Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983
Systraminning:
Guðný Þórðardóttir
Helga Þórðardóttir
Guðný fædd 5. ágúst 1909
dáin 29. apríl 1983
Helga fædd 2. nóvember 1905
dáin 19. desember 1981
Hinn 29. apríl sl. lést í Borg-
arspítalanum föðursystir mín,
Guðný Þórðardóttir, eftir langa og
erfiða sjúkdómslegu.
Er nú skammt stórra högga í
milli því ekki er nema rúmt ár
síðan önnur föðursystir mín,
Helga Þórðardóttir, lést á St. Jós-
efsspítala í Hafnarfirði, 19. des-
ember 1981, einnig eftir langa og
erfiða sjúkdómslegu.
Þær systur voru dætur hjón-
anna Sigríðar Grímsdóttur og
Þórðar Þórðarsonar er síðustu
æviár sín bjuggu í Hafnarfirði.
Barnahópur þeirra Sigríðar og
Þórðar var stór, því alls urðu
systkinin tíu, fimm drengir og
fimm stúlkur. Næstyngsta barn
þeirra, Steingrímur Gunnar, lést
aðeins níu ára gamall en níu
systkinanna komust til fullorðins-
ára. Helga var næstelst þeirra,
fædd að Breiðabólstöðum á Álfta-
nesi 2. nóvember 1905, Guðný, sem
var fjórða í röðinni, fæddist á
Bessastöðum á Álftanesi 5. ágúst
1909.
Fyrstu bernskuárum sínum
slitu þær systur á þeim sögufræga
stað, Bessastöðum, þar sem faðir
þeirra var ráðsmaður í nokkur ár.
Eftir því sem barnahópurinn
stækkaði varð erfiðara fyrir for-
eldrana að framfleyta fjölskyld-
unni sem vinnufólk í sveit. Þau
fluttu því til Hafnarfjarðar 1915,
en þaðan hóf faðir þeirra að
stunda sjómennsku. Fátæktin var
mikil eins og títt var á alþýðu-
heimilum á árunum upp úr alda-
mótum. Eldri systkinin urðu því
snemma að fara að hjálpa til við
heimilishaldið og síðan að vinna
utan heimilisins til þess að endar
næðu saman.
Árið 1925 drukknaði faðir
þeirra með togaranum Róbertson
frá Hafnarfirði. Helga var þá tví-
tug að aldri, og kom það í hennar
hlut að vera heima við og hjálpa
til við uppeldi stórs barnahóps.
Guðný giftist 1942 Guðmundi
Jóhanni Gíslasyni bókbindara.
Þau bjuggu fyrstu hjúskaparár sín
í Unuhúsi í Reykjavík, en lengst af
bjuggu þau í Kópavogi. Þau eign-
uðust tvö börn, Sigurlaugu, fædda
1943 og Þórð, sem fæddist 1945, og
eiga þau hvort um sig tvo drengi.
Guðný og Guðmundur reistu sér
einbýlishús að Vallargerði 6, í
Kópavogi. Það var reist af stórhug
á erfiðleikaárum er ber gott vitni
dugnaði þeirra hjóna. Kringum
hús þeirra er einstaklega fagur og
vel hirtur garður, sem vitnar um
þá natni og umhyggju er ríkti á
heimili þeirra. Veit ég að bæði
hafa þau hjón átt margar ánægju-
stundir við þessa ræktun um-
hverfis síns.
Guðný var félagslynd og ein-
staklega tilfinningarík og hjarta-
hlý kona, sem var gædd þeim
sjaldgæfa eiginleika, að tala aldrei
illa um nokkurn mann. Hún var og
mjög rómantísk og gladdist af ein-
lægni yfir hamingju og velgengni
annarra. Guðný var höfðingi heim
að sækja og var auðfundið að hún
gladdist yfir komu gesta. Voru og
margir er höfðu samband við
heimili þeirra hjóna vegna félags-
málastarfa Guðmundar og ein-
stakrar greiðasemi þeirra beggja.
Guðmundur Jóhann átti við erf-
ið og langvarandi veikindi að
stríða um tíma nú á seinni árum.
Tók Guðný þeim erfiðleikum af
miklu æðruleysi og dugnaði.
Dóttursynirnir höfðu frá barn-
æsku hænst mjög að afa og ömmu
og voru þeir mikið á heimili
þeirra. Veit ég að nærvera þeirra
veitti Guðnýju ótaldar ánægju-
stundir, má enda segja að barna-
börnin öll hafi verið sem sólar-
geislar í lífi þeirra beggja. Sjá þau
nú á bak mjög ástríkri ömmu og
votta ég þeim, foreldrum þeirra og
t
Eiginkona mín,
SVEINSÍNA JAKOBSDÓTTIR,
Hlíöarvegi 20, (aafiröi,
veröur jarösungin frá ísafjarðarkirkju föstudaginn 13. maí kl. 2.
F.h. barna, tengdabarna og barnabarna.
