Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 47 Ég skal segja þér að mér hefur lengi fundist að einhverskonar forsjón stjórni atburðunum en ekki menn. Svona hefur ævi mín jafnan ráðist, mér hefur alltaf verið ýtt áfram og ég gegndi oft forystuhlutverkum, þótt ég væri aldrei til foringja fallinn. Það er eins og með máltækið: Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða, það er einhver sem ræður meiru en kóngurinn, sá sem ræður fyrir drifkraftinum. Held að þeir hafi allir viljað vel Annars er ég ekki að kveða upp neinn Salómónsdóm eða predika neitt þótt ég segi þetta. Það er nú einu sinni svo að maður hefur sjaldnast verið viss um hvað er satt og rétt: Satt og iogið sitt er hvað, sönnu er bezt að trúa. En hvernig á að þekkja það, þegar flestir Ijúga. Ekki veit ég hver orti þessa vísu en mér finnst hún ágæt. Þegar ég minnist pólitískra samherja og andstæðinga frá liðnum árum er ég þeirrar skoð- unar að þeir hafi alltaf viljað vel en satt að segja veit ég ekki enn hverjir höfðu rétt fyrir sér og hverjir rangt. Ég veit ekki einu sinni hvort mínar skoðanir voru réttar eða rangar, hvað þá meira.“ En svo við víkjum að bindind- ismálunum, þú hefur aldrei smakkað vín, er það? „Þegar ég var 15 ára gamall var ég einu sinni samferða ferða- mönnum í Þykkvabænum en hús- bóndi minn var ekki með í ferð- inni. Þeir voru að þamba brenni- vín og heimtuðu að ég tæki þátt í drykkjuskapnum með þeim. Ekki þorði ég að neita en setti flöskuna bara á munninn en saup aldrei á — en bragðið fann ég og þótti ekki gott. — Nei, ég hef aldrei orðið fullur — ekki veit ég hvort það er sjálfum mér að þakka eða forsjóninni, eða hvort það hefur bara verið fyrir kjarkleysi." Góðtemplarareglan Nú hefur þú verið í stjórn Góð- templarareglunnar um áratuga skeið. Það hefur verið sagt um Góðtemplararegluna að hún sé ekki eins virk nú og áður — hver er þín skoðun á því máli? „Þegar Góðtemplarareglan var stofnuð fyrst hér á landi — á Ak- ureyri 1884 en í Reykjavík ári sfð- ar — var hún eini félagsskapur- inn sem alþýða manna átti að- gang að. Þessi félagsskapur hafði því aðra og betri aðstöðu þá en nú, og þess sér auðvitað merki í minni þátttöku en áður. Eitthvað voru menn að gera því skóna í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum að Góðtemplarareglan gerði lítið gagn í baráttunni við áfengisbölið. Þessi umfjöllun var held ég á vanþekkingu byggð, og fyrirbyggjandi starf Góðtempl- arareglunnar vanmetið. Ég get útskýrt þetta nánar. Um líkt leyti og þessi blaða- skrif voru á ferðinni gerðist það í Keflavík að lítil telpa datt fram af bryggju en maður sem var þar i bát skammt frá bjargaði henni. Hugsaðu þér ef einhver hefði ver- ið á bryggjunni og leitt barnið burt áður en það datt fram af — þá hefði sagan ekki orðið lengri og engar fréttir verið skrifaðar um þennan atburð. Þannig er það með starf Góðtemplarareglunnar — það er fyrirbyggjandi og fer því ekki hátt — en árangurinn af starfi okkar hefur engu að síður verið mikill og mörgum verið forðað frá slysum, sem annars hefðu valdið þeim og öðrum ómældu tjóni." Viðtal: Bragi Óskarsson pan 2500 KRÓNURÚT Philips eldavélar. FAST í TVEIMUR STÆRÐUM. VH> ERUM SVEIGJANLEGIR i SAMNINGUM. Heimllistækl hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! synum muddafwvalshúsgögnum verið velkonnit milh kl.2 6 Smiðjuvegi 6, eími 44544. ÍAIÍIIi}« Landsins mesta úrval af heimsins vinsælustu bíltækjum HLJÐM6ÆR HLJOM-HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.