Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 14
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
Barítta Carlsens skipstjóra við nittúruöflin vakti
heimsathygli. Jafnvel voru búnar til tertur sem lýstu
afrekinu.
Skrúdgöngur, miðdegisverðarbod og hanastélsveizlur voru haldnar Carlsen til heiðurs. Hér sæmir
Harry S. Truman forseti hann heiðursmerki.
HVAR ERU ÞEIfí NU?
Þegar Carlsen reyndi að
bjarga Flying Enterprise
MARGIR muna ugglaust enn eftir Carlsen skipstjóra á „Flying Knterprise",
sem varð heimsfrægur fyrir þrjátiu árum, en neitaði að græða offjár á afreki
sínu og heimsfrægð. Skip hans fór á hliðina í ofsaveðri og í 14 sólarhringa
barðist hann hetjulegri baráttu til þess að bjarga því, en án árangurs.
Kurt Carlsen er enn á lífi og býr
í góðu yfirlæti í bænum Wood-
bridge í New Jersey-ríki í Banda-
ríkjunum. Hann er 68 ára að aldri
og heldur enn góðu og nær dag-
legu sambandi við ættjörð sína,
Danmörku. Nýlega birtist viðtal
við hann í danska blaðinu Aktuelt
og hér verður efni þess rakið í að-
alatriðum.
Carlsen er mikill útvarpsáhuga-
maður og stendur í sambandi við
marga vini sína víða um heim, en
einkum í Danmörku. „Ég var rétt
áðan að tala við góðan vin minn,
Ib Schou, fyrrverandi majór úr
flughernum, sem er frá Suður-
Sjálandi," sagði Carlsen í viðtal-
inu. „Við skiptumst margir á
fréttum og það er skemmtilegt að
fylgjast með því sem er að gerast í
gömlu Danmörku."
„Ég yfirgaf ættjörðina í raun og
veru strax árið 1937, þegar ég réð
mig á eitt af skipum Lauritzen-
skipafélagsins," heldur Carlsen
áfram. „Og mér tókst aldrei að
koma mér fyrir í Danmörku vegna
stríðsins. En ég hef auðvitað farið
heim mörgum sinnum. Ég hef alls
ekki getað verið án þess að heim-
sækja föður minn, sem nú er 94
ára gamall og á elliheimili i Hels-
ingör, systur mína og aðra úr fjöl-
skyldunni. Ég kem aftur í heim-
sókn í apríl. Faðir minn er blind-
ur, en fylgist þó vel með öllu.“
Skólaskipid „Danmörk“
„Hvort ég sakna Danmerkur?"
spyr Carlsen. „Auðvitað. Stundum
finnur maður mikið til heimþrár.
Þegar skólaskipið „Danmark"
heimsótti New Jersey fékk ég
sting í hjartað. Hverjum hefði
ekki liðið eins þegar þannig stóð
á?“
Síðast þegar Carlsen var í
Danmörku rakst hann á Gunnar
Nu Hansen, sem lýsti hinum
áhrifamiklu atburðum um ára-
mótin 1951—’52 af mikilli innlifun
í útvarpi. Carlsen bauð honum
vestur um haf og vonast til að fá
hann í heimsókn í vor.
Carlsen hefur lengi verið út-
varpsáhugamaður, eða allt frá því
hann var átta eða níu ára gamall.
Hann tók símritarapróf og áhuga-
mál hans hefur tengst ævistarf-
inu. „Ég hef verið á öllum tegund-
um skipa: fyrst á seglskipum, síð-
an gufuskipumog loks díselskip-
um,“ segir Carlsen. En núna er ég
á eftirlaunum. Ég er nýbúinn að
mála húsið — það var nauðsynlegt
— en annars tek ég lífinu með ró.
En á hverjum degi, nema um helg-
ar, kalla ég einhverja upp í tal-
stöðinni og fær fréttir hvaðanæva
úr heiminum, en einkum frá
Danmörku."
Heidraöur
Carlsen ávann sér aðdáun fólks
um allan heim fyrir þolgæði og
seiglu, sem hann sýndi þegar „Fly-
ing Enterprise" hlekktist á. Um
hann var farið lofsamlegum orð-
um í löngu máli í heimsblöðunum
og í útvarpi og sjónvarpi og hon-
um var margvíslegur sómi sýndur.
Sjálfur Harry S. Truman forseti
sæmdi hann heiðursorðu og þús-
undir manna hylltu hann á Broad-
way í New York, fyrir framan
ráðhús borgarinnar. Borgarstjór-
inn, Vincent Impellitteri, sæmdi
hann heiðursmerki.
Bezt kunni Carlsen þó að meta
að kona hans gaf honum danskt
buff með lauk að borða, en það
hefur alla tíð verið eftirlætisrétt-
ur hans. Almenningur í heiminum
furðaði sig mjög á því að Carlsen
hafnaði hverju einnar milljónar
tilboðinu á fætur öðru. Blöðin og
útvarps- og sjónvarpsstöðvar
kepptust um að fá einkarétt á
„Flying Enterprise“, sem
fór á hliðina, skip ('arlsens
skipstjóra. Margar tilraunir
voru gerðar til að bjarga
skipinu, en þær voru allar
unnar fyrir gýg vegna ofsa-
veðurs sem geisaði.
Glenn í
forseta
framboð
New Concord, Ohio, 22. aprfl. AP.
JOHN H. Glenn öldungardeildar-
þingmaður og fyrrverandi geimfari
lýsti því yfir í gær, að hann myndi
bjóða sig fram til forsetakjörs í
Bandaríkjunum í næstu forsetakosn-
ingum. Glenn er nú 61 árs gamall og
varð þjóðhetja fyrir tveimur áratug-
um vegna ferðar sinnar út í geiminn
á braut umhverfis jörðu. Ér hann
tilkynnti væntanlegt framboð sitt
sagði hann: „Aðalskylda stjórnvald-
anna er að varðveita iíf þjóðar
okkar, sjálfstæði hennar og frelsi.“
Fimm aðrir menn verða í framboði
sem forsetaefni fyrir demókrata-
flokkinn.
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ AÐ TRYGGJA SÉR ÞENNAN
VINSÆLA BÍL Á VERÐI SEM EKKI KEMUR AFTUR
VERÐ FRA KR. 191.000 honda á íslandi — vatnagörðum 24 — sími 38772 — 39460