Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 33 upp. Þar á meðal bæði skóla- og tryggingakerfi, enda getur ekkert Arabaríki státað sig af því að geta boðið upp á jafn margþætta þjón- ustu, menntun og fyrirgreiðslu og við. Á tveimur stöðum í ísrael, í Beersheva og Jerúsalem, eru blandaðir háskólar og ég held að óhætt sé að segja að samskiptin séu betri en þau voru, þó að mjög lítið megi út af bera. Menn gera sér naumast grein fyrir því, hversu margt skilur okkur að. Við verðum að horfast í augu við þann vanda — að minnsta kosti verðum við að gangast við því, að vandinn er fyrir hendi. Ef við gerum það er fært að vinna gegn honum, en það verður hvorki gert með froðu- snakki né heldur í einu vetfangi. Til þess er beizkjan of djúpstæð af beggja hálfu. En á því sem öðru verður að vinna bug með fræðslu og aftur fræðslu og það þýðir líka, að það verður að jafna aðstöðu allra til að afla sér menntunar. Takist það er von til, að samskipti komist í það horf, að allir geti sæmilega við unað. Eftir spjall okkar dr. Inbars var mér sýndur háskólinn þarna á Mount Scopus. Þetta eru tilkomu- mikil og víðáttumikil húsakynni og mér þótti þar svo vandratað að ég held að til þess að komast þar fylgdarlaust leiðar sinnar þyrftu nýliðar að byrja á að sækja rötun- arnámskeið. Kennslustofur eru vel búnar gögnum og kennslutækjum, bókasöfn tölvuvædd — og meðal annars var kallað upp i tölvu hvort bækur varðandi Island væru í safninu og reyndist sá bókakost- ur meiri en ég hugði. Síðan fórum við til fundar við Moshe Maoz, sem er prófessor í Múhameðstrúarríkjasögu. Hann hefur einnig ritað bækur og hin síðasta „The Palestinian Lead- ership" er nýkomin út. Maoz var ráðgjafi hjá Ezer Weizmann í varnarmálaráðherratið hans og hefur mjög afdráttarlausar skoð- anir á málefnum Palestinumanna. — Við verðum að tala við þá, segir hann. — Við getum ekki leitt hjá okkur hálfa aðra milljón manns, sett alla undir einn hatt sem réttlausa hryðjuverkamenn. Við verðum að skilja og viður- kenna að báðir aðilar eiga sinn rétt. Með því að kynna sér sögu nútíðar og fortíðar Arabalanda er óhjákvæmilegt að við virðum og metum framlag þessara þjóða til menningar og framþróunar mannkyns um aldir — þeir verða ekki afskrifaðir sem einhver undirmálslýður. Það situr sann- arlega ekki á okkur Gyðingum að vera með hrokagikkshátt út í fólk af öðrum kynstofnum. Á einn eða annan hátt verðum við að viður- kenna PLO — ég er ekki elskaður alls staðar fyrir skoðanir mínar, en þær hafa mótast með mér gegnum tíðina og með öflun þekk- ingar. Maoz hefur skrifað tvær bækur um Palestínu og eina um Sýrland nútímans. Við röbbuðum um af- stöðu ísraela gagnvart Sýrlend- ingum og vise versa og ég lét orð falla um, að í Sýrlandi væri Assad forseti kannski ekki eins fastur í sessi og látið væri liggja að út á við. — ísraelar líta vitaskuld á Assad sem andstæðing sinn, sagði Maoz — og það ekki að ósekju. Hins vegar verð ég að segja að ég dáist að Sýrlandsforseta fyrir margra hluta sakir. Ég er sann- færður um, að mikið böl myndi ganga yfir landið ef Sýrlendingar veltu honum úr sessi. Þó að óánægja sé með stjórnarfarið, sem er um sumt grimmúðlegt, virðist