Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Frá háskólahverfinu á Mount Scopus. „Hæpið að menn skilji hvflíkt átak var að byggja upp skólakerfi fyrir hundruð þúsunda á örfáum árum“ sem komið er aðeins 20 prósent af háskóiafólki — en ég tek snarlega fram að hlutfallið er að hækka. Það er engu að síður vandamál og ég er ekki sáttur við annað. en tek- ið sé röggsamlega á því. í ísrael er tíu ára skyldunám og tveggja ára framhaldsnám endurgjaldslaust. Sephardi gyðingar bera þar einnig skarðari hlut frá borði, en það liggur meðal annars í því, að efna- hagsleg afkoma þeirra hefur verið verri og milli Ashkenazi og Seph- ardi er bersýnilegur rígur þótt um það megi helzt ekki tala nema mjög gætilega. Ashkenazi gyð- ingar hafa alltaf talið sig eins konar yfirstétt og enda þótt marg- ir áhrifamenn hafi verið Sephardi hafa það fremur verið undantekn- ingar sem sanna regluna. — Þó skal reynt að gæta hófs í máli um þetta, segir dr. Inbar. — Vandamálið var meira áður og ég er hræddur um að erlendir blað- amenn ýki í fréttaflutningi sínum af ágreiningi milli þessara hópa. Giftingar færast í vöxt milli Seph- ardi og Ashkenazi gyðinga, en það þekktist varla áður. Með bættri aðstöðu Sephardi til menntunar, með samskiptum í hernum og á sem flestum sviðum þjóðfélagsins Þar eru hjóna- og stúdentagarðar fyrir um 6 þúsund nemendur. Þaö var úrkalt og snjóflygsurnar sáldruðust niöur ótt og títt morguninn sem ég fór í heimsókn í Hebrew Uni- versity á Mount Scopus í Jerúsalem. Fréttir bárust um enn meiri snjókomu í Líbanon og á þjóðveginum milli Beirut og Damaskus sátu bflar fastir í hrönnum og margir frusu í hel á meðan var verið að þvarga um, hverjir hefðu leyfi til að koma fólkinu til bjargar. Af Mount Scopus er tilkomumikið útsýni yfir Jerúsalem, einkum yflr múraborgina og austurhlutann, þess útsýn- is varð ekki notið að þessu sinni. „Það var mikið átak að byggja upp skólakerfið i landinu, eins og segir sig sjálft þegar haft er í huga, að fólk kom hingað úr öllum heimshornum. Á mismunandi aldri, með mismunandi uppruna, hefðir, undirstöðumenntun og svo framvegis. Mikill skortur var á menntuðum kennurum og því var eitt brýnasta verkið í byrjun að þjálfa kennara til starfa á hinum ýmsu skólastigum. Við höfum nú fyrir æði löngu leyst þennan vanda að mestu eða öllu leyti, en ég er efins í að utanaðkomandi átti sig á, hvílíkt þrekvirki var unnið. Stefnt var að því að skóla- kerfið yrði með þeim betri í heimi og skilaði út í samfélagið einstakl- ingum með trausta menntun, sem væri gjaldgeng hvarvetna." Þetta sagði dr. Dan Inbar, sem er prófessor við þá deild sem kannski mætti kalla eins konar kennslurannsóknardeild. Á Mount Scopus er eitt af fjór- um hverfum háskólans, hin eru á Givat Ram, Ein Karem og Rehov- ot. Háskólinn var settur á lagg- irnar 1918 en kennsla hófst sjö ár- um síðar, en þá voru aðeins fáar deildir við hann. Öll kennsla fer fram á hebresku og þar stunda Heimsókn í Hebrew University í Jerúsalem og litið inn hjá Toren rithöfundi fimmtán þúsund manns nám, þar af eru 4.500 að búa sig undir dokt- orspróf og um þrjú þúsund erlend- ir stúdentar eru við skólann. Styrkir eru veittir í einni mynd eða annarri til um sjötíu prósent námsmanna. Hjóna- og stúdenta- garðar eru fyrir um sex þúsund stúdenta, þar af um helmingur á Mount Scopus. Dr. Inbar sagðist þessa stund- ina vera að fást við það sem mætti kalla „skólaandrúmsloft og við- horf til skólans" og svo hvernig í því liggur, að sumum miðar en öðrum ekki, þótt í hlut eigi náms- menn sem eru á áþekku greindar- stigi og virðast um flest hafa jafna möguleika til að ná árangri. Þar sem þeir sem heltust úr lest- inni misstu oftast móðinn og kenndu kerfinu um, væri nauð- synlegt að finna hinar raunveru- legu orsakir vandans, sem iðulega væru af félagslegum og sálrænum toga. Við þessar athuganir hefði meðal annars komið í ljós að meiri munur væri á árangri Sephardi gyðinga annars vegar og Ashken- azi gyðinga hins vegar og þeir síð- arnefndu væru langtum fjölmenn- ari í öllum efri stigum skólakerfis- ins, þótt ámóta hlutfall væri í yngri deildum. — Mörgum er svo farið, sagði dr. Inbar, að vilja ekki viðurkenna að önnur vandamál fyrirfinnist hér í ísrael, en verðbólga og erfið samskipti við Araba- Því er ekki svo farið. Sephardi gyðingar eru um helmingur þjóðarinnar og kannski gott betur. Þeir eru enn Bokasöfnin eru tölvuvædd. sléttist þessi „munur" út og ég spái því, að hann verði horfinn eftir eina kynslóð. í sambandi við starf mitt fæst ég svo einnig við að kanna samskipti arabískra stúd- enta og gyðingastúdenta og er það af öðrum rótum runnið. Og ég hef ekki trú á að Arabar og Gyðingar „renni saman" að einni kynslóð genginni. Tregðan til samskipta er meiri meðal Araba en okkar og þar er ég einvörðungu að tala um ísraelska Araba, en ekki þá sem búa í Júdeu og Samaríu. ísraelskir Arabar vilja sem minnsta blöndun við Gyðinga og meðal þeirra hefur þjóðernistilfinning farið vaxandi. En í afstöðu þeirra gætir tvískinn- ungs; þó svo að þeir vilji að sam- skiptin séu í lágmarki og þeir gagnrýni okkur, vilja þeir njóta góðs af þvi, sem við höfum byggt Frá Givat Ram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.