Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 47 lögin, sem gripið var til á síðustu stundu, náðu svo sannarlega eyr- um fólksins. Þau voru gædd þeim nauðsynlega einfaldleika, sem verður að vera fyrir hendi, svo að ljúf laglína eða fallegt Ijóð verði á hvers manns vörum á svipstundu. Það kom í ljós þegar verðlaun- unum var úthlutað, að Freymóður varð að taka á móti verðlaunum „Tólfta september" því lögin voru eftir hann. Hann hafði einfaldlega tekið sér fæðingardag sinn sem höfundarnafn. A þessum árum samdi Freymóður mikinn fjölda laga, mörg þeirra hlutu verðlaun og voru síðan sungin landshorna á milli þegar þau voru flutt í út- varpi. Freymóður Jóhannsson á mikinn heiður skilið fyrir allt það, sem hann hefur gert fyrir íslenska dans- og dægurtónlist. Fyrst og fremst fyrir lög sín og ljóð og síð- an fyrir brautryðjandastarf sitt í sambandi við danslagakeppni SKT og ekki síst fyrir að halda merki íslenskrar dægurtónlistar á lofti æ síðan. Ég er ekki í minnsta vafa um, að það er að verulegu leyti þessu starfi hans að þakka, að síð- asta hálfan annan áratuginn hafa íslendingar tekið góð fslensk lög og ljóð langt fram yfir það sem erlent er ..." Hin seinni ár „Keppni SKT stóð allt fram undir 1961 þegar hin síðasta fór fram,“ segir Svavar þegar við víkj- um talinu að framhaldi þessarar þróunar. „Þá spilaði ég í Sjálf- stæðishúsinu og við sáum um þessa keppni að því er varðaði nýju dansana. Reyndar voru það einhverjir sem gagnrýndu þá ráðstöfun að færa keppni templ- ara yfir í vínveitingahús, en kvöld- in sem keppnin var haldin voru engar vínveitingar í húsinu og þannig tekið tillit til sjónarmiða templara. í þessari sfðustu keppni sigraði lagið „Laus og liðugur" eft- ir Jónatan Ólafsson, við texta Núma Þorbergs. Síðan gerðist ekkert f um það bil fimm ár nema að Kvenfélag Sauð- árkróks stóð fyrir keppni á ný- ársdag í nokkur ár frá 1962 og þar komu fram mörg ágæt lög sem sum urðu landskunn. Sfðan var efnt til danslagakeppni í útvarp- inu árið 1966, en þann vetur var ég með útvarpsþáttinn „Á góðri stund“ og var keppnin haldin i tengslum við þáttinn. Eitt lag var leikið í hverjum þætti og síðan úr- slit f lokaþættinum. í þessari keppni sigraði lagið „Lipurtá" eft- ir Jenna Jóns. Ég var hættur með hljómsveitina þegar þetta var, en Magnús Ingimarsson annaðist hljómsveitarstjórn og útsetningar í þessari keppni, að undanskildu einu lagi, „Ánna María“ eftir Hjört Guðbjartsson við texta Árna Reynissonar, en það lag var flutt af Savanna-tríóinu og var lagið útsett af Þóri Baldurssyni. Þetta lag varð í öðru sæti keppn- innar. Mikill fjöldi fslenskra dægur- laga, sem gefin hafa verið út á plötum allt frá 1950 og fram yfir 1970, leit fyrst dagsins ljós í ein- hverri af þessum keppnum og flest þeirra sem á plötum lentu voru verðlaunalög. Ég held því að óhætt sé að fullyrða að þær hafi mjög stuðlað að því að í auknum mæli fóru menn að semja dægur- lög og texta við þau. Það má til dæmis benda á, að með tilkomu danslagakeppni SKT kom fram mikið af nýjum dægurlagahöfund- um og varð það til þess að samtök voru stofnuð sem nefndust „Félag fslenskra dægurlagahöfunda“, en samtök þessi stóðu einnig nokkr- um sinnum fyrir danslagakeppni," sagði Svavar að lokum. Við þetta er raunar litlu að bæta. Þó má nefna, aö á siðustu árum hefur a.m.k. tvisvar verið efnt til opinberra danslagakeppna. FÍH og ÍSÍ efndu til einnar slfkrar