Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 47 Æskulýðsráð Reykjavíkur: Fjölbreytt dagskrá fyr- ir börn og unglinga ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur hefur skipulagt sumarstarfið og hefur bæklingi verið dreift í grunnskóla borgarinnar. Sumar- starfinu er skipt í tvennt, skipulegt námsskeiðastarf á daginn og starf byggt á frjálsri þátttöku á kvöldin. Samkvæmt upplýsingum Æskulýðsráðs er boðið upp á eft- irfarandi hjá ráðinu í sumar fyrir börn og unglinga: 1. SIGLINGAR Frá 30. maí—19. ágúst eru byrjendanámskeið í siglingum fyrir 8—12 ára börn. Hvert nám- skeið tekur tvær vikur og eru 40 nemendur á hverju. Kennd er meðferð og sigling á seglbátum, einfaldar siglingareglur, varúð og viðbrögð við óhöppum á sjó og umhirða búnaðar. Frá 30. maí—19. ágúst eru framhaldsnámskeið í siglingum fyrir 11—14 ára. Hvert námskeið er tvær vikur og henta nám- skeiðin vel þeim sem nokkuð kunna um meðferð seglbáta, hafa t.d. verið á byrjendanám- skeiðunum. í sumar er opið starf í Nauthólsvík fyrir almenning á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 17.00—19.00, á fimmtudögum kl. 17.00—22.00 og á laugardögum kl. 13.00—16.00. Hægt er að fá leigða róðrar- og seglbáta og sigla um Fossvog. 2. REIÐSKÓLI ÆSKULÝÐS RÁÐS REYKJAVÍKUR OG FÁKS í SALTVÍK Reiðskólinn starfar í júní, júlí og ágúst. Hvert námskeið tekur tvær vikur og eru börnin allan daginn í Saltvík. 60 börn eru á námskeiði í einu. Á laugardögum í júlí er hesta- leiga í Saltvík og er þá hægt að fá leigða hesta og fara í stuttar reiðferðir um jörðina Saltvík. 3. BÚSTAÐIR Leikja- og starfsnámskeið fyrir 6—12 ára börn. Hvert nám- skeið tekur eina viku. Þau standa frá 30. maí—12. ágúst og eru 50 þátttakendur á hverju námskeiði. Námskeiðin eru allan daginn eða frá kl. 10.00—16.00. Þátttökugjald er kr. 300. For- stöðumaður Bústaða er Her- mann Ragnar Stefánsson. 4. FELLAHELLIR Útistarf hliðstætt og í Bústöð- um en hvert námskeið tekur tvær vikur. Starfið er frá 6. júní—12. ágúst og er daglegt há- mark 40 börn. Þátttökugjald er kr. 500. Forstöðumaður Fella- hellis er Sverrir Friðþjófsson. 5. ÞRÓTTHEIMAR Dagnámskeið fyrir 6—12 ára börn. Hvert námskeið tekur tvær vikur. Þau standa frá 30. maí — 19. ágúst og daglegt há- mark er 40 börn. Námskeiðin eru allan daginn eða frá kl. 10.00—16.00. Þátttökugjald er 500 kr. Forstöðumaður Þrótt- heima er Skúli J. Björnsson. 6. ÁRSEL Dagnámskeið fyrir 6—12 ára börn. Hvert námskeið tekur 2 vikur. Þau standa frá 30. maí—19. ágúst og eru þátttak- endur 40 á hverju námskeiði. Námskeiðin eru allan daginn eða frá kl. 10.00-16.00. Þátttöku- gjald er kr. 500. Forstöðumaður Arsels er Árni Guðmundsson. 7. TÓNABÆR Dagnámskeið fyrir börn 6—12 ára. Hvert námskeið tekur tvær vikur. Þau standa frá 6. júní—12. ágúst og eru 30 þátt- takendur á hverju námskeiði. Námskeiðin eru allan daginn eða frá kl. 10.00-16.00. Þátttöku- gjald er kr. 500. Forstöðumaður Tónabæjar er Ólafur Jónsson. 8. DAGNÁMSKEIÐ í FÉLAGS- MIÐSTÖÐVUM Leiðbeinendur starfa með .'ltiai jiueiw)ii tur, j. ol Sumar starf'- börrt og unglinga 1983 börnum og unglingum að skipu- lagningu leikja og ýmiss konar útistarfs á leikvöllum og útivist- arsvæðum. Föndur innandyra I slæmu veðri. Kostnaður vegna skoðunar- og kynnisferða er innifalinn í þátttökugjaldinu. 9. KVÖLDSTARF I FÉLAGS- MIÐSTÖÐVUNUM í félagsmiðstöðvunum Fella- helli, Bústöðum, Þróttheimum, Árseli og Tónabæ er starfsemi fyrir unglinga 13 ára og eldri. Er þar um að ræða klúbbastarf, diskótek, opið hús, leiktæki og fleira. Opið hús er á þriðjudagskvöld- um í öllum félagsmiðstöðvum og diskótek á föstudagskvöldum. Aðgangseyrir er enginn. Þá er einnig fyrirhugað að bjóða unglingum í útivistarferð- ir um Reykjavík og nágrenni. Þetta starf verður á miðvikudög- um i Bústöðum og Fellahelli og á fimmtudögum í Þróttheimum, Árseli og Tónabæ. 