Morgunblaðið - 10.04.1983, Page 14

Morgunblaðið - 10.04.1983, Page 14
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR I dag eru kartöflur á dagskrá. Kartöflur vekja upp margvísleg ar hugsanir, þær eiga sér skemmtilega sögu, það er hægt að matreiða þær á ótrúlega margvíslegan hátt og þær eru ekki alltaf eins góðar hér og helzt verður á kosið. Kartöflur eru nýlendugræn- meti, þær eru sumsé ættaðar úr indíánasveitum Ameríku. Þegar Kólumbus og aðrir kappar fóru að gramsa í gullkistum inn- fæddra, fundu þeir ekki aðeins gull heldur kynntust þeir einnig ýmsum nytja- og nautnajurtum, t.d. kakói og maís og svo títt- nefndri kartöflujurt og skyld- jurtum hennar, tómötum og tób- aki. Þegar Spánverjar hófu að flytja auð indíánanna yfir hafið til Spánar á skipulegan hátt, var fljótlega farið að nota kartöflur sem matarforða handa áhöfnun- um. Spánverjar fóru svo að rækta þær heima fyrir og 1601 eru þær sagðar svo algengar á Italíu að fólk sjóði þær með kindakjöti líkt og rófur og gul- rætur. Þegar enskir landnemar fóru til Norður-Ameríku, tóku þeir kartöflur með sér og rækt- uðu þar, svo þangað eru þær komnar með millilendingu í Evrópu. Það var ekki farið að rækta kartöflur í Mexíkó fyrr en á 18. öld. Kartöflur urðu í fyrstu nokk- urt tízkufæði í Evrópu. Þá var m.a. mælt með að borða þær soðnar, bakaðar eða steiktar í ofni, með góðu smjöri, salti, appelsínu- eða sítrónusafa og sykri. Hvernig lízt ykkur á? En kartöflur gengu ekki alveg svona léttilega í almenning, og þeim var víða tekið með tor- tryggni. í Búrgund voru þær t.d. bannaðar 1619. Þar var því trú- að að of mikið kartöfluát ylli holdsveiki. Þegar Friðrik mikii af Prússlandi sendi sveltandi íbúum Kolberg vagnhlöss af kartöflum, kusu þeir fremur hungrið en kartöflurnar. I Frakklandi eignuðust kartöfl- urnar á 18. öld ótrauðan banda- mann, sem hét Antoine-Auguste Parmentier. Hann lagði á sig ómælt erfiði til að sannfæra landa sína um að þessir ágætu jarðávextir væru alls ekki eitr- aðir, heldur þvert á móti öndveg- is fæða og afar næringarmikil. I frönskum matreiðslubókum frá byrjun 19. aldar er farið að hafa með kartöfluuppskriftir, í einni er t.d. verið að hrósa enskum réttum og þar á meðal kartöflu- stöppu. Það geta víst margir tek- ið undir lofsöng um þann ágætis rétt... Hér er auðvelt að rækta kart- öflur og það gera ýmsir með góð- um árangri. Það er því óneitan- lega dapurlegt, að íslenzkar kartöflur í búðunum skuli oftlega vera önnur eins hryggð- armynd og raun ber vitni. Eg skil alls ekki af hverju þetta þarf að vera svona, því vanda- málið kom ekki upp í gær og heldur ekki í fyrradag. Við höf- um mátt þola lélegar kartöflur lengi, næstum eins lengi og elztu menn muna. Kartöflubændur firra sig ábyrgð, benda á þá sem una að tróna í því virðingarsæti sem henni ber. Það væri rökrétt að leggja til að nú væri nóg kom- ið af svo góðu, réttast væri að gera neytendaverkfall og hætta að kaupa kartöflur. En lang- lundargeðið er samt við sig, bezt að reyna að þrauka um stund og sjá hvort eklci kemur betri tíð með blóm í haga, bjarta langa sumardaga ... Þeir sem enn eru hallir undir kartöflur, þrátt fyrir ítrekaðar aðgerðir til að venja okkur af þessari öndvegis fæðu, geta hugað að uppskrift- unum á eftir. En það er ekki aðeins að það sé erfitt að ná í góðar kartöflur. Þær mega auk þess þola marg- Kartöflur pakka og dreifa, þeir benda aft- ur á bændurna og svo kaupmenn sem láti vöruna liggja í moð- volgum búðum, og neytendur liggja undir þungum grun um að kunna alls ekki að fara með þessa ótrúlega viðkvæmu vöru. Þetta sjónarspil er yfirleitt leik- ið á uppskerutímanum, þegar einhver kvartar um að fá aldrei almennilega nýjar kartöflur með nánast engu hýði, og svo aftur þegar við neytendur erum alveg að gefast upp á að klára ruslið af kistubotninum frá síðustu upp- skeru. Við sýnum kartöfluyfir- völdum reyndar ótrúlegt lang- lundargeð. Skapheitari þjóðir hafa gert uppreisn af minna til- efni. En við segjum bara eins og fslendingurinn í Kaupmanna- höfn sem lenti undir sporvagni og skreið undan honum illa leik- inn: En Islænding kipper sig ekki op ved sádan noget... En hvenær, ó hvenær, kemur að því að við getum fengið al- mennilegar kartöflur allt árið um kring, hvenær getum við val- ið úr fleiri tegundum kartaflna en nú, og hvenær fáum við al- mennilegar nýjar kartöflur á uppskerutimanum, þessar með örþunnt og ljóst hýði, sem hægt er að borða einar með smjöri eins og hvert annað sjaldgæft lostæti??? Kartöfluvinafélagið á langa og harða baráttu fyrir höndum, þegar það verður sett á