Morgunblaðið - 20.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983
15
Símamynd AP.
Sergei Batourin, stofnandi einu óháöu friöarhreyfingarinnar í Sovétríkjunum, kemur hér til Vínarborgar ásamt
konu sinni, Natöshu, og dóttur. Batourin voru veittir tveir valkostir: aö fara í fangelsi eöa úr landi. Hann valdi
eölilega frelsið.
Ýmist á geðveikrahæli
eða í stofufangelsi
Sovézki andófsmaðurinn Batourin lýsir lífi sínu undanfarið ár
Vínarborg, 19. maí. AP.
SERGEI Batourin, einn af stofn-
endum sjálfstæöu friðarhreyf-
ingarinnar í Sovétríkjunum, kom
frá Moskvu til Vínarborgar í dag
ásamt móður sinni, eiginkonu og
14 mánaða gamalli dóttur. Viö
komuna til Austurríkis sagöist
hann hafa hug á aö flytjast til
Bandarfkjanna og halda áfram
friöarbaráttu sinni þar. „Ég varö
aö velja á milli þess aö fara úr
landi eöa fara í fangelsi," sagöi
Batourin. Hann hefur ýmist verið á
geöveikrahæli eða í stofufangelsi,
síöan hann stofnaöi friöarhreyfing-
una í júní í fyrra.
Sovézk stjórnvöld hafa einu
sinni áður viljað leyfa honum að
fara úr landi, en hann neitaði því
boði þá með þeim ummælum, að
störf sín í friðarhreyfingunni
væru mikilvægari en allt annað.
Sovézk stjórnvöld leyfa aðeins
þá friðarhreyfingu, sem þau
sjálf hafa lagt blessun sína yfir.
Batourin kvaðst vilja gera það
lýðum ljóst, að sú friðarhreyfing
sem hann hafði tekið þátt í, vildi
ekki vinna með hinni opinberu
sovézku friðarhreyfingu, þar
sem hún lyti stjórn kommúnista-
flokksins í Sovétríkjunum.
Háværar
deilur um
yfirráðarétt
á sjávarbotni
Osló, 19. maí. Frá Jan Erik Lauré,
fréttaritara Morgunblaðsins.
HÁVÆRAR deilur hafa nú sprottið
upp í Noregi yfir því hvor eigi einka-
rétt á hafinu, bæjaryfirvöld eöa rík-
iö. Deilan spratt upp þegar bæjar-
yfirvöld í Karmöy á vesturströnd
Noregs kröfðust þess, aö olíu-
borunarfyrirtæki, sem hefur athafn-
asvæði á hafsbotni skammt fyrir
utan bæinn, greiddi skatta til þeirra.
Landmælingar Noregs eru með
svarið á reiðum höndum. Sam-
kvæmt upplýsingum þeirra eru
það bæjaryfirvöld í Karmöy, sem
eiga einkarétt á hafsbotninunum
fyrir utan kaupstaðinn og allt að
landhelgismörkunum. Hins vegar
er vandkvæðum bundið að setja
slík mörk og talið er víst, að
eitthvert þref eigi eftir að verða
vegna þessa.
Ráðuneytið, sem fer með sveit-
arstjórnarmál, er alfarið þeirrar
skoðunar, að hafsbotninn sé í eigu
viðkomandi sveitarfélaga. Hins
vegar er ráðuneytið alls ekki
þeirrar skoðunar, að viðkomandi
sveitarfélag geti krafist skatta af
fyrirtækjum , sem stunda olíubor-
anir á umræddu svæði.
Verið er að leggja gríðarstóra
gasleiðslu frá Norðursjó til Karm-
öy og hafa bæjaryfirvöld krafist
skatta af þeim hluta leiðslunnar,
sem Iiggur í landi sveitarfélagsins.
Þá hefur bæjarfélagið einnig viij-
að fá upplýsingar um hvort það
geti skattlagt þann hluta leiðsl-
unnar, sem liggur í sjó, en innan
yfirráðasvæðis sveitarfélagsins.
Norskir lögfræðingar klóra sér
nú í hnakkanum og velta vöngum
yfir því hvort sveitarfélagi sé
heimilt að krefjast eignarskattar
af framkvæmdum á hafsbotni,
rétt eins og á þurru landi. Fái
sveitarfélagið grænt ljós á fyrir-
spurn sína hefur það í för með sér
margra milljóna króna tekjuauka,
sem vafalítið kemur sér vel við
vegaframkvæmdir í þágu þess. En
milljónirnar bíða, þar til lögfræð-
ingarnir hafa kveðið upp úrskurð
sinn.