10. KYNNISFERÐ í SVEIT Kynnisferð í sveit á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Sambands sunnlenskra kvenna. Dvalið verður þrjá daga, 6., 7. og 8. júní á sveitaheimilum á Suð- urlandi. Dvölin er ókeypis en þátttakendur skuldbinda sig til að veita jafnöldrum úr sveitinni fyrirgreiðslu í Reykjavík. Aldur 10—12 ára. Verð: Fargjald ca. 300 kr. 11. ÍÞRÓTTA- OG LEIKJANÁM- SKEIÐ Vornámskeið íþróttaráðs, Æskulýðsráðs, Leikvallanefndar og Iþróttabandalags Reykjavík- ur á íþróttavöllum borgarinnar fyrir börn 6—12 ára 30. maí—15. júní. Kenndar verða frjálsar íþróttir, knattspyrna og ýmsir aðrir leikir. Þátttökugjald er kr. 70. Námskeiðunum lýkur með íþróttamóti á frjálsíþróttavellin- um í Laugardal 16. júní kl. 13.00. Kennt verður á Melavelli, Laugardalsvelli, Ieikvelli við Árbæjarskóla, íþróttavelli við Fellaskóla, leikvelli við Álfta- mýrarskóla, leikvelli við Breið- holtsskóla, leikvelli við Selja- skóla og leikvelli við Austurbæj arskóla. Gert klárt fyrir löndun úr Sveinborgu GK 70. Mynd MbL/Arnðr. Sveinborg GK 70 landar í Garðinum GarAi, 6. maí. UPP ÚR miðnætti í gærkvöldi lagðist togarinn Sveinborg GK 70 að bryggju hér í Garðinum, en togarinn er í eigu ísstöðvarinnar hf. Skipið var með um 130 lestir af fiski og var byrjað að landa upp úr skipinu í dag. Eftir því sem best er vitað er þetta einsdæmi að landað sé úr togara hér enda hafnarskilyrði slæm. ísstöðin hf. stendur í nokkurra skrefa fjarlægð frá bryggjunni og er því ekki um langan veg að fara með aflann. Á undanförnum árum hafa verið gerðar nokkrar endur- bætur á bryggjunni og í vor var hlaðinn varnargarður út á miðja bryggju og upp að nýbyggingu semlsstöðin er að byggja. Ekki er þó talið líklegt að nokkrun tíma verði gerð góð höfn í Garðinum, enda þótt nokkrir bátar og einir 4 togarar séu gerðir út héðan. En hver veit? Sveinborg GK er 300 lesta skip smíðað árið 1968 og hét áður Guð- mundur í Tungu. Arnór. Þýsku sumarhúsin eru í tæplega klukkustundar fjarlægð frá Luxemborg Flugleiðir benda þér á bráð- skemmtllegan mögulelka á þægi- legu sumaiieyfl í fallegu umhverfl. Flugferð tll Luxemborgar og bíla- leigubíll í 3. vlkur kostar frá 9.549.- krónum fyrir manninn. Þar að auki bjóðum við vlkudvöl í sumarhúsi í Þýskalandi í aðeins 45 mínútna akstursfjarlægð frá Luxemborg fyrlr aðelns 1.470.- krónurtll viðbótar. Þaö má að vísu segua að Luxemborg sé lítill blettur á landakortinu, þvi landið er aðeins 3587 ferkílómetrar að stærð, en þettaflugnágrannaland okkarer lika einn fallegasti bletturinn í Evrópu Landið er bæði fallegt og bragðgott, ef svo mætti segja. Matargerð í Luxemborg er rómuð, og ekki eru vinkjallarar þeirra Luxemborgarmanna af verri endanum Matsölustaðir eru margir og góðir. Þó er stærsti kostur Luxemborgar fynr okkur sennilega staðsetningin Þar er tilvalið að hefja ökuferð um Evrópu, t.d. aka eftir Rhonedalnum niður að Miðjarðarhafi, eftir Rivierunni og upp til Parísar Alpafjöllin eru lika freistandi og siðan italia eða suður- Þýskaland. Flugleiðir bjóða hótelgistingu í Luxemborg á Aerogolf Sheraton, Holidav Inn, Novotel, Citv, Alfa og Italia, ódýra bilaleigubíla og margskonar ódýrar ferðir með Luxair til sólarlanda. FLUGLEIÐIR Gott tólk hjá traustu télagi LUX i j; j - f 3 I 11 í í t í li g 3 > j} i i | í r i (þi jlíiol > tí j.'í t i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.