Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
I
Vigfús Arnason
hárskeri - Minning
Vigfús var fæddur að
Bergstaðastræti 31 í Reykjavík,
23. apríl 1925, en lést í Borgarspít-
alanum 22. mars 1983.
Foreldrar hans voru Árni Árna-
son dómkirkjuvörður og skó-
smiður og kona hans Elfsabet
Árnadóttir, dómkirkjuvarðar,
Árnasonar og konu hans, Ingi-
bjargar Gestsdóttur.
Árni, faðir Vigfúsar var fæddur
á Undirhrauni (Melhól) f Meðal-
landi V-Skaftafellssýslu, 1874, og
dáinn f Reykjavík 1961.
Foreldrar hans voru Árni (f.
1832, d. 1904), bóndi á Undir-
hrauni og Leiðvelli og kona hans,
Margrét Jónsdóttir, (f. 1849, d.
1942), en amma hennar var Hall-
dóra Sigurðardóttir, f. 1766, dóttir
Sigurðar Sigurðssonar og Þuríðar
Bergsteinsdóttur á Árgilsstöðum f
Hvolhreppi. Árni var sonur Árna
Ásgrímssonar, Árnasonar f Botn-
um, d. 1825, Eiríkssonar f Hörgs-
dal, Bjarnasonar á Geirlandi, Ei-
ríkssonar í Holti og þaðan f beinan
karllegg frá Jóni sýslumanni f
Skál, Þorvaldssyni og Gróu dóttur
Sæmundar rfka Eirfkssonar að
Ási í Holtum.
Árið 1942 hóf Vigfús hárskera-
nám hjá óskari, bróður sinum og
lauk því námi 1945 og stundað
hann iðn sína, meðan heilsa leyfði,
og rak sína eigin rakarastofu.
Vigfús var vel látinn hárskeri,
enda flinkur í höndum, hagur vel,
listfengur og allra hugljúfi.
Á besta aldrei varð hann að
hætta við iðn sína, vegna sjúdóms
þess, er síðar leiddi hann til
dauða. Var hann þá um skeið
leigubílstjóri á Borgarbílastöðinni
og vel látinn þar af félögum og
viðskiptavinum.
Árið 1968 var Vigfús ráðinn
kennari í hárskurði við Iðnskólann
í Reykjavík og síðustu árin var
hann deildarstjóri í þeirri iðn-
grein.
14. desember 1946 gekk Vigfús
að eiga eftirlifandi eiginkonu sína,
Ingu Jennýju Guðjónsdóttur, ætt-
aðri úr Hornafirði.
Þau bjuggu fyrstu árin í
Reykjavík, nema eitt ár er bau
áttu heima á Hornafirði. Árið
1961 byggðu þau húsið að Álf-
hólsvegi 109, f Kópavogi, og hafa
búið þar síðan.
Þau Vigfús og Inga eignuðust 3
börn: Gyðu, húsmóður á Seyðis-
firði, Grétu, húsmóður og
skrifstofustúlku, býr í Breiðholti
og Árna Guðjón, iðnnema, sem
býr enn hjá móður sinni.
Vigfús ólst upp á Bergstaða-
stræti og á uppeldisárum sínum
var hann tíður gestur f Dómkirkj-
unni, því að Árni faðir hans var
þar alla daga. Árni var trúaður
maður, sem átti marga bænastund
í kirkjunni sinni, sem hinn ungi
sonur hans var vitni að og ekki
kæmi mér á óvart að áhrifa þess-
ara helgistunda í kirkjunni hafi
gætt allt líf hans.
Vigfús var seinna dómkirkju-
vörður um tveggja ára skeið.
Vigfús dvaldi oft í æsku í Gröf í
Skaftártungu, hjá hinum mætu
hjónum Jóhannesi Árnasyni, föð-
urbróður sínum, og hinni hjarta-
hlýju öðlingskonu ólöfu Gísla-
dóttur.
Vigfús leit alltaf á Gröf sem sitt
annað æskuheimili og hann unni
ólöfu alla tíð, sem móður, og hún
mun alltaf hafa litið á hann, sem
eitt af börnum sínum. Margt var
líkt með Jóhannesi og Vigfúsi,
báðir höfðingjar í lund, léttir og
kímnir án allra græsku. ólöf, og
Grafarheimilið, biður fyrir kveðju
með þökk fyrir liðnar samveru-
stundir og vottar jafnframt Ingu
og fjölskyldu hennar sfnu dýpstu
samúð.
Vigfús var glaðvær og félags-
lyndur, starfssamur og skyldu-
rækinn og alltaf tilbúinn að rétta
þeim minnimáttar hjálparhönd.
