Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 41

Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 21 •lan Rush geysist hér frá Ray Wilkins, fyrirliða Man. Utd. (úrslitaleik ensku mjólkurbikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum á laugardaginn. Liverpool sigraöi í leiknum, 2—1, og tryggði sér þar með bikarinn þriðja árið í röð. Nánar er greint frá leiknum á bls. 28. simamynd ap. „Það var gaman að vera Islendingur í Stuttgart" — Við vorum sex saman sem lögðum lykkju á leið okkar og fórum gagngert til Stuttgart til þess aö sjá Ásgeir leika með liöi sínu gegn Eintracht Frankfurt. Við uröum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Ásgeir var maðurinn á bak við stórsigur Stuttgart og lagöi alveg upp þrjú markanna, en Stuttgart sigraði 4—1 í leiknum. Já, það var svo sannarlega gaman að vera íslendingur á áhorfendapöllunum hjá Stuttgart á laugardaginn, sagði Hilmar Viktorsson, skrifstofustjóri Sölunefndar Varnarliðseigna, er Mbl. spjallaö við hann, en Hilmar var ásamt vinum sínum á leik Stuttgart og Frankfurt á laugardaginn. — Þaö kom í Ijós strax í upp- staðar á vellinum. Þá voru send- hafi er leikmenn voru kynntir, í hversu miklum metum Ásgeir er þarna. Hann fékk langmersta klappiö og mikiö var hrópaö fyrir honum. Endar er hann ein styrk- asta stoö liösins og í þessum leik var hann besti maöur vallarins. — Það var meö ólíkindum hversu mikla yfirferð Ásgeir haföi í leiknum, hann var bókstaflega alls- ingar hans stórkostlegar. Hann skipti yfir frá hægri til vinstri og kom mótherjum sínum hvaö eftir annaö í vanda. í hvert skipti sem Ásgeir tók á rás meö boltann skapaöist hætta hjá mótherjunum. Já, hann sýndi snilldarleik, dreng- urinn og fær síst of mikiö lof í blöö- unum. Hann var til dæmis valinn enn einu sinni i lið vikunnar og Vésteinn í hóp 60 metra kastara Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari úr HSK, er kominn í hóp 60 metra kastara, því á móti í Austin í Texas á laugardag varp- aði hann 60,14 metra. Vésteinn sigraði á mótinu, en í öðru sæti varð Óskar Jakobsson ÍR með rúma 55 metra. Óskar sigraöi hins vegar í kúlu- varpinu, varpaöi 20,15 metra, sem er hans langbezta í ár. En Vésteinn setti einnig persónulegt met í kúlu- varpinu, varpaöi 17,11 metra, og er í stööugri framför. Þá sýndi Siguröur Einarsson Ármanni aö hann er aö ná sér á strik eftir tvö töpuö ár vegna meiðsla. Hann kastaði spjóti 70,22 metra, en sigurvegari varö ís- landsmethafinn Einar Vilhjálmsson UMSB meö rúma 72 metra. Á mótinu hljóp Oddur Sigurös- son KR 400 metra á rúmum 48 sekúndum. Mótiö var skólakeppni háskólanna i Austin og Tusca- loosa, og sigraöi skóli Óskars, Ein- ars og Odds í þeirri viðureign. fékk hæstu einkunn fyrir leik sinn, sagði Hilmar. — ÞR. Lava Loppet: 150 luku göngunni FYRSTA alþjóðaskíðagangan sem fram hefur farið hér á landi var háö í Skálafelli á sunnudag. Til stóð að hafa gönguna í Blá- fjöllum á laugardag, en vegna slæmra veðurskilyrða varð að fresta göngunni þar til á sunnu- dag og færa hana af Bláfjalla- svæðinu fyrir í Skálafell. Eitt hundrað og fimmtíu keppendur luku göngunni. Sigurvegarinn í 20 km göngunni varð Norðmaöurinn Björn Arnes, gekk á 1.30.29.7, annar varð Ingólfur Jónsson Is- landi, gekk á 1.31.40,5. Jón Kon- ráðsson varð í þriðja sæti og bróðir hans, Gottlieb Konráös- son, varð í fjórða sæti. i 10 km göngu karla sigraöi Finnur Gunnarsson á 49 mín. og 43 sek. í 5 km göngu karla sigraði Ágúst Grétarsson á 28,27 mín. Fríöa Bjarnardóttir sigraöi í 10 km göngu kvenna á 1.28.24,6 og í 20 km göngu kvenna sigraöi Sigur- björg Helgadóttir á 2.21.11,1. Guöbjörg Haraldsdóttir sigraði í 5 km göngunni á 28.00,4. Hér aö neöan má sjá göngufólkiö við rásmarkiö í upphafi göngunnar. — ÞR. Dalglish kjörinn leikmaður ársins ENSKIR atvinnuknattspyrnu- menn kusu á sunnudaginn leik- mann ársins úr sínum rööum og hlaut Kenny Dalglish, skoski landsliösmaðurinn hjá Liverpool, flest stig að þessu sinni. Liver- pool átti einnig efnilegasta leik- mann ársins, lan Rush hlaut þann titil, en hann er nú markahæsti leikmaðurinn í Englandi, hefur skorað 29 mörk á keppnistímabil- inu. En Liverpool lét ekki tvennuna duga — þeir fengu þrennu. Bob Paisley, framkvæmdastjóri liðsins, komst í hóp nokkurra þekktustu framkvæmdastjóra fyrr og síðar en honum voru veitt sérstök heiöurs- verölaun frá Félagi atvinnu- knattspyrnumanna. Þeir sem áöur hafa fengiö slík verölaun eru m.a. Bill Shankly, fyrirrennari Paisley hjá Liverpool, Joe Mercer og Sir Matt Busby. Bryan Robson var í ööru sæti í kjöri knattspyrnumanns ársins og annar Man. Utd. leikmaður, Norm- an Whiteside, varö annar í kjöri efnilegasta leikmanns ársins. Enginn með 12 rétta í 30. leikviku Getrauna kom enginn seðill fram með 12 réttum og er þetta í 6. sinn í vetur, sem enginn seðill kemur fram með öllum leikjum réttum. Með 11 rétta voru 4 seölar og vinningur fyrir hverja röð kr. 68.845 og 63 raðir með 10 réttum og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.873. Nú verður hlé hjá Getraunum yfir páskana en næsti seðill veröur með leikjum, sem fram fara laugardaginn 9. apríl. • Norðmaöurinn Björn Arvnes (t.v.), sigurvegari í 20 km göngu í Hraungöngunni, ásamt Ingólfi Jónssyni, sem varð annar. Á myndinni að neöan má sjá keppendur í þessari vegalengd rétt áöur en þeir lögðu af stað. Ljó*m. Láru* Karl Ingason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.