Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 NÆRING OG HEILSA Bók eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent. Ekk- ert annaö hliöstætt rit er til á íslensku. Notaðu sumarfríiö til þess aö bæta lífsvenjurnar, línurnar og heilsuna. Bókin fjallar um allt frá víta- mínum og vannæringu upp í megrunarkúra og matareitranir. Ómissandi fræðslurit og skemmti- iestur fyrir hvert íslenskt heimili. Bók sem hefur hlotiö lof. Skreytt ótal myndum. „Fyrsta boöorð bókarinnar er aö hver ein- staklingur og sér í lagi foreldrar veröa aö hugsa um þær fæðutegundir sem á borö- um eru, og hafa kjörþyngd og heilbrigöi að leiðarljósi. Bókin er hinn besti kennari í fæðuvali.“ Sigurður Samúelsson, prófessor, Mbl. 3. nóv. 1979. „Fjölbreytni bókarinnar ... er meö ólík- indum." Snorri Páll Snorrason, prófessor, for- maður Manneldisráös. Vísir, 18. sept. Bókaútgáfan Fæst í öllum bókabúöum. Verð kr. 345,80 ób. 432,25 ib. (jetgofcU Veghúsastíg 5. Sími 16837. I Vörumarkaónum fyrir Hvítasunnuna Leyft Okkar verð verð Cerebos salt 750 gr. 21,10 18,95 Paxo-rasp 15,00 13,50 River hrísgrjón 1 Ib. 18,85 16,95 Grænar baunir Ora '/2 ds. 17,45 15,70 Fiskibollur Ora V2 ds. 22,05 19,85 Appelsínusafi Sanitas 1,8 Itr. 59.45 53,55 WC pappír Eded 4 rl. 24,85 22,85 Síríus Konsum suöusúkkul. 21,50 19,35 Allt á útigrillið allt í útileguna og allt í hátíðarmatinn Grillkol, grill, olía. Kryddlegiö lambakjöt. Kryddlegiö nautakjöt. Kjúklingar 5 stk. í poka 94 kr. kílóið. Dilkakjöt á sértilboðsverði 2 fl. kr. kg. 3 fl. kr. kg. Leyft verö 77,55. 68,65 Okkar verð 69,79 61,78 í dag kynnir Mjólkursamsalan samsölubrauð. Opið kl. 8 í kvöld og til hádegis á morgun. Ármúla 1A. Sími 86111. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Ósósíalískir stjórn- arhættir einkenna sósíalistastjórnirnar I>að hefur vakið athygli í ýmsum af löndum Suður-Evrópu að undan- (ornu, að sósíalistastjórnir þeirra eru á nokkurs konar tímamótum. Þær hafa með margvíslegum hætti sveigt af götu kenninganna, sniðgengið kenningar Marx og látið sig hafa að beita svipuðum stjórnunaraðferðum og hinar íhaldssömu stjórnir, sem áður sátu, beittu, og sósíalistar gagn- rýndu þá hvað ákafast. Stjórnmálamenn íhalds- og hægri aflanna hafa hallað sér aftur í sæti sín, brosað og svarað aðspuröir að sósíalistarnir séu ekki að gera aðra hluti eða nýstárlegri en þeir hefðu sjálfir gert til að takast á við vandamálin. Um alla sunnanverða Vestur-Evrópu haga sósí- alistastjórnirnar sér alveg eins og hinir íhaldssömu forverar þeirra. Þetta hefur þótt vera tím- anna tákn. Það er ekki ýkja langt síðan að sósíalistaflokkar þessa heimshluta voru fjarri því að vera í lykilhlutverkum, þeir voru litlir og höfðu ekki tök á að stjórna né styrk til þess. En svo kom vinstri sveifla og segja má að hún hafi byrjað fyrir alvöru fyrir fjórum árum. Hafa sósíal- • Mario Soares istaflokkar Grikklands, Frakk- lands, Spánar og Portúgals kom- ist til valda og á Ítalíu hefur flokknum vaxið svo fiskur um hrygg að ekki er útilokað að landið fái sinn fyrsta forsætis- ráðherra úr röðum sósíalista er gengið verður til kosninga í lok júní. Búist er við vaxandi fylgi flokksins og formaður hans, Bettino Craxi, er líklegur for- sætisráðherra. Kringumstæðurnar móta flokkana Hugsjónir og kenningar fóru hátt er sósíalistaflokkarnir voru að ná völdunum en vart voru þeir sestir við völd en fór að kveða við annan tón. Flokksleið- togarnir urðu fórnarlömb ástandsins í heiminum. Þjóðar- framleiðsla í molum, vaxandi greiðsluhalli, vaxandi atvinnu- leysi og fleira í þeim dúr varpaði skugga á sósíalísku hugsjónina og hinir nýju þjóðarleiðtogar urðu þess skyndilega varir að auki hvers lags nágrannar Sov- étríkin og bandamenn þeirra í Austur-Evrópu eru. Útkoman hefur orðið sú, að hinar sósíalísku stjórnir um- ræddra landa hafa gripið til efnahagsaðgerða sem ekki