Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
45
SJÓNARHORN
UMSJÓN ÓLAFUR JÓHANNSSON
Stefnir fjallar um stóriðju
STEFNIR, fyrsta tbl. þessa árs, er
kominn út. í þessu hefti er fjallað um
stóriðjumál, en um það efni rita f
blaðið þeir Geir H. Haarde, Sigurgeir
Jónsson, Jónas Elíasson og Birgir ísl.
Gunnarsson. I>á er fjallað um efna-
hagsmál f blaðinu og einnig eru
kenningar Miltons Friedman til um-
fjöllunar í þessu hefti.
Þá er birtur bókarkafli Stefnis,
en það er greinargerð um tengsl
hinnar alþjóðlegu friðarhreyf-
ingar, sem berst fyrir afnámi
kjarnorkuvopna, og sovésku leyni-
lögreglunnar KGB. Höfundur þess-
arar greinargerðar er John
Darron, einn aðalritstjóra tima-
ritsins Reader’s Digest, en hann er
einnig höfundur metsölubókar um
KGB. í bókarkafla Stefnis er ekki
fjallað um friðarhreyfingu á ís-
landi.
Ritstjórnargrein Stefnis fjallar
um jafnrétti, en þar gerir höfund-
ur jafnan kosningarétt að umtals-
efni. 1 greininni segir m.a.:
„I grundvallaratriðum hefur
verið nokkuð almennt samkomulag
um jafnrétti fremur en jöfnun af-
komu. Fremur hefur verið valin sú
leið að strengja öryggisnet um þá
sem minna mega sin, heldur en að
gera alla eins. Þó hefur umræðan í
atkvæðisréttarmálinu snúist um
stefnu þjófstartsins. Misvægi at-
kvæða hefur leitt til þess, að til-
teknum landshlutum hefur verið
veitt forskot sem aðrir hafa ekki.
Með aukinni skattheimtu og póli-
tískri lánafyrirgreiðslu hafa
stjórnmálamenn fengið vald til að
jafna afkomu fólks í landinu. Þetta
er kjarni málsins. Ef stjórnmála-
menn hefðu ekki þetta skömmtun-
arvald væri tæplega deilt um at-
SUS:
Efla tengslin
viö íslenska
námsmenn
í útlöndum
SAMBANI) ungra sjálfstæðismanna
sendir nú fyrir kosningarnar öllum
íslenskum námsmönnum erlendis
bréf, þar sem vakin er athygli á
stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins
í hinum ýmsu málum, einkum þó
þeim sem námsmenn varða sérstak-
lega, samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Geir H. Haarde, for-
manni SUS.
Eins og kunnugt er af fréttum
fóru þeir Geir H. Haarde og Birgir
Isl. Gunnarsson til Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar á fund ís-
lenskra námsmanna þar. Voru
haldnir 9 fundir á 8 dögum í þess-
um löndum. Sagði Geir að hátt á
fjórða hundrað manns hefðu mætt
á fundum þessum. „Fundirnir voru
bæði skemmtilegir og fjörlegir og
fóru þar fram líflegar umræður.
Þeir voru mjög fróðlegir fyrir
okkur og vonandi fundarmenn
líka,“ sagði Geir.
Geir gat þess að ungir sjálf-
stæðismenn hefðu síðastliðin
misseri lagt aukna áherslu á það
að efla samband við íslenska
námsmenn erlendis, en þar hefðu
til skamms tíma verið ríkjandi
ofstækisfullir vinstrimenn. „Við
erum sannfærðir um að þetta sé
nú að breytast og að sjálfstæðis-
stefnan eigi nú mun rikari hljóm-
grunn á meðal ungra Islendinga
erlendis, jafnt sem hér heima,"
sagði Geir.
„Við teljum mjög mikilvægt að
rækta sambandið við þennan hóp,
sem hefur af skiljanlegum ástæð-
um verið nokkuð afskiptur mörg
síðastliðin ár,“ sagði Geir H.
Haarde.
kvæðisréttinn. Það myndi þá í
raun tilheyra fortíðinni að boða
forréttindi eins á annars kostnað.
Byggðastefna sem felst i
skömmtunarstefnu hefur leitt til
þjóðfélagslegs ranglætis þar sem
atkvæðakaup stjórnmálamanna
hafa t.d. ráðið fjárfestingum en
ekki hagkvæmnissjónarmið. Aug-
ljóst er að þeir sem hagnast á
þessu vilja halda í ranglætið —
það er reynslan af öllum sérrétt-
indahópum á öllum tímum.
Raunhæfasta leiðin gegn órétt-
lætinu felst á hinn bóginn ekki í
því að taka forréttindin af einum
og veita öðrum; hún felst í því að
afnema þau með öllu. Það verður
aðeins gert með því að taka
skömmtunarvaldið af stjórnmála-
mönnum. Jafnframt verður að
auka vald sveitarstjórna á kostnað
ríkisvaldsins og láta hagkvæmn-
issjónarmið ráða fjárfestingum.
Eingöngu með slíkum aðgerðum er
unnt að eyða tortryggni dreifbýl-
ismanna í garð þéttbýlismanna.
Það yrði nefnilega engin lausn að
láta atkvæðakaupin fara fram á
Reykjanesi fremur en á Austur-
landi — svo dæmi sé tekið.“
Ritstjóri Stefnis er Hreinn
Loftsson.
Gerður Thoroddsen, læknisfræði. Óli Bjöm Kárason
Gerður Thoroddsen
framkvæmdastjóri SUS
GEKÐUR Thoroddsen, háskólanemi, var nýlega ráðin framkvæmdastjóri
Sambands ungra sjálfstæðismanna, og tók hún við starfinu af Óla Birni
Kárasyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri SUS í tæpt ár. Þetta er í
fyrsta sinn sem kona gegnir starfi framkvæmdastjóra SUS.
