Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 55 Harry S. og Bess á tröppum húss síns í Independence, Missouri, þar sem þau bjuggu bæöi fyrir og eftir ad hann gegndi forsetaembættinu. mál að okkar mati, þar sem engin ríkis- skjöl fylgdu þeim,“ segir dr. Zobrist, „og aðeins örfá bréfanna er ekki unnt að birta, þar sem þau fjalla um fólk, sem enn lifir, og teljast ekki til fjölskyldunnar. Bréfin frá Berlín voru send með flugi i stjórnarpósti til Washington þar sem þau voru síðan póstlögð til áfangastaðar i In- dependence. Áætlað hefur verið að bréfa- safnið telji um 500 þúsund orð. Ferrell ætl- ar að velja um 30—40% bréfanna til birt- ingar í bókinni „Elsku Bess“, sem útgáfu- fyrirtækið W.W. Norton & Co hyggst senda i bókabúðir eftir nokkrar vikur. Bréfin ná yfir það tímabil, þegar Truman var bóndi, stórskotaliðsforingi i Frakk- landi í heimsstyrjöldinni fyrri, smásali, dómari, öldungadeildarþingmaður og þau Stórveldafundurinn í Potsdam í júlf 1945. Frá vinstri: Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, Harry S. Truman, forseti Bandarfkjanna, og Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna. tæp átta ár sem hann var forseti Banda- ríkjanna. „Hann hafði fyrir sið að skrifa Bess hvern þann dag sem þau voru fjarvistum hvort frá öðru,“ segir Ferrell. En það er helzt þegar Truman þurfti að ferðast vegna opinberra starfa sinna, eða þegar Bess sneri heim til Independence til að annast móður sina, en hún lézt 1952, eða til að losna undan fargi samkvæmislífsins í höfuðborginni. í bréfunum kemur glöggt fram með hvaða hætti ungt fólk hegðaði sér i tilhugalífinu í byrjun aldarinnar. í fyrstu eru þau mjög formleg og undirrituð með fullu nafni, en smám saman verða þau innilegri og undirrituð með fornafninu Harry. Oft og iðulega sárbænir Truman hana að skrifa sér oftar, því bréf hennar meti hann umfram allt annað. Þessar bænir Trumans um fleiri bréf frá sinni heittelskuðu, koma fram jafnt i bréfum fyrir og eftir giftingu þeirra árið 1919, eft- ir heimkomuna frá vfgvöllunum í Frakk- landi, og eftir að Truman er orðinn forseti. Ferrell segir, að ekki sé vitað hvort bréfin frá Bess séu enn til. Allavega hafi enginn fræðimaður vitneskju um þau. Mörg fyrstu bréfanna eru rituð til ungfrú Elisabeht Virginia Wallace í Inde- pendence og eru send frá nágrannabænum Grandview, sem var eign Truman-fjöl- skyldunnar. Þangað sneri Truman aftur árið 1906 frá Kansas City, þar sem hann vann um skeið í banka. Hann hitti Bess fyrst i Independence árið 1890 þegar hann var 6 ára og hún 5 ára. Þau gengu i skóla saman og útskrifuðust saman úr gagn- fræðaskóla árið 1901. „Ég áleit hana feg- urstu og yndislegustu stúlku á jarðríki," skrifaði Truman mörgum árum síðar. En þessi ár höfðu þau i mörgu að snúast. Harry vann í verzlun á kvöldin og um helgar og hann sótti píanótíma þar til hann var 15 ára. Það var árið 1910, sem Truman fór á biðilsbuxurnar. Það gerðist með þeim hætti, að hann var í heimsókn hjá Ellu frænku sinni i Independence og skrapp yfir götuna heim til Bess til að skila aftur kökudiski frú Wallace. Bess opnaði dyrnar fyrir honum og hleypti hon- um inn í húsið og reyndar líka inn i líf sitt. (Heimild: New York Times og Berlingtke Tidende.) 5*^ Líkamsræktin Kjörgarði f ^ ^ | Sími 16400 Líkamsrœkt er innlegg að framtíðar- heilsu, við höfum toppþjálfara og toppað- stöðu og þú mœtir þegar þér hentar. Ger- um líkamsrœkt að lífsvenju. Þjálfarar líkamsræktarinnar: Guðmundur Sigurðsson og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, ísl.meistari í vaxtarrækt, og Gústaf Agnarsson. SJALFSKIPTINGAR SÉRFRÆÐIÞ JÓNUST A Viö höfum á aö skipa sérþjálfuðu starfsliöi og full- komnri aðstööu til viögeröa og endurbygginga. Viö höfum einnig fyrirliggjandi varahluti í sjálf- skiptingar í allar algengar tegundir amerískra — japanskra og evrópskra bíla. Vinsamlegast pantið síma hjá verkstæðismót- töku okkar, símar 85100 og 38725. Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17, sími 85100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.