Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
19
Leigjendasamtökin:
Mótmæla harðlega
hækkun húsaleigu
„Því miður eru þessi
skilyrði ekki fyrir hendi
í dag á íslandi. Ástæðan
er stjórnleysi og alveg
sérstaklega léleg
frammistaða þess ráö-
herra, Svavars Gests-
sonar, félagsmálaráð-
herra, sem farið hefur
meö húsnæðismál í nú-
verandi ríkisstjórn.“
mikið. Þetta kemur sérstaklega
hart niður á ungu fólki, sem
hefur tileinkað sér aðrar lífs-
venjur en gamli vísitölugrund-
völlurinn gerir ráð fyrir. Það er
þessi kjaraskerðing, sem kem-
ur illa við ungt fólk sem er utan
við verkamannabústaðakerfið.
2) 100% verðbólguþróun gerir ungu
fólki í millitekjustétt ókleift að
taka verðtryggð lán, sem
nokkru nemur, á sama tíma
sem launatekjur hækka ekki að
sama skapi. Og þótt sambæri-
leg hækkun tekna ætti sér stað,
raskar óðaverðbólga svo mörgu
öðru í umhverfi manna, að þeir
hugsa sig tvisvar um, áður en
þeir binda sér mikla skulda-
bagga.
3) Neikvæð skattastefna Alþýðu-
bandalagsins, undir forustu
Ragnars Arnalds, fjármála-
ráðherra, gagnvart millitekju-
fólki, samfara 100% verðbólgu-
þróun, útilokar að þetta fólk
geti eignast eigið húsnæði með
viðunandi hætti.
Ef Svavar Gestsson skilur ekki
samhengið milli erfiðleika ungs
fólks í húsnæðismálum og þeirra
atriða er að framan greinir, 100%
verðbólga, dýrtíð, minnkandi
kaupgeta, ógnvekjandi bygg-
ingarkostnaður, verðtryggð lán
o.s.frv., þá er hann kominn langt
frá uppruna sínum, þ.e. úr skauti
verkalýðsins. Það er svo annað
mál, hvort Svavar Gestsson rekur
raunverulega uppruna sinn þang-
að, í hjarta sínu. Verk hans og
framkoma sem ráðherra, bera
þess ekki vott.
Fjandskapur við
millito kjufólk
Svavar Gestsson getur sparað
sér yfirlætisfullar forsíðugreinar í
Þjv. að nú sé röðin komin að ungu
fólki í húsnæðismálum, vegna þess
að hann leysir ekki þessi mál. 1
ráðherratíð sinni hefði hann getað
gert það, en hann gerði það ekki.
Og hvers vegna skyldi hann frekar
gera það á næstu árum? Svavar
Gestsson og hans líkar hafa aldrei
verið vinir millitekjufólks, af
þeirri einföldu ástæðu að þar er að
finna hinn breiða grundvöll ís-
lenzkrar borgarastéttar, sem Al-
þýðubandalagsmenn hafa ætíð
barist gegn.
í fjögur ár hefur hann haft for-
ustu í stjórnarstefnu, sem hefur
lagt steina í götu ungs fólks í íbúð-
armálum. Það eitt hefur nægt til
að eyðileggja björtustu vonir
dugnaðarfólks um að eignast eigin
íbúð, að sleppa verðbólguúlfinum
lausum. En til þess að bæta gráu
ofan á svart, hafa ráðherrar Al-
þýðubandalagsins haft sérstaka
forustu um að rýra tekjur Bygg-
ingarsjóðs ríkisins með því að
færa hluta af tekjum hans, hluta
iaunaskatts yfir í eyðsluhít ríkis-
sjóðs.
Heldur Svavar Gestsson virki-
lega að ungt fólk, millitekjufólk, í
öllum stéttum og starfsgreinum,
geri sér ekki grein fyrir samheng-
inu milli tekna annars vegar og
stöðugt þyngri útgjaldabyrðar
hins vegar vegna áhrifa óðaverð-
bólgu.
Heldur Svavar Gestsson, að
fólkið í landinu finni ekki hvernig
verðbólgan svíður jörðina undan
fótum þess.
Hvers vegna heldur Svavar
Gestsson, að launþegar hafi tekið
á sig hverja kjaraskerðinguna af
annarri á undanförnum árum?
Heldur Svavar Gestsson að það sé
af einhverri elsku á honum og öðr-
um Alþýðubandalagsmönnum.
Nei.
Stefna óttans
Það er vegna þess, að verðbólgu-
stefna Svavars Gestssonar hefur
sett atvinnuvegi landsmanna upp
við vegg. Fólkið óttast um at-
vinnuöryggi sitt. Stefna Svavars
hefur sett það út í horn. Þannig er
stefna óttans gagnvart fólkinu í
framkvæmd. Fyrirmynd þessarar
stjórnlistar er sótt til kommún-
istaríkjanna í austri.
Staðreyndirnar í húsnæðismál-
um þjóðarinnar í dag eru:
100% verðbólga hræðir megin-
þorra fólks frá því að stofna sér í
miklar skuldir.
