Morgunblaðið - 23.04.1983, Page 2

Morgunblaðið - 23.04.1983, Page 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Ein mikilvægasta stjörnuathugun- arstöð heims er á Norður-Spáni Frá Helgu iónsdóttur, fréttaritara Mbl. í Burgos, Spáni. Á Calar Alto-fjalli hvín ískaldur stormurinn allan veturinn og helming vors og hausts er fjalliö huliö snjó. Það er oft erfiðleikum bundiö aö fara á milli á svæöinu á þessum tíma árs. Á Calar Alto búa að jafnaði 30 manns. Á fjallinu, 2.160 m hátt (hæsta fjall í Almeríasveit á S-Spáni), er staðsett ein stærsta og mikilvægasta stjörnuathugunarstöð í heimi. Schmidt-ljósmyndavélin er notuð til þess að taka myndir af stjörnum. Það voru Þjóðverjar er völdu staðinn, nánar tiltekið voru það tæknifræðingar frá stjörnu- fræðistofnuninni Max Planck. Þeir leituðu að stað í S-Evrópu til þess að geta fylgst betur með því sem þeir nefna miðju himin- hvolfs og sem á sama tíma upp- fyllti þau skilyrði að vera nógu hátt uppi frá jörðu til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar truflanir frá andrúmsloftinu. Einnig var mikilvægt að himinn- inn væri nægilega heiðríkur til þess að leyfa sem flestar athug- anir. (í Þýskalandi er meðaltal stjörnubjartra nótta um 50 á meðan Almería hefur að meðal- tali 200 stjörnubjartar nætur á ári.) Calar Alto-fjali í Almería- sveit uppfyllti allar þessar kröf- ur þannig að þýsku tækni- fræðingarnir fóru á fund spænskra yfirvalda og buðu þeim samning: Spánn kæmi upp góðri samgönguaðstöðu uppi á fjallinu með viðeigandi þjón- ustu: vatni, rafmagni, síma o.s.frv. Þjóðverjar fyrir sitt leyti byggðu fjórar byggingar með til- heyrandi hvolfþökum og hver þeirra hefði aflmikinn stjörnu- sjónauka. Spánverjar fengju 10% af tímanum til eigin athug- ana. Stjórnvöld á Spáni samþykktu skilmálann þegar í stað. Meira að segja var ákveðið að Spán- verjar skyldu koma upp einni hvelfingu að öllu leyti með spænsku fjármagni og koma þar fyrir stórum stjörnusjónauka a.m.k. ekki minni en Þjóðverjar hefðu. Gömlu stjörnuathugun- arstöðunni í Madrid, staðsett í miðjum Retiro-skemmtigarðin- um, yrði jafnframt lokað enda er athugunarstöðin umkringd byggingum, ljósum og mengun alls staðar í nágrenninu. Árið 1973 er hafist handa við byggingu stöðvarinnar í Alm- ería. Fjárfestingin nam 10.000 milljónum peseta. Fyrst var lok- ið við þýskan stjörnusjónauka; 1,2 m að þvermáli. Þá kom spænski sjónaukinn; 1,5 m sem var tekinn í notkun árið 1977; síðan annar þýskur sjónauki; 2,2 m og myndavél til þess að taka stjörnuljósmyndir. Myndavélin, sem ber nafnið Schmidt-vélin, komst í notkun 1980. Hvað sem því líður er stolt Calar Alto risa- sjónauki (3,5 m) sem hefur tekið 10 ár í byggingu. Nú er hann til- búinn til þess að verða settur saman og á þessu ári verður byrjað að nota hann. Vitaskuld eiga þessir sjónaukar ekki neitt skylt með hinum gömlu róman- tísku löngu tækjum þar sem ein- staklingurinn stóð fyrir aftan og mændi til himins og skrifaði niður hjá sér á blað það sem fyrir augum bar. Nú eru þetta risastór tæki, mörg tonn að þyngd, sem starfa í samráði við flókinn tölvuútbúnað. Af fimm athugunarbygging- um á Calar Alto-fjalli er spænska byggingin sú eina þar sem jarðhæðin er fyrirhuguð til búsetu. Þar búa að jafnaði 4 Spánverjar. Fyrirliði hópsins er Mariano