Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 8
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 Veröld FURÐURi Útilegan sem enginn veit hvernig lauk r Ijúlí sl. lögðu tveir ungir stærð- fræðinemar frá Moskvu land undir fót og var fórinni heitið á norð- anverðan Kolaskaga, í grennd við finnsku landamærin. Tvímenningarn- ir hétu Pavel Simanovich og Anton Avdayev og virtust þeir bara vera á leið í venjulegt ferðalag með tjald og annan viðlegubúnað. A.m.k. grunaði engan að eitthvað annað byggi undir. Atta mánuðum síðar situr Avda- * yev í Lefortovo, sem er fangelsi sovésku öryggislögreglunnar í Moskvu, og bíður þess að verða fluttur í vinnubúðir. Hann var dæmdur til þriggja ára fangelsis- vistar í janúarlok og var honum gefið að sök að hafa farið með ólöglegum hætti yfir landamærin til Finnlands. Félagi hans, Pavel Simanovich, er hins vegar horfinn. Að sögn vina hans mun hann ann- að hvort hafa farizt í auðnunum þarna norður frá eða honum hefur tekizt að komast vestur fyrir járntjald. Undanfarnar vikur hefur mjög verið skrafað og skeggrætt í Moskvu um hið dularfulla hvarf Simanovich og er ýmsum getum að því leitt, hvað um hann hafi orðið. Pavel Simanovich er af gyðinga- ættum. Fjölskylda hans hefur sótt um leyfi til að flytjast frá Sovét- ríkjunum eins og þúsundir annarra gyðinga, en því hefur verið synjað. Fjölskyldan leit því með nokkru vonleysi til framtíðarinnar, ekki sízt Pavel. Hann gat varla reiknað með miklum frama í Sovétríkjun- um, þar eð hann hafði sótt um leyfi til að fá að flytjast úr landi en hlot- ið synjun. Slíkt fólk er á þessum stöðum yfirleitt álitið úrhrök sam- félagsins og á sér varla viðreisnar von. En hafi Pavel ætlað að flýja land og tekizt það, hefur hann gert að engu þá litlu möguleika, sem fjölskylda hans hafði á að komast einhverntíma til Vesturlanda. Það er ófrávíkjanleg regla hjá valdhöf- um í Kreml að veita aldrei brott- fararleyfi því fólki, sem á ættingja, er tekizt hefur að flýja land. Það er einmitt þetta sem hræðir flesta frá því að reyna að komast úr landi. Til dæmis má nefna að hinn frægi rússneski dansari Nureyev baðst hælis í Frakklandi árið 1961, og allt síðan hafa systir hans, systurdóttir og móðir hans, sem er 78 ára göm- ul, árangurslaust reynt að fá leyfi til að flytjast úr landi. En þó að Pavel Simanovich hafi látizt á ferðalaginu eru líkurnar á því að fólk hans fái brottflutningsleyfi harla litlar. Simanovich og Avdayev voru báðir 24 ára gamlir. Vinir þeirra beggja segja, að sá fyrrnefndi hafi átt frumkvæðið að ferðalaginu. Hafi hann hvatt nokkra skólafé- laga sína við kennaraháskólann í Moskvu til að fara með sér, en ein- ungis Avdayev hafi látið til leiðast. Avdayev er einn til frásagnar um það sem síðar gerðist. Samkvæmt því gengu þeir dögum saman með- fram fljótum og stöðuvötnum í auðnum Karelíu. Simanovich reyndist slakur göngumaður og hann dróst stöðugt aftur úr félaga sínum. Sameiginlegir vinir tvímenninganna hafa það eftir Avdayev, að hann hafi loks hvatt félaga sinn til að fara á undan sér, svo að ekki drægi aftur sundur með þeim. Simanovich hafi orðið við því og horfið. Fjölskylduvinir tvímenninganna eru með getgátur um, að báðir hafi lesið rangt á ónákvæm sovézk landakort og hafi álpazt yfir finnsku landamærin, en þangað er Sovétmönnum óheimilt að fara nema þeir hafi sérstök vegabréf. Sagt er að Avdayev hafi gengið um lungann úr deginum og reynt að hafa upp á félaga sínum. Um kvöldið hafi hann tjaldað og kveikt eld, en að morgni hafi finnskir landamæraverðir tekið hann hönd- um. — Hann skýrði finnskum yfir- völdum frá öllum málavöxtum, og bað um að fá að fara