Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983
35
Steingrímur Ingason og Svavar Gestsson skiluðu þessum Datsun 1800 frem-
ur óvænt í þriðja sætið, eftir harða keppni við BMW Jóns S. Halldórssonar
og Hjalta Hafsteinssonar, sem urðu fjorðu.
skemmtilegasta rallkeppni, sem
fram hefur farið hérlendis. Til-
tölulega nýstofnaður klúbbur,
Akstursíþróttafélag Suðurnesja
skipulagði rallið og fórst þeim
það vel úr hendi undir stjórn
Magnúsar Jenssonar, keppnis-
stjóra. Leiðin lá um gamla
Keflavíkurveginn, Reykjanes, Is-
ólfsskálaveg og tvær leiðir við
Kambana. Rallið tafðist nokkuð
vegna þess að hluti skipulagðrar
leiðar var ónothæfur vegna þess
að keppendur vildu ekki skemma
þungfæra vegina við Herdísar-
vík og var leiðinni því breytt dá-
lítið. Nokkrir áhorfendur þurftu
af þessum sökum að bíða full-
lengi eftir að sjá keppnisbílana á
nokkrum leiðum. Omar og Jón
Rangarssyni tóku forystu strax f
upphafi og eins og Morgunblaðið
spáði fyrir um, lét Jón ómar
auka hraðann um miðja keppni.
Fannst Jóni Ómar ekki keyra
nógu hratt á einni leiðinni og
sagði honum að gefa í. ómar
svaraði að bragði. „Já er það
ekki bara,“ og steig bensíngjöf-
ina djarfar en áður og sleppti
ekki fyrr en þeir komu í mark
sem sigurvegarar! Skæðustu
keppinautar bræðranna voru
þeir Halldór Úlfarsson og
Tryggvi Aðalsteinsson á Toyota
Corolía 1600. Eftir Isólfsskála
voru þeir þó orðnir mínútu á eft-
AUCLÝSINCASTOFA
MYNDAMÓTA HF
ir bræðrunum og náðu ekki að
vinna upp þann mun, þrátt fyrir
góða tilraun. Hefði ekkert mátt
útaf bera hjá Ómari og Jóni.
Skiptu þeir af þeim sökum tví-
vegis um öll dekk undir Renault-
inum til þess að eiga ekki á
hættu að eitthvert þeirra
springi. Húsavíkingarnir
Steingrímur Ingason og Svavar
Gestsson óku lítið breyttum
Datsun 1800. Þeir byrjuðu rólega
að sögn Steingríms, en á þremur
síðustu leiðunum þurftu þeir að
setja á fulla ferð til að halda
Jóni S. Halldórssyni og Hjalta
Hafsteinssyni á BMW 2002 fyrir
aftan sig í baráttunni um þriðja
sætið. Gerði Jón allt sem hann
gat til að hremma andstæðing-
inn, fór m.a. 30—40 metra langa
flugferð á Reykjanesi, vegna
þess hve greitt hann ók, en allt
kom fyrir ekki. Var reyndar talið
á tímabili að Jón hefði náð
þriðja sætinu á undan Stein-
grími, en þá gleymdist að reikna
með refsingu, sem Jón fékk við
skoðun keppnisbílanna fyrir
rallið. Óskuðu þeir hvor öðrum
því alloft hamingju með þriðja
sætið, en Steingrímur varð á
endanum hlutskarpari. Sigur-
vegarar síðasta ralls, Jón Sig-
þórsson og Halldór Gíslason á
Lancer 1600 fylgdu forystubílun-
um eins og skuggi og urðu ekki
nema hálfri mínútu á eftir Jóni
S. Halldórssyni, þannig að hann
hefur ekið geysivel. Það voru
hvorki meira né minna en rúmar
12 mínútur í næstu keppnisbíla.
Subaru 1600 GFT Stefáns Magn-
ússonar og Ægis Ármanssonar
nældi I sjötta sætið, aðeins sek-
úndu á undan beygluðum Escort
Gunnlaugs Rögnvaldssonar og
Tómasar Hannssonar, sem valt á
Reykjanesi. Bjástruðu þeir við
að rétta bílinn við ásamt þriðja
manni, en þegar bíllinn var rétt
kominn á hliðina rann hann
niður allbratta brekku, en þeim
tókst þó að lokum að koma hon-
um á hjólin og héldu áfram
keppni. Tryggðu þeir sér klúbb-
meistaratitil Akstursíþróttafé-
lags Suðurnesja með því að vera-
á undan Eiríki Hjartarssyni og
Birni Ólafssyni á Datsun 1200,
sem varð níundi í keppninni á
fremur máttlausum bil. Á undan
honum í áttunda sæti voru félag-
arnir Árni Ó. Friðriksson og
Ragnar Kristjánsson á Escort
1600, en þeir afrekuðu það m.a.
að fljúga fimm metra í loft upp
og 10 metra áfram í loftköstum
er þeir lentu útaf á Isólfskála-
vegi. Þetta atvik ásamt biluðum
framdempara á einni leiðinni
gerði það að verkum að ofar
komust þeir ekki. Keppendur
sem á eftir komu voru á bílum,
sem höfðu tapað miklum tíma
vegna bilana.
- GR.
Það var ekki svo lítið sem gekk á þegar reynt var að gera við Escort
Hafsteins og Birgis á ísólfsskála, en framfjöðrunin bilaði þar. Bfllinn var
reyndar sífellt bilandi í rallinu, en þetta var ekki venjulegi keppnisbfll þeirra
félaga. Ljósm. Mbl. Gunnlaufrur Rögnvaldsson.
esiö
reglulega af
ölmm
fjöldanum!
IVECO/
ÍIMIÍSP
Höfðabakka 9 Simi 8-52-60
LOKSINS AISLANDI!
MAGIRUS DEUTZ / IVECO
Við höfum nú tekið að okkur umboð á íslandi fyrir hina heimsþekktu
Iveco vörubílasamsteypu. Iveco er næststærsti framleiðandi vörubíla í Evrópu.
Vörubílar frá Iveco eru ráðandi á mörgum sviðum í Evrópu, en hvað
þekktastir eru þeir fyrir mikið úrval sterkbyggðra vinnubíla með drifi á öllum hjólum.
Hafðu samband við okkur og kannaðu hvort við höfum ekki rétta sex
eða tíu hjóla bílinn fyrir þig, með eða án framdrifs.
Iveco bílar eru sterkbyggðir vinnuþjarkar sem komast leiðar sinnar í misjöfnu færi.