Óli Pétursson.
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför systur okkar,
GUOBJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR
frá Úlfsá.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks á Sólvangi.
Systkinin.
t
Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar.
NIELS CARLS NIELSEN
frá Seyöisfiröi.
Ingibjörg Nielsen,
Þorsteinn Nielsen.
t
Þökkum innilega vinsemd og hlýjar kveöjur viö andlát og útför,
útför.
GUORÚNAR EINARSDÓTTUR,
Skólavöröustíg 26.
Kristín Kristjónsdóttir,
Gunnar Kristjónsson,
Jón G. Jónsson,
Kristín Hagalínsdóttir,
Oddgeir Báröarson,
Már Kristjónsson,
Halldóra Guömundsdóttir,
Guörún Hagalínsdóttir.
Guðmundi Jóhanni mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hennar.
Lífsferill Helgu frænku minnar
varð með nokkru öðru móti en
Guðnýjar systur hennar. Helga
giftist aldrei og eignaðist ekki
börn sjálf. Hún var hinsvegar ein-
staklega barngóð kona og börn
hændust mjög að henni. Hún var
mjög náin mér og systrum mínum
og síðar börnum okkar, en þeim
reyndist hún sem mjög góð amma.
Aðstæður höguðu því þannig, að
nánari samskipti urðu milli mín
og Helgu, en almennt gerist milli
frændfólks. Sigríður móður Helgu
byggði ásamt börnum sínum hús
að Selvogsgötu 1 í Hafnarfirði og
bjó þar síðan til dauðadags 1949.
Þá voru enn á heimilinu þrjú
systkinanna, Helga, Guðmundur
og Herdís. Við fráfall Sigríðar
ömmu minnar fluttu foreldrar
mínir á neðri hæð hússins, en á
efri hæð þess bjuggu þá Helga
ásamt Guðmundi og Herdísi. Sam-
gangur var ætíð mikill milli þess-
ara tveggja heimila enda hafði
Helga verið föður mínum sem
önnur móðir er hann var að alast
upp. Samband mitt og systra
minna við þetta frændfólk á efri
hæðinni varð óvenju sterkt og eru
ýmsar ástæður til þess. Mætti þar
nefna, að þau voru öll ógift og létu
sér mjög annt um systinabörn sín
auk þess sem faðir minn veiktist
mikið er ég var á barnsaldri og var
lengi frá vinnu. Móðir mín þurfti
því að vinna úti til að sjá heimil-
inu farborða. í þessum erfiðleik-
um var Helga fjölskyldu minni
ómetanleg stoð og stytta.
Helga var mjög ákveðin og ráð-
andi persónuleiki. Mun ekki ofsög-
um sagt að hún hafi verið það
systkinanna sem allir virtu hvað
mest og gátu jafnframt ætíð leitað
til ef erfiðleikar steðjuðu að.
Gestrisni Helgu var viðbrugðið
og heimili hennar að Selvogsgötu
1 var oft þéttsetið af ættingjum og
vinum er fundu að til hennar voru
Minningarorð:
Guðmundur í.
Guðmundsson
Fæddur 7. júlí 1902
Dáinn 3. maí 1983
Nú er vinur minn Guðmundur
horfinn. Á haustdögum ævi okkar
beggja lágu leiðir okkar fyrst
saman, er við urðum nábúar í
sama fjölbýlishúsinu. Kynni okkar
urðu ekki löng, aðeins rúm 11 ár.
Þessi fátæklegu orð eru skrifuð til
þess að þakka öldnum vini og fé-
laga einlæga og trygga vináttu,
sem aldrei bar skugga á. Ber þar
hæst þá miklu tryggð og vináttu
sem hann sýndi eiginmanni mín-
um Helga, sem nú er látinn.
Guðmundur var eiginmanni
mínum ómetanlegur styrkur síð-
ustu ár hans er hann barðist við
sjúkdóm, sem að lokum lagði hann
að velli. Þær eru ótaldar stundirn-
ar sem hann sat hjá honum,
spjallaði við hann og stytti honum
þannig erfitt ævikvöld. Þrátt fyrir
að erfiður sjúkdómur og hrörnun
ellinnar legðust æ þyngra á vin
okkar Guðmund, leið varla sá dag-
ur að hann liti ekki inn til okkar.
Hin síðari ár fór heilsu Guðmund-
ar hrakandi og dvaldi hann þá oft
í sjúkrahúsi. Á síðasta ári kom þó
að því að hann gat ekki lengur
búið einn og fluttist hann þá að
Droplaugarstöðum, þar sem hann
fékk þá hjálp og umönnun sem
hann þurfti. Hann lét það þó ekki
aftra sér frá áframhaldandi vin-
áttutengslum. Allt fram á síðustu
daga hringdi hann og spjallaði um
allt milli himins og jarðar.