heim, segir einn fjölskylduvinur Avdayevs. — Hann var strax sendur i fangelsi. Sovézka öryggislögreglan hefur yfirheyrt marga af vinum Avda- yevs og þeir fullyrða að hann hafi aldrei látið í Ijósi minnsta áhuga á því að hverfa úr landi. Ákæruvaldið í Sovétríkjunum taldi Avdayev það ekki til máls- bóta, þó hann hefði beðið um að láta senda sig heim. Eftir tveggja daga réttarhöld var hann dæmdur til þyngstu refsingar, sem liggur við því að fara yfir landamæri með ólöglegum hætti, þ.e. þriggja ára fangelsisvistar, svo sem að framan greinir. Við réttarhöldin voru ýmis sönn- unargögn færð fram gegn Avdayev, að því er frétzt hefur. Þar á meðal var það talið renna stoðum undir sekt hans, að hann hafi verið boð- inn á kvikmyndasýningu, sem brezka sendiráðið í Moskvu efndi til. Þótti það sýna, að hann hefði áhuga á útlendingum. Mál þetta hefur varpað ljósi á þá erfiðu aðstöðu sem Finnar hafa gagnvart sínum volduga granna. Finnar hafa sem kunnugt er lýst yfir hlutleysi, en samkvæmt tví- hliða samkomulagi við Rússa eru þeir skuldbundnir til að afhenda yfirvöldum hvern þann sovézkan borgara, sem fer yfir landamærin milli ríkjanna. Skiptir þá engu, hvort maðurinn fer yfir landamær- in í ógáti eða hvort hann vill flýja land. - ROBERT GILLETTE Það er algeng skoðun, að afköstin minnki með aldrinum, að fólk eigi erfiðara með að aðlagast og sé þá hættara við slysum og fjarvistum. Rannsóknir, sem farið hafa fram, benda þó til þess, að alhæfingar eigi ekki við þegar metin eru áhrifin af auknum aldri á starfsgetuna, þótt mikil erfiðisvinna, færibandavinna og störf, sem krefjast mikillar leikni, geti að vísu verið hinum öldr- uðum nokkuð þung í skauti. Ef verkamenn, komnir yfir miðjan ald- ur, vinna þau störf, sem þeim henta, eru þeir afkastameiri en unga fólkið og auk þess hefur komið í ljós, að slys og fjarvistir eru yfirleitt mjög lítil í þessum aldurshópi. Þær tilraunir, sem fara fram á Vesturlöndum til að bæta stöðu þessara manna, beinast fyrst og fremst að því að eyða fordómunum með því að gera mönnunum sjálfum kleift að sýna hvers þeir eru megn- ugir. í Vestur-Þýskalandi geta menn aflað sér frekari menntunar í eigin starfsgrein eða öðrum og þremur af hverjum fjórum Finnum, sem taka þátt í svona endurmennt- unarnámskeiöi, vegnar betur í vinn- unni eftir það. Megintilgangurinn með þessu starfi er að nýta þá auðlind, sem starfsreynsla og þekking eldri kynslóðarinnar er, enda hefur ekk- ert þjóðfélag efni á að kasta henni á glæ. Um leið gefst eldri kynslóðinni, sem enn býr yfir miklu starfsþreki, tækifæri til að berjast fyrir sjálf- sögðum réttindum sínum. — THOMAS LAND ■ATVINNUMALi Eldri kyn- slóðin klórar í bakkann Verkamenn ( Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, sem komnir eru á efri ár eða eru fatlaðir á ein- hvern hátt, standa illa að vígi á tímum efnahagslegs samdráttar og örra breytinga á atvinnuháttum. Til að auð- velda þessum mönnum að stunda starf sitt, hefur víða verið efnt til opinberra endurmenntunarnámskeiða en mestu erfiðleikarnir, sem þeir hafa við að glíma, að því er segir í opinberri skýrslu um þessi mál, eru fordómar og óvild á sjálfum vinnustaðnum. Talið er að um 500 milljónir manna víða um heim séu fatlaðir á einn eða annan hátt og um það bil sami fjöldi er heilbrigt fólk, sem fær að kenna á þeim fordómum, að það sé lélegur starfskraftur vegna þess eins að aldurinn er tekinn að færast yfir það. Það auðveldar þessu fólki heidur ekki lífsbaráttuna, að vegna samdráttarins hefur víða verið grip- ið til gagngerrar endurskipulagn- ingar á rekstri fyrirtækjanna og þá vill þetta fólk gjarna verða útundan. Um Jæssi