Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 2
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 Það er einhver sem ræður meiru en kóngurinn Rœtt við Guðgeir Jónsson, bókbindara og fyrrum forseta Alþýðusambands íslands, í tilefni af nírœðisafmœli „Ég er fæddur á Digranesi 1893. Digranes taldist þá til Sel- tjarnarneshrepps en er nú hluti Kópavogskaupstaðar. Þegar ég var fjögurra ára dó faðir minn og fluttist ég þá í Fífuhvamm til afa míns og ömmu, Þorláks Guð- mundssonar alþingismanns og Valgerðar Ásmundsdóttur. Ég var hjá þeim meðan þau lifðu — afi dó 1906 en amma 1912. Þau fluttu hingað í Eskihlíðina 1902 en þar var sveitabær, og stendur húsið reyndar enn. Ég fluttist svo til móður minnar og stjúpa eftir að afi og amma voru dáin. Ég fermdist árið 1907. Um sumarið vann ég fyrir mér sem ökuþór með hest og vagn en sumarið eftir það vistaðist ég í sveit. í janúar 1909 hóf ég svo ævistarfið — þá rakst ég á aug- lýsingu eftir bókbindaranema í ísafold og ákvað að kanna málið." Guðgeir Jónsson, bókbindari, verður níræður næstkomandi mánudag, 25. apríl. Hann er þjóð- kunnur maður fyrir þátttöku sína í félagsmálum, bæði innan Góð- templarareglunnar og launþega- samtakanna. Hann var forseti Alþýðusambands íslands frá 1942—44 og sat alls þrjú tímabil í stjórn þar. Hann var í stjórn Fé- lags bókbindara 25 ár samfleytt jafnframt því sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið. Ég byrja á því að spyrja Guðgeir hvernig hafi verið að stunda bókbandsiðn á þessum ár- um. Töluvert atvinnu- leysi á köflum „Þær voru ekki margar bók- bandsstofurnar þá — ég held það hafi ekki verið nema fjórar fyrir utan Félagsbókbandið þar sem ég starfaði fyrstu árin. Það er ágætt að stunda þessa vinnu nema það var töluvert atvinnuleysi hjá okkur á köflum eins og öðrum. Eg stundaði oft útivinnu — var á eyrinni eða í síld, byggingarvinnu o.fl. á sumrin, en þá var minnst að gera í bókbandinu. Þá var ég með bókbandsverkstæði sjálfur um tíma frá 1918 til 1922. Hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg byrjaði ég svo í febrúar 1932 þeg- ar stofnuð var bókbandsdeild þar og hjá þeim starfaði ég samfellt í 47 ár og var 85 ára þegar ég hætti alveg.“ Þú hefur starfað mikið að fé- lagsmálum um ævina? „Já, þau hafa alltaf vakið áhuga minn. Ég hef starfað tölu- vert bæði innan Góðtemplara- reglunnar og í verkalýðshreyfing- unni og vonandi gert eitthvert gagn. Bókbindarar áttu lengi erfitt uppdráttar miðað við prentara. Þetta var að nokkru þeim sjálfum að kenna þar sem þeir höfðu ekk- ert félag með sér lengi framan af. Fyrsta félag bókbindara var stofnað 1906 uppi á kvistinum að Laugavegi 18 Á, en það hús stóð þar sem Mál og menning er núna. Þetta félag lagðist niður 1912 og var reyndar aldrei mikill kraftur í því enda stéttin fámenn. Félagið var svo endurvakið 1915 og þá var ég í stjórn þess en það starfaði heldur ekki lengi. Það var svo ekki fyrr en 1934 sem skriður tók að komast á málin. Þá Guðgeir Jónsson var stofnað nýtt Félag bókbind- ara og sat ég í stjórn þess í 25 ár — ég hætti í stjórninni 1960 og hefur víst verið tími til kominn." Hvernig var að standa í kjara- baráttunni á þessum árum? „Það var náttúrulega dálítið strembið á köflum, en þó gerðist aldrei neitt stórvægilegt og það fylgdu þessu engin illindi. Bók- bindarar voru eins og ég sagði lengi framan af á eftir prentur- um í kaupi og kjörum og flestir voru sammála um að það væri óeðlilegt. Forstjóri Ríkisprent- smiðjunnar sýndi þessu máli mikinn skilning og það hjálpaði okkur mikið til að ná jafnræði við prentara. Nú eru þessi félög orðin að einu í Félagi bókagerðar- manna en inn í það gengu einnig ofsettprentarar og prentmynda- smiðir." Nú varst þú fulltrúi á nokkrum Alþýðusambandsþingum og for- seti ASÍ eitt tímabil — þú hlýtur að minnast margs frá þessum ár- um? „Ég veit það nú ekki — það skeði svo sem ekkert stórvægi- legt. En ég var á nokkuð mörgum Alþýðusambandsþingum, þar á meðal fyrsta haustþingi Alþýðu- sambandsins haustið 1916 en það var framhaldsþing af stofnþing- inu sem haldið hafði verið í marz sama ár.