hefði hvarflað að þeim að grípa til fyrir skömmu. Til dæmis má geta þess að Gonzales forsætis- ráðherra Spánar hefur skikkað opinbera starfsmenn til að mæta til vinnu á réttum tíma og vera til taks allan vinnudaginn. Fyrir flesta opinbera starfsmenn á Spáni er þetta víst þvílík ný- lunda að það nálgast byltingu. í Portúgal hefur Mario Soares myndað ríkisstjórn með sósíal- demókrötum sem er mun hægri sinnaðri flokkur og vinna þeir nú saman að sparnaðarleið til að stemma stigu við vaxandi greiðsluhalla landsins. Víðar mætti bera niður, t.d. í Frakk- • Francois Mitterrand landi, þar sem stjórn sósíalista hefur gripið til ýmsissa ráða til að hefta verðbólgu og halda verndarhendi yfir frankanum, svo sem með skattahækkunum, minnkandi fjárveitingum og skertum ferðamannagjaldeyri. Sósíalistar og Sovétríkin Áður var minnst á að sósíal- istaleiðtogarnir urðu að taka af- stöðu til Sovétríkjanna og bandalagslanda þeirra. Utanrík- isstefna landanna er kannski það sem er ólíkast því að sósíal- istaflokkar eigi í hlut. Til dæmis hefur Mitterrand Frakklandsforseti lýst stuðningi sínum við hugmyndir og áætlan- ir Bandaríkjanna og NATO, að koma fyrir á sjötta hundrað meðaldrægum kjarnorkueld- flaugum í Vestur-Evrópu. Það er nokkuð sem hinn íhaldssami Valery Giscard d’Estaing gerði. Soares í Portúgal hefur notað hvert tækifæri til að lýsa yfir stuðningi við samheldni Vestur- landa í ræðum sínum að undan- förnu og á Spáni hafa Gonzales og flokksfélagar hans ýtt NATO-málinu neðst í málefna- bunkann. Flokkurinn er á móti NATO, en því fer fjarri að Spán- verjar séu á leið út úr bandalag- inu þrátt fyrir að sósíalista- flokkurinn fari með völdin. Athyglisvert er einnig að gæta að Grikkjum. Papandreou for- sætisráðherra og flokksformað- ur var ómyrkur í máli, bæði um NATO og Efnahagsbandalagið, meðan á kosningabaráttunni stóð. Enn í dag eru Grikkir þó aðilar að báðum bandalögunum og fyrir skömmu fékk Papan- dreou EBE til að samþykkja 3 milljarða dollara lán til styrktar versnandi efnahag landsins. Niðurstaðan Þeir sósíalistar sem ekki þurfa að stjórna löndunum skilja ekki allir hvers vegna leiðtogar þeirra breytast í íhaldssama kapítalista um leið og þeir setj- ast i ráðherrastólana og þó að ráðamenn í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu séu hæst ánægð- ir með „hægri sveifluna" í sósíal- istaflokkunum, eru stuðnings- menn flokkanna ekki á eitt sátt- ir. í öllum þessum löndum hefur þess orðið vart, að fylgi sósíal- • Andreas Papandreou istaflokkanna hefur minnkað og vinsældir þeirra dvínað. Sósíalistaflokkar þessara landa eru nú í vanda um hvorn afleggjarann á að þræða. Þeir geta haldið áfram á sömu braut og nú, að fórna marxískum kenningum fyrir þá stjórn sem sýnist skynsamlegust hverju sinni. Hin leið.n er að sveigja aftur inn á upprunalegu braut- ina, þjóðnýtingu, öreigabaráttu og fleira kunnuglegt í sama dúr. Haldi þeir áfram á sömu braut má búast við því að vinsældir þeirra dvíni enn og þeir sem njóti góðs af því verði kommún- istaflokkar. En hvor brautin sem verður fyrir valinu er vís til að koma að sömu endastöð. Nefni- lega að hvor leiðin sem farin er þykir líkleg til að grafa undan möguleikum sósíalistaflokkanna til þess að halda styrk sínum og stjórn. Hvað úr verður er auðvitað óljóst á þessu stigi, en eitt er víst að ýmislegt hefur þótt benda til þess að hafin sé langtímabreyt- ing flokkanna þar sem hallast er frá upprunalegum kenningum og hugmyndafræði til meiri sveigj- anleika. Eitt lítið dæmi má nefna, Mario Soares hefur skip- að fylgismönnum sínum að tala um sósíaldemókrata þegar átt er við flokksmenn hans. Þetta kann að þykja ómerkilegt dæmi, en það er margra mat að það undir- striki frekar en hitt umrædda breytingu sem flokkarnir virðast vera að taka. Ileimild Newsweek og AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.