Gerður Thoroddsen sagði í ir sjálfstæðismenn legðu sitt lóð
samtali við Mbl. að þetta væri
spennandi, fjölbreytt og
skemmtilegt starf, enda væri
mikið um að vera hjá ungum
sjálfstæðismönnum nú í kosn-
ingabaráttunni. Fjölmargir ung-
á vogarskálarnar fyrir þessar
kosningar og væru dugandi í að
kynna kjósendum viðhorf sín og
Sjálfstæðisflokksins í málefnum
ungs fólks, sem og öðrum.
Samband ungra sjálfstæðismanna gegn Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins:
Kappræðufúndir um allt
land haldnir næstu daga
SAMBAND ungra sjálfstæðismanna og Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins standa fyrir kappræðufundum um allt land á
næstu dögum og munu fulltrúar þessara samtaka leiða saman hesta
sína á fundunum og verður efni fundanna „Andstæðar leiðir í íslensk-
um stjórnmálum — sjálfstæðisstefnan eða sósíalismi**. Baráttan hefst
með fundi í Reykjavík, en þar tala fyrir hönd SUS þau Bessí Jóhanns-
dóttir, Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir. Fundarstjóri verður
Árni Sigfússon formaður Heimdallar, en fundurinn verður haldinn í
Sigtúni.
Þá verða haldnir fundir víða
um land, en það er stefna SUS
varðandi þessa kappræðufundi,
að sem flestir úr röðum heima-
manna verði frummælendur á
fundunum.
Á Akranesi verður fundurinn
haldinn á Hótel Akranesi
sunnudaginn 17. apríl og hefst
hann klukkan 14.00. Ræðumenn
SUS verða þau Guðjón Krist-
jánsson, Inga Jóna Þórðardótt-
ir og óðinn Sigþórsson. Fund-
arstjóri verður Halldór Karl
Hermannsson. Á ísafirði verð-
ur fundurinn haldinn sunnu-
daginn 17. apríl á Hótel ísafirði
og hefst hann klukkan 13.30.
Frummælendur SUS verða þeir
Einar K. Guðfinnsson, Guð-
mundur Þórðarson og Halldór
Jónsson, en fundarstjóri verður
Eirikur F. Greipsson. Á Akur-
eyri verður fundurinn haldinn í
Sjallanúm sunnudaginn 17.
apríl og hefst kappræðan
klukkan 14.00. Ræðumenn SUS
verða þeir Geir H. Haarde,
Guðmundur Heiðar Frímanns-
son og Tómas Gunnarsson.
Fundarstjóri verður Björn Jós-
ef Arnviðarson. Á Egilsstöðum
verður kappræðufundurinn
haldinn 17. apríl, sem og á fyrr-
greindum stöðum og fer fund-
urinn fram í Valaskjálf og
hefst klukkan 13.30. Ræðumenn
SUS verða þeir Einar Rafn
Haraldsson, Jónas Jóhannsson
og Ragnar Ó. Steinarsson.
Fundarstjóri verður Rúnar
Pálsson.
í Vestmannaeyjum verður
kappræðufundurinn laugardag-
inn 16. apríl. Verður hann í
Hallarlundi og hefst klukkan
16.30. Frummælendur SUS
verða þeir Georg Þór Krist-
jánsson, Gústaf Níelsson og
Þorsteinn Pálsson, en fundar-
stjóri verður Magnús Jónasson.
í Kópavogi verður fundurinn
haldinn sunnudaginn 17. apríl
og fer hann fram í Félagsheim-
ili Kópavogs og hefst klukkan
14.00. Ræðumenn SUS verða
þeir Haraldur Kristjánsson,
Lárus Blöndal og Jóhanna
Thorsteinsson, en fundarstjóri
verður Þorsteinn Haraldsson.
Kosningafundur í Gamla
bíói á laugardaginn
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN gengst fyrir kosningafundi í Gamla bíói í
Reykjavík næstkomandi laugardag, 16. aprfl. Munu ungir frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins flytja stutt ávörp á fundinum.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Geir H. Haarde,
formanni SUS, mun fundurinn
verða í líflegu formi, þar verða
skemmtiatriði ýmisskonar, tón-
list, söngur og fleira verður flutt
á milli ávarpa. Sagði Geir að
ungir sem aldnir ættu að geta
fundið eitthvað á fundinum við
sitt hæfi og hvatti hann stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins
til að fjölmenna á fundinn.
Bessí Jóhannsdóttir
Geir H. Haarde
Inga Jóna Þórðardóttir
Arni Sigfússon
Kappræðufundur í Sigtúni annað kvöld
KINS og fram kemur annarsstaðar
á síðunni eru að fara af stað kapp-
ræðufundir á milli SUS og ÆFAB,
og verður fyrsti fundurinn í Sigtúni
I Reykjavík á morgun, flmmtudag.
Ræðumenn SUS verða þau
Bessí Jóhannsdóttir, Geir H.
Haarde og Inga Jóna Þórðar-
dóttir, en fundarstjóri verður
Árni Sigfússon. Ekki var kunn-
ugt um að ÆFAB væri búin að
tilnefna sína ræðumenn þegar
þetta er ritað.
Ef að líkum lætur verður
fundurinn fjörugur, eins og títt
er þegar fulltrúar þessara afla
leiða saman hesta sína og eru
ungir sjálfstæðismenn hvattir
til að mæta á fundinn.