Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 Carnarvon jarl stendur þarna nákvæm- * lega á staönum þar sem hann var grafinn skömmu síðar — efst á Beaconhæð. Jk Myndin var tekin Æj rétt áður en hann J|| fór til Egyptalands J|| til þess að opna gröf Tutank JK hamuns. áte Faraós Hin innsta hinna þriggja kistna er um- luku múmíu Tut- ankhamuns er öll úr skíra gulli — gler- augnaslöngur hefja sig úr höfuðskrauti faraós sem mynd- gerður er sem Osir- Hinn 30. aprfl 1923 safnaðist lítill hópur fólks saman á Beac- onhæð, sem ber hæst á hæðarhryggnum er liggur þvert yfir norð- vestur Hampshire. Var fólkið þarna sam- an komið til að vera við greftrun George Edward Stanhope Molyneux Herbert, fimmta jarlsins af Carnarvon, sem graf- inn skyldi á þessum stað þar sem gott út- sýni var yfir landar- eign hans. Sumum þótti sem dauða jarls- ins hefði borið að með einkennilegum og ógnvekjandi hætti. Um langt árabil hafði hann kostað uppgröft á Egyptalandi, sem aðeins fimm mánuð- um fyrir dauða hans hafði leitt til fundar grafar Tutankham- uns og þar með allra þeirra djásna, er þar voru geymd til að tryggja velferð fara- ósins í framlífinu. Aödragandinn I>ar sem hinn óvænti dauði Carn- arvons varð svo skömmu eftir fund grafarinnar kviknuðu sögusagnir um óhugnanlegan svartagaldur sem varað hefði um aldir — að hinn löngu liðni faraó hefði rétt hramm- inn út eftir grafarræningjunum, að bölvun Tutankhamuns hefði verið þarna að verki. Afskipti Carnarvons af hinum konunglegu gröfum höfðu hafist 15 eða 20 árum fyrr. Árið 1901 lenti hann í bílslysi og varð fyrir slæmum áverkum á brjósti. Eftir það átti hann erfitt með öndun og ráðlagði læknir hans honum að dvelja í heitu og þurru loftslagi að vetrar- lagi. Á þessum árum var Egypta- land eftirsótt ferðamannaland og Luxor nýtízkulegur staður — þar voru fín hótel, merkilegar fornminj- ar og vinsælar skoðunarferðir til Dals konunganna, eða Dauðadals- ins, voru í boði. Vegna dvalar sinnar í Luxor fékk Carnarvon áhuga á Egyptalands- fræðum. Hann fór þangað aftur ár eftir ár og tók að leggja stund á fornleifafræði og standa fyrir upp- greftri. l»ar kom að hann réði sér aðstoðarmann árið 1907 — hinn 33 ára gamla Harold Carter. Carter hafði komið til Egyptalands 17 ára að aldri og unnið fyrir ýmsa þekkta fornfræðinga, s.s. William Flinders, Petrie og Edouard Naville, en hafði síðar yfirumsjón með uppgreftri í Dal konunganna. Eftir að hafa átt í miklum deilum sagði hann því starfi hins vegar upp. Næstu fjögur árin hafði hann ofan af fyrir sér með því að gerast leiðsögumaður ferðamanna um Dal konunganna og selja vatnslitamyndir af staón- um. Ætlun þeirra Carnarvons var að finna ósnortnar grafir sem gefa mundu af sér hagnað í dýrmætum safngripum. Næstu fimmtán árin, jafnvel meðan fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst, stóð Carter fyrir upp- greftri í nafni Carnarvons og fann öðru hverju áhugaverðar grafir, en varla nóg af safngripum til að mæta kostnaðinum sem áður en lauk var orðinn rúmlega 40 þúsund ensk pund. Árið 1922 ákvað Carnarvon að hætta framkvæmdum. Carter gerði honum heimsókn til High- clare og gat fengið hann til að standa straum af einum uppgreftri í viðbót. Á leiðinni til Egyptalands keypti hann sér páfagauk, ef til vill í fagnaðarskyni yfir þessum mála- lokum. Innsigluö gröf — næturrannsókn Er Carter kom aftur til Luxor í lok október sögðu hinir egypzku verkamenn hans honum að þessi guli syngjandi fugl myndi færa lukku. Hinn fyrsta október byrjuðu þeir að grafa á síðasta ósnortna svæðinu í Dal konunganna, þrí- hyrningi sem var um einn hektari að stærð. Hinn 4. október komu þeir niður á fornan stigagang og daginn eftir fundu þeir þess óræk merki að þarna var innsigluð gröf. Carter sendi Carnarvon sím- skeyti og kom hann frá Englandi, ásamt dóttur sinni, Evelyn, hinn 26. nóvember. Eftir að hafa hreinsað vandlega frá grafarmunnanum brutu þeir loks niður steindyrnar. Carter varð fyrstur manna til að skyggnast um niðri í gröfinni. Sam- kvæmt tilkynningu sem Carnarvon sendi til The Times í London kall- aði hann til nærstaddra: „Það eru hinir dásamlegustu hlutir hér.