Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 53 Sumir kusu heldur ad yfirgefa ættjördina en aö Ijá Hitler liösinni sitt en aörir uröu um kyrrt og lögöu sitt af mörkum til aö gera veg nasista- flokksins sem mestan Þrír japanskir hermenn gefast upp undir stríóslok. Rannsóknir Japana á sýkla- hernaði, sem kynnu að hafa haft mikil áhrif á gang stríðsins, voru stöðvaðar þegar sovéski herinn réðst inn í Mansjúríu f ágúst 1945. Japanir drápu þá fanga, sem eftir voru á lífi, með gasi, og sprengdu upp búðirnar til að fela öll verks- ummerki. Sumir japönsku fanganna féllu í hendur Rússum og voru dæmdir í allt að 15 ára fangelsi í stríðs- glæparéttarhöldum í landamæra- borginni Khabarovsk en langflest- ir japönsku herdeildarmannanna, 3.600 talsins, komust heim til Jap- ans heilu og höldnu. Sagt er að japanski undirhershöfðinginn Shiro Ishii, yfirmaður búðanna, hafi komist að samkomulagi við bandarfsku hernámsyfirvöldin um að hann léti af hendi allar niður- stöður gegn því að hann yrði ekki lögsóttur. Saga hinnar alræmdu 731. her- deildar japanska hersins hefur verið sögð í metsölubókinni „Offylli andskotans", sem út kom í fyrra eftir Seiichi Morimura og Masaki Shimozato. Þar kemur fram, að Ishii lést eðlilegum dauðdaga árið 1959 og annar hershöfðingi, Masaji Kitano, stofnaði lyfjafyrirtækið „Græna krossinn", sem staðið hefur fram- arlega í framleiðslu gerviblóðs. Öðrum yfirmönnum búðanna vegnaði síðar vel í Japan sem læknum og prófessorum. — CHRISTOPHER S. WREN flokknum, megi sjá, að Schwarz- kopf hafi sótt um að vera félagi 26. janúar 1940 og verið tekin í flokk- inn 1. mars sama ár. Flokksskír- teinið hennar var númer 7548960. Karajan hefur, ólíkt því sem er með Schwarzkopf, aldrei dregið neina dul á, að hafa verið í nasista- flokknum. Hann hefur hins vegar orðið margsaga um það hvenær hann varð félagi. „Það er ekkert leyndarmál, að ég var í flokknum. Ég gekk í hann 1 Aachen árið 1935 þegar til stóð að ég yrði þar hljómsveitarstjóri," sagði Karajan við vin sinn Ernst Hausserman í sjálfsævisögu sinni. Tónlistarfræðingurinn Fred K. Prieberg segir hins vegar í bók, sem hann gaf út í fyrra, „Tónlist í Þriðja ríkinu”, að skjalasafn Bandamanna sýni, að Karajan hafi gengið í nas- istaflokkinn í Salzburg í Austurríki 8. apríl 1933, þremur dögum eftir 25. afmælisdag sinn, og orðið félagi númer 607525. „Ég tel,“ segir Prieberg, „að Kar- ajan hafi lagt áherslu á árið 1935 til að mildari augum yrði litið á aðild hans að nasistaflokknum. Eftir stríðið voru menn taldir þeim mun verri sem þeir gengu fyrr í flokk- inn.“ Ýmislegt er líka á huldu um það hvenær eða hvort Karajan gekk úr flokknum. Sjálfur segist hann hafa komist í ónáð hjá Hitler vegna lé- legra hljómleika í Berlín og einnig vegna þess, að hann kvæntist konu, sem átti ættir sínar að rekja til gyðinga. Skjölin í Berlín leiða þó í ljós, að Karajan hætti ekki í flokkn- um eins og hann heldur fram. Bréf, sem skráningarskrifstofa flokksins i Munchen sendi Joseph Göbbels, yfirmanni menningarmála í Þriðja ríkinu, þann 25. maí 1944 sýna, að hljómsveitarstjórinn var þá enn fullgildur félagsmaður. Að því er Prieberg segir, þá naut Karajan þess, að umboðsmaður hans, Rudolf Vedder, var í SS, úr- valssveitum nasistaflokksins, og var náinn vinur Heinrich Himml- ers, yfirmanns SS og Gestapo, leynilögreglu nasista. - JOHN TAGLIABUE. ORÐUR Hetjudáð- ir hinna mállausu að voru ekki aðeins menn, sem voru heiðraðir fyrir hetjudáðir í síðari heimsstyrjöld, heldur fengu ýmsir málleysingjar líka þakklætisvott fyrir unnin af- rek. Fimmtíu og þrír hlutu hinn svokallaða „Viktoríukross dýr- anna“, og einn þeirra var nú fyrir skömmu seldur fyrir 5.000 sterl- ingspund á uppboði hjá Christies í Lundúnum. Þetta heiðursmerki er kennt við Mariu Elizabeth Dickin, sem stofnaði Hinn almenna dýraspít- ala og var hún jafnframt upphafs- maður orðuveitinganna. Orðan sem hér um ræðir var veitt af- reksdúfunni Merkúr. Hún var í eigu Jim nokkurs Catchpoles, trésmiðs í Ipswich. Henni var sleppt yfir Danmörku, sem þá var hersetin og hún flaug þaðan aftur til Ipswich með afar mikilvæg skilaboð frá dönsku andspyrnu- hreyfingunni. Vegalengdin var 480 mílur. Það er nálægt hámarks- vegalengd fyrir tamdar dúfur og hún flaug yfir hafið án þess að fá nokkra næringu eða hvíld. Afrek hennar var því óumdeilanlegt. Sonur Jim Catchpoles er bókari á