andstaðan gegn honum ekki byggjast á málefnalegum grund- velli. Það hefur lítið upp á sig að velta Sýrlandsforseta úr sessi til þess eins að kalla yfir sig stjórn- leysi og ringulreið. Ég hef þá skoð- un, að Assad væri verðugur samn- ingsaðili við okkur, en það er ekki vinsælt að segja þetta frekar en það er vinsælt að tala um vanda- mál Vesturbakkans. við neitum að horfast í augu við að það er arab- ískt samfélag þar. Maoz hefur ekki getað heimsótt Arabaríkin nema Egyptaland allra síðustu ár og nú Líbanon. Hann hefur að vísu farið í Golan- hæðir, en það kemur honum sem vísindamanni ekki nema að litlu gagni. Hann segir að hann fáist við ýmis störf utan háskólans enda hafi hann fundið að akadem- ískt líf væri sér ekki nóg og það væri alltaf hætta á að einangrast í háskólasamfélagi. Hann hefur brotið heilann um lausn á vanda ísraels og Palest- ínumanna, einkum eftir að hann fór fyrir alvöru að sinna sögu Pal- estínu. — Að mínum dómi hlýtur lausnin að felast í, að einhvers konar tengsl verði mynduð við Jórdaníu, eins konar sambands- ríki. Það er óhugsandi að innlima Vesturbakkann í ísrael. Það ætti hver maður að sjá. En margir okkar hagsmunir eru svipaðir og þó að gæta verði að því að tryggja til fulls öryggi ísraels ættu menn ekki að halda áfram að þyrla upp moldviðri í sambandi við Jórdani. Við höfum alltaf haft samskipti við Jórdaníu — ég nefni Faisal og Weizmann 1919, síðar Abdullah og Goldu Meir, Dayan og Hussein. I pólitík verður alltaf að velja milli kosta og við megum ekki alltaf hika með að velja. Ef við höfum ekki hugrekki til að halda áfram, er friðurinn við Egypta til dæmis úti. Ég er að gera mér í hugarlund einhvers konar kantónukerfi, líkt og í Sviss og þá kæmu bæði Jórd- anía og Líbanon inn í þá lausn. Ýmsir hallast svo sem að þeirri lausn, en jafnskjótt skjóta efa- semdirnar upp kollinum, við treystum aldrei neinum. Það er skiljanlegt að vissu leyti, en við verðum að horfast í augu við breytt viðhorf og hamra ekki allt- af á horfinni tíð — helför og hryll- ingi sem er eins og steinbarn inn- an í mörgum. Sem betur fer búum við við lýðræði og getum tjáð hug okkar. Það er meira en frændur okkar í ýmsum Arabaríkjum mega. En það er ekki nóg að stæra sig af lýðræði ef við höfum ekki kjark til að losa okkur úr einangr- uninni, sem við erum að festast i. Þegar kom út úr háskólanum höfðu veðurguðir stöðvað snjó- komu en slagveður var skollið á. Nú var stefnt til heimilis rithöf- undar nokkurs, sem heitir Haim Toren og býr í glæsilegu einbýlis- húsi í virðulegu hverfi í Jerúsal- em. SJÁ NÆSTU SÍÐU! Hús Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Skólavörðustíg. 51. aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíktir og nágrennis: Opnar útibú á Seltjarnar- nesi síðar á þessu ári SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hélt 51. aðalfund sinn laugardag- inn 26. marz sl. Þar kom fram að innlán sparisjóðsins höfðu aukist á árinu um 62,6% eða 91,4 millj. kr. Er það nokkru meiri aukning en almennt varð í bankakerfinu. Á árinu jukust útlán sparisjóðsins um 69,4% eða um 66,6% millj. króna. Formaður sparisjóðsstjórnar, Jón G. Tómasson, skýrði frá því að seint