“ Hvers minnist þú helst af þessu þingi? „Ég hafði nú lítinn tíma til að sitja það — það var mikil vinna hjá mér og svo var ég einmitt að Ljósm.: Krútján örn Elfuson. gifta mig þegar þetta var. Ég held að þetta þing hafi mikið til farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Það reyndi stundum töluvert á Ég var kosinn ritari á Alþýðu- sambandsþinginu 1940 og 1942 var ég gerður að forseta. Þetta var einhver pólitískur sambræð- ingur hjá þeim að ég varð fyrir valinu. Ég hef alltaf verið feim- inn og ekki hugsað hátt, enda verið lofthræddur um dagana." Það hefur ekki verið vanda- laust að gegna þessu starfi á þessum umbrotatímum? „Það reyndi stundum töluvert á — það gengur svo þegar menn eru allir að erja á sama blettinum að tortryggnin vill setja svip sinn á samstarfið. Ég gerði hvað ég gat til að halda þessu saman en ekki veit ég hvort mér tókst vel eða illa upp. Ég var Alþýðu- flokksmaður þá en þeir voru ekki allir ánægðir með mig broddarnir í Alþýðuflokknum. Mér fannst að sem forseti ASÍ gæti ég ekki tek- ið afstöðu sem Alþýðuflokksmað- ur en þeir vildu sumir meina að ég ætti að gera það. Svo sprakk þetta hjá þeim 1944 — þá gat nefndin ekki komið sér saman um forseta. Það varð úr að Hermann Guð- mundsson, sem var sjálfstæðis- maður, var tilnefndur forseti en það var enginn Alþýðuflokks- maður í þeirri stjórn — þeir neit- uðu allir að starfa með Her- manni. Hermann var forseti tvö tímabil — til 1948. Ég hafði ekk- ert á móti honum og fór aftur í stjórnina 1946—48. Það var ekki vel séð af öllum." Telurðu að andrúmsloftið hafi breyst á Alþýðusambandsþingum frá því sem áður var? Láglaunamaðurinn mætir alltaf afgangi „Ég fylgist nú lítið með þessu núorðið. Ætli það sé ekki svipað og var. Varðandi kjarabaráttuna hefur hins vegar orðið afturför — það nær ekki nokkurri átt hvern- ig tilhögun vísitölubóta á laun hefur þróast, því með þessu lagi mætir láglaunamaðurinn alltaf afgangi með verðbætur á sín laun. Var ekki verið að segja það nýlega í fjölmiðlum að ráðherr- arnir hafi fengið 8 þúsund krónur í vísitölubætur þegar þeir lægst launuðu fengu 1 þúsund krónur? Er eitthvert vit í þessu? Með þessu móti eykst bilið milli hálaunamanna og láglauna- manna stöðugt — það sér hver maður. Það hefur ekki alltaf ver- ið staðið svona sð þessu. Árið 1951 var tekinn upp sá háttur í samningum að þeir sem höfðu háar eða miðlungstekjur gátu aldrei fengið hærri vísitölubætur á laun sín en nam þeirri upphæð sem láglaunamaðurinn fékk í bætur. Þetta var góð tilhögun að mínu áliti — Alþýðusambandið hefði átt að standa vörð um hana, en svo fór að þetta datt uppfyrir. Það er eins og þeir sem hærri launin hafa telji sig tapa ef bilið minnkar — en það er hugsunar- háttur sem ég hef aldrei getað fallist á.“ En hvað segir þú um nútíma almennt — ertu bjartsýnn eða svartsýnn? „Ætli ég sé ekki einhverstaðar mitt á milli. En stundum dettur manni í hug sem maður las í kristinfræðunum hér áður fyrr um heimsendi. Það er a.m.k. búið að spá honum svo oft að hann gæti farið að koma ekki síst núna þegar menn eru farnir að hamast í loftinu með alls kyns vítisvélar. En það er reyndar spurning hversu miklu mennirnir ráða og ekki víst að það verði þeir sem stjórna heimsendi ef af honum verður. Það er nefnilega ekki gott að segja af hverju hlutirnir ráð- ast, hvort það er forsjón eða til- viljun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.