Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 31 Sigurjón Hallsteins- son bóndi — Áttræður Góður vinur minn og mikill og sannur hollvinur kirkjunnar, Sig- urjón Hallsteinsson, bóndi f Skorholti í Leirársveit, er áttræð- ur í dag. Á þessum merku tíma- mótum í lífi hans langar mig að senda honum innilegar kveðjur og árnaðaróskir okkar hjóna með al- úðarþökk fyrir vinsemd aila og góðvild í okkar garð. Það er mikið ánægju- og þakkarefni, ekki sfst fyrir mann í mínu starfi, að vita af svo góðum og traustum mönn- um á akrinum með sér, mönnum, sem ávallt eru reiðubúnir til lið- veislu og fórnar og vilja leggja því lið, sem er í þjónustu hins góða og bjarta i lífinu. Þannig maður er Sigurjón í Skorholti. Fáir eru fórnfúsari og jákvæðari en hann og jafn auðugir af góðvild, dreng- skap og trú. Þess vegna eiga vinir hans og samferðamenn honum gott að gjalda og hugsa til hans með hlýju og þökk á þessum heilladegi í lifi hans. Sigurjón Hallsteinsson er fædd- ur f Skipanesi í Leirársveit hinn 29. marz árið 1903. Foreidrar hans voru Hallsteinn Ólafsson, bóndi og kona hans, Steinunn Eirfksdóttir. Voru þau hjón bæði miklum mannkostum búin, viljasterk, dugleg og traust. Heimili þeirra var kristið menningarheimili, þar sem börnin tóku í bernsku trú á Guð og ættjörðina, var kennt að iðja og biðja og lagður góður og traustur kristinn grundvöllur að lífi þeirra og framtíð. Að þessum trausta arfi hefur Sigurjón vinur minn búið og ávaxtað til góðs f umhverfi sinu, lífi sínu og störf- um. Sigurjón var næst yngstur níu systkina. Fimm ára gamall flutt- ist hann með foreldrum sínum að Skorholti og hefur átt þar heima alla tíð síðan. Hann ann jörð sinni og sveit, sem hann hefur í hví- vetna reynst góður og traustur sonur. Á unga aldri stundaði Sigurjón sjómennsku og var þrettán vertíð- ir til sjós, lengst af f Sandgerði. Jafnframt vann hann á búi for- eldra sinna. Og er foreldrar hans hættu búskap, tók hann ásamt Böðvari bróður sinum við jörð og búi í Skorholti. Bjuggu þeir bræð- ur þar saman um langt skeið, en Böðvar lézt árið 1958. Sigurjón hefur verið góður og farsæll bóndi og farið vel með jörð sina og bú eins og annað, sem honum hefur verið trúað fyrir i lifinu. Alla tíð hefur Jóna, systir Sig- urjóns, verið bústýra hjá bróður sínum. Eru þau systkinin mjög samhent og er heimili þeirra hinn mesti rausnargarður, þar sem ávallt er yndi að koma og geislar góðvildar, hlýju og kærleika mæta hverju manni, sem að garði ber. Gestrisni þeirra er einstök og oft á orði höfð hér í sveitum. Þá eru þau afar barngóð, gjöful og veitul. Það hafa svo margir reynt og minnast þess með þakklæti á þessum heilladegi húsbóndans. Sigurjón Hallsteinsson er mað- ur mjög mannblendinn og félags- lyndur og hefur tekið virkan og giftudrjúgan þátt f félags- og menningarlifi allt frá unglingsár- um og fram á þennan dag. Eins og svo margir af hans kynslóð hreifst hann ungur af hugsjónum ung- mennafélaganna, sem fóru eins og vorleysing yfir landið á fyrstu áratugum þessarar aldar og hvöttu æskuna til starfs og dáða og meiri vormerkja og voráhrifa í íslenzku þjóðlífi, ekki sfst f sveit- um. Sigurjón hefur starfað lengi og vel í Ungmennafélaginu Hauk f Leirársveit. Ungur keppti hann f glímu fyrir félagið. Þá stofnaði hann á sínum tíma kvartett innan félagsins ásamt þremur öðrum ungum mönnum í sveit sinni. Sig- urjón hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um söng, enda ágæt- um hæfileikum búinn á þvf sviði. Um árabil átti Sigurjón sæti í stjórn ungmennafélagsins og er nú heiðursfélagi þess. Þá átti hann um skeið sæti f hreppsnefnd og hefur gegnt fleiri trúnaðar- störfum fyrir sveit sína og byggð. Alls staðar hefur munað verulega um hann, og ávallt hefur hann starfað af jákvæðum hug, fórnfýsi og einlægni, trúmennsku og drengskap. En það, sem mér er ljúfast að minnast af félagsmálastörfum Sigurjóns, eru hin miklu og fórn- fúsu störf hans f þágu kirkjunnar, sem hann hefur innt af höndum af fúsleika og gleði hins trúaða og bænrækna manns allt frá bernskuárum. Hann hefur sungið í Leirárkirkju við guðsþjónustur og aðrar helgar athafnir í 65 ár, eða allt frá fermingaraldri og þar til á sl. ári, að sjúkleiki hamlaði honum þátttöku. Hann er svo kirkjuræk- inn, að til fádæma má telja. Þau eru örfá skiptin, sem hann hefur vantað í kirkjuna þau nærri sautj- prestur hans og munu þá jafnan sérstakar ástæður hafa komið til. Fyrir rúmum þrjátíu árum fóru fram miklar og gagngerar endur- bætur á Leirárkirkju. Sigurjón átti þá og um langt skeið sæti í sóknarnefnd kirkjunnar. Hann lét verulega til sín taka í sambandi við endurbæturnar og lagði á sig mikla fórn osr fvrirhöfn. Þá átti hann sinn giftudrjúga þátt f því að útvega orgel í kirkjuna. Að þessu gekk hann af áhuga og gleði hins trúrækna og fórnfúsa manns, sem í hvívetna vill láta gott af sér leiða f lífinu og er minnugur þess, að hann er samverkamaður Guðs og hefur þegið lff sitt og lán af hon- um. Fyrir tíu árum fóru aftur fram miklar endurbætur á Leirár- kirkju. Þá gáfu þau systkinin Sig- urjón og Jóna kirkjunni miklar og stórar gjafir og sýndu eins og svo oft bæði fyrr og síðar sína miklu ræktarsemi, fórnfýsi og góðvild í garð kirkjunnar. Fórnfýsi þeirra og rausnar hefur Hallgrímskirkja í Saurbæ einnig notið og hafa þau gefið henni góðar gjafir í minn- ingu um ástvini sfna, sem hvíla í kirkjugarðinum þar. Sigurjón Hallsteinsson er vel greindur og góðum hæfileikum búinn, meðal annars hagmæltur. Hann hefur sagt mér, að ungur hafi hann átt sér þá ósk að ganga í skóla, en af því gat ekki orðið sakir fátæktar. En hann hefur menntast vel f skóla lffsins á langri ævileið og kunnað að nýta sína góðu hæfileika og miklu mannkosti. Alla ævi hefur Sigur- jón verið stakur bindindis- og reglumaður og viljað stuðla að heilbrigðri og sannri gleði í lífi og félagsskap manna. Hann hefur ávallt haft gaman af að skemmta sér og sækir enn flestar samkom- ur í sveitunum, ekki síst spila- kvöld, en hann hefur mikið yndi af að spila. Þó að Sigurjón hafi nú áttatíu ár að baki, er hann enn ungur í anda og léttur í spori. Æskuglóð- in, birta og bros vormannsins eru yfir svip hans og fasi og gróin honum í hug og hjarta. Það sann- ast á honum, að „fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum". Hafðu heila þökk, hollvinur minn kæri, fyrir vinsemd þína alla og fórn, trygglyndi þitt og trúmennsku. Megi góður Guð. launa þér og blessa þig á þessum tímamótum og gefa þér alla daga góða og bjarta á ókominni ævileið. Sigurjón er á Borgarspítalanum um þessar mundir. Jón Einarsson, Saurbæ. ín 4r oom irr V»of voriA aAlrnnr- Hafskip á meginlandi Evrópu: Stórbætt þjónustuaðstaða í Hamborg ■ mu •iaprii Hamborg er meö stærstu viðskiptahöfnum okkar á meginlandi Evrópu. Þangað koma fjölhæfniskip okkar Skaftá og Rangá vikulega, lesta og losa vörur. Frá og með 1. apríl hefur Hafskip hf. stórbætt alla aðstöðu sína í Hamborg hvað varðar lestun og losun, þar sem fullkomnustu tækni er beitt. Ennfremur opnað eigin þjónustuskrifstofu í Hamborg með eigin starfsmönnum frá sama tíma. Markmiðið er einfalt: Aukin hagkvæmni, betri vörumeðferð, lækkun flutningsgjalda og s hraðari þjónusta. Hafskip (Deutschland) G.m.b.h. Chilehaus A Fischertwiete 2 2000 Hamburg 1 Sími (040) 339341-2-3 Telex 2165028 hafud Forstöðumaður: Sveinn Kr. Pétursson. Okkar menn,- þinir menn HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.