keppni á Hótel Sögu fyrir nokkr- um árum, en einhverra hluta vegna vakti sú keppni ekki eins mikla athygli og vænta mátti og lögin úr henni náðu ekki umtals- verðum vinsældum. Skýringin er ef til vill sú, að þá var komin mikil gróska f hljómplötuútgáfu hér á landi og dægurtónsmiðir áttu til- tölulega auðvelt með að koma lög- um sfnum á framfæri eftir öðrum leiðum. Þá má loks nefna „Söngvakeppni sjónvarpsins" þar sem lagið „Áf litlum neista“ sigr- aði sællar minningar. Fyrirkomu- lag þeirrar keppni var þó á þann veg að þekktustu og vinsælustu dægurlagahöfundar landsins gátu ekki tekið þátt f keppninni og urðu sumir til að gagnrýna að sá háttur skyldi hafður á. Engu að sfður var hér um athyglisverða tilraun að ræða af hálfu sjónvarpsins og verður vonandi framhald á. Áður en við ljúkum þessari um- ræðu um íslenska dægurlagahöf- unda er rétt að geta nokkurra sem verið hafa atkvæðamiklir á þessu sviði hin síðari ár. Upp úr 1960 varð það æ algengara að hljóm- listarmennirnir sjálfir, þ.e. þeir sem léku í danshljómsveitum, fóru að setja saman lög og var það að fyrirmynd bresku Bitlanna og annarra popphljómlistarmanna, sem komu fram á sjónarsviðið á þessum árum. í þeirra hópi var Gunnar Þórðarson einna atkvæða- mestur og hann er reyndar enn í fullu fjöri. Af öðrum sem verið hafa áberandi undanfarin ár má nefna Magnús Eiriksson, Jóhann G. Jóhansson, Jóhann Helgason, Gylfa Ægisson, Magnús Þór Sig- mundsson og raunar marga fleiri, sem komið hafa við sögu. Stuð- menn (Spilverk þjóðanna, Þursa- flokkurinn) hafa og náð umtals- verðum árangri og hafa þeir ekki síst verið „með allt á hreinu' í þessum efnum nú síðustu mánuði. Þá er einnig rétt að minna á að yngra fólkið í rokkbransanum flytur að miklu leyti frumsamda tónlist, þar á meðal hljómsveitin Mezzoforte, sem hefur nú náð þeim árangri að brjóta sér leið inn á vinsældalista í Englandi, en lag- ið „Garden Party“ er eftir hljóm- borðsleikara hljómsveitarinnar, Eyþór Gunnarsson. Sv.G. SAUMIÐ SJALF! Nýkomnar stórar sendingar af bómullar- efnum og vatteruðum efnum. Hin vinsælu Burda-pakkasnið fást hjá okkur. Bútasaumsnámskeið aö hefjast. VIRKA Klapparstíg 25—27 simi 24747 ÓDÝRAR VIDEOOG MÚSIKKASSETTUR í HÆSTA GÆÐAFLOKKI 3 stk. VHS Video — 120 mín. 3 stk. VHS Video — 180 mín. • Kr. 1.950. Kr. 1.750. AKRANES — BSA, BORGARNES — Kauptélagiö, GRUNDARFJÖROUR — Askalfi, MNGEYRI — Kaupfélagiö, FLATEYRI — KaupMlagið. SUDUR- EYRI — KauptélagiA, BOLUNGARVÍK — Elnar Guöfinnsson, (SAFJÖRDUR — Póllinn, HVAMMSTANGI — Kaupfélagiö, BLÖNDUÓS — Kaupfélagiö, SAUÐARKRÓKUR — Sparta, AKUREYRI — KEA, hljömdaild, — Filmuhúaiö — Faröanasfi — Esso Nasti, HÚSAVÍK — Bökavarzlun Þörarina Stafénsaonar — Kaupfélagiö, K0PA8KER — Kaupfélagiö, RAUFARHÓFN — Kaupfélagiö, ÞÓRSHÖFN — Kaupfélagíö, VOPNAFJÖRDUR — Palóma, SEYDISFJÖRDUR — Kauplélagiö, EGILSSTAÐIR — Skögar, NESKAUPSTAÐUR — Kaupfélagiö, ESKIFJÖRDUR — Trauati Raykdal, FÁSKRÚDS- FJÖRDUR — Kaupfélagiö, STÖDVARFJÖROUR — Kaupfélagiö, DJÚPIVOGUR — Kaupfélagið, HÖFN — Kaupfélagiö, KIRKJUBÆJARKLAUSTUR — Kaupfélagiö, VHC — Kaupfélagiö, HVOLSVÖLLUR — Kaupfélagiö, HELLA — Kaupfélagiö — Moafall, KEFLAVÍK — Vfkurtoar, HAFNARFJÖRDUR — Bökavarzlun Olivara Stains, REYKJAVÍK — Bökavarzlun Snsbjarnar — Einar Farastvait — Bökavarzlun Braga — alla. P.S.: Tökum á móti pöntunum allan sólarhringinn 91-11506.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.