Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 67 í!S(líi 5* VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI m/a, tilföstudags Hundlaus verð ég ekki Ó.Á. skrifar: „Velvakandi. Því er nú einu sinni þannig far- ið, að last heyrist ávallt hærra en lof. Það heyrist líka miklu hærra og oftar í því fólki sem er á móti hundahaldi en þeim sem með því eru. Afstaða fólks til hunda er mjög m.sjöfn. Mér dettur til að mynda í hug konan á Holtinu, sem gat ekki sofið út um páskana vegna gelt- andi hunds. Mikið skil ég reiði þessarar konu vel; mér þykir líka gott að sofa út á frídögum. En það er fleira sem getur vakið okkur en hundsgelt. Þar á ég t.d. við mót- orhjól, bíla, börn og ketti. Ég gæti aftur á móti alls ekki sofið nema af því að ég á hund. Þannig er mál með vexti, að að- faranótt laugardagsins vakti tíkin mín manninn minn með miklu gelti og látum. Hætti hún ekki fyrr en henni hafði tekist að vekja hann með því að gelta upp í eyrað á honum. Tíkin okkar er af Labradorkyni og geltir yfirleitt ekki, svo að við vissum, að það hlaut eitthvað að vera að. Hún dró manninn minn upp á loft, en við búum í tveggja hæða raðhúsi og eru svefnherbergin niðri. Er upp var komið fór hún beint að svala- hurð í stofunni. Þar sá maðurinn minn á eftir ungum manni á hlaupum frá húsinu, en þessi ungi maður var búinn að brjóta hurð- arhúninn af svalahurðinni og ekki nóg með það, stærðar rúða var komin úr hurðinni og stóð hún á svölunum. Hann átti því ekkert eftir annað en að ganga í bæinn. Má það teljast töluverð bíræfni að dunda við að taka alla iistana af rúðunni og ná henni úr. Þessi ungi innbrotsþjófur var ekki af baki dottinn þó hann yrði var við hundsgelt, vegna þess að hann kom aftur og var að koma upp á svalirnar í annað sinn, er hann varð mannsins míns var. Þá flúði hann og ég vona, að við sjáum hann aldrei aftur. Enginn er til frásagnar um það, hvað þessi ungi maður hefur haft í huga, en þetta leiðindaatvik gerir mér enn betur ljóst, hversu mikil vörn er í því að hafa hund á heim- ilinu. Sérstaklega verður mér hugsað til þeirra kvenna, sem búa einar með börn sín. Eitt er víst, að hundlaus verð ég ekki, jafnvel þó það kosti mig flutning frá Reykja- vík. Ég ætla ekki að fjölyrða um það hér, hversu tryggur og trúr hund- urinn er, allir hundaeigendur vita það, en hinir sem eru á móti þess- um dásamlegu dýrum vilja ekki skilja það. Hins vegar er mjög skiljanlegt, að borgarbúar séu ekki yfir sig hrifnir af lausum hundum um allt. Brýnt mál er því að koma á lögum og reglum þann- ig að við sem gætum hundanna okkar fáum að hafa þá í friði. Hin- ir sem láta hundana sína ganga lausa, geltandi og angrandi næsta mann, daginn út og inn, ættu að fá háar sektir. Ég hef ávallt haft það á tilfinn- ingunni, að hundar sem þvælast úti allan daginn, svangir og um- hirðulausir, séu ekki í miklu dá- læti hjá eigendum sínum. Ég vil því beina síðustu orðum mínum til þeirra: Gætið að þvf að hundarnir eiga ekki verri óvini en ykkur. Gerið hundinn ekki að þvl óvel- komna dýri, sem hann er að verða. Hann á það ekki skilið. Hún er ekki svo vitlaus setning- in sem mætur maður tók sér í munn fyrir langa löngu: „Því bet- ur sem ég kynnist mönnunum, þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn.“ Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna." Vona að fleiri muni styðja þessa hugmynd GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hluti varaliðsins var kallað út. Rétt væri: Hluti varaliðsins var kailaður út. (Ath.: Hluti var kallaöur) Fagnið kosmngasigri í Amarhóli Matseðill Reyktur áll með spínatkremi. Steikt villiönd með valhnetusósu. Jarðarberjakraum (sorbet). Opnum kl. 18.00.- ARnARHÓLL Hvfldatstaður í hádegi.höll að kveldi. HF. dá KAUPÞING H ^ Húsi verzlunarinnar, 3. hæö, simi 86988. VERÐBRÉFASALA Sparifjáreigendur! Ein besta brunavörnin í dag gegn verðbólgubálinu eru verðtryggð Spari- skírteini ríkissjóös. Gengi pr. 25. apríl 1983 (Daglegur gengisútreikningur) Spari- Geryji m.v. 3,7% 3,7% óvöxt- skirteini évöxtunarkröfu unarkrafe gildir ríkisajóðs pr. kr. 100.- fram til: 1970 2. flokkur 12.974 5.02. 1984 1971 1. flokkur 11.299 15.09. 1985 1972 1. flokkur 10.651 25.01. 1986 1972 2. flokkur 8.535 15.09. 1986 1973 1. flokkur 6.590 15.09. 1987 1973 2. flokkur 6.541 25.01. 1988 1974 1. flokkur 4.202 15.09. 1988 1975 1. flokkur 3.262 10.01. 1993 1975 2. flokkur 2.418 25.01. 1994 1976 1. flokkur 2.154 10.03. 1994 1976 2. flokkur 1.728 25.01. 1997 1977 1. fiokkur 1.467 25.03. 1997 1977 2. flokkur 1.253 10.09. 1997 1978 1. flokkur 995 25.03. 1998 1978 2. flokkur 800 10.09. 1998 1979 1. flokkur 690 25.02. 1999 1979 2. flokkur 518 15.09. 1999 1980 1. flokkur 415 15.04. 2000 1980 2. flokkur 321 25.10. 2000 1981 1. flokkur 276 25.01. 1986* 1981 2. flokkur 208 15.10. 1986* 1982 1. flokkur 193 1.04. 1985* 1982 2. flokkur 144 1.10. 1985* r þessa dagsetningu gilda nafnvextir sem eru KAUPÞING HF. Fasteigna- og veröbréfasala, leigumiölun at- vinnuhúsnæði, fjárvarzla, þjóðhagsfræði-, rekstrar og tölvuróögjöf. M.Ó. skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég vil taka undir orð Bínu, sem skrifaði í dálka þína 19. þ.m. um að fá Duran Duran hingað á listahátíðina í sumar. Eins og allir vita er þetta ein besta og vinsælasta hljómsveit Breta og er hún mjög vinsæl hér á landi og raunar alls staðar í heiminum. Og ég vona að fleiri muni láta í sér heyra og styðji þessa hugmynd. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna." S\G6A WöGA í 1/LVEgAU k BÍDDOi ÍG MflN ÞETTH RLDREI RLLT. ÍG ETLR RÐ BÍÐJRGVEND vUM 6LR9 OG BDÍflNT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.