Moles, 35 ára gamall eldflaugaverkfræðingur og sér- fræðingur í geimeðlisfræði. Mol- es hefur óbifandi áhuga á stjörnufræði. Sem stendur vinn- ur hann að athugunum, sem eru fólgnar i leit að svæðum í him- ingeimnum fullum af ryki og gasi sem mynda stjörnur. „Úti í geimnum eru svo ótal margar stjörnur að við erum hætt að útbúa skrár," útskýrir Moles. „Á hverju Ijósmynda- spjaldi sem við tökum af smá- hluta himinsins finnum við þús- und milljón hnetti; einnig er að stjörnusjónaukinn okkar er mjög góður og hefur óviðjafn- aniega linsu, sem leyfir okkur að gera fyrsta flokks athuganir.“ Moles, eins og aðrir í stöðinni, er þar kominn til þess að vinna. Á næturna þegar veðurskilyrði leyfa er unnið að athugunum; á morgnana er hvílst og kl. hálf sjö á kvöldin er snætt og síðan farið á ný upp í hvelfinguna. Starfsmenn á Calar Alto eru þar þó ekki allt árið um kring. Kerfið í athugunarstöðinni leyf- ir breytingu á stjörnufræðingum og öðru starfsfólki. Þar eð spænska athugunarstöðin er þjóðareign koma meðlimir stjörnufræðistofnanna eða há- skólar með verkefni. Nefnd ein fer yfir þau og velur úr. Tiltek- inn vísindamaður hefur rétt á að hagnýta sér starfsaðstöðuna á Calar Alto í a.m.k. 20 daga. Af 32 sem starfa á þýska svæðinu eru 22 Spánverjar og 10 Þjóðverjar. Ýmisleg vandamál hafa sprottið upp á milli þeirra. Spánverjar kvarta yfir því að Þjóðverjar fari stundum eftir spænskri vinnulöggjöf og í öðr- um tilvikum eins og þýsk lög mæla fyrir. Einnig hefur spunn- ist deila yfir samgönguþjónust- unni fyrir þá sem vinna á svæð- Vagnstjóri á leið 11 svarar spurningum Einars Gústafssonar í umferðarkönn- un íbúa við Hjallasel á sunnudag. Morpinbi»»k>/Kristj»n Ein»r»son. fbúar við Hjallasel: Ónæði og slysahætta vegna umferðarþunga í götunni „VIÐ erum í langan tíma búin að biðja um úrbætur, en hingað til hef- ur ekkert tillit verið tekið til óska okkar. Við ætluðum að loka götunni alveg í dag, en höfum frestað því í bili meðan verið er enn einu sinni að skoða málið,“ sagði Einar Gústafs- son íbúi við Hjallasel í samtali við Morgunblaðið á sunnudag, en þá efndu íbúar við götuna til umferð- arkönnunar við götu sína og stöðv- uðu allar bifreiðir sem um hana fóru. íbúar við Hjallasel hafa áður gripið til aðgerða og lokað fyrir umferð um götu sína. Þeir segja að ófremdarástand ríki í götunni. Samkvæmt talningu í september sl. fari um götuna að meðaltali 1.020 bílar á sólarhring, eða u.þ.b. einn bíll á mínútu. Strætisvagn fer um götuna fimm sinnum á klukkustund. Gatan sé aðeins sex metra breið og í dag séu götur ekki skipulagðar þrengri. Auk þess væru lóðir framan við húsin nán- ast engar og í götunni því mikil slysahætta fyrir börn. Ibúarnir sögðu mikið ónæði af umferðinni, sem þeir sögðu mikla. Húsin hefðu þeii* hins vegar byggt í þeirri trú að gatan yrði róleg íbúðargata. Mistök væru í skipu- lagi hverfisins, sem leitt hefðu til ófremdarástandsins, breiðgata endaði í götunni og væri Hjalla- selið því í langflestum tilvikum notuð til keyrslu milli hverfa í Breiðholti. Gatan þyldi hins vegar ekki þá umferð sem um hana færi, og hefði á það verið bent á árinu 1980. Tvívegis hefði verið gengið á Bifreiðir stöðvaðar í Hjallaseli og ökumenn spurðir spjörunum úr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.