Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983
5
Fyrstu kammertón-
leikar Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í dag
í DAG miðvikudaginn 11. maí efnir
Sinfóníuhljómsveit fslands til sinna
fyrstu Kammertónleika.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var í tilefni þess, sagði Sigurður
Björnsson frkv.stj. hljómsveitarinnar
að þessi gerð tónlistar hefði löngum
orðið útundan sökum þess hve um-
svifamikil hún er en Sinfóníuhljóm-
sveitin hefði nú í hyggju að bæta úr
því og auk þessara tónleika taka til
flutnings fjögur viðamikil kammer-
tónverk á næsta starfsári.
Sendiherra-
skipti
hjá Svíum
Sendiherra Svíþjóðar á íslandi,
frú Ethel Wiklund, mun innan
skamms láta af störfum hér á landi
og hefur sænska ríkisstjórnin út-
nefnt Gunnar-Axel Dahlström nýjan
sendiherra. Hann mun koma hingað
til lands fljótlega ásamt Britt eigin-
konu sinni, segir í frétt frá sænska
sendiráðinu í Reykjavík.
Gunnar-Axel Dahlström er
fæddur 11. marz 1922 og hóf störf
í sænsku utanríkisþjónustunni
1952.
Gunnar-Axel hefur m.a. starfað
í sænskum sendiráðum í Varsjá,
Búdapest, Berlín, Bangkok, Pret-
óríu og frá 1981 hefur hann gegnt
störfum aðalræðismanns Svía í
Marseille.
Tónleikarnir verða haldnir í
Gamla Bíói kl. 20.30 og mun
strengjasveit hljómsveitarinnar 33
hljóðfæraleikarar alls leika, undir
stjórn marks Reedmans.
Verkin sem leikin verða eru Di-
vertimento eftir Mozart, Serenaða
fyrir strengjasveit eftir Dvorak,
Konsert í D-dúr eftir Stravinski og
Introduction og Allegro eftir Elgar.
Mark Reedman hefur starfað við
Sinfóníuhljómsveit íslands í fimm
ár. Hann hefur auk þess kennt við
Tónlistarskólann í Reykjavík og
verið stjórnandi strengjasveitar
hans, sem m.a. hlaut í fyrra undir
hans stjórn þriðju verðlaun á al-
þjóðlegu kammertónlistarmóti í
Júgóslavíu.
Fjórir af hans nemendum þær
Auður Hafsteinsdóttir, Gréta
Guðnadóttir, Guðrún Þórarinsdótt-
ir og Bryndís Gylfadóttir munu
taka þátt í hljómleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á miðvikudag og
leika einleik í verki Elgars.
Borgin eignast Engey og land í Selási:
Skuldauppgjör borg-
ar og ríkis samþykkt
í borgarráði í gær
BORGARRAÐ samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að taka tilboði
ríkisins um uppgjör skulda ríkissjóðs við borgarsjóð vegna bygginga sjúkra-
stofnana, en í því felst að borgin tekur Engey og land í Selási upp í hluta af
skuldinni, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Davíð Oddssyni borg-
arstjóra í Reykjavík, í gær.
Stjórnandinn, Mark Reedman.
Skuldin nemur samtals 25,185
milljónum og eru landsvæðin met-
in á samtals 7,5 milljónir. Mismun-
urinn, 17,685 milljónir, greiðist
með fjórum jöfnum afborgunum,
hin fyrsta fyrir árslok þessa árs, en
síðan 15. apríl árin 1984, 1985 og
1986, samtals krónur 4,425 milljón-
ir króna í hvort skipti nema 1986,
en þá greiðast 4,410 milljónir. Er
þessi upphæð verðtryggð, en vaxta-
laus.
„Ég tel að þessi samningur sé
mjög viðunandi eftir öllum atvik-
um,“ sagði Davíð Oddsson. „Samn-
ingsumleitanir um skuldir ríkis-
sjóðs vegna sjúkrastofnana borgar-
innar hafa staðið lengi og borgin
hefur óskað eftir því að fá allar
sínar kröfur verðbættar, en því
hefur ríkið hafnað. Ég er sann-
færður um að lengra en við náðum
þarna verði ekki komist og það sé
kostur bæði fyrir ríki og borg að
slá striki yfir þessar skuldir, þó
aðrar séu enn óuppgerðar," sagði
Davíð.
„Ég tel eðlilegt og sjálfsagt að
borgin eignist Engey, sem er við
bæjardyr Reykjavíkur. Borgin leit-
aði eftir kaupum á Engey árið 1958,
en það tilboð sem borginni var gert
þá var fimm sinnum hærra en það
tilboð sem nú er samkomulag um,
ef reiknað er til núvirðis,“ sagði
Davíð Oddsson.
sj(!mem-laiidsmerin
15%afeláttur
í Vl'ítiðtlllOK
M cru
Ethel Wiklund, sem nú lætur af
störfum sendiherra á íslandi, hef-
ur gegnt því starfi frá 1978.
Hún mun nú hverfa til eftir-
litsstarfa innan sænsku utanríkis-
þjónustunnar.
Vesturland:
Þakkir til stuðn-
ingsmanna Sjálf-
stæðisflokksins
VIÐ undirrituð, sem skipuðum fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í Vest-
urlandskjördæmi í Alþingiskosning-
unum 23. apríl sl., þökkum af alhug
öllum þcim, sem studdu okkur í
kosningabaráttunni og unnu að stór-
sigri D-listans.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut
2.725 atkvæði og bætti við sig á
fimmta hundrað atkvæða frá
haustkosningum 1979. ER þetta
langhæsta atkvæðatala, sem
flokkurinn hefur náð á Vestur-
landi síðan kjördæmabreytingin
var gerð 1959. Slíkur árangur
næst ekki nema með góðri sam-
vinnu, einbeittum áhuga og fram-
taki margra manna. Ósk okkar og
von er sú, að þessi sigur megi
verða Vesturlandi til heilla og
landi og þjóð til farsældar.
I maí 1983.
Friðjón Þórðarson,
Valdimar Indriðason,
Sturla Böðvarsson,
Davíð Pétursson,
Bjarni Helgason,
Kristjana R. Ágústsdóttir,
Björn Arason,
Guðrún L. Víkingsdóttir,
Kristófer Þorleifsson,
Ingiberg J. Hannesson.
INNLENT
vofddæói vctiarins
Kjgótilhliðar
Auðvitað fylgir því viss söknuður - þau
hafa jú hlýft við frosti, kulda og sjó-
gusum vetrarins. En ekki klæðist maður
þeim á balli, leikhúsi eða notalegum
veitingastað. Hvað þá á „veiðum í landi“.
Þessvegna býður TORGIÐ og HERRA-
RÍKIN þér í tilefni tímamótanna, 15%
afslátt af hinum glæsilegu SIR jakka-
fötum, SIR - gallinn við hæfi í landi,
gallinn, sem gefur „veiðivon".
gefur „veiðivon'*.
Ausuirstneti K)
u
Snorrabraut. Gtæstiœ Harrraborg-Köpavogi