Þrátt fyrir banvænan sjúkdóm,
sem Vigfús gekk með árum sam-
an, var hann alltaf glaður og
hreifur og lét aldrei bugast, frekar
en hinir skaftfellsku forfeður hans
í baráttunni við vötnin ströng og
eyðisanda. Vigfús var sannur
skaftfellingur og örlögin vissu vel
hvað þau gerðu, þegar þau völdu
honum austur-skaftfellska konu.
Vigfús var listfengur, sem
glöggt kom fram f myndum þeim
er hann teiknaði og málaði og
einnig mun hann hafa stundað
hina fornu fslensku listgrein að
skera út.
Um leið og ég sendi Vigfúsi
mína hinstu kveðju, minnist ég
æskuheimilis hans og þess góða
fólks, sem þar bjó með hugheilum
þökkum.
Síðustu jól og páskar hafa verið
sannkallaðar sorgarhátíðir hjá
fjölskyldunni á Álfhólsvegi 109.
En gegnum rökkur harmskýsins
skin hin eilffa páskasól, sem boðar
þann gleðilega boðskap, að Krist-
ur er upprisinn og hefur búið öll-
um eilift lff hjá föðurnum á himn-
um, og endurfundi ástvina.
Að lokum votta ég Ingu og fjöl-
skyldu hennar mfna dýpstu samúð
og óska þeim guðs blessunar á
ókomnum tfmum.
Ingimundur Stefánsson
Andlát Vigfúsar Árnasonar
kom ekki þeim á óvart, sem til
Minning:
Aðalheiður Theodóra
Thorarensen
Fædd 4. nóvember 1895
Dáin 15. mars 1983
Aðalheiður var fædd í Skarð-
stöð við Gilsfjörð, dóttir hjónanna
Bjarna Páls Thorarensen skip-
stjóra og Guðríðar Jónatansdótt-
ur. Hún var yngst fjögurra systk-
ina. Fjögurra ára gömul missti
hún móður sína og var þá komið f
fóstur til hjónanna Ármanns
Bjarnasonar og Katrinar Sigfús-
dóttur í Stykkishólmi. Með þeim
flutti hún 1903 til Bíldudals og
þaðan 1906 til Reykjavíkur að
Klapparstíg 38. Þar dvaldi hún
fram til 1920 er hún hleypti heim-
draganum og hélt til Kaupmanna-
hafnar með það í huga að læra
hjúkrun, en til þeirra starfa var
hún einstaklega vel fallin.
I Kaupmannahöfn átti hún vfsa
aðstoð systur sinnar, Guðrúnar
Oelkers. Ekki varð þó úr hjúkrun-
arnáminu, enda erfitt um vik fyrir
fjárlitla stúlku að leggja í slíkt
nám á þessum tíma og svo fór að
hún hóf að vinna ýmis störf í
Kaupmannahöfn og þá aðallega
við matargerð á velmektar heimil-
um. Hún náði brátt slíkri hæfni i
matargerðarlist að hún var hvar-
vetna eftirsótt til starfa.
Hún starfaði í Kaupmannahöfn
í rúm 12 ár eða til ársins 1933, en
þá kom hún heim til íslands aftur.
Þó átti það ekki að vera til lang-
dvalar því enn blundaði f henni
löngunin til hjúkrunarnámsins, er
hún hugðist hefja sfðar.
En þá urðu kaflaskil f ævi Aðal-
heiðar, hún kom i heimsókn á
heimili foreldra minna, Stefáns ó.
Björnssonar, stýrimanns hjá
Landhelgisgæslunni, og Kristínar
Maríu Kristinsdóttur, fulltrúa f
Landsbankanum, en þær Aðal-
heiður höfðu kynnst f Kaup-
mannahöfn.
Foreldrar mínir höfðu nýlega
eignast sitt fyrsta barn, Eddu
Svövu. Móðir mín hafði hug á að
hefja aftur störf í Landsbankan-
um og faðir minn var oft langdvöl-
um að heiman vegna skyldustarfa.
Það barst f tal hvort Aðalheiður
vildi koma til þeirra og sjá um
heimilið a.m.k. um einhvern tfma.
Sá timi varð 50 ár.
Aðalheiður, eða Heiða eins og
hún var jafnan kölluð, var meðal
manneskja á hæð, frekar þéttvax-
in, fríð sfnum og björt yfirlitum.
Hún var alltaf mjög snyrtileg og
svo hreinleg að af bar, svo nánast
virtist sem óhreinindi tolldu
hvorki við hana né hennar nán-
Björn Helgason
frá Lœk - Minning
Þann 11. marz 1983 andaðist í
Hérðashælinu á Blönduósi Björn
ólafur Helgason frá Læk á Skaga-
strönd. Hann var fæddur 5. maf
1898 í Kúsgerpi í Engihlíðarhreppi
A-Hún. Voru foreldrar hans Helgi
Gíslason smiður frá Mástöðum í
Vatnsdal er þá bjó í Kúsgerpi og
kona hans Anna María Gfsladóttir
frá Haugi í Miðfirði, en hún var
hálfsystir hinnar kunnu húsmóður
Unu Gisladóttur í Unuhúsi i
Reykjavík. Voru þær af góðri
húnverskri ætt er þykir bera af
um ýmsa hluti.