eftirlaunum, búsettur í Ipswich. Hetjan og heiðursmerkið Hann segir eftirfarandi um Merk- úr og leiðangur hennar: „Her- málaráðuneytið taldi að hér væri um svo mikilvæga sendiför að ræða, að menn voru sendir til 50 dúfnaræktenda á austurströnd- inni og fengu þeir tvo fugla hjá hverjum þeirra. Síðan var farið með fuglana til Danmerkur, en Merkúr var sá eini, sem skilaði sér aftur. Ekki veit ég hver skilaboðin voru sem hann flutti. Ríkisstjórn- in heldur því enn leyndu." Þýzkir hermenn höfðu fengið skipanir um að skjóta niður allar þær dúfur, er þeir sæju á flugi. „Merkúr hafði farið aðrar sendi- ferðir, en þetta var sú síðasta. Hún var þá fimm ára,“ segir Catchpole. „Hún varð 10 ára göm- ul, og þykir það hár aldur." í stríðinu voru dúfur mikið not- aðar til þess að koma boðum. Sér- stök deild í brezka hernum annað- ist þessa þjónustu og á vegum hennar voru gerðir 16.554 leið- angrar, en þar af heppnuðust að- eins 1.843. „Viktoríukross dýranna" var sem fyrr segir veittur 53 málleys- ingjum á árabilinu 1942—1949. Þar af var 31 dúfa, 18 hundar og þrír hestar, sem notaðir voru í London, meðan á loftárásum Þjóð- verja stóð. Loks varð það köttur einn sem hlaut heiðursmerki. Merkisköttur sá hét Simon. Þau urðu örlög hans, að hann drapst af skotsárum, er skipi hans hátignar, Amethyst, tókst að sleppa út úr Gulá í Kína árið 1949, þar sem kommúnistar Maos höfðu gert því fyrirsát. — DONALD WINTERSGILL EFTIRLAUN ítölum sýnist sitthvaÖ um „ellimörkin“ Maria Martini er þrítug að aldri og getur því varla tal- izt barn öllu lengur. Eigi að siður er hún og þúsundir annarra kvenna kallaðar börn í háðung- arskyni í ítölskum blöðum um þessar mundir. Konurnar eiga það sammerkt að hafa látið af störfum á unga aldri með eftirlaun frá rík- inu. Umfjöllun um „eftirlauna- börnin" svokölluðu leiddi af sér mikla öldu mótmæla og kennarar um gervalla Italíu lögðu niður vinnu í kjölfarið. Sú deila hefur nú verið leyst. Þessi umræða leiddi jafnframt til þess að eftirlauna- löggjöfin var skoðuð ofan í kjölinn og rannsóknir voru gerðar á hugs- anlegri misnotkun. Dómarar í Potenza tilkynntu 18 embættis- mönnum í borginni fyrir skömmu, að þeir gætu átt ákærur yfir höfði sér, en í ljós hafði komið að rösk- lega fjórðungur borgarbúa hafði látið af störfum og var með ör- orkulífeyri. Málið snérist einkum um lög sem samþykkt voru árið 1959, en samkvæmt þeim mega giftar kon- ur og mæður láta af störfum í þjónustu hins opinbera eftir 14 ár, sex mánuði og einn dag og njóta sömu réttinda og karlmenn, sem unnið hafa fimm árum lengur. Ár- um saman beindist lítil athygli að þessum lögum, því að þau voru samþykkt, meðan „ítalska efna- hagsundrið" var í hámarki og mik- il eftirspurn eftir vinnukrafti. En allt er í heiminum hverfult. Efna- hagsvandamál hafa hrannast upp á Italíu síðustu árin og þar hefur gætt áhrifa af samdrætti í efna- hagslífi annars staðar í heimin- um. Fyrir bragðið hafa stjórnvöld neyðzt til að gera víðtækar ráð- stafanir í sparnaðarskyni. ftölsk blöð hafa haldið því fram, að það sé óréttlátt að þrítugt fólk geti látið af störfum og fengið eftir- laun, meðan reynt sé að spara á öllum sviðum og rúmlega tvær milljónir manna séu atvinnulaus- ar. Fyrr á þessu ári lét frú Maria Martini af störfum sem ritari og fór á eftirlaun. Var það skömmu en hún varð þrítug. Hún fær á mánuði eftirlaun, sem svara til 9 þús. ísl. króna. Hún hefur ekki viljað skýra frá því, hversu gömul hún var, þegar hún fór að vinna. „Ég vann, á meðan aðrir léku sér,“ segir hún. „Þegar fólk velur, hlýtur það að taka mið af þörfun- um,“ sagði hún í viðtali við dag- blaðið Corriere Della Sera í Míl- anó. „Ég vann fyrir mér á heiðar- legan hátt í 15 ár. Ég hef engu stolið frá öðrum og nú er ég komin á eftirlaun." Hún bætti því við, að hún ætlaði ekki að hefja störf á öðrum vett- vangi eins og ýmsar aðrar konur, sem hafa farið snemma á eftir- laun, en það tiltæki hefur þótt bæta gráu ofan á svart að mati almennings. Þetta mál hefur valdið því, að samsteypustjórn Amintore Fan- fani hefur lagt til gagngera endur- skoðun á eftirlaunalöggjöfinni. Samkvæmt henni geta konur hætt störfum um þrítugt eins og nú er, en fá hins vegar engin eftirlaun fyrr en fimm árum síðar. Og ef þær fara að vinna annars staðar verður eftirlaunagreiðslum til þeirra frestað. - JOHN WINN MILLER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.