Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 55 Blómlegt skáklíf á Seltjarnarnesi Skák Margeir Pétursson TAFLFÉLAG Seltjarnarness hefur starfað af miklum krafti í vetur í Valhúsaskóla. I>að heldur uppi reglubundnum æfingum á veturna og gengst einnig fyrir mótum. Margt sterkra skákmanna er í fé- laginu og það er nú í þriðja sæti í 1. dcild í deildakeppni Skáksam- bands íslands, stendur aðeins sveitum Taflfélags Reykjavíkur að baki. Nýlega var haldið Skákþing Seltjarnarness og voru þátttakend- ur alls um 40 talsins. Skákmeistari Seltjarnarness 1983 varð Guð- mundur Halldórsson, rúmlega tví- tugur viðskiptafræðinemi, sem hlaut G'/2 vinning af 9 miigulegum í efsta flokki. Hann var vel að sigr- inum kominn eftir harða keppni við Hilmar Karlsson. Úrslit í efsta flokki: 1. Guðm. Halldórsson TS 6% v. 2. Hilmar Karlsson, TS 6 v. 3. Gunnar F.Rúnarsson TR5% v. 4. Jón Á. Halldórsson, TS 5 v. 5.-6. Jón Þ. Jónsson, TS 4lÆ v. 5.-6. Gunnar Antonss., TS 4‘Æ v. 7.-9. Ágúst Ingimundars., TR4 v. 7.-9. Tómas Björnsson, TR 4 v. 7.-9. Óli Valdimarsson, TR 4 v. 10. Snorri Bergsson, TS 1 v. Það var ekki fyrr en í síðustu umferðinni að Guðmundi tókst að ná forskoti á Hilmar. Guð- mundur tapaði aðeins einni skák, fyrir Ágústi Ingimundar- syni, gamalreyndum meistara- flokksmanni úr TR. Hilmar Karlsson, sem nú teflir til úr- slita um íslandsmeistaratitilinn, tefldi af sínu alkunna öryggi á Seltjarnarnesmótinu og tapaði engri skák. En hann tefldi ekki nægilega hvasst, vann aðeins þrjár skákir en gerði sex jafn- tefli og varð því af efsta sætinu. Guðmundur Halldórsson, ný- bakaður skákmeistari TS. (Ljósm. KÖE) f B-flokki var teflt eftir Monrad-kerfi. Röð efstu manna varð þessi: 1,—-2. Baldvin Viggósson 7‘Æ v. af 9 1.—2. Björn Sv. Björnsson 7‘Á v. 3.-5. Haraldur Haraldsson 6 v. 3.-5. Hrannar Arnarson 6 v. 3.-5. Guðni Harðarson 6 v. Baldvin var úrskurðaður sig- urvegari á stigum. Unglingameistari Seltjarn- arness varð Snorri Bergsson, sem vanná alla andstæðinga sína, átta að tölu. Tómas Björnsson varð hrað- skákmeistari, hlaut 12 v. af 15 mögulegum. Guðmundur Hall- dórsson hlaut jafnmarga vinn- inga en varð lægri á stigum. Þriðji varð Snorri Bergsson með 10'/2 v. Stjórn Taflfélags Seltjarnar- ness starfsárið 1982—1983 skipa Garðar Guðmundsson, formað- ur, Gylfi Gylfason, varaformað- ur, Sólmundur Kristjánsson, gjaldkeri, Jón B. Lorange, ritari, Baldvin Viggósson, meðstjórn- andi og varamenn eru Haukur Richardsson og Jón Gunnar Jónsson. Auk aðalliðs TS sem er í toppbaráttunni í 1. deild gerir féiagið út B-sveit sem nýlega sigraði í 3. deild og teflir því í 2. deild næsta ár. Að Taflfélagi Reykjavíkur undanskildu er TS eina félagið sem hefur tvö lið í deildakeppninni. í maímánuði leggst starfsemi félagsins að mestu leyti í dvala, en hefst síðan aftur af fullum krafti í september. Öll starfsem- in fer fram í Valhúsaskóla. Á Seltjarnarnesmótinu voru veitt fegurðarverðlaun fyrir beztu vinningsskákina. Þau valdi Jón Pálsson, alþjóðlegur meist- ari í bréfskák, og komu þau í hlut Gunnars Freys Rúnarsson- ar fyrir skák hans við Ágúst Ingimundarson: Hvítt: Gunnar Freyr Kúnarsson Svart: Agúst Ingimundarson Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — d6 Steinitz-afbrigðið. 5. (H) — Bd7, 6. d4 — b5, 7. Bb3 — Rxd4, 8. Rxd4 — exd4, 9. c3! Auðvitað ekki 9. Dxd4 — c5, 10. Ddl — c4 og hvítur er fallinn í gildru sem nefnist Örkin hans Nóa. — dxc3, 10. Rxc3 — Be6, 11. Be3 — Rf6, 12. Bc2 — C6, 13. f4 — Be7, 14. Df3 — Dc7, 15. h3 — Bc8?, 16. e5! — Rd7, 17. exd6 — Bxd6, 18. Hael — 0-0, 19. Bd4 — Hd8, 20. Bxg7! — Kxg7, 21. Dg4+ — Kh8, 22. Dh4 — Rf8, 23. f5 — Bc5+, 24. Khl — Hd4, 25. Df6+ — Kg8, 26. Dg5+ — Kg8, 27. f6 — Rg6, 28. He8+ og svartur gafst upp því mátið blasti við. Nú kynnum viö allar gerðir af SK0D/I ásamt hinum glæsilega nýja Skoda 3APÍD Sérstakt kynningarverð frá kr. 111.600. * W gengl 01.04'83 Komiö á staðinn, kynnist Skoda og látið Halla svara öllum ykkar spurningum. JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.