Morgunblaðið - 29.03.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.03.1983, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 Heiðveig Guð- jónsdóttir — Minning í dag verður kvödd hinstu kveðju heiðurskonan Heiðveig Guðjónsdóttir, Garðastræti 13. Heiða eins og hún var jafnan kölluð af vinum og kunningjum lést 22. mars sl. Heiða gekk undir mikinn uppskurð í fyrra, en náði sér aldrei eftir þau veikindi. Heiða fæddist 25. apríl 1905 og var dóttir sæmdarhjónanna Hall- dóru Hildibrandsdóttur og Guð- jóns Jónssonar, járnsmíðameist- ara, er rak smiðju að Garðastræti 13. Þau hjónin eru látin fyrir mörgum árum. Heiða ólst upp í stórum systk- inahóp, en systkinin voru þrettán að tölu, ellefu systur og tveir bræður, en nú eru fimm þeirra lát- in. Heiða var eins og fleiri af henn- ar kynslóð nægjusöm, heiðvirð og vönduð kona. Hún var jafnan sköruleg ásýndum, snyrtimenni hið mesta og hafði ákveðið skap. Heiða giftist ekki, en hún hélt rausnarlegt heimili ásamt tveim systkinum sínum, þeim Guðmundi og Selmu. Selma er látin fyrir nokkrum árum, svo nú er Guð- mundur einn eftir að Garðastræti 13. Það var jafnan gestkvæmt á heimilinu í Garðastræti enda systkinin og systkinabörnin mörg og gestgjafarnir félagslyndir. Heiða starfaði lengst af í sæigæt- isgerð hér í borg, en lét af störfum fyrir nokkrum árum. Heiðveig var tíguleg kona, mikill vesturbæing- ur og góður fulltrúi sinnar kyn- slóðar. Eftirlifandi systkini, frændfólk og vinir sakna skemmtilegs og góðs félaga. Blessuð sé minning Heiðveigar Guðjónsdóttur. Þ.Þ. AMCEagle 4WD árg. '82 á aðeins 490.000.- AMC Eagle 4WD hefur marg sannaö ágæti sitt viö íslenskar aöstæöur. AksturseigmieiKar Eagle eru í sérflokki, hvort sem er á bæjarakstri eöa utanvegar. 6 cyl. 258 cid vél, 3 hraöa sjálfskipt- ing, aflhemlar, aflstýri, veltistýri, Delux innrétting. Val um afturhjóladrif eöa framhjóladrif. Styrkur undirvagn. Opiö laugardag 10—18 Opið sunnudag 13—18. // FlAT EINKAUMBOÐÁ iSLANDI // Allt á sama stað EGILL VILHJÁLMSSON HE Opið til 10 í kvöld Vörumarkaðurinn hf. Armúla 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.