Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983
*
3NTaAR
TÓNLISTIN í DAG
Sendum í póstkröfu. Sími 11508.
David Bowie / Space Oddlty, The Man Who Sold The World.
Hunky Dory, Zlggy Stardust, Aladdln Sane, Pln-Ups,
Diamond Dogs, Llve, Young Americans, Station To Statlon, Low,
Heroes, Lodger, Scary Monsters, Stage, Changes one Bowle,
Changes two Bowie, Cat People, Dýragarösbörnln, Rare (nýjasta)
Trlumph / Never Surrender
Taco /
Musical Youth /
Abba /
Smokey Roblnson /
Panarama /
Alabama /
Newton Famlly /
Ýmslr /
Ýmslr /
E.T. /
Tomas Ledin /
Spyro Gyra /
Dazz Band /
Harry Belafonte /
Puttln' on the Rltz
The Youth of Today
The Slngles
Touch the Sky
Can Thls Be Paradlse
The Closer You Get
Dandellon
Club Danclng '83
Ein með öllu
E.T.
The Human Touch
Incognlto
On the One
Midnlght Speclal
Louis Armstrong, Jlm Reeves,
+ Best of plötur meö: John Denver
Glenn Miller, Marvln Gaye. Charley Prlde, Bobby Bare.
Mills Brothers og Dolly Parton.
AMPEX
<s>
Heíldsölu simi 29575/29544
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHN KIFNER
Jaruzelski ásamt austur-þýskum
og sovéskum embættismönnum.
væri tvisvar til þrisvar sinnum
meiri, og krafðist hann ekki ein-
ungis aukinna afkasta heldur
einnig aðhaldsaðgerða í orku- og
hráefnismálum.
Samkvæmt fregnum frá
PAP-fréttastofunni, fordæmdi
hann harðlega „hættulegar
stjórnleysistilhneigingar sem
andstæðingar pólsks samfélags
hafa reynt að koma þar inn á
undanförnum árum“, en í boðuð-
um efnahagsaðgerðum er sér-
stakt ákvæði um aðgerðir gegn
gróðabralli.
Pólsk stjórnvöld
boða nýjar
efnahagsaðgerðir
Stjórnvöld í Póllandi fóru fram á það við þegna sína fyrir skömmu, að
þeir hertu sultarólina. En það er hluti af nýjum aðhaldsaðgerðum í
efnahagsmálum fyrir næstu þjú árin, sem eiga að koma efnahag landsins
á réttan kjöl. Samkvæmt þeim lengist vinnudagurinn, verðhækkanir eiga
sér stað, nýir skattar verða lagðir á og ýmis hlunnindi verkamanna verða
afnumin.
Stjórnvöld vöruðu við því að „efnalegur grundvöllur þjóðarafkomunn-
ar“ væri í hættu og í því sambandi bentu þau á vandræði landsins, sem
aðallega væru fólgin í skuldasöfnun á Vesturlöndum, efnhagsþvingunum
Vesturlanda eftir að herlögum var komið á í landinu í desember 1981, en
einnig væri sjáanleg „afturför á lífsafkomu" og ekki mætti gleyma í
þessu sambandi að einnig væri erfið fjárhagsstaða í heiminum öllum um
þessar mundir.
rátt fyrir þessar efnahags-
aðgerðir virðist hins vegar
sem ekki verði búið að koma
landinu aftur á sama kjöl og það
var árið 1980, þó aðhaldsaðgerð-
um verði fylgt eftir allt til ársins
1985. Þessi tími nægir sem sagt
ekki til að koma framleiðslunni
á það stig sem hún var á þegar
efnahagslegt ójafnvægi varð til
þess að stofnuð voru óháðu
verkalýðsfélögin; Samstaða.
Þessum aðhaldsaðgerðum í
efnahagsmálum er ætlað að
auka iðnaðarframleiðslu um 14
til 16 prósent, aðallega með
breyttri stjórnun.
Wojciech Jaruzelski, hershöfð-
ingi, leiðtogi Póllands, notaði
sama tækifæri til að tilkynna
um breytingar á stjórninni, en
þær voru í því fólgnar að hann
gerði tvo samstarfsmenn sína í
hernum að ráðherrum.
