Morgunblaðið - 29.03.1983, Page 40

Morgunblaðið - 29.03.1983, Page 40
j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 jKgttttlrlðfeift 7C _ ^skriftar- síminn er 830 33 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Ljósm. Mbl. ktfe UTANKJÖRSTAÐAKOSNING vegna komandi alþingiskosninga hófst f Mióbaejarskólanum í Reykjavík sl. laugardag og greiddu þá 27 aðilar atkvæói. A sunnudaginn greiddu einnig 27 atkvæði, þannig að 54 neyttu atkvæðisréttar síns um helgina. Þetta er mun meiri „kjörsókn" en var við síðustu kosningar, sveitar- stjórnarkosningarnar í fyrravor, en þá greiddu 20 aðilar atkvæði fyrstu tvo dagana. Meðfylgjandi mynd var tekin við utankjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Endurhönnun flugstöðv arbyggingar á lokastigi „ÉG HEF verið að láta vinna að endurhönnun flugstöðvarbyggingar og hún er nú á lokastigi," sagði Ólaf- ur Jóhannesson utanríkisráðherra er Mbl. ræddi við hann í gær. ólafur sagði að endurhönnun- inni væri að ljúka og aðspurður um hvort þeim undirbúningi yrði lokið fyrir kosningar sagði hann: „Hver veit nema þetta verði kosn- ingabomba, ég get ekkert sagt frekar um það núna.“ ólafur sagði Olíugeymarnir í Helguvík byggðir í sumar einnig að ekkert væri þvi til fyrir- stöðu af hans hálfu að ráðast fljótlega í byggingu nýrrar flug- stöðvar, en aðrir væru ekki eins tilbúnir. „Ríkisstjórnin situr enn og starfar eftir sínum sáttmála og Alþýðubandalagið hefur neitun- arvaldið," sagði hann. Utanríkisráðherra var þá spurður um gang mála við Helgu- víkurframkvæmdir. Hann svaraði: „Þær hafa sinn gang. Það er gert ráð fyrir að olíugeymarnir verði byggðir í sumar, ég veit ekki ná- kvæmlega hvenær, en þeir verða byggðir og grafnir í jörðu." Á 150 km ínn Miklubraut SNEMMA á sunnudagsmorgun lenti lögreglan í eltingaleik við öku- Mýrar: Bjór rekur á fjorur Borgarnesi, 28. mars. MÝRAMENN hafa löngum verið seigir við að bjarga sér. Á jörð einni ónefndri á Mýrum hefur nú verið tekin upp „aukabúgrein" allsérstæð, þó af rekaætt sé, en reki hefur sem kunnugt er löng- um verið Mýramönnum drjúg bú- bót. Jarðeigandi nokkur sem reglulega vitjar reka á jörð sinni hefur að undanförnu fundið bjór- dósir (Colt 45 og Carlsberg) rekn- ar á fjörur sfnar. Ekki margar í einu en safnast þegar saman kemur. Einnig hefur hann fundir nokkrar djúsdósir. Dósirnar voru allar heilar og innihaldið óskemmt að sögn mannsins. „Hlunnindabóndinn" sagðist f samtali við Mbl. ekki vita hvernig á þessum sérstæða reka stæði, en sagði að ekki væri ólíklegt að þetta góss kæmi úr vörpu sem e.t.v. hefði verið skil- in eftir í flóanum og átt að sækja seinna en þá ekki fundist. Ef þetta væri rétt tilgáta sagð- ist hann bíða spenntur eftir meiru. Ekki vildi maðurinn láta nafns síns getið, ekki vegna hræðslu við lögreglu- eða tollyf- irvöld vegna smygl- eða bjór- bannsákæru heldur sagðist hann vilja vera laus við ágang hugsanlegra „gullleitarmanna“ sem búast mætti við að hugsuðu sér gott til glóðarinnar ef þetta fréttist. En bjórinn sagði hann að væri góður. HBj. mann á Volkswagen Passat, sem ók mjög greitt inn Miklubraut og lauk akstrinum við Laxalón, þar sem bif- reiðin valt og gjöreyðilagðist, en ökumaður, sem var einn í bfl sínum, slapp furðanlega vel. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan varð ökumannsins vör á Snorrabraut. Hann ók sfðan um Miklatorg og inn Miklubraut, en á torginu hafði hann nærri ekið á lögreglubílinn. Síðan jók öku- maður hraðann inn Miklubraut og mældist hraðinn frá 100 og imp í 150 kílómetra á klukkustund. Oku- maður ók á rauðu ljósi við Löngu- hlíð, við Kringlumýrarbraut og Háaleitisbraut. Á grænu Ijósi fór hann yfir gatnamótin við Grens- ásveg, en síðan aftur á rauðu ljósi yfir gatnamótin við Réttarholts- veg. Okuferðinni lauk eins og áður segir við Laxalón, þar sem bifreið- in valt og ónýttist. Fyrstu lömbin AS. Fyrstu lömb vorsins eru að koma í heiminn þessa dagana. Aðfaranótt laugardagsins voru tvö lömb borin á Bjargi í Miðfirði, Vestur-Húnavatnssýslu, eru það tveir myndarlegir hrútar. Ærin er f eigu bóndans á Bjargi, Axels Sigurgeirssonar. Hagvangur kannar fylgi stjórnmálaflokkanna: Fyrsta skoðanakönnun hér á landi í samráði við Gallup FYRSTA skoðanakönnun Hagvangs hf. um fylgi stjórnmálaflokkanna verður gerð fyrir næstu alþingiskosn- ingar, 23. aprfl nk., í samráði við Norman L Webb ritara hinna víð- frægu alþjóðasamtaka Gallup Inter- national, en að þeim eiga aðild 36 fyrirtæki, sem gera skoðanakannanir af ýmsu tagi í jafnmörgum löndum. í ráði er að birta skoðanakönnun Hag- vangs hf. opinberlega um viku fyrir kosningar, en nákvæm dagsetning hefur enn ekki verið ákveðin. Crtakið verður rúmlega 1.000 manns, sem valið er af handahófi samkvæmt þjóðskrá. Hér er um að Utankjörstaöaatkvæðagreiðslan hafin: 54 kusu um helgina ræða svokallaða „omnibus“-skoð- anakönnun, þannig að fyrirtækjum gefst kostur á að taka þátt í henni með þeim hætti, að semja við Hag- vang um að spyrja fólk ákveðinna spurninga í skoðanakönnuninni sem þau vilja fá svör við. Með öðr- um orðum verður fylgi flokkanna aðeins einn þáttur af mörgum í skoðanakönninni, en framkvæmdin er eingöngu í höndum Hagvangs. Norman L. Webb sagði við Mbl. í gær að Gallup-alþjóðastofnunin gerði miklar kröfur um gerð skoð- anakannana og yrði skoðanakönnun Hagvangs í samræmi við þær regl- ur sem giltu f helztu ríkjum heims. Hér verður skoðanakönnunin þann- ig gerð, að í Reykjavík og á Reykja- nesi verður fólk spurt persónulega, en í öðrum landshlutum gegnum síma. Sagði Normann Webb að þessi háttur hefði gefið góða raun annars staðar sem skoðanakannan- ir af þessu tagi hefðu verið gerðar. ólafur Haraldsson framkvæmda- stjóri Hagvangs sagði í samtali við Mbl., að hann vænti mjög mikils af þessu samstarfi við Normann Webb, enda hefði fyrirtækið í hyggju að sækja um aðild að Gallup International. Því vonaði hann að þetta yrði aðeins upphaf að frekara samstarfi þessara aðila í náinni framtíð. Ólafur sagði ennfremur að margir viðskiptavinir Hagvangs hefðu sýnt þessari skoðanakönnun áhuga, en ekki hefði enn verið ákveðið hvað spurningarnar yrðu margar, Ólafur sagði einnig að ætl- unin væri að gefa stofnunum og fyrirtækjum kost á að kynna sér niðurstöður skoðanakönnunarinnar gegn vægu gjaldi. Sjá viðtal við Norman L Webb á miðopnu. Vísitala byggingarkostnaðar: V erðbólguhraðinn mælist nú um 105% VERÐBÓLGUHRAÐINN er 105,3%, samkvæmt mæiingu byggingarvísitölu, en frá fyrri hluta desember og til fyrri hluta mars hækkaði byggingarvísital- an úr 100 stigum og f 119,72 stig og nemur sú hækkun 19,7%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. í fréttatilkynningunni kemur og fram, að með lögum nr. 18/1983 hafi grundvelli vísitölu byggingarkostn- aðar verið breytt og jafnframt hafi verið ákveðin ný grunntala 100, mið- að við verðlag í fyrri hluta desember 1982. Hækkun vísitölunnar frá þess- um tíma til fyrri hluta mars nam 19,72 stigum, og stendur vísitalan því í 119,72 stigum og gildir á tíma- bilinu apríl til júní 1983. Samsvarandi vfsitala miðað við eldri vísitölugrunninn er 1774,03 stig og gildir hún einnig á tímabil- inu apríl til júní 1983, til viðmiðunar við vísitölur á eldra grunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.