Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 73 ‘ i fe f í S1 I • r& i 'J 'i l rw VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS MULií Þessir hringdu . . . Hafnfirdingar geta sjálfum sér um kennt Guðmunda Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að svara þeim Jóni Garðari og Hjörleifi sem skrifuðu í þáttinn hjá þér á miðvikudag. Ég reikna með að þeir séu úr Hafnarfirði, úr því að þeir eru að kvarta yfir um- ferðarljósunum við Engidal og segja þau „tefja heiðvirða öku- menn á leið þeirra gegnum Garðabæ." Mér finnst öku- mönnum oft liggja ansi mikið á hérna og iðulega aka þeir yfir á rauðu ljósi við Lyngás. Og þó er skóli beggja vegna götunnar og börnin verða að sækja allt yfir þessar fjórar akreinar, bæði sund og aðrar íþróttir, jafnvel mörgum sinnum á dag. Fyrir utan það að fara í verslanir og ailt það. Hafnfirðingar geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu bara átt að samþykkja veginn niðri við Stálvík, eins og við óskuðum eftir hérna í Hraunshoitinu, en fengum ekk- ert að gert. Þá hefðu þeir getað ekið hindrunarlaust án tafa af Ijósunum. En þeir vilja bara keyra þvert í gegnum bæinn okkar, til stórkostlegrar hættu fyrir börnin okkar eins og dæm- in sanna. Við erum ekkert hrifin af því að láta aka niður börnin okkar. Hvernig fer fólk að ef það lokast úti? 7250—4658 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Á ann- an í páskadag kom ég að lokuð- um dyrum heima hjá mér, hafði gleymt lyklunum inni og enginn var heima í húsinu. Og ég stóð þarna eins og glópur úti á tröpp- um. Þá kom fólk úr næsta húsi og var svo elskulegt að bjóða mér afnot af síma. Ég tók boð- inu fegins hendi og hringdi á lögregluna. Sagðist ég vera lok- uð úti og í standandi vandræð- um. Var mér þá gefið samband við varðstjóra, en hann sagði skýrt og skorinort: „Við veitum enga aðstoð í svona tilfellum." „Þið hafið þó gert það,“ sagði ég. Én hann stóð fast á þessu, það var útkljáð mál. Nú langar mig til að forvitnast um, hvernig fólk fer yfirleitt að, þegar það lokast úti, eftir að lögreglan er hætt að veita aðstoð. Fólk veröur að fara fram á ganga til að geta rabbað saman Og 7250—4658 heldur áfram: Svo langar mig til að þakka hon- um Árna Björnssyni þjóðhátta- fræðingi fyrir skemmtilegt er- indi í þættinum Um daginn og veginn. Þar drap hann meðal annars á mál sem ég hef oft ver- ið að velta fyrir mér, hinn ofboðslega hávaða, sem hvar- vetna dynur á okkur, m.a. í verslunum og á skemmtistöðum. Ég fór á átthagamót í vetur og þar var útilokað að skiptast á orðum við borðfélagana, hvað þá fólk á næsta borði, nema kallast á með hrópum. Þó hittist þarna fólk, sem sjaldan sést og langar gjarnan til að rabba saman ekki síður en að dansa og hlusta á músik. Þetta gengur orðið svo langt að fólk verður að draga sig fram á ganga eða inn á snyrti- herbergi til að eiga orðastað saman. Er þetta ekki hreint furðulegt? Árni sagði skemmti- lega frá þessu og kvað músík- kantana móðgast, ef nefnt væri að draga niður í tónstyrknum. Ultravox Ultravox á listahátíð? Hr. X skrifar: „Velvakandi. Sem Ultravox-aðdáandi kem ég með þá fyrirspurn hvort ekki væri hægt að fá þessa hljómsveit á listahátíð ’83 nú í sumar. Margir hér á landi þekkja eflaust hljómsveitina Ultravox sem er mjög vönduð í alla staði. Margir muna eflaust eftir laginu Vienna sem lengi var vinsælt hér á landi og sat meðal annars lengi á topp 10 listanum í Bretlandi. Þá má minnast á breiðskíf- una