Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 67 VEGI Syeinn þakkar fyrir gjöfina. Á myndinni er einnig Sigurður Ingi- marsson á Flugumýri. Sveinn Guðmundsson hestamaður heiðraður Hestamenn í Skagafirði færðu hinum kunna hestamanni, Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki, glæsilegt málverk að gjöf á árs- hátíð hestamannafélaganna sem haldin var í Miðgarði 19. mars. í ávarpi sem Einar E. Gísla- son, ráðunautur á Syðra-Skörðu- gili flutti við þetta tækifæri sagði hann m.a. að þessi gjöf væri þakklætisvottur skagfirska hestamanna til Sveins fyrir for- ystu í ræktun skagfirska hestins og þann mikla ræktunarárangur sem hann hefði náð með því að eiga hross i fremstu röð á hesta- mótum í áratugi. Málverkið væri gefið í tilefni 60 ára afmælis Sveins sem hann átti 3. ágúst sl. Málverkið er eftir listamanninn Baltasar. Þar má sjá höfuðmynd af Sörla, ættb. 653 frá Sauðár- króki, svo og Sleipnisbikarinn sem Sörli hlaut er hann fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á landsmótinu 1978. Smærri myndir af hrossum tákna þann mikla ættboga sem kominn er út af þessum merka stóðhesti. Ljósm. Sig.Sigm. Hljómurinn heillaði mig Sigurður Flosason, saxófónleikari, hélt nýlega burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Reykjavikur, fyrsti maðurinn sem útskrifast frá Tónlistarskólan- um sem einleikari á saxófón. Tveir nemendur f 9. bekk í Vogaskóla, þau Lucinda Árnadóttir og Sig- urður Garðarsson, spjölluðu við Sigurð Flosason af þessu tilefni, en þau voru nokkra daga f starfskynn- ingu á Morgunblaðinu. Fer viðtal þeirra hér á eftir: Við spurðum Sigurð fyrst um tónlistarnám hans: „Ég hóf tónlistarnám 5 ára gamall og lærði þá á flautu. Það var ekki fyrr en ég varð 12 ára að ég byrjaði að blása í saxófón, og var ég í Lúðrasveit- inni Svan frá 12 til 15 ára aldurs. Eg gekk í Nýja Kompaníið um jólin 1980 á „undanþágu fyrir bernsku sakir". En Nýja Kompanfið hætti um sfðustu áramót." Við spurðum Sigurð hvers vegna hann hefði byrjað á leika á saxófón. „Það var hljómurinn sem heillaði mig mest.“ En er hægt að lifa á saxófónleik á íslandi? „Þetta er eiginlega hálf atvinna. Ég kenni tón- list við tónlistarskóla FÍH og spila með hljóm- sveitinni í Þjóðleikhúsinu sem leikur undir á sýningu Línu langsokks." Sigurður sagði að hann ætti sér marga uppá- halds hljómlistarmenn, m.a. Charlie Parker, en hefði þó áhuga á allri góðri tónlist. Aðspurður um það hvers vegna saxófónninn hefði verið svona litið notaður til þessa f klasslskri tónlist, sagði Sigurður að það stafaði fyrst og fremst af þvi hve saxófónninn væri ungt hljóðfæri. Hann hefði ekki verið fundinn upp fyrr en 1840 og því hefðu gömlu tónskáldin auðvitað ekki getað skrifað fyrir hljóðfærið. 1 lokin Sigurður, hvort ætlarðu að einbeita þér meira að jazzinum eða klassískri tónlist í framtíðinni? „Ég verð fljótlega að gera upp hug minn f þvi efni, en á næstunni mun ég halda eitthvað áfram með hvort tveggja." Þess má geta að á burtfarartónleikum sfnum í Austurbæjarblói frum- flutti Sigurður nýtt kammerjazzverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þá flutti hann verk eftir Paul Creston, Darfus Milhaud, Giovanni Platti og Sigfrid Karg-Elert. S.G./LS.A. Nemendur í starfskynningu taka stutt vid- tal við Sigurð Flosason saxófónleikara Sigurður Flosason, saxófónleikari, á útopnu. Blaðamenn framtíðarinnar, Luc- inda Árnadóttir og