Mieczyslav Moczar, 70 ára að
aldri, var vikið úr stöðu sinni
sem formaður æðstu eftirlits-
nefndarinnar, sem er nokkurs
konar leyniþjónusta. Við starfi
hans tók Tadeusz Hupalowski,
hershöfðingi, sem áður var um-
hverfismálaráðherra og sá um
fjármál innanlands. Sá sem aft-
ur tók við hans starfi í stjórn-
inni er Wlodzimierz Oliwa,
hershöfðingi, sem var yfirmaður
herdeildanna í Varsjá.
Á sama tíma tilkynnti Lech
Walesa, sem var leiðtogi Sam-
stöðu, að sér hefði verið gert
skylt að mæta, ásamt eiginkonu
sinni, Danutu, til yfirheyrslu hjá
skattrannsóknarstjóra í Gdansk.
Hann hefur ítrekað verið yfir-
heyrður um fjármál óháðu
verkalýðsfélaganna.
Fyrrverandi talsmaður Sam-
stöðu, Janusz Onyszkiewicz, sem
látinn var laus úr fangelsi í des-
ember síðastliðnum, var síðan
handtekinn, þar sem hann sat að
kaffidrykkju ásamt vestrænum
fréttamanni, og yfirheyrður í
nokkra tima. Onyszkiewicz var
einn þeirra fyrrverandi Sam-
stöðuleiðtoga, sem tók þátt í
guðsþjónustu ásamt Walesa síð-
astliðinn sunnudag í Varsjá.
Tilgangurinn með boðun þess-
ara efnahagsaðgerða nú er að
auka afköst verkamanna, sem
aftur þurfa að líða tafir vegna
hráefnisskorts og eru svartsýnir
vegna gífurlegra verðhækkana
og vöruskorts. Verkamenn eru
einnig argir vegna brostinna
vona, sem bundnar voru við
myndun óháðu verkalýðsfélag-
anna.
„Framleiðni vinnuafls í Pól-
landi er mjög lítil,“ sagði Janusz
Obodowski þegar breytingarnar
voru kynntar, en hann er höf-
undur þessara nýju efnahagsað-
gerða. Hann tók fram að fram-
leiðni annarra þróaðra ríkja
Czelslaw Kiszczak, innanrík-
isráðherra, tilkynnti einnig á
þriðjudag um umfangsmikla
rannsókn á fjármálamisferli í
landinu.
Obodowski, höfundur efna-
hagsaðgerðanna, sagði á þingi að
„meginuppsprettu efnhags-
kreppunnar væri að leita í því að
kerfið hefði fjarlægst grundvall-
aratriði sósíalismans".
Einn stærsti þáttur efna-
hagsvandamálsins liggur í þvi að
gífurlegur skortur er á verka-
mönnum og er næstum hver ein-
asta verksmiðja undirmönnuð. Á
sumum stöðum vantar hundruð
verkamanna. Meginorsök þessa
er sú, að menn hafa verið hvattir
til að draga sig snemma í hlé til
að gefa yngri mönnum kost á að
starfa og fækka veikindadögum.
Samkvæmt opinberum tölum
hafa 550.000 manns kosið að
hætta störfum fyrr en áætlað
hafði verið, síðan í ágúst 1981.
Nú eru 256.800 störf laus til um-
sóknar, en aðeins 7.000 umsækj-
endur, að því er segir í tölum
stjórnarinnar.
Eitt meginmarkmið aðgerð-
anna er einnig að minnka hlut
innfluttrar fæðu, sérstaklega
hveitis.
Einnig skal hætta fram-
kvæmdum við hundruð hálf-
byggðra verksmiðja og einbeita
sér þess í stað að minniháttar
framleiðslu, eins og t.d. baðmull-
arframleiðslu, þar sem ellilífeyr-
isþegar gætu unnið hlutastörf og
verkamenn yrðu hvattir til að
vinna yfirvinnu og vinna á frí-
dögum.
I þessum nýju efnahagsað-
gerðum er sú breyting boðuð, að
yfirmenn framkvæmda og fram-
leiðslu eru gerðir ábyrgir fyrir
afköstum starfsmanna sinna.
(Heimild: New York Times
News Service)