“ Síðar þetta sama kvöld fór fram leynileg rannsókn sem ekki varð kunn fyrr en um hálfri öld síðar er Thomas Hoving ritaði bók sína „Tutankhamun: hin ósagða saga“. Eftir myrkur fóru Carnarvon, ungfrú Evelyn, Carter og aðstoðar- maður hans, Arthur „Pecky“ Call- ender, leynilega inn í gröfina og brutu sér leið inn í innri salinn, þar sem þau fundu hið gullna skrfni sem umlukti gullkisturnar sem múmía Tutankhamuns hvíldi f. Síð- ar þegar munirnir voru færðir úr gröfinni stóð heimurinn á öndinni yfir líkani konungsins í fullri stærð í gullnum klæðum með skrautleg- um höfuðfaldi og hinni gullnu kór- ónu með ígreyptri mynd sem sýndi faraóinn og drottningu hans. Innri kistan var öll af gulli og svo þung að átta menn þurfti til að lyfta henni. Hin fágaða gullgríma sem var á múmíunni sjálfri hafði augu úr lapiz og fagurlega skreytt skegg — hún myndgerði hinn dauða faraó sem hinn milda Ósiris, konung hinna dauðu. Áhyggjulegur fyrirboði Carter og Carnarvon vissu nú nákvæmlega hvað þeir höfðu fund- ið — hina fornu gröf Tutankham- uns. Á næstu dögum settu þeir á svið opinbera opnun ytri salarins og hófu undirbúning að því að flytja munina úr honum. En meðan á þessum æsilegu framkvæmdum stóð þóttust egypzku verkamenn- irnir verða varir við áhyggjulegan fyrirboða. „Lukkufuglinn“, páfa- gaukurinn, sem skilinn hafði verið eftir í íbúðarhúsi Carters, hefði ver- ið étinn af gleraugnaslöngu sem komist hafði í búr hans. Konungs- gröf hafði verið opnuð og þeir vissu að hið egypzka konungdæmi var verndað af gleraugnaslöngunni, gyðjunni Wadjet, — og líkan gler- augnaslöngunnar reisti sig upp úr hinum konunglega höfuðbúnaði. Þetta var fyrirboði um dauða, full- yrtu þeir. Henry Rhind, sem staðið hafði þarna fyrir uppgreftri löngu fyrr, hefur lýst Dal konunganna þannig: „Langt uppi í fjöllunum opnast djúp dæld í eyðimörkina um þröngt gildrag er liggur í mörgum bugðum að hinu auðnarlega dalverpi um- luktu skraufþurrum eyðimerkur- hæðum. Dalur dauðans gæti ekki tekið á sig líkingarfyllri mynd. Strjál fótspor hýena og sjakala, sem þó eru til vitnis um líf, vekja aðeins hugrenningar um afturgöngur hinna dauðu.“ En þetta var fljótt að breytast þegar fyrstu hundruðin af þúsund- um ferðamanna tóku að flykkjast til staðarins til að horfa inn í graf- armunnann og nauða í finnendun- um um að fá að fara inn í gröfina. Samkvæmt fréttum í Daily Tele- graph varð vegurinn uppeftir fljót- lega þéttsetinn af ökutækjum og allskyns áburðardýrum. Carnarvon fór nú til Englands og var þar í nokkurn tíma til að gera ýmsar ráðstafanir, m.a. að selja The Times einkarétt á fréttaflutningi af framkvæmdunum við uppgröftinn. Um miðjan febrúar var hann kom- inn aftur til Luxor, lokið hafði verið við að hreinsa út úr ytri salnum og nú voru þeir Carter tilbúnir að brjóta niður vegginn sem lokaði að- gangi innri salarins. Þeir buðu um 40 manns að vera viðstöddum er þeir framkvæmdu það að kvöldi 17. febrúar. Inngangur salarins var opnaður á nokkrum klukkustund- um og Carnarvon og Carter gátu smeygt sér inn — í þetta sinn opinberlega. Voveiflegur dauðdagi Nokkrum dögum síðar lokuðu þeir gröfinni aftur, og höfðu í hyggju að láta næsta áfanga brott- flutnings úr henni bíða þar til í lok ársins. Báðir voru þeir nú undir miklu álagi. Samband þeirra við eg- ypzku stjórnina hafði versnað og var nú hart deilt um hver ætti fund- inn og rétt til aðgöngu að gröfinni. Carter vann nótt og nýtan dag við mjög erfiðar kringumstæður við að skrá og koma í varðveizlu þeim Skrautmynd á einni kórónu Tutankhamuns — ungur konungur og drottning hans. „Það fegursta sem nokkru sinni hefur fundizt í Egyptalandi," sagði Carter um hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.