stofn. Nei, það er erfitt fyrir kartöfl- víslega meðferð í eldhúsinu og ekki alltaf jafn heppilega. Margt er mannanna meinið og kart- aflnanna kvölin... Hæfilega soðnar, góðar kartöflur eru önd- vegis fæða. En aðeins hæfiiega soðnar, ekki ofsoðnar. Ef þær eru settar í kalt vatn, þá þurfa þær ekki miklu meira en 15—20 mín. suðu, frá því að suðan kem- ur upp. Kartöflur hafa fengið það ógnarorð á sig að vera fit- andi. Það eru þær ekki svo mjög, meðan ekki er notuð óhóflega mikil fita með þeim og ef þær eru ekki djúpsteiktar. Kartöflur eru ekki ýkja C-vítamínríkar, en vegna þess hve margir borða kartöflur á hverjum degi, þá eru þær drjúgar að því leyti. Þær eru einnig drjúgur járn- og B-víta- míngjafi. Kartöflur eru því ekki til að forakta og þær má með- höndla á margvíslegan hátt, eins og áður er nefnt. Góða skemmtun! Kartöflusalat (Handa fjórum) Kartöflur eru góðar kaldar í salöt, hreint ótrúlega góðar segja sumir. Það er hægt að hafa ýmislegt með þeim, t.d. annað grænmeti, einnig eitthvað kjöt- kyns. Ólífur og kapers gefa sal- atinu einnig gott bragð. Sósan er oft gerð úr olíusósu, en sýrður rjómi er mun heppilegri kostur. Hér er þó mælt með sósu úr matarolíu og ediki. Sinnep er ómissandi hér ... Kartöflurnar ættu að vei a þurrar og vaxkenndar, en slíkar kartöflur er ekki að fá. Við verð- um að nota það sem fæst og hirða lítt um það sem ekki næst. Notið gjarnan gullauga. í gott salat borgar sig að sjóða kartöfl- ur sérstaklega, en nota ekki af- ganga af soðnum kartöflum. Kartöflurnar eru afhýddar heit- ar, skornar varlega í bita og sós- unni síðan hellt yfir. Þær draga hana í sig á meðan þær kólna. Salatið er hægt að borða kalt, en mér finnst það bezt við stofu- hita, ekki kælt, því það hentar kartöflunum ekki vel. Hitastig matar skiptir miklu máli og sízt | ástæða til að vanmeta þann þátt. I Salatið er frábært eitt sér sem léttur málsverður, en sómir sér einnig fjarska vel sem meðlæti með afgöngum af ofnsteiktu kjöti eða glóðarsteiktu, t.d. lamba- eða nautakjöti. Það er einnig vel hugsanlegt sem for- réttur eða miðnætursnarl. 1 kg kartöflur 1 paprika 3-4 sellerístönglar Sósa: 6 msk olía, gjarnan sólblómaolía 2 msk vínedik 1-2 hvítlauksrif 1 msk sinnep, franskt, ósætt 1 Sjóðið kartöflurnar hæfi- lega, afhýðið þær og skerið í bita, ekki þó of litla. Blandið sós- una, hrærið henni vel saman og hellið yfir kartöflurnar. Blandið öllu vel saman, en hrærið þó eins lítið í og hægt er, því kartöflur þola ekki hnjask. 2 Fjarlægið fræin úr paprik- unni, skerið hana og selleríið í litla bita. Blandið saman við kartöflurnar um leið og salatið er borið fram. Salatið er kannski ekki alltaf sem fegurst á að líta, en unnend- ur kartaflna eru vísast tilbúnir til að sjá í gegnum fingur sér við þær... Gúrkutíminn Nú fer gúrkutíminn í hönd. Is- lenzkar gúrkur eru komnar í búðir fyrir nokkru og voru að lækka í verði. Gúrkurnar okkar eru ljómandi góðar og þær má nota í margvíslegan mat. Fyrst og fremst eru þær góðar eintóm- ar, en einnig f heita og kalda rétti. Væntanlega verður nánar vikið að þeim seinna. MAZDA eigendur Komiö meö bílinn reglulega i skoóun á 10.000 kílómetra fresti eins og framleiöandi Mazda mælir meó. í þessari skoöun er billinn allur yfirfarinn og vélin stillt, þannig aö benzlneyösla veröur i lágmarki. Þetta er mikilvægt atriói meó stórhækkandi benzínverði. Athugiö ennfremur aö vió önnumst alla smurþjónustu fyrir Mazda bíla. Allar skoöanir og viögeróir eru færöar í þjónustubók, sem skal ætiö fylgja bílnum og er hún þvi heimild um góöa umhiróu við endursölu. MAZDA eigendur Látiö sérþjálfaöa fagmenn Mazda verkstæðisins ann- ast skoóanir og viöhald bílsins, það margborgar sig. Leitiö upplýsinga og pantió tíma í símum 81225 og 81299. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99. Flytur fyr- irlestra um jarðvísindi í NÆSTU viku kemur hingað til lands dr. Richard S. Williams, jarðfræðingur, sem starfar hjá Jarðfræðastofnun Bandaríkjanna. Hann hefur oft komið hingað á und- anförnum árum og unnið talsvert í samvinnu við ýmsa jarðvísindamenn hér, allt frá 1972. Dr. Williams mun flytja þrjá fyrirlestra á ensku á vegum jarðfræðaskorar í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands, dagana 11., 12. og 13. apríl, um fjarkönnun frá flugvélum og gervihnöttum, einkum á sviði jarðvísinda. Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 157 í húsi verk- fræði- og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga kl. 17.15 alla dagana. Fa — ^/\skriftar- síminn er 830 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.