnst
fyrir þjóðarbúið."
• í þriðja kafla, Bætt lífskjör, er
lýst aðgerðum sem til skal gripið
um leið og meiri festa skapast í
efnahagslífinu. Eru þær í 16 liðum
og er m.a. mælt fyrir um athugun
og endurskoðun á starfsemi opin-
berra stofnana, þar með talin
Framkvæmdastofnun, Húsnæðis-
stofnun, fjárfestingalánasjóðir og
ríkisbankar.
• í fjórða kafla, Eign fyrir alla —
átak í húsnæðismálum, er m. a.
sagt að þeir sem eru að eignast
fyrstu íbúð skuli fá 80% lán með
betri kjörum en aðrir og til að
örva sparnað í þágu hús-
næðislánakerfisins verði sérstak-
ar skattaívilnanir veittar þeim
einstaklingum sem leggja reglu-
lega fé inn á bundna reikninga.
• í fimmta kafla, Betra mannlíf,
er lýst vilja flokksins til að hlú að
mannlegum verðmætum, heimil-
ir.u, fjölskyldunni, menningu,
menntun, jafnrétti, frelsi I út-
varpsrekstri, stuðla að framgangi
kristni og kirkju, viðhalda vöku
þjóðarinnar gegn áfengis- og eit-
urlyfjanotkun og gæta umhverfis
og náttúru.
• 1 sjötta kafla, Friður og frelsi,
er stefnunni í utanríkis- og örygg-
ismálum lýst. „Öryggi landsins
byggist á aðild þess að Atlants-
hafsbandalaginu og traustum
vörnum samfara auknu íslensku
frumkvæði í varnarmálum á
grundvelli innlendrar sérþekk-
ingar," segir þar.
• Sjöundi og síðasti kafli kosn-
ingayfirlýsingarinnar heitir
Bjartari framtíð, og lýkur honum
á þessum orðum: „Leið þjóðarinn-
ar til bjartari framtíðar er leið
Sjálfstæðisflokksins.
Sjá miðopnu.
Akureyri:
Níu ára
drengur
ferst í
umferðinni
Akureyrl, 22. marz.
BANASLYS varð á Akureyri í morg-
un. Níu ára gamall drengur sem var
á leið í skóla, varð fyrir olíuflutn-
ingabfl klukkan 9.22 á Tryggvabraut
á móti Glerárstöö OLÍS. Lenti hann
utan í bflnum við afturhjól og hlaut
af því mikla höfuðáverka. Lézt hann
skömmu eftir að komið var með
hann í sjúkrahús. Nafn drengsins er
ekki unnt að birta að svo komnu.
G.Berg.
Kjósendur
eru 150—151
þúsund
EINSTAKLINGAR, 20 ára og eldri á
þessu ári, eru samkvæmt yfirliti
Hagstofu íslands 153.956 talsins, en
voru til samanburðar 142.073 við síð-
ustu Alþingiskosningar 1979. Þeim
hefur því fjölgað um liðlega 8,36%.
Að mati Hagstofunnar verður tala
kjósenda á kjörskrá með kosninga-
rétt á kjördegi við alþingiskongar
23. aprfl nk., á bilinu 150—151 þús-
und.
Einstaklingar, 20 ára og eldri, í
Reykjavík eru 59.919 talsins, en
voru til samanburðar 56.402 við
síðustu Alþingiskosningar. Þeim
hefur því fjölgað um 6,24%. Fjölg-
unin í Reykjaneskjördæmi er mun
meiri, eða 14,37%. Þar er fjölgun-
in úr 29.510 í 33.739.
Fjölgunin í Vesturlandskjör-
dæmi er um 9,17%, eða úr 8.679 í
9.475. í Vestfjarðakjördæmi er
fjölgunin um 6,91%, eða úr 6.160 í
6.575. í Norðurlandskjördæmi
vestra er fjölgunin 5,02%, eða úr
6.560 í 6.889. Fjölgunin í Norður-
landskjördæmi eystra er um
7,99%, eða úr 15.324 í 16.543. í
Austurlandskjördæmi er fjölgun-
in 8,06%, eða úr 7.683 í 8.302 og
loks má geta þess að fjölgunin í
Suðurlandskjördæmi er um
6,32%, eða úr 11.765 í 12.509.
Þegar tölur Hagstofunnar eru
skoðaðar vekur það athygli, að
einstaklingum 20 ára og eldri á
árinu, hefur fækkað um tæplega
1% í Siglufirði, eða eru 1.330 á
móti 1.341 við síðustu kosningar.
I kaupstöðum landsins í heild er
fjölgunin frá síðustu kosningum
um 8,6%, eða úr 108.494 í 117.825.
Fjölgunin í sýslum landsins frá
síðustu kosningum er 7,6%, eða úr
33.579 í 36.131.
Grófst und-
ir malarbing
UM MIÐJAN dag í gær varö það
óhapp við Búrfell að klakaþekja yflr
malarnámu brast með þeim afleið-
ingum að vélskófla með einum
manni í, grófst undir möl sem
hrundi yfir hana. Hús vélskóflunnar
lagðist saman, en maðurinn sem er á
miðjum aldri gat graflð sig út úr
malarbingnum. Hann var fluttur á
slysadeild Borgarspítalans í Reykja-
vík og að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi var talið aö hann væri við-
beinsbrotinn.