Morgunblaðið - 29.03.1983, Side 29

Morgunblaðið - 29.03.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 37 Viggó Alfreð Oddsson — Minning Fæddur 2. desember 1932 Dáinn 7. marz 1983 Viggó Alfreð Oddsson lézt að heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku hinn 7. marz sl., fimmtugur að aldri. Hann fæddist í Vatnskoti í Þingvallasveit 2. desember 1932 og þar sleit hann barnsskónum í skjóli móðurforeldra sinna, þeirra Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur og Símonar Daniels Péturssonar. Foreldar hans voru Katrín Sylvía Símonardóttir og Oddur Helga- son. Ungur að árum fluttist Viggó með móður sinni til Reykjavíkur og ólst upp hjá henni og stjúpföð- ur sínum, ívari Björnssyni cand. mag., kennara við Verzlunarskóla íslands, ásamt tveim bræðrum sinum, Simoni og Gunnari Páli. Viggó stundaði nám við Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga, Ag- ústsskóla svonefnda, og lauk það- an gagnfræðaprófi. Að því námi loknu réðst hann í iðnnám til Vélsmiðjunnar Hamars hf. og nam rennismíði. Að loknu iðn- skólaprófi fékk hann sveinsbréf í þeirri iðngrein. Hann var ljónhag- ur og hafði svo nett handbragð að leitun var að öðru eins. Hann átti til mikilla hagleiksmanna að telja. Afi hans, Símon í Vatnskoti, og synir hans voru þjóðkunnir þús- undþjalasmiðir og föðurafi hans, Helgi Magnússon kaupmaður, var lærður járnsmiður og smiður góð- ur, eins og smiðsgripir hans, sem varðveittir eru í Iðnminjasafni ís- lands bera ljóslega vott um. Ekki gerði Viggó rennismíðina að ævistarfi sínu, því fljótlega að námi loknu réðst hann til Hauks Péturssonar verkfræðings að For- verki hf. sem kortagerðarmaður. Hér var um nýjung að ræða, eða öllu heldur byltingu í kortagerð. Ljósmyndir eru teknar út flugvél og landakort síðan unnin úr frá þeim í vél, sem afkastar á við marga menn. Þetta var mikil nákvæmnisvinna, er virtist eiga mjög vel við Viggó. Eftir nokkurra ára störf hjá Forverki hf. fór Viggó til Hollands til frekara náms í myndkortagerð, og hlaut hann til þess styrk frá Sameinuðu þjóðunum. Að þessu námi loknu virtust honum allir vegir færir. Honum bauðst atvinna víða um heim, en álitlegast þótti honum atvinnutilboð frá Suður-Afríku. Þangað réð hann sig árið 1963. Vann hann fyrstu þrjú árin í Rhodesíu, en síðan í Jóhannesar- borg, þar sem hann starfaði til dauðadags sem yfirmaður hjá stórfyrirtæki. Þar naut hann álits og mér er kunnugt um, að hann gerði breytingar á hinum flóknu kortagerðarvélum, sem vöktu at- hygli hinna svissnesku framleið- enda þeirra, er töldu breytingarn- ar horfa mjög til bóta. Viggó var að ýmsu leyti mjög sérkennilegur persónuleiki. Hann var hið mesta snyrtimenni. Hann var fagurkeri og hafði unun af að handleika og horfa á fagra gripi. Hann naut þess að snæða við fag- urlega dúkað borð og drekka prúðbúinn vín úr kristalsglasi. Hann fyrirleit óreglu og setur yfir tóbakseldum voru ekki að hans skapi. Hann var reglumaður í hví- vetna og svo samvizkusamur var hann, að þau fjögur ár, sem hann var við nám í Hamri hf., kom hann aldrei mínútu of seint til vinnu, að sögn yfirmanna hans þar. Viggó var maður vel ritfær og 1 aldarfjórðung birtust greinar hans í ýmsum blöðum hér. Þær vöktu athygli, enda var hann oft ómyrkur í máli. Hann var félags- lyndur og starfaði í ýmsum félög- um, var m.a. formaður Bindindis- félags ökumanna hér, og