Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 4
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 Árið 1975 kom út bókin „Ragtime“ eftir bandaríska rithöf- undinn E.L. Doctorow. Sjaldan hefur ein bók vakió eins mikla hrifningu meðal jafn ólíkra hópa manna eins og rýn- enda og lesenda. Árið áður höfðu Bandaríkjamenn, og raunar fólk í mörgum löndum, hrifist mjög af kreppu- og glæpatíma- bilinu 1930—40 í kvikmyndinni „The Sting“. En eins og titill bókarinnar „Ragtime“ gefur til kynna, fjallar hún um rag- tímabilið fræga, árin eftir aldamótin 1900, þegar menn eins og Scott Joplin, John Philip Sousa, Eubie Blake og Louis Chauvin voru upp á sitt bezta. Margir núlifandi muna „Sting“-tímabilið en hve margir muna „rag“-tímabilið; þegar hestar voru enn aðalfarartækið, nýuppfundnar kvikmyndir (nickelodeon) voru í samkeppni við tónlistarhallirnar og evr- ópskir innflytjendur hópuðust til New York. Undir þessari lýsingu heyrum við snillinginn Scott Joplin spila „rag“ á píanóið sitt. Gyðingurinn Tateh með litlu dóttur sína. Stórbrotin kvikmynd byggð á skáldsögu E.L. Doctorow Doctorow Rithöfundurinn E.L. Doctorow fæddist í New York árið 1931 og hlaut menntun sína í Kenyon og Columbia háskólanum. Hann hóf snemma að skrifa bækur en sú fyrsta „Welcome To Hard Times" kom út árið 1960. Hún fjallar um örlög lítils þorps í Vestrinu. Önnur bók hans heitir „Big As Life“, en það var ekki fyrr en árið 1971 að hann hlaut heims- athygli fyrir bókina „The Book Of Daniel", sem nú er verið að kvik- mynda. Hún fjallar um Daniel og örlög hans eftir að faðir hans hef- ur verið dæmdur í rafmagnsstól- inn fyrir njósnir. Fjórum árum síðar birti hann „Ragtime". Árið 1978 var frumsýnt leikrit hans „Drinks For Dinner" og ári síðar kom síðasta bók hans út, „Loon Lake“, sem fjallar um kreppuna og fórnarlömb hennar, rótlausa far- andverkamenn. Dino Árið eftir að „Ragtime" kom út, keypti kvikmyndaframleiðandinn ítalski, Dino de Laurentiis kvik- myndaréttinn fyrir geysiháa upp- hæð. Dino þessi er einn af faú gömlu risunum í kvikmyndaheim- inum og er þekktur fyrir miklar og fjárfrekar kvikmyndir eins og „Stríð og frið“ éftir bók Leo Tolstoys, „Waterloo", nokkrar Fellini myndir á sjöunda áratugn- um, svo og auðvitað „King Kong“. Fáir höfðu trú á að hægt væri að kvikmynda jafn flókna og erf- iða bók sem „Ragtime". En Dino hafði samband við leikstjórann Robert Altman og var hann ráð- inn til að leikstýra myndinni. En skömmu síðar féll Altman út vegna skoðanaágreinings og var tékkneski leikstjórinn Milos Forman ráðinn í hans stað. Milos hafði þá aðeins gert eina kvik- mynd í Bandaríkjunum, „Gaukshreiðrið" og fékk Milos Óskarsverðlaun sem besti leik- stjórinn árið 1975. Myndin hlaut raunar öll helstu verðlaunin það árið. En áður en Milos gat byrjað á „Ragtime", lauk hann við tón- listarmyndina „Hárið" eftir sam- nefndum söngleik. „Ragtime“ Bókin gerist að mestu í Banda- ríkjunum árin eftir aldamótin 1900, fram að heimsstyrjöldinni fyrri. Lífið gengur sinn vanagang, þetta er fyrirheitna landið, amer- íski draumurinn svonefndi. Allir hafa tækifæri, galdurinn er að nýta sér hann. Sumum tekst það, öðrum ekki; ríkt fólk, fátækt fólk. Við kynnumst hverri persónunni af annarri: úrhrökum, hetjum, auðmönnum, sósíalískum bylt- ingarseggjum, siðavendni, stétt- arfordómum og kynþáttahatri. Höfundurinn Doctorow fléttar saman óteljandi skálduðum per- sónum saman við þekktar sögu- legar persónur. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Jóhanns S. Hannessonar fyrir nokkrum árum. En í sem stystu máli er sagan á þessa leið: Pabbi (leikinn af James Olscn) fána-, skrautelda- og sprengju- framleiðandi, er giftur Mömmu (leikin af Mary Steenburgen). Yngri bróðir Mömmu (leikinn af Brad Ilourif), er einmana og hlé- drægur maður og býr á heimili þeirra. Harry Thaw (leikinn af Robert Joy) hefur nýlega drepið kunnan arkítekt, Stanford White (leikinn af rithöfundinum Norman Mailer), elskhuga Evelyn Nesbit, ríkrar yfirstéttarkonu (leikin af Klizabeth McGovem). Harry Houd- ini er ódrepandi í undakomuleikj- um sínum. Pabbi fer til Norður- pólsins með Peary. New York drekkur í sig innflytjendur í millj- óna tali. Hjónin Tateh (leikin af Mandy Patinkin) og Mameh, ásamt litlu stulkunni þeirra á svuntu- kjólnum, eru bláfátæk og eiga varla til hnífs og skeiðar. Evelyn kynnist Tateh, sem nú hefur rekið Mameh á dyr vegna hórsins sem hún drýgði. Þar kynnist Evelyn anarkistanum Emmu Goldman. Mamma finnur barnshafandi svertingjastúlku, Söru, (leikin af Debbie Allen), sem hún tekur af sínum mannúðarkærleik inn á heimilið. Harry Thaw er dæmdur til fangelsisvistar. Tateh og dóttir hvíta mannsins, á sitt vald í húsi hans. En vegna mistaka taka þeir safnið hans. Mamma og Pabbi flytja til Atlantic City, til að losna frá spennu Coalhouse-málsins. Mamma kynnist Tateh, sem nú er orðinn ríkur. Félagar Coalhouse sleppa, þar á meðal Yngri bróðir Mömmu, en Coalhouse sjálfur er drepinn. Woodrow Wilson er kos- inn forseti Bandaríkjanna. Pabbi ferst með farþegaskipinu Lusi- tania árið 1915. Mamma og Tateh giftast og flytjast til Kaliforníu. Emmu Goldman er vísað úr landi. Evelyn Nesbit fellur i gleymsku. Franz Ferdinand er myrtur; heimsstyrjöldin fyrri skellur á. Rag-tímabilið hefur runnið sitt skeið. Kvikmyndagerðin og Milos Forman Það er hreint ekki svo hlaupið að því að gera kvikmynd um svo mikið og snúið efni. En framleið- andinn Dino setti sitt traust á Milos Forman, enda er hann fræg- Tékkneski leikstjórinn Milos Forman leikstýrir gömlu kempunni James Cagney. „Ragtime" er fyrsta kvikmyndin sem Cagney leikur í 20 ár. Svertinginn Coalhouse Walker við dánarbeð kærustu sinnar, Söru. hans ferðast um Ameríku. Houd- ini hittir Franz Ferdinand, ríkis- erfingja Austurríkis-Ungverja- lands. Pabbi snýr aftur. Tateh teiknar kvikmyndabækur. Ford finnur upp færibandið. Pierpont Morgan, ríkasti maður síns tíma, lánar Bandaríkjastjórn peninga. Svertingi nokkur, Coalhouse Walker (leikinn af Howard E. Roll- ins), kemur í hús Pabba og Mömmu. Hann þekkir Söru. Sunnudag einn er Coalhouse stöðvaður ólöglega af hvítum slökkviliðsstöðvarmönnum. Eftir þjark og leiðindi hefur bíllinn hans verið skemmdur. Coalhous krefst bóta, en enginn tekur mark á honum; hann er svertingi. Sara ætlar að vekja athygli á málinu á fundi forsetaframbjóðenda, en vegna misskilnings er hún stungin af lífvörðum og deyr stuttu síðar. Coalhouse tekur upp á því að sprengja hús og drepa fólk. Þegar sýnt er að slíkt dugar ekki, ætlar Coalhouse og liðsmenn hans að taka Pierpont Morgan, tákn valds ur fyrir vönduð vinnubrögð. Milos fékk Michael Weller til liðs við sig til að semja kvikmyndahandritið, en höfundur bókarinnar, Doctor- ow, hafði harðneitað að koma ná- lægt því. Milos Forman segir: „I kvik- myndagerð verður þú að halda áhorfandanum vakandi með því að gera honum skiljanlegt hvað er að gerast, hvernig svo sem þú leikur þér með efnið, vegna þess að í kvikmynd er ekki hægt að fletta blaðsíðum til baka eins og í bók. 1 myndinni leggjum við áherslu á fjölskylduna; Föðurinn, Mömm- una, Yngri bróður Mömmu og út frá þeim koma aðrar persónur inn í. Það sem var mikilvægast fyrir mig, var ráðning leikarans í hlut- verk Coalhouse, svo og talsmáti hans, því í honum þarf að vera pólitískt sakleysi. Ef Coalhouse væri bara sterkur og þroskaður persónuleiki, yrði sagan óþægileg, einskonar boðskapur. En hins veg- ar, ef þú hefur einhvern sem er bara brjálaður, tapar sagan gildi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.