Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 52 ■áw Veröld ■HÁTEKJUMENN Sérfræð- ingur í stríös- leikjum Eugene Evans vinnur við gerð tölvuforrita. Hann hefur rúm- ar 1,2 milljónir í árstekjur fyrir að útbúa nýja stríðsleiki fyrir tölvu- spil, en enginn banki vill láta hann hafa ávísanahefti. Honum hefur verið tjáð, að það geti hann ekki fengið fyrr en eftir tvö ár, en þá verður hann 18 ára. Þessi 16 ára gamli strákur vinn- ur hjá litlu fyrirtæki í Liverpool. Flestir jafnaldrar hans þar um slóðir eiga erfitt með að fá vinnu. Vandamál Eugene eru af öðrum toga. Hann veit hreint ekki, hvað hann á að gera við peningana sína. Hann fær föst laun fyrir að útbúa tölvuleiki, þar að auki launauppbót og hluta að hagnaði fyrirtækisins. Hann má ekki aka bíl, taka veð eða nota kreditkort. Hann býr heima hjá foreldrum sínum í Liverpool, þar sem John faðir hans er stræt- isvagnastjóri. Eugene hóf störf hjá fyrirtækinu Imagine Software fyrir fjórum mánuðum, en fyrirtækið sendir frá sér tvo nýja tölvuleiki mánaðarlega og markaðurinn er óseðjandi. Eugene hætti í skóla fyrir 16 mánuðum við lítinn orðstír. Um skeið starfaði hann í tölvuverzlun. „Ég fékk þessa vinnu, af því að fólkið vissi að ég hafði skrifað nokkur forrit," segir hann. „Fólki finnst auðvitað 1,2 millj- Eugene: Eins og ad semja stigu med stærdfrædilfkingum. ónir vera heilmiklir peningar, en það er miklu meira upp úr þessu að hafa. Ég vona að ég græði meira á þessu ári.“ „Því miður lærði maður ekkert um tölvur í skólanum," bætir hann við. Ég var hins vegar búinn að lesa bækur og tímarit um tölvur í fjög- ur ár og notaði til þess allar tóm- stundir mínar. Ég vissi, hvað ég vildi, og það hvarflaði ekki að mér að halda áfram í námi. Það er aðal- lega ungt fólk, sem fæst við þessa grein." Yfirmaður fyrirtækisins segir: „Það er hægt að líkja gerð tölvufor- rita við það, að maður skrifi sögu með því að nota stærðfræðilík- ingar." Eugene bætti við: „Ég gæti hugs- að mér að græða svona 30 milljónir króna, og það væri ekki svo vitlaust að draga sig snemma í hlé. Maður veit aldrei, hvenær þessi markaður er að fullu mettaður." — JOHN WINN MILLER STRÍÐSGLÆPIR Sum varmennin komust til vegs og virðingar að er fátt, sem minnir lengur á hryllinginn, aðeins nokkur lítil tréspjöld benda nú á staðinn þar sem 731. herdeild japanska hersins vann að leynilegum til- raunum með notkun sýklavopna í hernaði. Þarna á sléttum Mansjúríu, þar sem kornakrarnir teygja sig svo langt sem augað eygir, voru fram- in einhver mestu grimmdarverk síðari heimsstyrjaldar. Þrjú þús- und manns létu þar lífið við hin ægilegustu harmkvæli en ólíkt því, sem var með stríðsglæpamenn nasista, sem dæmdir voru í Núrn- berg, voru japönsku „vísinda- mennirnir" aldrei látnir svara til saka fyrir gerðir sínar. Á veturna, þegar kuldinn hélt öllu í heljarklóm, var sumum fag- nanna skellt ofan í kalt vatn og síðan kastað út á klakann úti fyrir með suma líkamshiuta bera eða jafnvel kviknaktir. Seinna var þeim dröslað inn aftur og kalið holdið lamið með prikum eða dýft í heitt vatn til að kanna viðbrögð- in. Þessir fangar voru þó jafnvel lánsamir hjá þeim, sem sýktir voru af svarta dauða, kóleru, sár- asótt og öðrum sjúkdómum, eða vor flegnir lifandi af japönskum kvölurum sínum. Búðirnar voru teknar í notkun árið 1940 í útjaðri borgarinnar Harbin og megintilgangur þeirra var að framleiða sýklavopn, sem nota átti gegn óvinum japanska ríkisins. „Til að byrja með voru tilraun- irnar gerðar á dýrum en seinna fóru þeir að nota fólk,“ segir Han Xiao. „Yfirleitt voru þrír fangar hafðir sem tilraunadýr hverja tvo daga.“ Han, sem er aðstoðaryfirmaður á skrifstofu héraðsstjórnarinnar í Pingfang, hefur varið 13 árum ævi sinnar til að kynna sér skelfileg örlög fanganna 3.000, sem lang- flestir voru Kínverjar. „Fangarnir, sem hafðir voru til tilrauna, voru vel haldnir í mat og drykk, því að Japanirnir vildu að niðurstöðurnar yrðu sem áreiðan- legastar,“ segir Han. „Sumir voru notaðir í tilraunaskyni hvað eftir annað eða þar til þeir drápust. Þeir gerðu á þeim tilraunir, hresstu þá við og notuðu þá síðan aftur.“ Tilraunirnar snerust ekki að- eins um sýklahernað. Röntgen- geislum var beint að sumum fang- anna í langan tíma og úr öðrum var tekið blóð og hrossablóð sett í staðinn til að sjá hvernig þeim reiddi af. Eiturgas var reynt á sumum og konur voru sýktar af sárasótt. Han segir, að beinaleif- ar, sem seinna voru grafnar uppi, sýni, að sum fórnarlambanna hafi ekki verið nema 12 ára gömul. Þegar fangarnir voru dauðir voru hlutar af sundurskornum lík- ömum þeirra hafðir til sýnis til að hægt væri að skoða árangurinn. Til samanburðar voru svo lík- amshlutar heilbrigðra fanga, sem höfðu verið skornir lifandi og vanalega án svæfingar. .TENGILIÐUR" Fjötur sem kjaftar frá Dómari nokkur í Albuquerque í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjun- um, Jack Love að nafni, fékk nú nýlega að reyna það um hálfsmán- aðar skeið hvernig það er að vera í bandi. Að vísu var ekki um að ræða jafn óþægilega ól og höfð er um hálsinn á hundum, heldur var hann með rafeindafjötur um hægri ökkla, búinn FM-útvarps- sendi, sem á 90 sekúndna fresti sendi nákvæmar upplýsingar um verustað dómarans til lögreglu- stöðvarinnar í borginni. Love dómari gerðist sjálf- boðaliði í þessari merkilegu til- raun, sem vakið hefur miklar deil- ur meðal lögmanna og laganna varða vestur í Bandaríkjunum, og snýst um það, að minni háttar af- brotamenn verði látnir taka út refsingu sína í nokkurs konar „stofufangelsi". Þá er átt við, að þeir verði að halda sig innan dyra á eigin heimili í tiltekinn tíma og geti ekkert farið án þess, að raf- eindafjöturinn, sem er tengdur tölvu í aðalstöðvum lögreglunnar, láti af því vita. Þessi tilraun nýtur stuðnings margra manna, sem vinna að úr- bótum í fangelsismálum, og Love heldur því fram, að á þennan hátt megi draga úr ómannúðlegum þrengslum í bandarískum fangels- um samtímis því sem fylgjast megi nákvæmlega með ferðum af- brotamannanna. Love dómari var með fjöturinn <? hvert sem hann fór, í réttinum, í bílnum, í sturtunni og í rúminu. Enginn kom auga á hann innan í uppháum kúrekastígvélunum og Love sjálfur fann oftast nær ekk- ert fyrir honum. Eins og að líkum lætur eru ekki allir jafn ánægðir með rafeinda- fjöturinn. Sumir segja, að Love dómari og skoðanabræður hans vilji gera bandarísk heimili að fangelsum þar sem Stóri bróðir hafi vakandi auga með öllu, en aðrir telja nú sýnt, að hin full- komna rafeindatækni geti komið að góðu haldi í baráttunni gegn glæpum og öðrum þjóðfélagsmein- um. Michael Goss, forseti fyrirtæk- isins, sem framleiðir rafeindafjöt- urinn, segir að í framtíðinni verði hann líkastur armbandsúri og tengdur móttökutæki í símtæki viðkomandi. Ef „fanginn" fiktar eitthvað í tækinu eða gengur meira en 200 fet frá símanum læt- ur tölvan umsvifalaust af því vita. „Lögreglumennirnir munu allt- af sjá hvort „fanginn" fylgir sett- um reglum," sagði Goss. „Skatt- greiðendur verða nú að greiða um 1.200 ísl. kr. á dag fyrir hvern fanga en þessi aðferð mun lækka kostnaðinn í rúmar 200 kr. Auk þess verða hinir brotlegu sjálfir að borga um 1.500 kr. á mánuði fyrir að fá að hafa þennan hátt á.