mál er fjallað í skýrslu, sem Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf hefur tekið saman. I skýrslunni segir, að á ýmsan hátt megi berjast gegn rótgrónum fordómum í atvinnulífinu. Menntun, þjálfun og þekking þeirra verka- Fjarri því að vera dauð úr öllum æð- um. manna, sem komnir eru yfir miðjan aldur, er oft að engu gerð með breyttri tækni og nýjum atvinnu- háttum, auk þess sem þeir eiga erf- iðara en ungt fólk með að flytja sig á milli starfsgreina eða landshluta. Þar við bætist svo, segir í skýrsl- unni, að þegar baráttan harðnar á vinnumarkaðnum standa þessir menn frami fyrir þeim óvægna óvini, sem er vanþekking og viðtekn- ar firrur. Hluti af rústum Casino-klaustursins. SKELFINGAR Bandamenn voru ekki barnanna bestir Ifyrsta sinn frá stríðslokum hafa Vestur-Þjóðverjar fengið að sjá sjónvarpsmynd þar sem sagt er frá stríðsglæpum — ekki nasista — heldur stríðs- glæpum Bandamanna gegn Þjóðverjum. Sjónvarpsmyndin er í tveimur þáttum, og það var yfirmaður landshlutadeildar vestur-þýska sjónvarpsins, Júrgen Rúhle, sem sá um gerð hennar. Myndin er hins vegar byggð á filmum úr fórum þýska hersins, sem Bandaríkjamenn komust yfir en skiluðu eftir stríð. Rúhle þakkar það raunar bandaríska sagn- fræðingnum dr. Alfred de Zayas að ráðist var í gerð myndarinn- ar, en árið 1979 gaf hann út bók og sótti efniviðinn í skjalasafn þýska hersins. „Ég er ekki hlutdrægur og ég vil að mér sé trúað. Þess vegna er mér mikið í mun að sýna þessa hliðina líka,“ segir Rúhle, sem á sínum tíma sá um sýn- ingu á bandaríska mynda- flokknum Helförin í Þýskalandi. Það, sem fyrir Rúhle vakti, var að syna hvernig fólk leiðist ósjálfrátt út í glæpaverk á stríðstímum og skiptir þá engu hvorum megin það stendur víg- línnunnar. Rúhle segir, að vissu- lega hafi eldri kynslóðin í Þýskalandi liðið mikið eftir stríð, undir hersetu Banda- manna, en það hafi þó fyrst og fremst verið sök þjóðarinnar allrar. Það sé einnig mikilvægt fyrir ungu kynslóðina nú, sem styður friðarhreyfinguna, að skilja atburðarásina á heims- styrjaldarárunum og hvernig vænsta fólk gat orðið þátttak- endur í glæpaverkunum. Myndirnar hófust á grimmd- arverkum nasista en síðan var sýnt þegar Bretar og Banda- ríkjamenn gerðu loftárásina á Potsdam, þegar Bretar skutu í kaf sjúkraskip, þegar Banda- ríkjamenn myrtu stríðsfanga og þegar marokkanskir hermenn í liði Frakka nauðguðu konum í stórum stíl. Myndin sýnir einnig það, sem Rúhle kallar „ótrúleg grimmd- arverk" Rauða hersins þegar honum hafði tekist að ná Austur-Prússlandi úr höndum Þjóðverja. „Ég veit, að mér kann að verða klappað á kollinn af röng- um mönnum, að nýnasistaflokk- urinn vilji gera mig að heiðurs- félaga, en ég vil sýna hörmung- ar stríðsins og láta ekki hægri- eða vinstrisinna eina um um- ræðuna," segir Rúhle. Hann tók þó fram, að það væri ekkert, sem kæmist í „samjöfnuð við út- rýminguna á Gyðingum", og þess vegna væri þeirra atburða ekki sérstaklega getið í mynd- inni. Rúhle segir, að skjalasafn þýska hersins sé ákaflega ná- kvæmt og að þar sé í myndum og máli sagt frá glæpaverkum Bandamanna jafnt sem nasista sjálfra. Til dæmis megi þar finna sönnun þess, að nasistar héldu fram, að engin lifandi sála hefði verið í Monte Casino- klaustrinu þegar það var sprengt í loft upp árið 1944. Júrgen Rúhle, sem er fæddur árið 1924, var foringi í þýska hernum á austurvígstöðvunum á stríðsárunum og var í fjögur ár stríðsfangi í Síberíu. Nasistar dæmdu föður hans til dauða þegar hann gafst upp fyrir Rússum og afhenti þeim norður- hluta Berlínarborgar árið 1945. — ANNATOMFORDE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.