á liðnu ári hafi sparisjóður- inn fengið heimiid til þess að setja upp útibú í Seltjarnarnesskaup- stað. Nú er unnið að undirbúningi þess að koma útibúinu á fót og verður það opnað síðar á árinu. Á aðalfundinum flutti formaður stjórnar sparisjóðsins, Jón G. Tómasson hrl., skýrslu stjórnar- innar fyrir liðið starfsár og Bald- vin Tryggvason sparisjóðsstjóri lagði fram og skýrði ársreikninga sparisjóðsins. Starfsemi sparisjóðsins efldist mjög á árinu og jukust eignaliðir á efnahagsreikningi sjóðsins um rúmlega 100 millj. króna í um 275,4 millj., eða 65%. Innláns- aukning á árinu varð um 91,4 millj. króna eða 62,6%, sem er ná- lægt því 3% meira en almennt gerðist í bankakerfinu. Heildar- innstæður í sparisjóðnum í árslok voru um 237,5 millj. kr. Heildarútlán sparisjóðsins voru í árslok um 162 millj. kr. og höfðu þá aukist um 69,7% af heildarút- lánum sparisjóðsins. Voru lán til einstaklinga u.þ.b. 105 millj. króna eða 65% af öllum lánum spari- sjóðsins. Sparisjóður Reykjavíkur og J nágrennis hefur því á liðnu ári , eins og áður lagt höfuðáhersluna á að veita einstaklingum lán til íbúðarbygginga og viðhalds eða kaupa á eldra húsnæði. Þannig hefur sparisjóðurinn eftir mætti reynt að styðja byggingariðnaðinn á starfssvæði sínu en að auki hef- ur hann nú í æ ríkari mæli veitt lán til ýmisskonar annars iðnaðar, verslunar og ýmissa þjónustu- greina á starfssvæði sínu. Rík áhersla hefur verið lögð á að þeir einstaklingar og fyrirtæki sem hafa reglubundin viðskipti við sparisjóðinn geti notið þar eins góðrar fyrirgreiðslu og frekast hafa verið tök á. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að veita þeim einstaklingum sem hafa launa- reikninga sína í sparisjóðnum þá fyrirgreiðslu sem möguleg hefur verið á hverjum tíma. Eigið fé sparisjóðsins jókst um 15 millj. króna, en það er um 78% hækkun á árinu og var eigið fé sjóðsins við sl. áramót 34,2 millj. króna. Þessi eiginfjárstaða svarar því að u.þ.b. 12% af niðurstöðu efnahagsreiknings er eigið fé sparisjóðsins. Rekstrarhagnaður sparisjóðsins varð um 3,7 millj. kr. á móti um 900 þús. árið 1981. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis er þannig skipuð, að ábyrgðarmenn sjóðsins kjósa á að- alfundi þrjá menn í stjórn, en borgarstjórn Reykjavíkur kýs tvo menn. A fundi borgarstjórnar hinn 17. marz sl. voru kosnir 1 stjórn þeir Ágúst Bjarnason skrifstofustjóri og Sigurjón Pét- ursson borgarfulltrúi. Á aðalfundi sparisjóðsins hlutu kosningu Jón G. Tómasson hrl., Hjalti Geir Kristjánsson forstjóri og Sigur- steinn Árnason húsasmíðameist- ari. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig: Jón G. Tómasson, formaður, Ágúst Bjarnason, vara- formaður, Sigursteinn Árnason, ritari. Löggiltur endurskoðandi spari- sjóðsins er Sveinn Jónsson við- skiptafræðingur, en borgarstjórn hefur kosið endurskoðendur til eins árs þau Runólf Pétursson og Magdalenu Schram. Sparisjóðsstjóri er Baldvin Tryggvason, en aðstoðarspari- sjóðsstjóri er Bent Bjarnason. esið reglulega af ölhim fjöldanum! f>rbH Orlrit ^ ■ .. SYKURLAUST TYGGIGÚMMÍ í PLÖTUM OHiit ER FRÁ WRIGLEYS ÞAÐ GERIR GÆÐAMUNINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.