Þau hjón Helgi og María bjuggu
víða í A-Hún., Engihlíð, Blöndu-
ósi, Mánaskál, Brandaskarði og
síðast á Læk í Höfðakaupstað. Á
Blönduósi stundaði Gísli smiðar
m.a. við smíði hinna fyrstu stein-
húsa á Blönduósi. En á Læk undu
þau hjón sér best og bjuggu þar
lengst. Þar var gott timburhús i
gömlum stíl og var orðið elsta hús-
ið í kaupstaðnum þegar það var
rifið á síðastliðnu hausti. Þau hjón
Helgi og María eignuðust átta
börn, var eitt þeirra Björn ólafur
á Læk, er má segja að byggi þar
lengst af æfi sinnar. Mun hann
hafa tekið við heimilinu er faðir
hans dó 1931.
Björn var hneigður til búskapar
og sjómennsku. Ungur stundaði
hann sjó í verstöðvum á Suður-
nesjum og gengu þá vermenn að
norðan til Borgarness og voru
nokkra daga f ferðinni eftir þvi
hvernig viðraði. Björn kvæntist
1933 Onnu Björnsdóttur Arn-
finnssonar og konu hans Guðrún-
ar Guðmundsdóttur frá Eyri í
Gufudalssveit. Anna var kona
heimilisrækin og góð móðir börn-
um sfnum. Þau hjón Björn og
Anna eignuðust tvö börn eru bæði
eru búsett í Reykjavík, Guðrún
María húsmóðir, Helgi ólafur
offsettprentari í Umbúðamiðstöð-
inni, hann er giftur Ástríði Jó-
hannsdóttur frá Siglufirði. Björn
Helgason stundaði sjó frá Skaga-
strönd, má geta þess að hann og
Axel bróðir hans áttu fyrsta ára-
bátinn við Húnaflóa er vél var sett
í. Þá fylgdi gott tún Læk auk þess
sem Björn ræktaði ný tún. Hafði
þekktu. Þetta var ekki f fyrsta
sinn sem hann mátti takast á við
þennan sjúkdóm, er hann lést á
Borgarspitalanum. En hvern setur
ekki hljóðan við harmafregn jafn-
vel þó að við henni hafi verið bú-
ist. Hann var loks yfirbugaður, en
hafði sýnt fádæma hugprýði og
manndóm. Mátti þá sjá hvað í
þessum manni bjó. Aldrei heyrðist
hann kvarta. Það var eðlilega mik-
ið áfall fyrir mann er hann á besta
aldri er sviptur möguleika til að
sinna starfi sínu. Það eitt út af
fyrir sig er mörgum um megn. Það
var aðdáunarvert hvernig hann
komst yfir þetta veikindatímabil
og hann tók að dunda sér heima,
stytti sér stundir við að teikna og
mála og leitaði sér fræðslu á þvf
sviði. Kom fljótlega í ljós að hann
hafði næmt auga fyrir því sem
öðru. Litlu sfðar settist hann á
skólabekk á ný til þess að verða
kennari og meistari f hárskurði
við Iðnskólann í Reykjavík. Frá
þvf starfi var hann kallaður i sina
hinstu för.
Ég, sem þessar línur skrifa, hef
þekkt Vigfús um áraraðir. Það er
asta umhverfi. Hún var einstak-
lega hreinskiptin í samskiptum
við aðra og aldrei heyrði maður
hana tala illa um náungann. Hún
gat að visu stundum verið all
hvöss í tilsvörum en allir fundu,
að það var aðeins ysta yfirborð,
inni fyrir bjó góðvild, umhyggja
og hlýja. Hún var einstaklega
barngóð og að henni hændust öll
börn og þessara eðliskosta hennar
nutum við systkinin að Hring-
braut 112 rikulega.
Bernskuminningar tengjast
sjaldnast stóratburðum á veraldar
visu heldur oftar smáum atvikum,
viðburðum, umhverfi og andrúms-
lofti. Þegar ég lit til baka kemur
Heiða oft við sögu i mfnum
bernskuminningum. Ég og mínir
hann kýr, kindur og hesta og fór
vel með búsmalann. Hann var
hestamaður mikill og hafði ávallt
góðhesta og var með betri bænd-
um í kaupstaðnum. Þá var hann
um fjölda ára verkstjóri við frysti-
hús Kaupfélagsins á Skagaströnd
og siðar um árabil afgreiðslumað-
ur hjá því. Björn var söngvin og
spilaði á orgel sér til ánægju,
hann var bókhneigður og las mik-
ið.
Á heimili þeirra hjóna Björns
og Önnu á Læk, dvaldi móðir
Björns María Gísladóttir til
41
því skarð fyrir skildi þegar svo
góður vinur, samstarfsmaður og
félagi er horfinn. Það yljar manni
að horfa yfir farinn veg, sjá hann
í gáska lífsins í góðra vina hópi, þá
var hann gleðigjafi hvar sem hann
var eða hvert sem hann fór. Það
var oft glatt á hjalla þegar við
félagarnir fjórir komum saman og
tókum lagið. Vigfús var söngelsk-
ur maður, hafði fallega söngrödd
og kunni vel með lag að fara.
Okkar leiðir hafa lengi legið sam-
an vegna fjölskyldutengsla, en
ekki sfst vegna órofa vináttu. Á
sfðastl. sumri byggðum við sumar-
bústaði við fallegt fjallavatn. Það
var spottakorn á milli og hægt að
kallast á. Venjulega gengum við
til móts við hvorn annan, tylltum
okkur á stein, nutum náttúrufeg-
urðarinnar og fuglasöngsins og
marga bjarta sumarnóttina áttum
við saman við ár og vötn.
Við hjónin og fjölskylda mfn
þakkar allar samverustundirnar
og biðjum Guðs blessunar eftirlif-
andi konu hans og börnum.
S.B.
félagar vorum oft all baldnir og
stundum fengum við orð í eyra frá
Heiðu, en þegar fokið var í flest
skjól áttum við hauk í horni, þar
sem hún var. Hún tók svari okkar,
gerði að skrámum, og gaukaði að
okkur góðgæti.
Eins og áður var sagt var Aðal-
heiður ráðskona á heimili foreldra
minna í 50 ár. Hún vann því heim-
ili af einstakri alúð og trú-
mennsku. En þetta heimili var
líka hennar heimili, hún átti þar
athvarf og skjól. Hennar ættingj-
ar voru okkar heimilisvinir, hún
var ávallt sem ein af fjölskyld-
unni.
Síðasta áratuginn var Aðalheið-
ur töluvert bundin við rúmið, fæt-
urnir gáfu sig og hún átti erfitt
með gang, en hún hélt þó allgóðri
heilsu alveg fram á siðustu ár.
Þessi síðustu ár þurfti hún
mikla umönnun, þessa umönnun
veitti móðir mín, Kristín María,
henni af einstarki alúð. Þá kom
vel f ljós hvers virði einlæg vin-
átta er, vinátta, sem staðið hafði
óslitin og skuggalaus í rúmlega ‘
hálfa öld.
Með Aðalheiði er horfinn enn
einn fulltrúi þeirrar kynslóðar, er
fæddur var fyrir aldamót. Kyn-
slóðar, er hafði annað verðmæta-
mat, aðra viðmiðun en nútíminn.
Starfsvettvangur hennar, heimil-
ið, var ef til vill ekki stórt en
störfin margbrotin og oft vanda-
söm. Hún skilaði sfnu ævistarfi af
alúð, vandvirkni og trúmennsku.
Mættum við sem eftir lifum af því
læra. Blessuð sé minning hennar.
Hafsteinn Þ. Stefánsson.
dauðadags til 1941 og Björn Arn-
finnsson, tengdafaðir hans til
fjölda ára. Leið þessu aldurhnigna
fólki vel hjá venslafólki sínu.
1948 flytur Björn Helgason með
fjölskyldu sína að Kaðalstaðakoti
á Hvalfjarðarströnd og hefur þar
búskap, en selur eigi Læk, en
Björn Arnfinnsson flytur heim f
átthaga sina og andast þar. Bú-
skapur Björns Helgasonar var
ekki langæur á Hvalfjarðar-
ströndinni, kona hans Anna
Björnsdóttir andaðist f desember
1948, og var jarðsett á Spákonu-
felli. Flutti Björn í vordögum 1949
heim til átthaganna með börn sfn
og hóf búskap á Læk að nýju. Kom
þá á heimili hans systir hans
Magdalena Soffía og bjó með hon-
um til 1954 er hún andaðist.
Síðustu 10 ár ævi sinriar dvaldi
Björn Helgason á Héraðshælinu á
Blönduósi sökum sjúkleika.
Alla mína prestskapartið var ég
í góðu vinfengi við Lækjarsystkin-
in og hafði að þeim mikil kynni, en
þau voru mér geðþekkt fólk. Éru
nú tvö af þeim á lífi aldurhnigin
frú Guðrún Berndsen á Karlsskála
á Skagaströnd og Karla Helga-
dóttir er dvelur um þessar mundir
í Færeyjum.
Blessuð sé minning hins látna
vinar vors.
Pétur Þ. Ingjaldsson