Morgunblaðið - 13.04.1983, Page 5

Morgunblaðið - 13.04.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 5 Fjölleikahús sýnir í Reykja- vík og á Akureyri í sumar DANSKT rjölleikahús, Cirkus Ar- ena, kemur hingað til lands í júlí- mánuði næstkomandi, og mun sýna bér í fimm vikur. Borgaryfirvöld hafa gefið leyfi til sýninganna og samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Jörundi Guðmundssyni, sem annast skipulagningu fyrir fjöl- leikahúsið hér á landi, verður fyrsta sýning Cirkus Arena, laugardaginn 16. júlí í Laugardal í Reykjavík. Cirkus Arena mun síðan sýna daglega i Reykjavík fram til 7. ágúst, en þá heldur fjölleikahúsið til Akureyrar, þar sem sýnt verður í fimm daga. Fjölleikahúsið kemur hingað til lands með Smyrli þann 13. júlí og heldur sfðan til Færeyja 17. ágúst. Jörundur sagði að listafólkið í Cirkus Arena kæmi víða að úr Evrópu og væri m.a. um að ræða heimsþekkt fjölleikafólk. Loft- fimleikamenn kæmu frá rúm- enska rikissirkusnum, hljómlist- armenn og ýmsir fleiri kæmu frá tékkneska ríkissirkusnum, trúðar kæmu frá Austurríki og Ítalíu, en flestir aðrir væru Danir. Mikill farangur fylgir fjölleika- fólkinu hér, flutningabílar, vagnar og fleira, en sýningartjald Cirkus Arena rúmar 800 manns. Cirkus Arena var stofnaður árið 1954 og hefur ferðast víða, en sl. sumar sýndi fjölleikahúsið m.a. í Færeyjum. Cirkus Arena er annað stærsta fjölleikahús Danmerkur. CiBKUS jmwí GALLA Metsölublað á hverjum degi! Allir koma í rokkstuði og djamma eins og gert var í þá gömlu og góðu daga f r k i-— r. i , Nú fer hver aö veröa síöastur aö sjá skemmtun ársins. Þaö er mál mánna aö rokkhátíöin í Broadway sé einhver besta skemmtun í þessum anda sem haldin hefur veriö hérlendis. Viö höfum nú ákveöiö aö halda rokkhátíöina enn einu sinni næstkomandi föstudagskvöld í Broadway kl. 20.00. Um 2ja tíma stanslaust stuð með: Harald G. Haralds, Guöbergi Auðunssyni, Þorsteini Eggertssyni, Astrid Jenssen, Berta Möller, Önnu Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórssyni, Garöari Guðmundssyni, Stefáni Jónssyni, Einari Júlíussyni, Siguröi Johnny og Ómari Ragnarssyni. Hver man ekki eftir þessum kempum? Stórhljómsveit Björgvins Halldórsson- ar leikur rokktónlist Hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jóns- son, Pétur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson, Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason. SÆMI OG DIDDA ROKKA. SYRPUSTJÓRARNIR ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG PÁLL ÞORSTEINSSON KYNNA. GÍSLI SVEINN DUSTAR RYKIÐ AF GÖMLU ROKKPLÖTUNUM. Matseðill Rjómalöguð rósinkálsúpa Innbakaðir sjdvarréttir I smjördeigi Verð 300. aðgangseyrir 150. Boröhald hefst kl. 20. Pantiö miöa tímanlega. Aögangseyrir kr. 150. Miöasala er í Broadway í dag kl. 9—5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.