Sigurður Garð- arsson, en þau eru nemendur í 9. bekk Vogaskóla. SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN Dagarnir cru ekki uppi fyrir honum. Rís nýr dagur hvern morgun. Hvern morgun sem guðir gefa rís nýr dagur með húðgulu tungli í grafhýsinu. En í skrifstofu sinni í Kreml situr Stalín og hlustar á yfirleyrslurnar yfir fórnardýrum sínum. Hann hefur látið setja upp hljóðnema í skrifstofunni og getur hlustað, þegar hann vill. Það er einhver bezta skemmtun, sem hann veit, einkum þegar gamlir félagar eru teknir til bæna. En honum þykir öryggislögreglan oft of klaufsk við yfirheyslurnar — ekki sízt Yagoda sjálfur — og þá tuldr- ar hann í barm sér, ósjálfrátt: Helvítis fíflin . .. bjánam- ir ... stendur jafnvel upp, steytir hnefana, hrópar: Nei, ekki svona ...! Jú, þetta var gott ... svona á að taka þá! Hljóðneminn er honum jafnmikil skemmtun og harpan var Neró keisara. Stundum langar hann mest til að stjórna yfirhe^|5junum sjálfur, En það á ekki við. Ekki lengur. Auk þess er Yagoda oftast góður í því hlutverki, sem honum er ætlað. Verk hans eru hugsanir Stalíns. Úr barka hans kemur rödd Stalíns. Trotsky spurði einhvern tíma, hvenær Stalín ætlaði að taka af sér grímuna með háðglottinu. Það kemur honum ekki við. Sízt af öllum honum! Hann þorði ekki einu sinni að beygja sig eftir valdinu, sem beið eins og tamið rándýr við fætur hans. Og verður þess vegna kraminn til bana eins og lús. Þessi gyðinglegi skíthæll! Þessi bleyða! Yagoda þorir. Hann er eins og hanzki á hendi Stalíns. Og fær Lenín-verðlaunin 1935. 9 Yagoda situr í fangaklefa í Lúbjanka-fangelsinu í Moskvu. Mikið vatn er runnið til sjávar frá því Stalín ýtti honum út úr skrifstofu sinni. Hann framkvæmdi samsærið af mikilli gát og frábærri ná- kvæmni. Hann hélt — og trúði því raunar í lengstu lög — að hann hefði unnið sér til lífs. Og nú situr hann hér, ekki vegna þess að honum tækist ekki að fá þá til að játa, heldur þvert á móti. Hann er einmitt að hugsa um það þessa stundina, að játningar þeirra, sem lágu fyrir vélrit- aðar og undirskrifaðar, voru hengingaról hans sjálfs. Nú stendur hann á snösinni. Raunar er ekkert annað eftir en ýta honum fram af því bergi, þar sem hann sá á eftir þeim hinum. Kíroff, Zinoviev og Kamenev ganga hver á eftir öðrum inn í minningu hans, svo áþreifanlegir að það er engu líkara en þeir séu komnir inn í fangclsisklefann, þar sem hann situr og gaumgæfir líf sitt, einn og yfirgefinn. Honum er hálfflökurt. Það leggur hráslagalega sótt- hreinsunarlykt úr ganginum inn í klefann. Kamenev hafði staðið sig eitthvað skár en hinir. Hann hafði sagzt taka dauðann fram yfir fangelsið, því að versta refsingin væri „að fylgjast úr fangaklefanum með framför okkar mikla ríkis“, eins og hann kemst svo skáldlega að orði. En enginn hafði búizt við karlmennsku af Kamenev. Báðir höfðu þeir viðurkennt glæpi sína, Kamenev og Zinoviev, en hinn síðari þó tregar. Og þegar dómurinn var kveðinn upp yfir honum, stóð hann álútur andspænis örlögum sínum með krosslagðar hendur eins og í bæn. Þar skildi Yagoda við hann. En hvernig ætli þeim hafi svo liðið, þegar þeir voru komnir út úr réttarsalnum? Hann hafði aldrei áður leitt hugann að því. En nú finnur hann í fyrsta sinn angist þeirra í eigin blóði. Og í huga sínum setur hann tvo atburði á svið, enda hefur hann ekkert annað að gera: FRAMHAl.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.