Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. APRÍL 1983 61 Tveir nýir smíðisgripir Sigmars, sem ekki gefa eftir gömlum munum: Tóbaksdós úr silfri og tóbaksponta úr horni og silfri. Innsigli. Til vinstri er nýtt innsigli sem Sigmar hefur gert, en slík innsigli eru orðin vinsæl til gjafa, og til hægri gamalt innsigli, eins og þau voru algeng til skamms tíma. hverri tegund, eða ef til vill marga? „Yfirleitt er það nú aðeins einn, en af örfáum á ég þó fleiri. Ég á til dæmis nokkrar gerðir af heynál- um, sem raunar heita ýmist hey- nálar, heykrókar, heystingar, hey- járn eða heygoggar, eftir því hvar er á landinu, og þannig er um nokkra hluti. Af dálítið sérkennilegum hlut- um í safninu get ég nefnt að hérna er álajárn, eins konar þríforkur á löngu skafti, sem notaður var við álaveiðar í ám og tjörnum, en hef- ur verið bannaður sem veiðitæki. Álajárnið er frá því um 1880. Þá á ég líka blóðbíld, lítið áhald sem gat gert allt að sextán smáum skurðum á hörund manna, og var notað til að taka fólki blóð, þegar það þótti árangursrík læknisað- ferð. Hérna er ég einnig með hluti eins og frumstætt krullujárn fyrir konur sem notað var til tiltölulega skamms tíma, byssur og skotfæri frá grenjaskyttum, danskt veiði- horn, hnífa, hagldir, innsigli og margt fleira." Ekkert á móti nýsmíði — Hvaða augum lítur þú á þeg- ar smíðaðir eru gripir eftir göml- um, til dæmis þegar gerðar eru tóbaksdósir með gömlu sniði, drykkjarhorn eða askar. Eru slíkir gripir einhvers virði? „Já, ég hef síður en svo nokkuð á móti nýsmíði af þessu tagi, síður en svo. Mikilsvert er hins vegar að þessir hlutir séu vel gerðir, eftir- líkingar eru einskis virði ef breytt er út frá því sem áður var, eða þegar ónákvæmni ríkir við smíð- ina. Ég hef því ekki verið ýkja hrifinn af mörgu sem fá má keypt hér í minjagripaverslunum, og selt er útlendingum sem og íslend ingum. En hér eru líka til mjög vandað- ir handverksmenn, sem leggja sig fram um að líkja eftir gömlu grip- unum og nota jafnvel svipaðar vinnuaðferðir og notaðar voru. Slíkt er af hinu góða, og fagnaðar- efni ef fólk vill eignast slíka gripi, því ekki geta allir eignast gamla muni í ótakmörkuðum mæli, því miður." — Fæst þú sjálfur eitthvað við nýsmíði af þessu tagi? „Já, eins og margir gullsmiðir vinn ég dálítið við að gera tóbaks- horn og dósir, og eins drykkjar- horn. Tóbaksílátin sem íslenskir gullsmiðir gefa að ég held síst eft- ir hinum bestu gripum, sem áður voru gerðir, og hið sama á við um drykkjarhornin. Notagildi þessara hluta er mismunandi mikið, stundum eru þeir aðeins keyptir til skrauts, og eru ekki verri fyrir það. Eitt af því sem ég hef einnig fengist við að gera eru innsigli, og þau njóta vaxandi vinsælda, bæði koma menn og panta innsigli hjá mér, og eins eru þau vinsæl til gjafa. Innsigli voru algeng hér áð- ur fyrr, og mér finnst skemmtilegt að þau skuli aftur vera orðin vin- sæl hjá fólki. — Svo má heldur ekki gleyma því, að þessir hlutir verða gamlir og síðar meir skemmtilegir ættargripir!" Aldrei of seint að byrja söfnunina — Er of seint fyrir fólk að byrja söfnun gamalla muna nú, eða er það aldrei of seint? „Það er aldrei of seint, því eins og ég sagði fyrr, þá eru þeir hlutir sem í dag eru nýir, orðnir gamlir á morgun, það er tímans gangur. Svo er hitt einnig mikilvægt fyrir ötula safnara, að allt í kringum okkur eru gamlir gripir á ferð, sem fólk ekki kærir sig um að halda uppá ef einhverjum ástæð- um. Þessa gripi sjáum við á forn- gripasölum, þeim er fleygt, og þeir eru vafalaust í miklum mæli til á háaloftum hjá fólki um allt land. Ég vil sérstaklega hvetja fólk til að aðgæta vel á slíkum stöðum, hvort ekki finnist eitt og annað gamalt og fornlegt, áður en því er ekið á haugana." — Að lokum, finnst þér aldrei sem þú sért að taka frá öðrum í söfnun þinni, opinberum söfnum til dæmis? „Nei, ég hef ekki áhyggjur af slíku. Flest það sem á mínar fjör- ur hefur rekið, væri nú týnt og tröllum gefið hefði ég ekki tekið það til handargagns, og svo er einnig á það að líta að hér eru þessir munir í góðri umhirðu og ekki þarf að óttast um þá, þó þeir séu ekki á einhverju byggðasafn- inu. Ég útiioka svo auðvitað ekki að þeir eigi eftir að lenda þar ein- hvern tíma. Hér eru fyrst og fremst gripir sem ég hef tekið upp af götu minni áður en þeir hurfu endanlega í gleymsku, en af eigin- legum fornminjum er hér lítið sem ekkert, slíkt á heima á söfn- um.“ — AH Beltabfll frá Bombardie. Sumar- og vetrarbelti. Fordvél, 4 gírar áfram, ýtutönn fáanleg. VP-2000 Franskur, 6 hjól á beltum meö bílvél og 4 gtrar áfram, kemst næstum allt á sjó og landi. Skidoo Blizzard 9700 521,2 kúbik mótor. Tvelr Mikuni VM-40. /Egllegur kraftur, en samt léttur. 161/2“ belti. Blizzard 5500 MX Nýr undirvagn á 161/2“ belti, algjör elnstæö fjöörun. 500 kúbik mótor. Á ofantöldum tækjum bjóöum viö alveg sórstök verö og góö greiöslukjör. GÍSLI JÓNSS0N & co hf„ Sundaborg 41, sími 86644. Blaðburóarfólk óskast! Vesturbær * Granaskjól g Vusturbær .indargata 39—63 kipholt 1—50 ff M [abííó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.