Morgunblaðið - 29.03.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983
5
Á rétt á bótum með-
an hann er óvinnufær
— segir Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykjavíkur
„SAMKV4ÍMT lögum á þessi sjómað-
ur rétt á aflahlut frá útgerð þess báts,
sem hann var skráður á, jafnlengi og
hann var þar um borð, þar sem hann
slasast í landi og ekki við vinnu á
vegum útgerðarinnar. Hvað framhald-
ið varðar fellur þetta mál undir ákvæði
laga nr. 108 frá 1972 um hhitlega
ábjrgð útgerðarmanns. Þar sem hann
slasast á hann rétt á launum frá
Trjggingastofnun ríkisins auk 75% af
þeirri upphæð frá trjggingarfélagi við-
komandi útgerðarmanns og greiðslu
úr sjúkrasjóði stéttarfélags sins jafn-
lengi og hann er óvinnufær."
Þetta var svar Guðmundar Hall-
varðssonar, formanns Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, er Morgunblaðið
innti hann álits á réttarstöðu Ró-
berts Róbertssonar, 3jómanns frá
ísafirði, sem bjargaði félaga sinum
frá drukknun eins og sagt var frá á
baksíðu Mbl. á föstudag. Hann taldi
sig verða tekjulausan vegna þess, að
hann hefði ekki talist löggildur
björgunarmaður og ekki slasast um
borð á því skipi, sem hann var
skráður á.
Guðmundur sagði ennfremur, að
sjómenn hefðu lengi staðið í mikilli
baráttu fyrir leiðréttingu trygg-
ingamála sinna og hefði það ekki
verið fyrr en 1980, sem náðst hefði
sambærileg staða við verkafólk í
landi.
Victor Borge
og Folketeatret
— koma til Þjóðleikhússins í vor
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ á von á tveimur
gestaleikjum í vor. Afráðið er að hinn
beimsfrægi danski skemmtikraftur
Victor Borge komi hingað síðustu dag-
ana í maí og hafi skemmtikvöld í Þjóð-
leikhúsinu sunnudaginn 29. maí.
Danska sendiráðið hefur haft milli-
göngu um komu listamannsins, og er
ekki að efa, að komu hans verður beð-
ið með mikilli eftirvæntingu.
Þá er og von á leikhóp frá Folke-
teatret í Kaupmannahöfn með kab-
arettsýninguna „Litli minn, hvað
nú?“, sem sýnd hefur verið við met-
aðsókn i Kaupmannahöfn i allan
vetur. Leikhúsið á 125 ár afmæli um
þessar mundir og kemur af þvi til-
efni til allra Norðurlandanna;
hingað kemur sýningin frá leiklist-
arhátíðinni í Björgvin í Noregi. Má
minnast þess að á 100 ára afmæli
Folketeatret fór það líka um Norð-
urlönd og kom þá m.a. hingað með
sýningu á Tredive árs henstand og
sýndi í Þjóðleikhúsinu. Kabarett-
sýning þessi hjá Folketeatret hefur
hlotið afbragðs dóma og þykir mjög
skemmtileg.
óvenju mikið hefur verið um
gestaleiki í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Sl. haust kom Jón Laxdal með leik-
rit sitt Veraldarsöngvarann, Arja
Saijonmaa með dagskrá sína frá
Broadway og svo fyrir nokkru var
Bread and Pupped Theater frá
Bandaríkjunum hér á ferð.
(Frétutilkjnning.)
Allir koma í rokkstuði og
djamma eins og gert var
í þá gömlu góöu
daga.
M'
S'9'*'
po<*’
a
m
Ri'
70
.V'"
s*»*
s'«'
ith"
t"\»t
' \ö"sS ■,nsSO»'’ -
ef '