á Rhod- esíuárum sínum var hann varafor- maður Norræna félagsins I Salis- bury. Viggó var elztur barnabarna foreldra minna. Var hann afar af- haldinn af þeim, og með honum og okkur systkinunum var mjög kært. Hann var frændrækinn og nú minnist ég þakklátum huga kveldstundar, er við áttum með honum og systkinum hans sl. sumar á heimili föður hans. Ekki grunaði okkur þá, að þarna kvedd- um við hann hinsta sinni. Viggó átti gott hús í Jóhannes- arborg með fögrum garði þar sem hann las suðræna ávexti af trján- um. Hann var gestrisinn og höfð- ingi heim að sækja. Um jólin síð- ustu sátu allir íslendingar í Jó- hannesarborg, um þrjátíu talsins, góða veizlu hjá honum, og nú sakna þeir vinar í stað. Bálför Viggós var gerð í Jó- hannesarborg 21. marz sl. Áður var minningarathöfn í sænsku kirkjunni þar í borg, sem prestur safnaðarins annaðist. Þar las ís- lenzk kona, Hildur Lárusdóttir Lúðvígssonar, úr helgri bók á móðurmáli hans. Viggó hafði ráðgert að hverfa heim til íslands á næstunni og hafði þegar hafið undirbúning að þeim flutningi. Nú er hann að vísu kominn heim, en með öðrum hætti en hann hafði ráðgert. Aska hans verður í dag lögð í íslenzka mold, en minningarathöfn um hann fer fram í Dómkirkjunni kl. 3 í dag. Með Viggó Alfreð Oddssyni er góður drengur genginn. Guð gefi honum raun lofi betri. Ég votta foreldrum hans og ástvinum innilega samúð. Magnús Helgason Birting afmælis- og minningar- greina ATHVGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið^ stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. VikuKkig Fnankfurtaiaveísla 8r14.maí. Veíshistjórí Fríðrík Haraldsson. Þátttökugjald er aðeins 8.900 krónur. í fyrrasumar voru Flugleiða „Frankfúrtararnir" með ódýrustu og bestu ferðatilboðum sem fslendingum buðust. Friðrik Haraldsson stjórnaði líka frábærlega velheppnaðri „siglingu" um Kölnarvatnið fræga. Nú sameinum við Friðrik og Frankfúrtarana og bjóðum vikulanga Frankfúrtaraveislu, með Friðrik sem veislustjóra, fyrir aðeins 8.900 krónur. Lagt verður upp frá Keflavík kl. 10:10 að morgni, 8. maí n.k. og flogið til Frankfúrt. Þaðan verður svo terðast vikuna út í glæsilegum hópferðabíl með viðkomu á flestöllum fallegustu og skemmtilegustu stöðum suður Þýskalands. Friðrik þekkir Þýskaland eins og lófann á sér og mun m.a. fara „Rómantísku leiðina" milli Wúrzburg og Múnchen, líta inná stúdentakrána í Heidelberg, svipast um í Svartaskógi, fara einn hring á Ólympíuleikvanginum í Múnchen og sigla um Rín. Gist verður á góðum hótelum í Wúrzburg, Húbertal, Oberammergau (2 nætur), Lindau og Heidelberg. Þann 14. er flogið aftur heim frá Frankfúrt. Brottför: 8. maí Heimkoma: 14. maí. Verð: 8.900 krónur. Innifalið: flugfargjald, akstur, gisting, morgunverður og fararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallarskattur og frankfúrtarar. Við bjóðum líka venjulega vikulanga Frankfúrtara eins og í fyrra: Flug og bíll, verð frá 5.863,- krónum á mann. Flug, bíll og sumarhús, verð frá 6.960,- krónum á mann. Flug og húsbíll, verð frá 8.516,- krónum á mann. Miðað er við að fimm ferðist saman. Barnaafsláttur: 2-11 ára fá 2.500 kr. afslátt Yngri en 2ja ára greiða 800 kr. Allar nánari upplýsingar gefa skrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. Sölusími Flugleiða er (91 >-25100. Miðað er við gengi 1 apríl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.