Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 1
Sunnudagur 10. apríl - Bls.45-76
Velgengni íslenskra dægurtónlistarmanna á alþjóðlegum
vettvangi að undanfdrnu hefur opnað augu manna fyrir því,
að við Islendingar lifum ekki iengur í tónlistarlegri einangr-
un hér norður í höfum, heldur höfum við möguleika til að
keppa við erlendar stórstjörnur á þessu sviði, ef réttar að-
stæður eru fyrir hendi. Þetta endurspeglar reyndar þann
aðstöðumun sem orðinn er fyrir íslenska höfunda að koma
tónsmíðum sínum á framfæri og minnir okkur jafnframt á, að
ekki er ýkja langt síðan að fáir eða engir létu sig dreyma um
slíka möguleika. Það reyndist mönnum nógu erfitt að koma
lögunum á framfæri hér innanlands, hvað þá að nokkrum
dytti í hug að hugsa út fyrir landsteinana í þessum efnum.
Það sem nú er að gerast er hins vegar aðeins eðlilegt fram-
hald þeirrar þróunar er hófst með baráttu frumherjanna við
að koma íslenskri dægurtónlist á framfæri við landsmenn
sjálfa. í eftirfarandi grein og spjalli við Svavar Gests,
hljómplötuútgefanda, verður rifjað upp starf frumherjanna og
einkum staldrað við danslagakeppnirnar svonefndu, sem áttu
drjúgan þátt í að ýta undir sköpunargáfu íslenskra dægur-
tónsmiða. Og það var ekkert eðlilegra en að leita einmitt til
Svavars um upplýsingar hvaö þetta varðar, því hann er einn
þeirra manna sem mjög hafa stuðlað að áðurnefndri þróun,
fyrst sem hljómsveitarstjóri og forystumaður íslenskra
hljómlistarmanna um margra ára skeið og síðan sem hljóm-
plötuútgefandi.
Jan Morávek var oftast nær hljóm-
sveitarstjóri í hinum ýmsu danslaga-
keppnum SKT og útsetti flest lögin.
Sjálfur samdi hann fáein lög sem
komu fram í keppninni.
Lag Sigfúsar Hall-
dórssonar, „Dagný“,
sigraöi í fyrstu dans-
lagakeppni sem haldin
var á íslandi, árið
1939, og allar götur
síðan hefur Sigfús ver-
ið í hópi virtustu og
vinsælustu tónskálda
okkar.
Freymóður Jóhannsson átti drjúg-
an þátt í að halda á lofti merki
íslenskrar dægurtónlistar, bæði
með lögum sínum og Ijóðum og
svo brautryðjandastarfi sínu í
sambandi við danslagakeppni
SKT.
Af íslenskum dægur-
lögum fyrr og nú
— og spjallað við Svavar Gests um danslagakeppnir fyrr á árum
Alfreð Clausen söng oft f dans-
lagakeppni SKT og sfðar mörg lög
úr keppninni inn á plötur.
Fyrsta danslagakeppnin á
íslandi var haldin á Hót-
el íslandi síðari hluta
árs 1939, sagði Svavar
þegar þessi mál bar á
góma. „Þar var kosið um vinsældir
danslaga eftir íslenska höfunda,
en þar var um að ræða lög sem
þegar höfðu verið gefin út á nót-
um. Fyrstu verðlaun í þessari
keppni hlaut lag Sigfúsar Hall-
dórssonar, Dagný, en Sigfús mun
þá hafa verið innan við tvítugt.
Templarar héldu sína fyrstu
danslagakeppni árið 1950 og var
hún í tvennu lagi. Á laugardögum
var kosið um vinsældir gömlu
dansanna en á sunnudögum nýju
dansanna. Ég spilaði í Góðtempl-
arahúsinu veturinn áður en þetta
fór af stað og ég held að upphaf-
lega hafi tilgangurinn aðallega
verið sá að fá meiri aðsókn að
dansleikjunum. Þetta virkaði sem
aðdráttarafl á böllin. Reyndar
bárust ekki mörg lög í fyrstu
keppnina en þetta mæltist vel
fyrir og þátttakan jókst er á leið.
Lögin voru send undir dulnefni
og fór undankeppni fram tvær eða
fleiri helgar eftir því hve mörg lög
bárust og síðan var úrslita-
keppnin. I fyrstu keppninni voru
öll lögin sem bárust textalaus en
áður en undanúrslitin fóru fram
var fulltrúum höfunda sagt að
þeim væri heimilt að láta semja
texta við lögin. Þeir, sem gátu
fengið texta við lögin á þessum
skamma tíma sem var til stefnu,
komu best út úr keppninni og eftir
það voru flest lög sem bárust með
textum.
Kosningin fór þannig fram, að
gestir fengu atkvæðaseðil með að-
göngumiðanum og síðan voru lög-
in leikin á dansleiknum, a.m.k.
tvisvar hvert lag, og fólk dansaði
eftir þeim, því þetta var jú dans-
lagakeppni. Stundum voru úrslitin
færð í Austurbæjarbíó og var þá
kosið þar og einnig var nokkrum
sinnum útvarpað frá þessum úr-
slitakvöldum, bæði úr Góðtempl-
arahúsinu og einnig úr Austur-
bæjarbíói."
Jenni Jóns samdi mörg lög og
texta sem verðlaun hlutu í dans-
lagakeppnum hér fyrr á árum.
Gluggað í gömul
jazzblöð
Svavar sýnir okkur nokkrar úr-
klippur úr Jazzblaðinu frá þessum
árum, en blaðið var þá eins konar
málgagn íslenskra dægurtónlist-
armanna. Til gamans birtum við
hér glefsur úr blaðinu þar sem
fjallað er um danslagakeppni
SKT. í Jazzblaðinu frá því í nóv-
ember 1950 segir m.a.:
„Efnt var til danslagakeppni í
Góðtemplarahúsinu nú fyrir
stuttu. Alls bárust 17 lög og voru
þau leikin og um þau kosið tvo
sunnudaga í röð, og voru það eins-
konar undanrásir. Fyrstu þrjú
lögin, sem kosin voru hvorn
sunnudaginn, mættu síðan til úr-
slita næsta sunnudag á eftir (15.
okt.). — Valdimar Auðunsson átti
lagið, er hlaut fyrstu verðlaun og
heitir það „Ástartöfrar". Helgi
Ingimundarson átti næsta lag og
SJÁ NÆSTU SÍÐU