Að Ieiðarlokum kveð ég góðan
vin og félaga með söknuði, þakk-
læti og virðingu. Nú bíða háns
önnur heimkynni án þjáninga. Það
Nefnd um eflingu
snjóflóðavarna
Félagsmálaráðherra skipaði hinn
3. maí eftirtalda menn til að gera
tillögur um að efla varnir gegn
snjóflóðum í landinu:
Ásgeir Ólafsson, forstjóra, sem
tilnefndur er af Viðlagatryggingu
íslands. Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóra, sem tilnefndur er
af Almannavörnum ríkisins.
Helga Björnsson, jöklafræðing,
sem tilnefndur er af Raunvísinda-
stofnun Háskólans. Helga Hall-
grímsson, forstjóra tæknideildar,
sem tilnefndur er af Vegagerð
ríkisins. Hlyn Sigtryggsson, veð-
urstofustjóra, sem tilnefndur er af
Veðurstofu fslands. Loga Krist-
jánsson, bæjarstjóra, sem til-
nefndur er af Sambandi íslenskra
sveitarfélaga. Zóphónías Pálsson,
skipulagsstjóra, sem tilnefndur er
af Rannsóknastofnun Byggingar-
iðnaðarins, og Magnús Hallgríms-
son, verkfræðing, sem jafnframt
hefur verið skipaður formaður
nefndarinnar.
Hlutverk nefndarinnar er að
samræma störf opinberra aðila í
þeim tilgangi að koma, svo sem
unnt er, í veg fyrir tjón og slys af
völdum snjóflóða og skriðufalla.
Nefndin skal í starfi sínu leita
samráðs við sveitarfélög og aðra
allir velkomnir.
Helga var trúuð kona og brýndi
fyrir okkur frændsystkinum sín-
um að lifa í sátt og samlyndi við
guð og menn. Hún hafði og
ákveðnar stjórnmálaskoðanir sem
miðuðust við það að þeir sem bet-
ur mættu sín í þjóðfélaginu ættu
að hjálpa þeim sem stæðu höllum
fæti. Helga lifði sjálf alla tíð eftir
þessari trú sinni og þó að Helga
hafi sjálf átt minna en flestir aðr-
ir af veraldlegum efnum, þá taldi
hún ætíð sjálfsagt að hún veitti
alla þá hjálp og aðstoð sem eftir
var Ieitað.
Guðmundur, bróðir Helgu,
byggði ásamt föður mínum hús að
Ölduslóð 28, Hafnarfirði. Fluttu
þau systkinin sem búið höfðu sam-
an á Selvogsgötu 1 þangað.
í nálægð hins nýja heimilis
Helgu var klaustur Karmelita-
reglunnar. Helga hafði áður
kynnst þeim tveimur nunnum úr
klaustrinu er samband máttu hafa
við fólk utan reglunnar, og við
nálægðina tókst með þeim mikil
vinátta sem stóð uns yfir lauk.
Saga Helgu eins og svo margra
annarra íslenskra kvenna verður
seint skráð á spjöld íslandssög-
unnar. f hugum okkar sem nutum
ástúðar hennar og umhyggju mun
minningin um mikla konu þó lifa
áfram.
Helga átti við erfið veikindi að
stríða síðustu æviár sín. Eins og
ætíð neitaði hún þó að gefast upp
og hélt reisn sinni og virðingu til
hinstu stundar.
Þó að okkur ættingjum hennar
væri löngu ljóst að hverju drægi
var fráfall hennar engu að síður
öllum mikill harmur, ekki síst
þeim Guðmundi og Dísu er misstu
ekki einungis góða systur heldur
einnig þá konu sem hafði búið
þeim gott og ástríkt heimili um
áratugi.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir
er von mín og trú að þar megi þeir
hittast vinirnir og taka upp þráð-
inn þar sem frá var horfið.
Sonum hans, tengdabörnum og
öðrum afkomendum votta ég mína
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Guðmundar
í. Guðmundssonar. Megi hann
hvíla í friði.
Bergljót Bjarnadóttir
aðila, sem hagsmuna eiga að gæta
eða hlutverki að gegna í þessu
efni. Einnig á nefndin að beita sér
fyrir frakvæmdum á þeim sviðum,
sem m.a. eru rakin í ályktun Al-
þingis um heildarlöggjöf, skipulag
og varnir gegn hættu af snjóflóð-
um eða skriðuföllum. Áhersla er
lögð á, að framkvæmdir á einstök-
um liðum þingsályktunar, sem
samþykkt var á Alþingi 2. apríl
1981, hefjast sem fyrst á grund-
velli gildandi laga. Ef störf nefnd-
arinnar leiða í ljós að þörf sé
breytinga á gildandi lögum eða
setningu nýrra laga, þá ber henni
að gera tillögu þar um.
Néfndin skal gera heildaráætl-
un um aðgerðir í þessu efni svo og
tillögur um tímamörk til fram-
kvæmda og fjármögnun og skila
fyrstu yfirlitstillögum sínum fyrir
septemberlok 1982.
(FrétUtilkynninK)