Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 1
82. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Svíþjóð: Óiga vegna komu Arafats Stokkhólmi, 12. aprfl, frá Guðflnnu Ragnarsdóttur, fréttaritara Mbl. YASSER ARAFAT, leiðtogi PLO, kom til Svíþjóðar laust fyrir miðnætti í nótt. Einkaþota hans lenti á Aríanda-flugvelli fyrir utan Stokkhólm og þar biðu hans forystumenn sænskra jafnaðarmanna ásamt þrjú hundruð lögreglumönnum al- vopnuðum. Slíkar öryggisráðstafanir hafa ekki verið viðhafðar í Svíþjóð síðan 1964 þegar Nikita Krútsjoff kom f heimsókn. Mikil leynd hvíldi yfir komu Ara- fats, svo mikil að sænska lögreglan vissi ekki einu sinni hvaðan hann kæmi eða hvenær hans væri að vænta. Morðið í Portúgal í fyrradag á Issam Sartawi, einum aðalsam- starfsmanni Arafats, hefur ekki dregið úr öryggisviðbúnaðinum, en vitað er að Arafat er nú efstur á lista palestínska hryðjuverkamanns- ins Abu Nidals. Heilum borgarhluta hefur verið lokað umhverfis hótelið þar sem Arafat og fylgdarlið hans mun búa og allir bílar sem þeir ferð- ast í eru skotheldir. Sænska lögregl- an hefur einnig veitt Arafat og fylgdarliði hans leyfi til að bera Iran—Irak: Harðir bardagar Nkosia, Kýpur, 12. aprfl. AP. ÍRANIR tilkynntu í dag, að herlið þeirra hefði hrundið átján gagnárás- um fraka og drepið meira en 5.000 óvinahermenn á öðrum degi sóknar þeirra á bardagasvæðunum. Herstjórn fraka gaf síðan út til- kynningu þar sem segir að herlið þeirra hafi algjörlega hrundið þessari síðustu sókn írana og „gjörsamlega þurrkað út herlið óvinarins“. í tilkynningu írönsku herstjórn- arinnar segir að franir hafi náð aftur stórum landssvæðum, sem frakar hafa haldið frá því stríðið milli ríkjanna tveggja braust út í september 1980. írakar sendu Javier Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, skeyti i dag þar sem þeir tilkynntu honum um „áreitni ír- ana“. Á sama tíma tilkynnti tals- maður íranska þingsins að franir ættu engra annarra kosta völ en halda stríðinu áfram eftir að heimurinn „hafði að engu rétt þeirra og kröfur". vopn meðan á heimsókninni stendur. Koma Arafats hefur vakið mikla ólgu í Svíþjóð. Hann kemur í boði Olof Palme, formanns Jafnaðar- mannaflokksins, en ekki í boði sænsku ríkisstjórnarinnar og eru mótmælaspjöld um alla höfuðborg- ina. ísraelsk samtök munu einnig halda kyndlum logandi dag og nótt meðan þessi tveggja daga heimsókn stendur, til að mótmæla komu hans. Formenn borgaraflokkanna þriggja hafa allir neitað að hitta Arafat, en hann hafði sérstaklega óskað eftir að fá að ræða við þá líka. Forystumenn jafnaðarmanna í Danmörku, Noregi og Finnlandi eru einnig komnir til Svíþjóðar til að ræða við Arafat og í nótt mun Olof Palme, Gro Harlem Brundtland, Anker Jörgensen og aðrir forystu- menn jafnaðarmanna snæða með leiðtoganum. Á morgun munu þeir síðan hefja formlegar viðræður, en forystumenn jafnaðarmanna segja markmið heimsóknarinnar að reyna að fá Palestínumenn og ísraela til að ná samkomulagi á friðsamlegan hátt. Forsetafundur í Elysée-höll SfauuBjrnd AP. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Francois Mitterrand Frakklandsforseti takast í hendur við Elysée-höllina síðdegis í dag, en þau ræddu síðan saman góða stund. Sjá nánar um heimsóknina á miðopnu. Reagan undirbýr nýjar tillögur fyrir leiðtogafund Arabaríkja segir í heimildum frá Marokkó Wa.shington, NeUnya, Beirút, 12. aprfl. AP. FRÉTTIR frá Marokkó í dag hermdu að Ronald Reagan, Bandarfkjaforseti, væri að undirbúa nýjar friðartillögur fyrir Araba og ísraela, sem hann hefði I hyggju að leggja fram áður en leið- togafundur Arabarfkjanna hefst. Ráð- gert hafði verið að halda fundinn 16. aprfl, en honum var í dag frestað til 25. þessa mánaðar. Haft er eftir arabfskum heimild- um í sambandi við þessar nýju til- lögur Reagans, að þær, ólfkt fram- komnum tillögum, innihaldi raun- hæfar tillögur varðandi málefni Araba og ísraela og séu líklegri til að koma skrið á viðræður deiluaðila. Marokkómenn boðuðu til leið- togafundarins, en dagblöð f Alsfr hafa verið með getgátur þess efnis að ef til vill geti ekki orðið af fund- inum vegna þess að viðræður milli Jórdana og frelsishreyfingar Palestfnumanna eru farnar út um þúfur. Bandaríkjaforseti fór sfðan fram á það við leiðtoga Palestfnumanna, í dag, að þeir gerðu átak til að binda endi á ofbeldi milli ísraela og Araba Walesa fundaði með neðanjarðarleiðtogum með því að styðja fram komnar frið- artillögur hans í málefnum Mið- austurlanda. Bandarfskir embætt- ismenn hafa lýst því yfir, að fram- komnar tillögur Reagans séu enn við líði. Philip Habib, sérlegur sendimað- ur Bandarikjastjórnar f deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs, tók að nýju þátt í samningaviðræðum Lfb- ana og ísraela i dag og sneri síðan til Jerúsalem. ísraelskir embættismenn sögðu að Habib myndi halda áfram að leiða bandarísku sendinefndina i samningaviðræðunum þar til Morr- is Draper, aðstoðarmaður hans, snýr aftur frá Washington, en þang- að flaug hann í dag. Habib hafði ráðgert fund með Menachem Begin f dag, en frestaði honum vegna viðræðna við líbanska ráðamenn. „Það leggja sig allir fram eins og frekast er kostur," sagði Habib í dag og haft var eftir Sham- ir, að mjakast hefði í átt til samkomulags. Ronald Reagan Geoger P. Schultz sagði sfðan á fundi með fréttamönnum í kvöld að Arabarfkin ættu að ihuga að svipta PLO þeim réttindum að vera f for- svari fyrir málstað palestinsku þjóðarinnar. Schultz sagði að Arabarfkjunum hefðu orðið á mistök árið 1974 þegar þau veittu PLO fullan rétt til samn- inga og benti þeim á að íhuga breytta stöðu hvað þetta varðar. (•danHk, 12. aprfl. AP. LECH Walesa, leiðtogi óháðu verka- lýðsfélaganna Samstöðu, tilkynnti í dag að hann hefði fundað með öðrum leiðtogum Samstöðu, sem fara huldu höfði, yfir helgina, en neitaði að ræða efni fundarins í smáatriðum við frétta- menn. Þetta var fyrsti fundurinn sem vitað er til að Walesa hafi haldið með leiðtogum sem fara huldu höfði frá því hann var látinn laus úr stofu- fangelsi síðast í nóvember, en hann hafði þá verið lokaður inni í ellefu mánuði. Walesa ræddi stuttlega við blaða- menn f íbúð sinni í Gdansk í dag og sagði að þeir hefðu rætt fjölmargt og samþykkt að halda sambandi. „Þeir samþykktu mfnar ákvarðanir og ég þeirra," sagði Walesa. Miklar vangaveltur hófust eftir að Walesa tilkynnti um fund sinn með leiðtogunum, sem fara huldu höfði, um það hvort hann yrði ef til vill tekinn til yfirheyrslu fyrir vikið, en talsmaður stjórnvalda, Jerzy Urban, sagði á fundi með vestrænum frétta- mönnum f kvöld að svo yrði ekki nema eitthvað ólöglegt hlytist vegna hans. Einnig er talið að stjórnvöld vilji reyna að halda friðinn áður en Jóhannes Páll páfi II kemur til landsins 16. til 22. júní. Kosningar á Grænlandi Nuuk, Grænlandi, 12. aprfl. AP. GRÆNLENDINGAR gengu að kjör- borði f dag til að kjósa fulltrúa til grænlenska landsþingsins. Mikið óveður hafði hamlað kosningabarátt- unni að undanfórnu, en kjósendur gengu að kjörstöðum f dag f sól og blíðu. Ekki var mikið um skoðan- akannanir fyrir kosningarnar nú, en talið er að stjórnarflokkurinn, Siumut, muni biða nokkuð afhroð i kosningunum. Tveir flokkar að auki bjóða fram í kosningunum, Atassat-flokkurinn, sem hefur 8 sæti á þinginu nú á móti stjórnar- flokknum sem hefur 13, og flokkur- inn Inuit Ataqatigiit, sem nú býð- ur fram í fyrsta skipti. Þvf er spáð að hann komist f oddaaðstöðu á þinginu. Kjörstaðir lokuðu klukkan 22 f kvöld og ekki verða niðurstöður kunnar fyrr en að morgni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.