Skatta- og útsvarsskrár
Reykjanesumdæmis
fyrir árið 1982
Skatta-, útsvars- og söluskattsskrár allra sveitar-
félaga í Reykjanesumdæmi og Keflavíkurflugvallar
fyrir áriö 1982, liggja frammi frá 20. maí til 3. júní
aö báöum dögum meðtöldum á eftirgreindum
stöðum:
í Kópavogi, Garðakaupstað, Keflavík og
Njarðvíkum:
Á bæjarskrifstofunum.
í Hafnarfirði:
Á Skattstofu Reykjanesumdæmis frá kl. 10—16
alla virka daga, nema laugardaga.
í Mosfells-, Miðnes-, Vatnsleysu-
strandar- og Hafnahreppi:
Á skrifstofu sveitarstjórnar.
Á Keflavíkurflugvelli:
Hjá umboösmanni skattstjóra, Guðmundi
Gunnlaugssyni, á skrifstofu Flugmálastjórnar.
í hreppum og öðrum kaupstöðum:
Hjá umboösmönnum skattstjóra.
Athygli er vakin á því aö enginn kæruréttur mynd-
ast þótt hin álögöu gjöld séu birt meö þessum
hætti.
Hafnarfirði, 20. maí 1983,
skattstjórinn í Reykjanesumdæmi,
Sveinn Þóröarson.
ISUMAR
Sumarbuxur barna, st. 104-164 kr. 210.-
Sumarkápur. Litur: hvítur JJ 780.-
Sumarkápur. L: Ljósgrænl., dökkblár JJ 1.424.-
Sumarjakkar dömu. L: Ljósgrár, grænl. JJ 1.099.-
Sumarjakkar dömu. L: Milliblár, dökkbl. JJ 1.164.-
Sumarjakkar herra. L: Beige JJ 556.-
Mittisjakkar herra. L: Hvítur JJ 480.-
Sumarjakkar herra. L: Beige, dökkblár. JJ 1.215.-
Sólbeddar, 2 gerðir frá JJ 350.-
Sólstólar m/háu, stillanl. baki, 6 geröir „ JJ 580.-
Sólstólar m/lágu baki, 2 geröir „ JJ 495.-
Tjaldborðsett „ JJ 595.-
Létt nýlontjöld, 3 gerðir „ JJ 900.-
Hústjöld, 2 gerðir „ JJ 4.700.-
DOMUS
JMMÍh
AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK
Bakkafoss 20. mai
City of Hartlepool 1. júní
Bakkafoss 10. júni
Clty of Hartlepool 21. júní
NEWYORK
Bakkafoss 19. mai
City of Hartlepool 31. mai
Bakkafoss 9. júní
City of Hartlepool 20. júhj
HALIFAX
City of Hartlepool 3. júni
City of Hartlepool 23. júní
Dnt I LMMU/
MEGINLAND
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 23. maí
Álafoss 30. maí
Eyrarfoss 6. júní
Álafoss 13. júní
ANTWERPEN
Eyrarfoss 24. mai
Álafoss 31. mai
Eyrarfoss 7. júní
Álafoss 14. júní
ROTTERDAM
Eyrarfoss 25. mai
Alafoss 1. júní
Eyrarfoss 8. júní
Alafoss 15. júní
HAMBORG
Eyrarfoss 26. mai
Álafoss 2. júní
Eyrarfoss 9. júní
Álafoss 16. júní
WESTON POINT
Helgey 27. maí
Helgey 9. júní
IMMINGHAM
Eyrarfoss 22. maí
Alafoss 29. maí
Eyrarfoss 5. júni
Alafoss 12. júni
NOHÐURLONL
EYSTRASALT
BERGEN
Mánafoss 20. maí
Dettifoss 27. maí
Mánafoss 3. júni
Dettifoss 10. júní
KRISTIANSAND
Mánafoss 23. mai
Dettifoss 30. mai
Mánafoss 6. júní
Dettifoss 13. júní
MOSS
Mánafoss 24. maí
Dettifoss 27. maí
Mánafoss 3. júni
Dettifoss 10. júní
HORSENS
Dettifoss 1. júni
Dettifoss 15. júní
GAUTABORG
Mánafoss 25. maí
Dettifoss 1. júní
Mánafoss 8. júní
Dettifoss 15. júní
KAUPMANNAHÖFN
Mánafoss 26. maí
Dettifoss 2. júní
Mánafoss 9. júní
Dettifoss 16. júni
HELSINGBORG
Manafoss 27. maí
Dettifoss 3. júni
Mánafoss 10. júni
Dettifoss 17. júní
HELSINKI
Irafoss 8. júni
jrafoss 4. júli
GDYNIA
jrafoss 11. júní
írafoss 6. júli
TORSHAVN
Mánafoss 21. maí
Dettifoss 25. júni
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-framogtilbaka
frá REYKJAVÍK
alla mánudaga
frá ÍSAFIRÐI
alla þriðjudaga
frá AKUREYRI
alla'fimmtudaga
EIMSKIP
*
;roi
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS