Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 10
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 Truman vildi fá Rússa í stríðið gegn Japönum 1.300 bréf frá honum til konu hans Bess gerð opinber Nærri því 1.300 bréf frá Harry S. Truman til konu hans, Bess, hafa nýlega verið gerð opin- ber. Þau voru skrifuð á tímabili sem ná yfir hálfa öld, allt frá þeim tíma sem Truman háði lífsbaráttu sína sem 26 ára gamall bóndi og þar til sex árum eftir að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna árið 1953. Bréfin eru í vörzlu Harry S. Truman safnsins í Independence, Missouri. I sum- um þeirra eru berorðar lýsingar á ýmsum helztu stjórnmálaleiðtogum heimsins á þeim tíma, eins og til dæmis Josef Stalín, og bréfin varpa nýju ljósi á ýmsa atburði í veraldarsögunni. í öðrum er dregin fram mynd af lífi og ástum fólks horfinnar kynslóðar, en það er á því tímabili, sem Truman var ungur bóndi, hermaður og ástfanginn ungur maður, sem var að gera hosur sínar græn- ar fyrir smábæjarstúlkunni, er hann átti síðar eftir að kvænast. Robert H. Ferrell, fræðimaður, sem hef- ur rannsakað bréfasafnið og skráð það, segir, að í sumum bréfunum sé fjallað um málefni, sem telja verði ríkisleyndarmál miðað við þá skilgreiningu sem tíðkist nú til dags. Ferrell segir m.a. að mikilvægasta upp- götvunin í þeim bréfum, sem fram til þessa hafi verið rannsökuð, sé sönnun þess að Truman hafi viljað að Sovétríkin tækju þátt í hernaðinum gegn Japönum. í bréfi, sem ritað var frá Berlín á dögum Pots- dam-ráðstefnunnar, þar sem Truman sat á fundum með leiðtoga Sovétríkjanna, Jósef Stalín, og Winston Churchill, forsætis- ráðherra Breta, fullvissar hann konu sína um „að ég hef fengið því framgengt sem ég ætlaði mér með förinni hingað — Stalín ætlar að taka þátt í Kyrrahafsstyrjöldinni frá 15. ágúst án nokkurra skilyrða — og ég fullyrði, að það mun flýta lokum styrjald- arinnar um heilt ár, og mundu bara eftir ungmennunum, sem munu ekki falla i val- inn þess vegna. Það er það sem máli skipt- ir“. Bréfið er dagsett 18. júlí 1945. í öðru bréfi, sem skrifað er árið 1947 í upphafi kalda stríðsins, segir forsetinn, að hann óttist að Ítalía muni ganga kommún- istum á hönd í kosningunum og að hann óttist að Rússar kunni að ráðast inn i Vestur-Evrópu. Ferrell segir, að bréfasafn Trumans „sé hreinskiptnasta og mikilvægasta bréfa- safn nokkurs forseta á þessari öld, en það sé einnig dásamleg ástarsaga, sem hófst á horfnum tímum, en eigi erindi við fólk á tuttugustu öldinni". Bréf Trumans frá Potsdam-ráðstefn- unni, sem haldin var í grennd við Berlin dagana 17. júli til 2. ágúst 1945, gefa til kynna, að í fyrstu hafi Stalín komið hon- um vel fyrir sjónir. í bréfi dagsettu 29. júlí segir hann, að Stalín og utanrikisráðherra hans Vyacheslav Molotov muni koma og hitta hann þá um morguninn og forsetinn bætir síðan við: „Mér fellur vel við Stalin. Hann kemur fram eins og hann er klædd- ur. Hann veit hvað hann vill og hann er tilbúinn að fallast á málamiðlun ef hann fær sínu ekki framgengt. En utanrikis- ráðherra hans er ekki hreinskiptinn." Potsdam-ráðstefnan, sem var siðasti fundur leiðtoga stórveldanna þriggja, var sú fyrsta, sem Truman tók þátt í, og var eldskírn hans á sviði heimsstjórnmálanna. Kallað var til ráðstefnunnar til að fylgja eftir og skýra nánar ýmis ákvæði sam- komulagsins sem gert var á Yalta-ráð- stefnunni i febrúar 1945, en hún var haldin nokkrum vikum fyrir andlát Franklins D. Roosevelts forseta. Á nokkrum stöðum í bréfunum kallar forsetinn Stalín „Jóa frænda", en það var Harry S. Truman. nafngift sem stjórnmálaandstæðingar Trumans áttu síðar eftir að nota gegn hon- um þegar ákvæði Potsdam-sáttmálans voru ítrekað brotin af Rússum eftir því sem meiri kuldi færðist i sambúðina eftir lok heimstyrjaldarinnar. En bréf forsetans til konu sinnar gefa eindregið til kynna að honum hafi fallið persónulega vel við Stalín, þótt hann hafi beitt hann og Churchill „give’ em hell“ aðferðinni sem heillaði pólitíska stuðn- ingsmenn hans heima fyrir en andstæð- ingar hans fyrirlitu. „Við áttum mjög harðvítugan fund í dag. Ég reis upp á afturlappirnar og sagði hingað og ekki lengra. Þeir fóru þá heldur ekki lengra," segir hann í bréfi til konu sinnar 20. júlí. Fimm dögum síðar skrifaði hann henni: „Við höfum átt í ströngu síðustu dagana, en bætir síðan við, að Stalín „virðist líka það ágætlega þegar ég læt hann fá það óþvegið". Svoétríkin sögðu Japan stríð á hendur 8. ágúst, fyrr en Truman hafði sagt. En það var tveimur dögum eftir að kjarnorku- sprengja lagði Hiroshima í rúst og sex dögum áður en Japanir gáfust upp. „Truman hefir ætíð haldið því fram, að megintilgangur hans á Potsdam-ráðstefn- unni hafi verið að fá Rússa til að taka þátt í Kyrrahafsstyrjöldinni," segir Farrell, en hann er prófessor í sagnfræði við háskól- ann í Indiana-ríki. Hann hefur ritað marg- ar bækur um Truman, sem lézt árið 1072. „En það eru fjölmargir sagnfræðingar, sem halda því fram, að Truman hafi farið á Potsdam-ráðstefnuna í þeim tilgangi að halda Rússum utan við Kryrrahafsstyrj- öldina, þar sem allt útlit var fyrir að Bandaríkin gætu sjálf bundið enda á styrj- öldina. Daginn áður en ráðstefnan hófst, þann 17. júlí, sprengdu Bandaríkin plúton- íumsprengju i tilraunaskyni. Það er því engin ástæða til að rengja það að hann vildi fá Rússa til að taka þátt í styrjöld- inni, nema þá að hann hafi verið að ljúga að Bess.“ Flestum bréfunum hafði verið komið fyrir á hinum og þessum stöðum í húsi Truman-fjölskyldunnar við Delaware-götu í Independence. Þau hafa nú um margra mánaða skeið verið geymd í Trumansafn- inu, samkvæmt upplýsingum dr. Ben Zobr- ist, forstöðumanns safnsins. Á síðastliðnu hausti, eftir að Bess lézt, 97 ára að aldri, gaf dóttir hennar, Margrét Truman Dani- els, bandarísku þjóðinni bréfin. Hún skýrði frá því nýlega, að hún hefði enn- fremur afhent safninu nokkur bréf, sem hún hafði varðveitt sjálf. Starfslið safnsins hefur unnið að því að skrá bréfin í tímaröð og taka afrit af þeim og umslögunum, sem þau voru send í. Það þurfti að endurskoða öll bréfin til að tryggja að ekki yrði ljóstrað upp ríkis- leyndarmálum með birtingu þeirra eða þau hefðu að geyma upplýsingar eða um- mæli sem gætu skaðað fólk sem enn er á lífi. „í bréfunum voru engin ríkisleyndar- AT.TTAF Á ÞRIÐJUD0GUM UNGLINGAMEISTARAMÓT ÍSLANDS Á SKÍÐUM MEISTARAMÓT ÍSLANDS í BADMINTON „Ég þoli ekki brögö í leik, en hörku, jú.“ — Grein um Þjóöverjann Uli Stielike, besta mann Real Madrid. Itarlegar og spennandi íþróttafréttir VJterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamióill! Humarbátar Heimir hf. óskar eftir humarbátum í viöskipti á komandi hum- arvertíö, hvort heldur í viöskipti eöa leigu. Höfum yfir aö ráöa úrvals skipstjórum ef bátar eru í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar veita: Þorsteinn Árnason í síma 92-2107 eöa 92- 2330 (heima) og Höröur Falsson í síma 92-2107 eöa 92-26000 (heima). J-ícintir hf. Keflavík Ókeypis sumarleyfi Sarasota, Florida, U.S.A. Fylliö út skilmerkilega og sendið til: Sarasota, Surf and Racquiet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Florida, U.S.A. 33581. Nafn ........................................................... Fjölskyldustærð ................................................ Heimilisfang ................................................... Þeim heppnu munum viö veita 7 daga sumarleyfi. Innifaliö: 2ja herb. íbúö í fjölbýlishúsi meö tveimur herbergjum, staösett viö Mexíkó- flóa. Falleg strönd meö hvítum sandi. Sundlaug, tennisvöllur, allur húsbúnaður fylgir svo og sængurföt og þessháttar. Þetta ókeypis frí fær heppin fjölskylda (allt aö 5 manns) til aö kynna íslendingum sumarleyfisaðstöðu okkar. Vinningur veröur dreginn út 1.5. 1983. Vinningurinn skal tekinn út frá 1.5. ’83 — 31.13. ’83 (fer eftir aöstæöum). Flugfar og matur ekki innifalinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.