Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 Volvo 360 GLT. Volvo 360 GLT reynsluekið: Mjög lipur og skemmti- legur fjölskyldubíll — Frágangur er mjög góður — Kemur vel út á miklum hraða Að framan hefur verið komið fyrir vindakeið, sem innfelld þokuljós eru í. Þá má sjá, að bfllinn er á sérstökum „low profile“-dekkjum til hraðakst- Bílar Sighvatur Blöndahl VOLVO kynnti á liðnu hausti það sem þeir kalla flaggskip „litlu“ Volvo-anna, en sá nefn- ist Volvo 360 GLT. Hann er í raun nánari útfærls af 340-lín- unni frá fyrirtækinu. Á dögun- um fékk ég tækifæri til að reynsluaka bílnum á þjóðveg- um Evrópu og í borgum. Eftir að hafa ekið liðlega 3.000 km er ekki hægt að segja annað en að bfllinn hafi komið mér tölu- vert á óvart fyrir hversu lipur og skemmtilegur hann er. Það er t.d. ekkert tiltökumál að aka honum gríöarlega hratt á hraðbrautum, þrátt fyrir þá staðreynd, að um er að ræða venjulegan fjölskyldubfl. ÚTLIT Volvo 360 GLT hefur í raun sama útlit og 340-línan frá Volvo, nema hvað hann hefur fengið nokkra andlitslyftingu. Hann er með nýju grilli, vind- skeið hefur verið komið fyrir á skuthurðinni. Bíllinn kemur með þokuljósum að framan og vind- skeið, sem ekki er á hinni hefð- bundnu útfærslu. Þá eru listar á hliðum meira áberandi. Volvo 360 GLT kemur síðan á sérstök- um álfelgum og breiðari hjól- börðum, svoköiluðum „low pro- file“ hjólbörðum, sem eru sér- stakiega framleiddir til hrað- aksturs. Bíllinn er fimm dyra, þ.e. með fjórum dyrum, auk stórrar skuthurðar að aftan, sem gerir umgang um bílinn mjög auðveldan. Það má alltaf deila um útlit bíla, en persónulega hefði mér fundist Volvo mátt gera meiri breytingar á bílnum, en hann hefur verið lítt breyttur um langt árabil. DYR — RÝMI — SÆTI Þrátt fyrir þá staðreynd, að bíllinn sé fimm dyra, er ótrúlega þægilegt að ganga um hann. Rými fyrir ökumann og farþega við inngöngu er með ágætum, enda opnast dyrnar vel út. Eins og áður sagði eru skutdyr bílsins óvenjulega stórar og þægilegt að ganga um þær. Þegar setzt er undir stýri á Volvo 360 GLT verður maður strax var við, að vel hefur tekizt til að skapa rými fyrir ökumann. Það er í raun ekki fjarri lagi að segja, að rými, þe. fótarými, hliðarrými og loftrými sé ekki ósvipað því sem gerist í 240-línunni frá Volvo, sem þó er mun stærri bíll. Það fer því ágætlega um ökumann og farþega frammi í. Hvað varðar rými aftur í, þá er það ósköp venjulegt af bíl í þessum stærð- arflokki. Þó mætti loftrými vera eilítið meira að ósekju. Vel fer um tvo fullorðna á langferð, en verulega er farið að þrengja að þeim þriðja. Það má því segja, að Volvo 360 GLT sé ágætlega rúm- góður 4—5 manna fjölskyldubíll. Hvað varðar sæti bílsins, þá eru sætin frammi í ágæt að mínu mati. Það fer vel um ökumann og farþega. Bakstuðningur er mjög góður og hliðarstuðningur er ennfremur ágætur. Þó finnst mér persónulega, að hliðar- stuðningur mætti vera eilítið stífari. Það hvort sæti eru góð Volvo Gerö: Volvo 360 GLT. Framleióandi: Volvo. Framleiösluland: Hol- land. Innflytjandi: Veltir hf. Veró: Afgreiðslufrestur: Heildarþyngd: 935 kg. Lengd: 4.300 mm. Breidd: 1.660 mm. Hæð: 1.392 mm. Hjólhaf: 2.400 mm. Vél: 1.986 m3, 4ra strokka, 85 hest- afla. Skipting: 5 gíra beinskiptur. Eyösla: 9,5 lítrar. (meóaleyösla). hægra megin. Stýrishjólið sjálft hefur fengið skemmtilegt yfir- bragð, eins og sjá má á myndum, Stjórntæki miðstöðvar eru síðan á hægri væng borðsins. Tiltölu- lega auðvelt er að meðhöndla stjórntækin, en