Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 r TILVALIN FERMINGARGJÖF Monica rafritvélin er allt í senn skóla-, feróa- og heimilisritvél, ótrúlega fyrirferóarlítil, ódýr og fáanleg í tveimur litum. Hálft stafabil til leióréttingar, 44 lyklar, 3 blekbandsstillingar o.m.fl. sem aöeins er á stærri geróum ritvéla. Fullkomin viógeróa- og varahlutaþjónusta. Olympia KJARAINI HF ÁRMULI 22 - REYKJAVIK - SÍMI 83022 3.-24. maí Sérstaklega hentug ferð fVrir eldri borgara í maí er sannkallað vorveður á Mallorka. Þá er tilvalið tækifæri fyrir þá, sem þola illa mikinn hita að bregða sér í sólina. í fallegu umhverfi geturðu hvílst, notið sólar og skoðað þá fjölmörgu staði sem athyglisverðir eru á Mallorka. Fararstjórar veröa: Séra Valgeir Ástráösson og Aðalheiður Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur Leitið nánari upplýsinga hjá Atlantik. (ntOMK Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. Guðni Franzson Sigrún EðraMsdóttir Tónskáldin ungu Tónlist Jón Ásgeirsson Islenska hljómsveitin var með sjöttu áskriftartónleika sína um sl. helgi og var tema þeirra ungir tónlistarmenn. Hljómsveitin sjálf er fallegt sambland námsmanna og atvinnumanna og er að því leyti sammerkt tem- anu. Tónleikarnir hófust á verki eftir Guðna Franzson, er hann nefnir Sólsetursljóð, og sækir stemmninguna í samnefnt ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Guðni er klarinettuleikari og stundar auk þess nám í Tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík. Verkið er „ný-akademiskt“ að gerð, þar sem kaflaskipti mark- ast af aðferðum. Verkið hefst á „skriðtónum" (glissando) og eftir að þeirri aðferð hefur verið gerð skil, er skipt um. Einn kaflinn var að gerð hljómklasar fyrir pí- anó, sem var lakasti kafli verks- ins. Á milli þessara aðferðalegu skipulögðu kafla brá fyrir bragðmeiri tóntiltektum, bæði hvað snertir hraða og tónferli. Þrátt fyrir nokkuð lauslegt form var verkið áheyrilegt og verður fróðlegt að fylgjast með þroska Guðna,-sem tónskálds. Sinfóní- ettan op. 1, eftir Britten var næst á efnisskránni. Verkið samdi Britten er hann var nitján ára og þó hann hefði þá þegar samið fjölda tónverka, er flutt voru opinberlega, er þetta fyrsta verkið sem gefið er út eftir hann. Annað verkið á efnisskránni var fiðlukonsert nr. 2, eftir Mozart og lék Sigrún Eðvaldsdóttir ein- leikinn í verkinu. Sigrún er stórkostlegt efni og lék mjög vel og jafnvel á köflum með öryggi snillingsins. Kadensurnar eru eftir Guðnýju Guðmundsdóttur og hæfðu þær verkinu vel. Síðasta verkið á efnisskránni var sú fimmta, eftir Schubert. Verkið þykir merkileg tónsmíð fyrir það að Schubert nær í því að tengja saman söngþrungið lagferli og sinfónískar vinnuað- ferðir í „réttskapaðri" sinfóníu. Sinfónían er mjög falleg og var einnig vel leikin af Islensku hljómsveitinni. Britten, Mozart og Schubert voru allir nítján ára er þeir sömdu verk þau er flutt voru af hljómsveitinni að þessu sinni. Saga þeirra var þó að mestu óskráð og samtíð þeirra ógjörlegt að sjá fyrir um það hvern enda hún tæki. Þannig er það einnig um íslensku hljóm- sveitina og hversu Guðmundur Emilsson, stjórnandi hennar, mun duga. Þó má sjá í því, sem af er, að nokkurs sé að vænta af framlagi þessa unga og fallega fyrirtækis. Formaður Soroptimistaklúbbs Kópavogs, Jóhanna Norðfjörð, afhendir fram- kvæmdastjóra Sunnuhlíðar, Hildi Hálfdánardóttur, peningagjöfína. Stórgjöf til Sunnuhlíðar FORMAÐUR Soroptimistaklúbbs Kópavogs afhenti 14. febrúar sl. framkvæmdastjóra Sunnuhlíðar, sem er hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, peningagjöf að upphæð 90.000 krónur. Peninga þessara öfí- uðu konurnar með sölu jólasælgætis og jólakorta. Áður höfðu þær gefíð sjúkrabað og lyftistól. Soroptimistaklúbbur Kópavogs var stofnaður 4. júní 1975 og hefur starfsemi hans verið helguð sjúk- um öldruðum í Kópavogi frá upp- hafi. í frétt frá stjórn Sunnuhlíðar segir, að kveikjan að byggingu hjúkrunarheimilisins hafi verið þegar þær systur boðuðu til sam- eiginlegs fundar með félagssam- tökum og klúbbum í Kópavogi í apríl 1978 og hefur hjúkrunar- heimilið starfað síðan í maí 1982.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.