sem bar sama nafn og var mest selda breiðskífa í Bret- landi árið 1981. Segja má að Ultravox hafi verið ein af þeim hljómsveitum sem ruddu brautina fyrir hinar nýju tónlistarstefnur, tölvu- poppið og nýrómantíkina sem riðu yfir Bretland á árunum 1980—’81. Ultravox hefur gefið út tvær breiðskífur frá útgáfu Vienna en þær eru: Rage in Eden og Quartet. Lög af báðum þessum plötum hafa komist inn á topp 10 listann í Bretlandi, nú síðast lagið Reap the Wild Wind of Quartet. Ýmsir sem þekkja Ultravox einungis af tónlist- arstefnu þeirra kynnu að segja að koma þeirra hingað til lands yrði einungis endurteking á Human League, sem kom hing- að til lands í fyrra á listahátíð. Það er þetta hinn mesti mis- skilingur. Tónlist Ultravox er miklu meira „life“ en hjá þeim hljómsveitum sem notast ein- ungis við hljóðgerfla og trommuheila. GÆTUM TUNGUNNAR Stundum er sagt: Þetta skeði fyrir löngu siðan. Gott mál þætti: Þetta gerðist fyrir löngu. Kinnig væri rétt: Það er langt síðan þetta gerðist. Má í framhaldi af þessu telja upp hljóðfæraskipan hljóm- sveitarinnar: Midge Ure (aðal- söngur, gítar, hljóðgerfill), Chriss Cross (bassi, hljóðgerf- ill, söngur), Warren Cann (trommur, rafeindaslagverk, söngur), Billy Currie (hljóð- gerfill, píanó, fiðla, víóla). Af þessari upptalningu lok- inni má sjá að meðlimir hljómsveitarinnar eru fjölhæf- ir og þjálfaðir tónlistarmenn. í von um jákvæð viðbrögð réttra aðila. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna." Brostu í nekt þinni og neyð yfir neikvæðum reikningum dagsins. Við erum á „íslenskri" leið Alþýðubandalagsins. Hikur. SlGeA V/öGA t Ý/LVtRAW /ss HLÝT W SENPfl PI6 i 5TEIN- UNN. FOfóMRNlN PÍN? flETÍfl ER í fw SKIPTISEM PÚ PORSKHBUS ÍHHOS- U \ ^^HlNN R BLflSRKLflUSUM / SEXTBNPH ^kiptiv <4 KAUPÞING HF VERÐBRÉFASALA Gengi pr. 10 apríl 1983 (Daglegur gengisútreikningur) Spari- skirtaini ríkissjóOs Gangi m.v. 3,7% 3,7% ávöxt- ávöxtunar- unarkrafa Happdrasttis- Gsngi m.v. 3,7% ávöxt- kröfu gikllr lán rfkis- unarkröfu pr. kr. 100.- fram III: sjóðs pr. kr. 100,- r 12.609 5.02. 1984 1973 — C 1974 — D 3.772 3.271 r 11.017 15.09. 1985 1974 — E 2.321 r 10.342 25.01. 1986 1975 — Q 1.564 r 8,322 15.09. 1986 1976 — H 1.445 r 6.425 15.09. 1987 1976 — I 1.153 r 6.352 25.01. 1988 1977 — J 1.040 r 4.097 15.09. 1988 1981 1. fl. 217 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur 164 10.01. 348 25.01. 099 10.03. 678 25.01. .432 25.03. .221 10.09. 971 25.03. 780 10.09. 671 25.02. 505 15.09. 399 15.04. 310 25.10. 266 25.01. 200 15.10. 185 1.04. 139 1.10. * Eftir þessa dagsetningu gilda nafnvextir bréfanna sem eru lægri en 3,7%. Óverötryggð veðskuldabréf 67 1993 1994 1994 1997 1997 1997 1998 1998 1999 1999 2000 2000 1986 1986 1985 1985 Verðtryggð veðskulda- bréf m.v. 7—8% ávöxtunarkröfu. Nafn- Ávöxtun Söl gengi m.v. 2 afb./éri 1 ár 96,49 2 ár 94,28 3 ár 92,96 vextir umfram (HLV) verötr. 2% 7% 2% 7% 2Vi% 7% 91,14 2%% 90,59 3% 88,50 3% 87,01 3% 84,85 3% 83,43 3% 80.40 3% 74,05 3% KAUPÞING HF. Húsi verzlunarinnar, 3. hæð. sími 86988. Fastaigna- og veróbréfasata. Mgumiótun atvinnuhúsnssóts. ftárvarzta þtóóhao- fraaöi-. rekstrar- og tðtvuréógföf ARAUT0 barnaskór Tag. 6516 Stærð 18—22 Litur hvítt Teg.6999 Stærð 22—30 Litur rautt Teg. 6997 Stærð 22—30 Litur blátt Góðir fyrir innlegg Teg. 6955 Stærð 18—23 Litur hvítt og rautt Sendum í póstkröfu Skóglugginn, Vitastíg 12, sími 11788.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.