Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MA{ 1983 Mikil gróska í hestamennskunni á Hólum Að lokinni dagskrá voru verðlaun afhent og stilltu þá allir þátttakendur skeifu- keppninnar sér upp á tamningatrippunum fyrir framan kirkjuna, sem segja má að sé andlit Hólastaðar. Þann tuttugasta og fimmta aprfl síðastliðinn var haldinn að Bænda- skólanum á Hólum hin árlega skeifukeppni þar sem keppt var um Morgunblaðsskeifuna. Á Hólum er hestamennska og hrossarækt val- grein og gildir skeifukeppnin ‘/s af heildareinkunn. Flest þau hross sem nemendur tömdu eru í cígu Kyn- bótabúsins á Hólum. Það voru ellefu neraendur sem kepptu að þessu sinni og þar á meðal var stúlka sem aðeins einu sinni hafði komið á hest- bak áður en hún hóf tamningu í vet- ur. Blíðskaparveður var daginn sem keppnin var haidin og töldu menn að langþráð vorið væri loks komið. Einnig var gæðingakeppni á dag- skránni og að síðustu naglaboðreið þar sem nemendur kepptu við kenn- ara og starfsmenn búsins. Skeifuna að þessu sinni hlaut Sveinn Orri Vignisson frá Ás- mundarstöðum en hann tamdi í vetur hest sem hann á sjálfur og heitir Gjafar. Ásetuverðlaun Fé- lags tamningamanna hlaut Harpa Baldursdóttir og Eiðfaxabikarinn sem veittur er fyrir bestu hirðingu hlaut Þorvarður Friðbjörnsson. í gæðingakeppninni sigraði Fluga frá Sóleyjarbakka, eigandi Þór- munur Hjálmtýsson en knapi var Sigurbjörn Þórmundsson. I öðru sæti varð Skelmir frá Sunnuhvoli, eigandi Ingimar Ingimarsson en knapi Grétar Geirsson. Og í þriðja sæti varð svo Magga frá Kolkuósi, eigandi Kynbótabúið á Hólum en knapi var Ingimar Ingimarsson. Engar einkunnir voru gefnar held- ur riðið svipað og gerist í firma- keppni. Að iokinni keppni voru verðlaun afhent. Fullkotnið hesthús lyftistöng fyrir hesta- mennsku á Hólum Fyrir rúmu ári var tekið í notk- un nýtt hesthús á Hólum og er það að öllum líkindum eitt það besta hér á landi. Er það byggt í tveim áföngum og verður hafist handa um byggingu seinni áfanga á þessu ári. Áfanginn sem upp er kominn rúmar um fjörutíu hross en alls eru um sjötíu hross á húsi á staðnum. Tamningar annast þau Ingimar Ingimarsson og Anna Bryndís Tryggvadóttir og sjá þau einnig um hirðingu og fóðrun. Álls eru þau með um tuttugu hross frá búinu í tamningu. Þess má geta að Anna Bryndís hlaut skeifuna síð- astliðið vor og hóf störf við búið að loknum skóla. Að sögn Ingimars voru hross tekin á hús seinni part- inn í janúar og hófust tamningar fljótlega upp úr mánaðamótum. Þegar gengið er um hesthúsin kemur í ljós margt nýstárlegt. Má þar fyrst nefna fóðurganginn en hann er um einum metra hærri en básarnir og engir stallar eru eins og tíðkast hefur í hesthúsum til þessa. Undir húsinu er svo stórt haughús og lúgur í flórunum þannig að skítmokstur tekur lít- inn tíma. Sambyggð húsinu er flatgryfja en það mun vera hug- myndin að fóðra í framtíðinni á votheyi. Að því er Ingimar sagði hefur heyskapur oft gengið illa í dalnum vegna tíðra fjallaskúra. í flatgryfjunni verður grabbi á braut í loftinu og leysir hann fóðr- ið og flytur á vagn sem síðan er dreginn eftir fóðurganginum og Það er mikið verk að hugsa um fjörutfu hross og ekki hvað síst ef með fylgja járningar. Hér hjálpast Anna og Ingimar að við járningu á eini hryssunni. Ásetuverölaun hlaut Harpa Baldursdóttir og situr hún hér hestinn Jazz, sem er í eigu Kynbótabúsins. I lokin var svo farið í naglaboðreið og fylgdi því mikill darraðardans og læti. Hér reyna þeir Þorvaldur Árnason og Olafur Ásmundsson að ná hömrunum en hestarnir virðast ekki alveg með á nótunum. Myndir: Valdimar KristinsNon. síðan mokað af með kvísl, þannig að mannshöndin kemur hvergi nærri heyinu. Stefnt er að því að byrja á seinni áfanga í sumar eins og áður sagði og mun mannvirkið í heild sinni mynda U og verður byggt yfir svæðið á milli húsanna og gerði þetta notað til tamninga í slæmum veðrum. Boðið upp á hrossarækt og hestamcnnsku sem valgrein Eins og áður sagði er hrossa- rækt valgrein og eru þeir er hana velja skyldugir til að temja eitt trippi og taka þátt í skeifukeppn- inni. Kennslu í hrossaræktinni hafa þeir Þorvaldur Árnason og Ingimar annast, sér Þorvaldur um það bóklega og kynbótadóma en Ingimar sér um tamningakennsl- una. Alls eru um tuttugu og fimm tímar í hrossaræktinni eða tveir tímar á viku. Blaðamanni gafst kostur á að fylgjast með kennslu í kynbóta- dómum og var farið í dóma á hæfi- leikum. Þau Ingimar og Anna sáu um að ríða hrossunum sem dæmd voru. Nemendur gáfu síðan ein- kunnir með aðstoð Þorvalds og meðal þeirra hrossa sem dæmd voru má nefna stóðhestinn Neró frá Bjarnarhöfn og Eldey sem sýnd var á síðasta landsmóti auk annarra minna þekktra hrossa. Reiðskóli íslands á Hólum í grein sem nýlega birtist um skeifukeppnina á Hvanneyri var lítillega minnst á hugmyndina um opinberan reiðskóla og þegar fjall- að er um aðstöðuna á Hólum kem- ur manni í hug hvort nokkur ann- ar staður sé eins vel til þess fall- inn að hýsa alhliða reiðskóla þar' sem kennd yrði reiðmennska, hrossarækt og allt er viðkemur hestamennsku. Á Hólum er eitt fullkomnasta hesthús landsins, þar er starfrækt tamningastöð í tengslum við kynbótabúið og að síðustu er Skagafjörður höfuðvígi íslenskrar hrossaræktar. i Horft heim að hesthúsinu nýja. Milli hlöðu og hesthússins er Iftil rétt til að viðra hrossin í. Vinstra megin veröur yBrbyggt gerði eða reiðhöll eins og viö sunnlendingar köllum það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.