Allt tal um vöntun á lánsfé vegna
íbúðabygginga fyrir ungt fólk miðað
við núverandi ástand er því aumt
yfirklór félagsmálaráðherra, sem
hefur brugðist.
Þörf stefnubreytingar
Til þess að lagfæra þessi mál og
gera ungu fólki kleift að eignast
eigið húsnæði, þarf algjöra stefnu-
breytingu:
1) Fyrsta skrefið er að kveða niður
verðbólguna. Þar með verður bygg-
ingarkostnaður viðráðanlegri og
greiðslubyrði nauðsynlegra lána
viðunandi.
2) Byggðasjóður ríkisins verður
efldur á ný með því að launaskatt-
ur renni óskiptur til hans eins og
áður var.
3) í frjálsum samningum þarf að
reyna að auka þátttöku lífeyris-
sjóða í fjármögnun íbúðabygg-
inga.
4) Þá er mikilvægt að tekjuskattur
verði afnuminn af almennum tekj-
um, en það er forsenda frjáls
sparnaðar eða fjárfestingar í hús-
næði eða öðrum verðmætum.
5) Lánstíminn verði 42 ár á lánum
til íbúðabygginga.
6) í áfóngum verði lán til staðal-
íbúðar hækkuð í 80%.
Sjálfstæðisflokkurinn gengur
nú út í kosningar á grundvelli
framangreindrar stefnu í húsnæð-
ismálum. Þessi mál, sem og önnur
verða ekki leyst ein sér, heldur í
tengslum við samfellda stefnu í
atvinnu- og efnahagsmálum.
Niðurstöður kosninganna ráða,
hvort stefna Sjálfstæðisflokksins í
þessum mikilvægu málum nær
fram að ganga.
Það er á valdi kjósenda, hvort
þeir vilja áframhaldandi svik og
blekkingar Alþýðubandalagsins
eða raunverulega framkvæmd
stefnu sem byggist á ábyrgð með
aðgætni.
HÉR á eftir fer ályktun Leigjendasamtak-
anna 10. apríl sl.:
f aprílmánuði hækkaði vísitala fyrir
leigu íbúðarhúsnæðis um 51,04%. Fjöl-
margir leigjendur hafa leitað til skrifstofu
Leigjendasamtakanna og annarra aðila,
vegna þessarar gífurlegu hækkunar.
Vinnulaun hækkuðu um 14,74% 1. mars
síðastliðinn, þannig að leigjendur — sem
margir eru láglaunamenn — ráða alls
ekki við þessa gífurlegu hækkun húsa-
leigu.
Leigjendasamtökin hafa á undan-
förnum árum krafist lagasetningar um
húsaleiguupphæðir i samræmi við
fyrirheit stjórnvalda frá árinu 1978 og
hafa samtökin margoft bent á að
breyta þurfi vísitölu húsnæðiskostnað-
ar. Þessi vísitala tekur gífurleg stökk,
eins og nú hefur komið á daginn, þegar
laun hækka um nær 15% en húsaleiga
um rúmlega 50%.
Leigjendasamtökin árétta enn einu
sinni kröfu sína um að sett verði lög um
útreikning húsaleiguupphæða. Enn-
fremur leggja Leigjendasamtökin
áherslu á að eina raunhæfa leiðin til
varanlegra úrbóta er veruleg aukning
leiguhúsnæðis, meðal annars með ný-
byggingum lítilla leiguíbúða.
Til að bregðast við þvi alvarlega
ástandi sem skapast hefur vegna al-
gjörlega ótækrar hækkunar húsaleigu,
gera Leigjendasamtökin eftirtaldar
kröfur til stjórnvalda:
• í samræmi við launahækkanir, verði
aðeins leyfð í mesta lagi 25% hækk-
un húsaleigu, og felld niður sú 50%
hækkun sem nýlega var tilkynnt.
Leigusölum verði heimilt að hækka
leiguna um allt að 25%, hafi engar
leiguhækkanir orðið frá 1. október
1982.
• Ný vísitala sem tengir saman húsa-
leiguhækkanir og launahækkanir,
verði ákveðin hið fyrsta.
• Staðið verði við fyrirheit um setn-
ingu laga um húsaleiguupphæðir.
(Frétutilkynninn)
Við frystum verbið
áPhilips
fiystikistunum
Þaö er eins og veröiö á Philips
frystikistunum hafi verið fryst síðan í haust.
Að minnsta kosti er það nokkurn veginn óbreytt.
Ástæðan er reyndar sú að okkur hefur tekist
að fá fram 2.410.00 króna verðlækkun á
260 lítra kistum og 2.320.00 króna
verðlækkun á 400 lítra kistum.
Frysta verðið er sem hér segir:
260 lítra Philips frystikista kr. 11.990.00
400 lítra Philips frystikista kr. 13.990.00
Utborgun er aðeins 3.000.00 krónur
og við erum sveigjanlegir í samningum.
öl
Heimllistæki hf