Morgunblaðið - 29.03.1983, Side 18

Morgunblaðið - 29.03.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 Gagnrýni Andropovs vísað á bug vestra Moskvu, Washington, 28. mars. AP. YURI ANDROPOV, leidtogi Sovétmanna, réðst sl. laugardag mjög harkaiega á áætlanir Reagans, Bandaríkjaforseta, um eldflaugavarnir úti í geimnum og sagði þær „ákaflega hættulegan" þátt í þeirri stefnu að gera Sovétríkin varnarlaus fyrir kjarnorkuárás. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur vísað þessum orðum á bug og segir Andropov hafa farið rangt með „efni og innihald" í ræðu Reagans. í viðtali við aðalmálgagn komm- |“————————- únistaflokksins, Prövdu, sagði Andropov, að Bandaríkjamenn stefndu að því að geta orðið fyrri til að hefja kjarnorkustríð og að Reagan vildi að Sovétríkin stæðu uppi varnarlaus þegar að þvl kæmi. Hann sagði þó að allar slík- ar tilraunir yrðu til einskis. Talsmenn bandaríska utanrík- isráðuneytisins svöruðu Andropov og sögðu, að hugmyndir Reagans væru ekki um „einhliða yfirburði" Bandaríkjanna enda óvíst að varnarkerfið yrði fullbúið fyrr en um aldamót. Með ræðu sinni hefði Andropov auk þess óbeinlínis við- urkennt, að Sovétmenn teldu sig standa Bandaríkjamönnum fram- ar í kjarnorkuvörnum og á það mætti benda, að Sovétmenn hefðu ekki staðið við samninga um með- aldrægar eldflaugar. Frá undirrit- un samningsins í mars 1982 hefðu þeir fjölgað meðaldrægum eld- flaugum af gerðinni SS-20 úr 300 í 351. Danmörk: Þúsundir mótmæltu vígbúnaðar- kapphlaupi Kaupmannahörn, 28. mars. AP. ÞÚSUNDIR Dana tóku þátt í svo- kallaðri páskagöngu síðastliðinn sunnudag, en hún var farin til að mótmæla kjarnorkuvopnakapp- hlaupi og fyrirhugaðri staðsetningu meðaldrægra kjarnorkucldflauga í Vestur-Evrópu. í Kaupmannahöfn söfnuðust a.m.k. sex þúsund manns saman í miðborginni eftir að hafa gengið um tuttugu kílómetra leið. I Árós- um og fleiri borgum voru páska- göngurnar einnig fjölsóttar. Veður víða um heim Akureyrí +5 lóttakýjaó Amitsrdam « skýjaó Aþena 18 heíóskírt Barcelona 12 léttskýjaó Berlin 7 skýjaó Briissel 8 skýjaó Chicago 8 rigning Dublin 8 skýjaó Frankfurt 7 rigning Fsarayjar 4 alskýjaó Genf 6 rigning Helsinki 1 heióskirt Hong Kong 18 rigning Jerúsalem 17 heióskirt Jóhannesarborg 28 heióskírt Kaupmannahöfn 4 rigníng Kairó 25 heíóskirt Lissabon 15 rlgning London 8 heióskfrt Los Angeles 20 skýjað Madrid 15 heióskírt Madrid 15 heióskírt Mallorca 10 alskýjað Malaga 15 alskýjaó Mexikóborg 26 heióskírt Miami 25 skýjaó Moskva 16 skýjaó Nýja Delhi 29 heiðskirt New York 10 rigning Osló 2 skýjaó Parfs 9 skýjaó Peking 16 heióskfrt Perth 26 skýjaó Reykjavik 2 alskýjaó Rio de Janeiro 29 skýjað Rómsborg 14 heióskfrt San Francisco 14 skýjað Stokkhólmur 5 heióskfrt Tel Aviv 22 heióskirt Tékýó 12 skýjaó Vancouver 12 skýjaó Vínarborg 6 skýjaó Earþegarnir yfirgefa þotuna eftir nauðlendingu. Danmörk: Mávahópur inn í annan hreyfilinn — og þotan varð að nauðlenda DC 10-FLUGVÉL frá SAS með 160 farþega ínnaborðs varð að nauð- lenda á Kastrup í Kaupmannahöfn skömmu eftir flugtak sl. fimmtudag og var ástæðan sú, að mávahópur hafði lent inni í einum hreyflinum. Mávagerið lenti í hægri hreyfl- inum þegar þotan var komið á fulla ferð eftir flugbrautinni og af þeim sökum neyddist flugmaður- inn til að taka hana á loft. Tutt- ugu og tveimur mínútum seinna lenti hann aftur á Kastrup, en þá kviknaði i hjólaumbúnaðinum vegna mikils álags á bremsurnar. Farþegar voru látnir yfirgefa vélina um neyðardyr og gekk það allt eins og í sögu, en sjö fengu þó minniháttar taugaáfall en jöfnuðu sig fljótt. kennara- samtímis Gegndi sjö embættum — þar af sex undir fölsku flaggi Baltimore, 28. mara. AP. MAÐUR nokkur, sem að sögn yfir- valda kenndi við sex bandaríska há- skóla undir folsku flaggi, hefur nú verið dreginn fyrir lög og dóm að því er segir í blaðafréttum fyrir vestan. Það varð honum að falli loks, að hann vantaði rétt persónuskilríki, sem sýndu og sönnuðu, að hann ætti rétt á bflastæði á einni háskólalóð- inni. Að því er blaðið The Baltimore Sun sagði, þá vakti það nokkrar grunsemdir þegar John B. Hext, prófessor við einn háskólann, gat ekki með nokkru móti fært sönnur á að hann hefði rétt á bílastæði við skólann eins og aðrir kennar- ar. Nemendur hans höfðu einnig margsinnis kvartað undan undar- legri kennslu hjá honum, en það var þúfan sem velti hlassinu, þeg- ar maður að nafni John B. Hext birti eftir sig grein og lét þess get- ið, að hann væri prófessor við MacQuarie-háskólann í Sydney í Ástralíu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að prófessorinn umræddi hét réttu nafni Paul A. Crafton og að hann kenndi við sjö háskóla í hin- um fjölbreytilegustu fræðigrein- um. Sex stöðurnar hafði hann fengið með fölsunum og notað þá jafnan nöfn manna, sem aðsetur höfðu utanlands. Crafton, sem er raunar háskóla- kennari og hefur kennt við George Washington-háskólann síðan 1956, segir það sér til málsbóta, að honum hafi verið fjár vant vegna lækniskostnaðar fatlaðrar dóttur sinnar. I L ÓTRÚLEGT HONDA Á ÍSLANDI Vatnagöröum 24. Sími 38772.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.