miðstöðin er þriggja hraða og virkar vel. Þá er að finna undir miðstöðinni rofa fyrir neyðarljós og síðan út- varp og kasettutæki, en þar fyrir neðan eru klukkan og sígarettu- kveikjari. Öll eru stjórntækin vel innan seilingar fyrir öku- mann. SKIPTING — PEDALAR Volvo 360 GLT er fimm gíra, beinskiptur. Hann vinnur mjög vel í öllum gírunum, þótt per- sónulega finnist mér hann skemmtilegastur í 3ja gírnum. Skiptingunni er haganlega kom- ið fyrir og tiltölulega stutt er milli gíra, sem gerir skiptingu auðvelda. Það vakti sérstaka at- hygli mína hvað fimmti gírinn kom vel út, þegar ekið var á gríð- arlegum hraða á hraðbrautum Evrópu. Hávaði er hverfandi í bílnum þótt ekið sé á 160—180 km hraða á klukkustund. Pedöl- um er ágætlega komið fyrir og Mælaborðið er mun nýtlzkulegra, en I forvera bflsins. Volvo 360 GLT er knúinn 2ja lítra, 85 hestafla vél og er með beinni innspýtingu. eða vond er þó alltaf persónulegt mat hvers og eins. Frágangur sætanna, sem eru með hefð- bundnum stillimöguleikum, er góður. Hægt er að stilla sætin fram og aftur á sleða. Síðan má að sjálfsögðu breyta halla baks- ins og hægt er að herða eða slaka á bakstuðningi með hjóli, sem er mikill kostur. Hvað varðar aft- ursætið er það bekkur, sem í sjálfu sér þarf ekki að fjölyrða mikið um. Hann er ósköp venju- legur. MÆLABORÐIÐ Volvo 360 GLT hefur fengið nýtt og mun skemmtilegra mælaborð en forveri hans. Borð- inu hefur verið þjappað skemmtilega saman og hefur fengið nokkuð nýtízkulegt yfir- bragð. í því er að sjálfsöðgu að finna hraðamæli með ferðamæli. Sá mælir er tiltölulega stór og því góður aflestrar. Sömu sögu er að segja af snúningshraða- mælinum. Síðan er að finna benzínmæli og hitamæli til hlið- ar við stærri mælana. Efst í borðinu eru síðan hin ýmsu að- vörunar- og Öryggisljós. Má þar nefna olíuþrýstings-, hleðslu-, handbremsu-, öryggisbelta- og innsogsljós og svo ljós, sem sýnir stöðu aðalljósa, svo einhver séu nefnd. Á vinstri væng borðsins er að finna stjórnrofa fyrir ljós bílsins, afturrúðuupphitara og þokuljósin. Síðan er stefnuljósa- rofinn á sínum stað í vinstri væng stýrisins og þurrkurofinn *S=======~? Rými aftur í er mjög gott og auð- velt er að fella aftursætið fram. ástig á þá er gott. Benzínpedal- inn er hæfilega stífur, þannig að maður hvorki þreytist vegna þess að hann sé of stífur, né að hann haldi ekkert við. Brems- urnar virka mjög vel og er ástig- ið á þær óvenjulega létt. AKSTURSEIGINLEIKAR Eins og áður sagði kom það mér mjög á óvart hversu lipur og skemmtilegur bíllinn var í akstri. Fjöðrun hans er mjög góð, nema hvað demparar að aft- an mættu vera eilítið stífari, þegar ekið er á miklum hraða. Það atriði hefur hins vegar litla sem enga þýðingu hér á landi, þar sem umferðarhraði er mun lægri en erlendis. Bíllinn leggst mjög lítið niður í framhornin í kröppum beygjun og svarar mjög skemmtilega. Krafturinn er mikill, þannig að bíllinn verð- ur aldrei aflvana. Auðvelt er að skjótast á honum í innanbæjar- umferðinni svo og að skjótast fram úr á hraðbrautum. NIÐURSTAÐA Niðurstaða mín eftir liðlega 3.000 km reynsluakstur um Evr- ópu er sú, að Volvo 360 GLT sé mjög skemmtilegur fjölskyldu- bíll, sem hefur samt sem áður nokkra eiginleika sportbílsins. Krafturinn er mikill og skemmtilegt er að aka honum, hvort heldur er í innanbæjarum- ferð eða úti á þjóðvegum. Allur frágangur bílsins er með ágæt- um og vel fer um ökumann og farþega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.