Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 49 sínu. Svo þér verður að finnast hann vera bæði stoltur og auðsær- anlegur." í flestum myndum sínum hefur Milos Forman fjallað um utan- garðsmenn, fólk sem brýst gegn ofríki. (Institutionalism under Fire). í mynd hans „Taking Off“ gera börn uppreisn gegn foreldr- um sínum. I „Gaukshreiðrinu" var einstaklingurinn traðkaður niður og í „Hárinu" mótmæltu hipparnir Víetnam-striðinu. Um þetta segir Milos: „Rauði þráðurinn í „Ragtime" er baráttan milli kyrrðar og hreyfingar, venjulegrar hegðunar og áskorun- ar. Það held ég að hafi ætíð verið kraftur sögunnar, vegna þess að öll erum við og viljum lifa sem einstaklingar. Samt þörfnumst við stofnana til að lifa. Og vegna lögmála náttúrunnar, ég held að ég hafi enga aðra skýringu, þá hafa stofnanir ætíð hneigst til að stjórna einstaklingnum, í stað þess að vera öfugt. Við sköpum eitthvað til að hjálpa okkur, við borgum fyrir það og endum með því að það eignast okkur“. í myndinni hverfa svo að segja nokkrar persónur, sem eru mikil- vægar í bókinni, svo sem Henry Ford og Pierpont Morgan. Þess í stað er meiri áhersla lögð á svert- ingjann Coalhouse, baráttu hans fyrir réttlæti, sjálfstæði og virð- ingu, svo og tengsl hans við Fjöl- skylduna. Um vinnubrögð sín segir Milos: „Ég hata að vinna í kvikmynda- veri. Frekar kýs ég að vera á stað- num, því það er raunveruleikinn. í kvikmyndaverinu, stúdíóinu, þarftu að vera smámunasamur og endurskapa allt frá grunni. Ég og Ondricek, kvikmyndatökumaður- inn, fórum í gegnum um mörg tonn af ljósmyndabókum frá rag- tímabilinu og rifum út hundruði mynda sem við festum upp á skrifstofuveggina. Það var leið- arvísirinn okkar. Ef einhver í bún- ingsdeildinni spurði einhvers, þá benti ég honum á þessar myndir, í stað þess að teikna eitthvað sjálf- ur og sagði: Þetta er andrúmsloft- ið sem við erum að leita að ... “ James Cagney og Norman Mailer Meðal hinna fjölmörgu í auka- hlutverkum eru James Cagney og rithöfundurinn Norman Mailer. Mailer hefur lítið leikið áður. „Hvernig ég komst í myndina? Ég spyr oft sjálfan mig að því. Milos leikstjóri hringdi í mig og spurði hvort ég vildi leika Standford White, þann sem er skotinn í hausinn. Ég sagði já, hann prófaði mig fyrir framan kvikmyndatöku- vélarnar og hér er ég“. Hann heldur áfram: „Mestum tíma hef ég eytt í að láta skjóta mig. Ég gerði mér alls ekki grein fyrir að í hverju einasta atriði, hversu flókið sem það er, verður maður að segja sömu línuna hundrað sinnum. Jafnvel þó allt gangi vel, og það kom oft fyrir, þá þarf að kvikmynda frá allt að tiu mismunandi sjónarhornum; þú þarft að æfa þig í hverju sjónar- horni og síðan að kvikmynda. Svo þú segir setninguna 8—10 sinnum frá hverjum sjónarhól, margfald- að tíu með tíu og segir þessi skrattans orð hundrað sinnum. Ég held að þessar átta línur sem ég segi í myndinni, séu endanlega límdar á heilann. Þeir verða að skera mig til að fjarlægja þær“, segir hann og hlær. James Cagney sem nú er rúm- lega áttræður, leikur lögreglu- stjórann Waldo og er það hans fyrsta hlutverk í um tuttugu ár. Hann segir stoltur: „Milos minnt- ist á það við mig sem brandara að ég ætti að leika aftur í kvikmynd- um, sem var einmitt það sem kon- an mín og læknirinn minn voru að vonast eftir að heyra. Og þegar ég kom aftur í kvikmyndaverið, eftir tuttugu ára hlé, fannst mér ég ekki hafa verið frá einn einasta dag“. Munið að varahlutaþjónusta okkar er i sérflokki. BifreiÖar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 Höfum náö sérstaklega hagstæöum samningum á 1983-módelinu viö Lada-verksmiöjurnar. Lada 1300 kr. 120.400 Lada 1200 Station kr. 129.200 Lada Station 1500 kr. 148.700 Lada Safír kr. 136.000 Lada Canada kr. 158.800 Til öryrkja 76.000 81.000 95.000 85.000 104.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.