“ Fjötrinum verður lokað um úlnliðinn með fjórum litlum stál- boltum og má ætla, að ekkert sé auðveldara fyrir viðkomandi en saga þá bara í sundur. „Vissulega er hætta á því,“ segir Love dómari, „en það er mjög ólíklegt, að hann geri það. Tækið er trygging fyrir því að hann lendi ekki í fangelsi. Þeir, sem munu koma til með að bera það, menn, sem gerst hafa sakir um ölvun við akstur eða þess háttar, eru þeir, sem óttast það mest að lenda í fangelsi.“ - WILLIAM SCOBIE. ■ FRÆGÐ OG FRamil^^— Falski tónninn í for- tíð hljómlistarfólksins IVestur-Þýskalandi hefur að undanförnu orðið nokkur um- ræða um stöðu tónlistarfólks þar í landi á dögum Þriðja ríkisins og m.a., sem þar hefur komið fram, eru áður ókunnar staðreyndir um aðild tveggja mjög kunnra manna að nasistaflokknum, þýsku sópran- söngkonunnar Elisabeth Schwarz- kopf og austurríska hljómsveitar- stjórans Herbert von Karajans. Elisabeth Schwarzkopf, sem hóf söngferil sinn seint á fjórða ára- tugnum og neitaði því eftir stríð að hafa nokkru sinni gengið i nasista- flokkinn, hefur nú viðurkennt að hafa orðið félagi í honum árið 1940 þegar hún var ung og metnaðarfull söngkona í Berlín. Herbert von Karajan hélt því löngum fram, að aðild hans að nas- istaflokknum hefði bara verið formsins vegna og til þess að vera ekki útilokaður frá starfi í borginni Aachen. Karajan sagðist hafa sagt sig úr flokknum árið 1942. Skjöl, sem nú hafa verið birt, sýna hins vegar, að Karajan varð nasisti heima í Austurríki árið 1933, tveim- ur árum áður en hann sótti um hljómsveitarstjórastarf í Aachen, og var félagi a.m.k. fram til 1944. Þessar upplýsingar hafa orðið blöðum og tímaritum mikið um- ræðuefni og þykja sýna vel hve þýskir listamenn brugðust mis- jafnlega við uppgangi nasismans. Sumir kusu heldur að yfirgefa ætt- jörðina en að ljá Hitler liðsinni sitt en aðrir urðu um kyrrt og lögðu sitt af mörkum til að gera veg nasista- flokksins sem mestan. Eftir stríðið þóttust sumir þeirra hvergi hafa komið nærri en aðrir gerðu sem minnst úr því til að geta áfram stundað list sína óhindraðir. Upplýsingarnar um aðild Schwarzkopf að nasistaflokknum birtust fyrst í doktorsritgerð eftir Oliver Rathkolb, sem er tónlistar- fræðingur við háskólann í Vín. Rathkolb hafði þær úr skjölum Bandaríkjamanna en þar kemur fram, að Schwarzkopf, sem eftir stríðið vildi halda áfram söng í Austurríki, hafði í þrígang, 4. og 5. júlí og 24. október 1945, neitað því að hafa verið í nasistaflokknum en við fjórðu yfirheyrsluna, 3. maí 1946, játaði hún, að hún hefði verið félagi í flokknum „um nokkra hríð“ árið 1940 eða ’41. Fyrrverandi félög- um í flokknum var yfirleitt ekki leyft að koma fram opinberlega meðan Bandaríkjamenn hersátu Þýskaland. Elisabeth Schwarzkopf er nú 67 ára að aldri og býr skammt frá Zur- ich og er að mestu sest í helgan stein. I tveimur símaviðtölum nú nýlega við blaðamenn á The Times neitaði hún því enn einu sinni að hafa nokkuð verið viðriðin þýska nasistaflokkinn. „Ég kom hvergi nærri nasista- flokknum," sagði hún, „og varð aldrei félagi í honum." Rathkolb segir hins vegar, að í skjalasafni Bandamanna í Berlín, samsafni ýmissa gagna frá nasista-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.